Flóttafólk

Nú stendir víst til að til Íslands komi palentískir flóttamenn frá Írak um 40 í ár og 40 á næsta ári og mun fólkið fá aðsetur á Akranesi.  Mikil læti hafa verði vegna þess að Magnús Þór Hafsteinsson varabæjarfulltrúi á Akranesi, hefur haft uppi efasemdir um að Akranesbær væri tilbúinn til að taka á móti þessu fólki sem verður sennilega hátt í 100 manns á tveimur árum.  Það er alveg stórfurðulegt að alltaf þegar einhver frá Frjálslynda flokknum ræðir um innflutning á erlendu fólki, þá er ekki skoðuð rétt hlið á málinu og fólk gleymir sér í æsingi og menn eru kallaðir rasistar og sakaðir um að vera á móti erlendu fólki.  Ég er ekki kunnugur á Akranesi og það má vel vera að bærinn sé vel í stakk búinn til að taka á móti þessu fólki.  En mér finnst svolítið undarlegt að Akranesbær skuli geta útvegað þessu fólki húsnæði og annað sem til þarf á meðan 25 fjölskyldur bíða eftir félagslegu húsnæði hjá bænum.  Hvað ætlar bæjarstjórn á Akranesi að segja við það fólk verður það bara að tilkynna þeim að "Því miður þá verði þið að bíða áfram því flóttafólkið verður að ganga fyrir."  Hvað er það sem rekur íslensk stjórnvöld áfram í því að taka á móti flóttafólki?  Væri ekki nær að nýta alla þá peninga sem þetta kostar og aðstoða fólkið þar sem það býr.  Svo er annað sem lítið heyrist um að það eru flóttamannabúðir hér á Íslandi.

Ég ek oft framhjá þessum flóttamannbúðum sem eru í Njaðvík.  Þar er hópur af fólki sem ekki hefur verið vilji til að hleypa inn í landið og fólkið bíður og bíður mánuum saman ef ekki lengur ámeðan mál þess eru til skoðunar í kerfinu.  Þetta fólk er ekki að biðja um aðstoð frá ríkinu eða sveitarfélagi og ætlast ekki til að fá frítt húsnæði eða neitt annað, það ætlar að bjarga sér sjálft og þetta fólk á ekki afturkvæmt til fyrri heimkynna þar sem það yrði drepið eða fangelsað fyrir sínar skoðanir.  Af hverju er þetta fólk ekki jafn hæft til að búa á Íslandi og flóttafólkið frá Írak.

Við höfum áður tekið við hópum af flóttafólki og gert allt fyrir það sem þurft hefur, en hvað skyldi mikið af því fólki enn vera búsett á Íslandi.  Ég er hræddur um að margir séu farnir af landi brott.  Ég er ekki mótfallinn því að hingað flytji erlent fólk en þá eigum við að gera öllum jafnt undir höfði.

Um leið og við eru farin að flokka fólk, sem hér má búa erum við að búa til vandamál, sem heldur áfram að vaxa eftir að fólkið er komið til landsins.  Bæjarfélag eins og Akranes, sem ekki getur aðstoðað sína eigin íbúa er ekki hæft til að taka að sér svona verkefni.  Þar er ég sammála Magnúsi Þór Hafsteinssyni.  Ég verð líka að segja það að ég sem öryrki og á að lifa á rúmum 100 þúsund á mánuði get ekki verið hlyntur því að íslenska ríkið sé að eyða stórfé í flóttafólk á sama tíma og öryrkjar og eldri borgara verða að lifa við hungurmörk og föst í fátækragildru og ekkert virðist vera hægt að gera til að breyta því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Mikið er ég sammála þér, ég er öryrki en minn maður verkamaður, við rétt skrimtum, en höfum stundum þurft að leita aðstoðar hjá félagsmálastjóra hér í bæ, ......mér líður alltaf vel þegar ég get hjálpað örðum, en......já en, skil ekki þessa ríkisstjórn, að senda peninga út og suður, þegar svo margir hér á landi þurfa hjálp........er ekki miklu nær að hjálpa fyrst hér heima og aðstoða svo þá sem þess þurfa úti í heimi ?

Svanhildur Karlsdóttir, 26.6.2008 kl. 18:33

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað eiga íslendingar að ganga fyrir áður en við förum að hjálpa öðrum.

Jakob Falur Kristinsson, 26.6.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður og velkominn á bloggið á nýjan leik.

Sammála Svanhildi að það auðvita að líta sér nær.

Skil ekki af hverju Akranes var fyrir valinu þar sem vantar nú þegar húsnæði. Af hverju ekki Reykjavík þar sem nóg er til af húsnæði og svo Egilsstaðir þar sem bjartsýnin var svo mikil og þar var byggt og byggt og fullt af íbúðum tómar.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það eru víða auðar íbúðir þannig að valið á Akranesi er tilkomið vegna áhuga bæjarstjórnar Akranes á því að fá þetta fólk til sín þótt 25 fjölskyldur bíði á Akranesi eftir félagslegu húsnæði.  Það var þetta atriði sem Magnús Þór Hafsteinsson var að gagnrýna og allt varð vitlaust út af og varð til þess að borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins yfirgaf flokkinn og gekk í Sjálfstæðisflokkinn.  Og í Reykjavík bíða nokkur hundruð fjölskyldur eftir félagslegum íbúðum.

Annars held ég að kominn sé tími til að endurskoða lög um frambjóðendur flokka bæði til sveitarstjórna og til Alþingis.  Það er óþolandi að fólk sem kosið er fyrir ákveðinn flokk geti bara á miðju kjörtímabili skipt um og farið að styðja aðra flokka en þá sem þeir voru kosnir fyrir, eins og þetta dæmi á Akranesi sýnir og í Reykjavík komst efsti maður á lista Frjálslyndra í borgarstjórn og skömmu eftir að hann var kosinn gekk hann til liðs við Íslandshreyfinguna og er nú borgarstjóri þótt að varamaður hans í borgarstjórn styðji ekki núverandi meirihluta.  Hann er sem sagt borgarstjóri í Reykjavík þótt enginn hafi kosið hann til þess og engin stjórnmálflokkur stendur á bak við hann.

Jakob Falur Kristinsson, 29.6.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband