Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Spakmæli dagsins

Orðið GÓÐUR hefur margar merkingar.

Til dæmis ef maður skýtur ömmu sína á

fimm hundruð metra færi.

Myndi ég kalla hann góða skyttu, en ekki

endilega góðan mann.

(G.K. Chesterton)


Leikrit

Leikritið Þú ert hér er sýnt um helgina í leikhúsinu H3 í Berlín og útlit er fyrir að það fari víðar um Evrópu á næstu mánuðum.

Þetta vinsæla leikrit fjallar um HRUNIÐ og voru aðstandur að vona að leikritið yrði úrelt þegar kæmi að sýningu, því þá yrði búið að lagfæra allt sem hrundi.  En leikritið sló heldur betur í gegn, því allt var eins og áður þegar það var frumsýnt.

EKKERT HAFÐI BREYTTST TIL BATNAÐAR.


mbl.is Vonaði að leikritið yrði úrelt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvuleikir

Tíu fyrirtæki tölvuleikjaframleiðenda hafa stofnað með sér ný samtök. Þau kynntu starfsemi sína á föstudag í hugmyndahúsi háskólanna við Grandagarð undir merkjum Samtaka leikjaframleiðenda, það er IGI – Icelandic Gaming Industry.

Þetta stefnir í að verða stór iðnaður hér á landi og í viðtali við einn framkvæmdastjórann í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að þegar bankaútrásin stóð sem hæst, þá var mikil barátta hjá þessum fyrirtækjum um starfsmenn við gömlu bankanna, þar sem bankarnir buðu ofurlaun.  Flest þessara fyrirtækja greiða nú starfsfólki sínu laun í evrum.


mbl.is Störf um 300 manna tengjast tölvuleikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappakstur

Bíll Lewis Hamilton hjá McLaren er þyngstur átta fremstu bílanna á rásmarkinu í Singapúr. Óljóst er þó hvort hann er með meira bensín en ökumenn hinna sjö bílanna þar sem KERS-búnaður er í McLarenbílnum en ekki hinum.

Þetta er eina íþróttin sem ég vil helst ekki missa af.  Þótt bíll Hamilton sé þyngri gæti það verið vegna þess að hann byrji með meira bensínmagn og tekur þá væntanlega færri þjónustu hlé.


mbl.is Hamilton bensínþungur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið að hausta

Ökumenn hafa lent í vandræðum á Öxnadalsheiði vegna hálku. Vegagerðin mun ekki aðhafast vegna þess. Björgunarsveit á vegum Landsbjargar er nú á leiðinni til að aðstoða ökumenn, samkvæmt upplýsingum frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.

Það þarf enginn að vera hissa á þessu því ekki er langt í fyrsta vetrardag.  En því miður virðast allof margir leggja í ferðir yfir fjallvegi á þeim tíma sem vænta má snjókomu og hálu.  En hafa ekki búið bíla sína vel til aksturs við slíkar aðstæður.


mbl.is Mikil hálka á Öxnadalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskveiðar

NAFO (Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunin) hefur ákveðið að leyfa aftur alþjóðlegar þorskveiðar á Flæmska hattinum eftir tíu ára bann. Ákvörðun um þetta var tekin á ársfundi NAFO sem haldinn var í Bergen í Noregi í síðustu viku.

Nú virðist vera þorskur á öllu miðum, sem ekki ætti að vera til miðað við umsagnir sérfræðinganna.  Barentshafið er yfirfullt af fiski af öllum tegundum  Meira að segja í Eystrasalti er kominn fiskur en þar átti allur fiskur á að hafa verið veiddur upp.  Aðeins á Íslandsmiðum fer fiskgengd minnkandi eða stækkar lítið að sögn Hafró.  Annað hvort er Hafró að reikna þetta svona vitlaust eða að við erum að ala upp fisk fyrir aðrar þjóðir í stórum stíl.

Í 25 ár höfum við fylgt ráðum Hafró og verið sagt að við værum að byggja upp þorskstofninn, en hann hefur bara minnkað um meira en 50% á þessu tímabili.  Nú eigum við að segja við Hafró, NEI TAKK og gera eina tilraun og tvöfalda allar aflaheimildir á Íslandsmiðum.  STRAX. Áhættan er lítil sem engin.


mbl.is Opnað fyrir þorsk á Flæmska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

S.Þ.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi og gagnrýndi m.a. að tafir hefðu orðið á framgangi efnahagsáætlunar Íslendinga og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna tvíhliða deilna um óskyld mál. Vísaði hann þar með til Icesave-deilunnar.

Hann skortir ekki kjarkinn hann Össur þegar hann tekur sig til.  Þetta er einmitt rétti vettvangurinn til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri vegna Icesave.  Áður en Össur flutti þessa ræðu hafði hann setið fund með utanríkisráðherrum Breta og Hollendinga og þar mun víst hafa verið deilt hart og Össur sagði þeim að þeir yrðu að bakka verulega með sínar kröfur ef samningar ættu að nást.

Gott hjá Össur.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Innbrot var framið í Breiðholti í nótt en þar var stolið handverkfærum. Laust eftir klukkan 23:00 í gærkvöldi var brotist inn í verslun í Kauptúni í Garðabæ og stolið tölvubúnaði, samkvæmt upplýsingum lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Þetta skyldi þó ekki vera sama erlenda þjófagengi, sem fanginn á Litla-Hrauni var að kvarta undan í Spaugstofunni í gærkvöld.


mbl.is Handverkfærum og tölvum stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölvun

Ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur í Vestmannaeyjum í nótt. Tekin var af honum blóðprufa og sýnið sent til rannsóknar. Einhverjar stympingar urðu einnig fyrir utan skemmtistað í nótt. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni í Vestmanaeyjum.

Ekki er ástandið gott, í gær var sagt frá ölvuðum ökumanni á Akureyri og nú er röðin komin að Vestmannaeyjum.  Er fólk að aka dauðadrukkið um allt land?  Til að forðast misskilning ætla ég ekki að segja að um aðkomumann hafi verið að ræða.


mbl.is Ölvaður ökumaður í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Arfur kapítalismans er ójöfn skipti gæðanna.

Arfur sósíalismans er jöfn skipti eymdarinnar.

(Winston Churchill)

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband