Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Vöruverð

 Neytendasamtökin lýsa eftir lækkun á vöruverði í verslunum hér á landi og segja, að með hækkandi gengi hefði verð á innfluttri vöru átt að lækka. Það hafi hins vegar ekki gerst.

Hvernig á að vera hægt að lækka vöruverð þegar gengið hefur fallið svona mikið og verðbólgan er 18% og vextir himinháir.  Það væru einhverjir kraftaverkamenn sem gætu lækkað vöruverð í slíku ástandi og nú er.  Þótt gengið hafi hækkað örlítið síðustu daga er það svo lítið á móti hinu mikla gengisfalli sem varð í haust.


mbl.is Lýsa eftir lækkun vöruverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný mið

Gulldepla eða laxsíld. Ný gulldeplumið eru fundin djúpt suður af Vestmannaeyjum og eru sjö skip nú þar á veiðum. Öll fengu þau einhvern afla í gær en bræla og leiðindaveður er á svæðinu og því ekki hægt að kasta í morgun, að því er kemur fram á heimasíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Kannski verður þetta útgerðinn til bjargar því litlar líkur eru á að nein loðnuvertíð verði í ár og hætt við gjaldþrot margra útgerðafyrirtækja.  Þótt einhver kelling í Vestmannaeyjum hefði spáð að allt yrði fullt af loðnu ummiðjan febrúar er hún ekki komin enn.  Hitt er aftur stór spurning hvort óhætt er að veið svona mikið af gulldeplu, því engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum fiski eða hvaða hlutverki hann gegnir í fæðukeðjunni.


mbl.is Ný gulldeplumið fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð Davíðs

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ummæli Davíðs Oddssonar um að eignarhaldsfélög, í eigu stjórnmálammanna og þekktra manna í þjóðlífinu hefðu fengið sérþjónustu í bönkunum hljóti að kalla á hörð viðbrögð, enginn eigi að njóta forgangs í krafti stöðu eða embættis.

Ætla allir að gleypa það hrátt hvað Davíð sagði í Kastljósinu.  Ég held að fyrsta rannsóknin ætti að beinast að Davíð sjálfum og sannreyna hvort hann var að segja satt í þessu viðtali eða hreinlega að búa til sögur.


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsaleiga fyrir Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg leigir allar hæðir Borgartúns 10-12. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar og fyrrum borgarstjóri, segir að faglega hafi verið staðið að leigu húsnæðis fyrir starfsmenn borgarinnar í Borgartúni 10-12. Hann segir að samningurinn við Höfðatorg ehf. hafi verið mjög hagstæður, en meðtaltalsleiguverðið var 1.855 kr. á fermetra árið 2007.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson virðist búinn að fá fullt mynni aftur því hann man upp á krónu hvað fermetraverð var á leigusamningi sem Dagur B. Eggertsson gerði fyrir borgina á sínum tíma.  Batnandi mönnum er best að lifa, sagði einhver einhverntíma.


mbl.is Vilhjálmur Þ.: Faglega staðið að leigu húsnæðis fyrir borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svindlað á norskum banka

Það er með ólíkindum hvað siðferðið hefur verið á lágu plani hjá Glitni.  Hann hafði milligöngum um 3lán til íslenskra útgerðarfyrirtækja til skipakaupa  í Noregi.  Útgerðarfélögin voru öll búinn að greiða lánin upp hjá Glitnir þegar bankinn féll.  Hinsvegar hafði Glitnir ekkert greitt til norska bankans og þarf því norski bankinn Exportfinans að afskrifa þessi lán, sem eru fyrstu afskriftir í 46 ára sögu bankans.
mbl.is Exportfinans þarf að afskrifa lán vegna Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsögð mannréttindi

Þessi samningur var löngu orðin tímabær og sjálfsögð mannréttindi að allir á Íslandi geti nýtt sér nýjustu tækni í sambandi við það sem háhraðanet býður uppá.  Netið er að verða sífellt stærri hluti af lífi fólks og á eftir að aukast mikið, bæði við nám og störf.  Nú eru að koma á markaðinn tölvustýrðir ísskápar og fólk rennir bara strimlinum úr versluninni í rauf á skápnum og þá skráist inn allt það sem er verið að setja í ísskápinn og þegar fer að minnka í skápnum, sendir hann sjálfkrafa pöntun í þá verslun sem eigandinn skiptir við og verslunin sendir viðkomandi vörur heim og skuldfærir á greiðslukort.   Það sama má segja að gildi um GSM-samband, sem ætti að vera á öllum hringveginum og helstu fjallvegum landsins, því það er svo mikið öryggisatriði fyrir alla vegfarendur.
mbl.is Háhraðanet til allra landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppileg nöfn

Þau eru misjöfn nöfnin sem fólk fær á unga aldri.Hópur áhugamanna í Bretlandi hefur nýlokið rannsókn á óheppilegustu mannanöfnum landsins. Hópurinn, sem starfar á TheBabyWebsite.com, fletti gegnum símaskrár og fann nöfn á borð við Justin Case, Mary Christmas, Stan Still og Terry Bull.  Það getur ekki verið gaman að heita "Bara til öryggis", "Gleðileg Jól", "Stattu kyrr", eða "Hræðilegur".

Þetta er nú ljóta ruglið, en sem betur fer er tiltölulega auðvelt að fá nafni sínu breytt hér á Íslandi eins og ég gerði nýlega.  Það er bara sótt um hjá Þjóðskrá og kostaði kr.5.500,- en hvort slíkt er hægt í Bretlandi veit ég ekki.  Svo er oft um tískubylgjur að ræða eins og nú er í Bandaríkjunum þar sem flestir drengir eru í dag skýrðir Obamha.


mbl.is Óheppileg nöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru peningarnir?

Það liggur fyrir að milljarðar voru fluttir úr sjóðum bankanna rétt fyrir fall þeirra.  Ég trúi því ekki að vonlaust sé að finna þessa peninga aftur og ná þeim til Íslands.  Nú eru starfandi fólki í hinum nýju bönkum sem var áður í lykilstöðum gömlu bankanna og þetta fólk hlýtur að vit hvert þessir peningar fóru.  Það ætti skilyrðislaust að yfirheyra þetta fólk og fá fram sannleikann ef fólkið neitar á einfaldlega að reka það úr bönkunum.
mbl.is Milljarðar úr sjóðum rétt fyrir fall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptanefnd Alþingis

Þá getur viðskiptanefnd Alþingis klárað umfjöllun sína um Seðlabankafrumvarpið í dag og það orðið að lögum á morgun.  Svo Davíð getur farið að pakka niður öllum minnisblöðum sínum um hvað hann er frábær og heiðarlegur maður.
mbl.is ESB-skýrslan birt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankinn minn

Það var alveg furðulegt að hlusta á Davíð Oddsson í Kastljósinu í gær.  Hann fullyrti að Baugsmiðlar væru að gera árás á sig og bankann sinn.  Þeir sem hefðu verið að mótmæla fyrir utan Seðlabankann hefðu verið fluttir þangað.  En ekki kom fram hverjir stóðu fyrir þessum flutningi á mótmælendum.  Eins reyndi hann að gera sífellt lítið úr fréttamanninum sem var að spyrja hann.  Hann fullyrti að til sín kæmi fólk í stórum hópum og tjáðu honum að hann væri eini maðurinn á Íslandi sem væri treystandi og gerði allt rétt.  Hann hefði varað ríkisstjórnina margoft við að bankarnir yrðu gjaldþrota en ekkert verið á sig hlustað. Síðan veifaði hann minnisblöðum um ýmsa fundi sem hann hefði sett sín viðvörunarorð fram.  En hver skrifaði þessi minnisblöð?  Var það ekki Davíð sjálfur?

Hvernig getur Davíð Oddsson talað um bankann sinn.  Er hann orðin svo ruglaður að hann haldi að hann eigi Seðlabankann.  Í orðum Davíðs fólst mikil gagnrýni á forustu Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa ekki tekið mark á sínum orðum.  Hann gerði lítið úr Geir H. Haarde þegar hann sagði að Geir hefði ekki þóttst muna eftir fundi þeirra um ástandið.

Það er gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá svona gusu yfir sig í aðdraganda kosninga eða hitt þó heldur.  Á hverjum er Davíð að reyna að hefna sín?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband