Hagræðing

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti fyrir áramót að sameina leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku í einn skóla, samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Með sameiningunni er stefnt að því að ná bæði hagræðingu og auknum gæðum á þjónustu.

Vissulega mun nást fram hagræðin með sameiningu tveggja leikskóla, en hvort að gæðin verði þau sömu og áður, efast ég um.


mbl.is Hagræðing og gæði við sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ivesave

Það bólar lítið á þverpólitískri samstöðu um launs á Ivesave-málinu.  Reyndar hefur aðeins einn fundur verið haldin um málið.  En að sögn Bjarna Benediktssonar eftir fundinn bólar lítið á sáttarvilja hjá ríkisstjórninni, því ekkert nýtt mun hafa komið fram á þessum fundi annað en að þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram um Icesave-frumvarpið.  Ég tel að ríkisstjórnin hafi ekki efni á að slá á útrétta sáttarhönd stjórnarandstöðunnar í þessu máli.  Icesave-frumvarpið mun verða fellt og því enn brýnna að samstaða allra flokka náist um lausn á þessu leiðindamáli.

Skýrslan mikila

Nú styttis í að skýra Rannsóknarnefndar Alþingis verði birt og verður það sennilega engin skemmtilesning.  Því Rannsóknarnefndin mun hafa yfirheyrt nokkuð hundruð manns og mun sennilega margt ljótt koma fram í þessari skýrslu.  Ég vona að hún verði aðgengileg á netinu, en ekki sett í einhverja skúffu,sem fáir komast í.  Það er almenn krafa í þjóðfélaginu að þessi skýrsla verði öllum aðgengileg.  Annars verður hún tilgangslaust plagg, sem fellur í gleymskunnar dá.

Spakmæli dagsins

Margir týna sjálfum sér.

Sést nú vín á gumum.

Og fyrstu sýnar ástin er.

Ekkert grín hjá sumum.

Óþekktur höfundur)


Njósnir í Kína

Kínversk yfirvöld hafa lokið opinberri rannsókna á njósnamáli sem tengist Rio Tinto, móðurfélags Alcan í Straumsvík. Yfirmaður Rio Tinto í Sjanghaí, Stern Hu, var handtekinn á síðasta ári grunaður um njósnir. Hann er ástralskur ríkisborgari. Ekki er vitað hvenær málið verður dómtekið, samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum.

Það er ekkert grín að vera tekinn fyrir njósnir í Kína og nokkuð augljóst að þegar dæmt verður í máli þessa manns verður hann dæmdur til dauða.  Það er aftur á móti spurning um hvað Rio Tinto þurfti að láta njósna fyrir sig í Kína.


mbl.is Rannsókn á njósnum starfsmanns Rio Tinto lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð og friður

Líbanski herinn skaut úr loftvarnarbyssum á fjórar ísraelskar herflugvélar í dag. Að sögn líbanska hersins flugu vélarnar lágt inni í lofthelgi í suðurhluta Líbanons.

Alveg er það stór merkilegt hvað mörg íslamsríki eru sífellt að egna Ísrael til átaka.  Þótt vitað sé að Ísraelsher er mjög öflugur og gæti þess vegna lagt undir sig öll lönd fyrir botni Miðjarðarhafsins ef þeir vildu.  Á meðan svona skærur eru í gangi verður aldrei neinn friður á þessu svæði,

Því miður.


mbl.is Skutu á ísraelskar herþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átak í ferðamálum

Um 180 manns örkuðu með Ferðafélagi Íslands á Helgafell við Hafnarfjörð í gærmorgun, í leiðangri sem markaði upphaf verkefnisins Eitt fjall á viku. Undir merkjum félagsins stendur til að ganga á 52 fjöll á árinu og hefur verkefnið vakið athygli. „Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og göngugarparnir voru á öllum aldri,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, í samtali við Morgunblaðið.

Þetta er vel að verki staðið hjá Ferðafélagi Íslands og vonandi verður þetta til að vekja áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi um hávetur.  Því okkur er mikil nauðsyn á að lengja ferðamannatímann og eigum að hætta að auglýsa Ísland með myndu þegar allt er baðað í sumarsól.  Við getum aldrei keppt við þau lönd, sem ferðamenn heimsækja vegna sólar og góðs veður.  Heldur eigum við að leggja meiri áherslu á að auglýsa Ísland sem land veturs og snjóa auk rigningar og roks.  Þau atriði heilla marga ferðamenn.


mbl.is Eru í samkeppni um fjallgöngufólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný háskólabygging

Háskólinn í Reykjavík flytur í nýja byggingu í Nauthólsvík í dag. Nemendur og kennarar skólans söfnuðust saman við aðalbyggingu skólans í Ofanleiti 2, kl. 9:15 og gengu fylktu að nýrri byggingu HR í Nauthólsvík.

Það er ástæða til að óska Háskólanum í Reykjavík til hamingju með þessa nýju byggingu og nánast kraftaverk að tekist hafi að klára þetta glæsilega hús eins og ástandið í þjóðfélaginu er um þessar mundir.

Til hamingju HR


mbl.is Ný bygging HR tekin í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem haldið verður dagana 28. janúar til 30. janúar nk. rann út í gærkvöldi. Alls buðu sig fram 22 frambjóðendur, tíu konur og tólf karlar. Elsti frambjóðandinn er á 64. aldursári en sá yngsti á því nítjánda.

Það er greinilega mjög eftirsótt að komast í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, því bara hjá þessum eina flokki taka 22 aðilar þátt.  Síðan er eftir framboðsslagur hjá hinum flokkunum og sennilega verða þetta hátt í 100 manns, sem vilja komast í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.


mbl.is 22 í framboði hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslan

Starfsfólk dómsmálaráðuneytisins lagðist yfir hugmyndir um hlutlaust kynningarefni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu strax um helgina en ráðuneytið þarf að finna óháðan aðila í verkið.

Það verður erfitt verk að finna óháðan aðila hér á landi til að útbúa þetta kynningarefni, því alir Íslendingar hafa sína ákveðnu skoðun á málinu. 

Það besta væri að fá erlenda aðila til að vinna þetta verk.


mbl.is Enginn verður múlbundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband