Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
15.12.2008 | 04:46
Að verða ríkur af engu
Nú er mér loksins að takast að verða milljarðamæringur og það var auðvelt.
Ég á einkahlutafélagið Pétursvör ehf. sem er útgerðarfyrirtæki þar sem eigið fé er kr: 500 þúsund (Allt hlutaféð). Nú lagði ég tölvuna mína inn í félagið fyrir 1 milljón, lyklaborðið fyrir kr 500 þúsund, prentarann fyrir 500 þúsund og varð þá eigið fé orðið 2,5 milljónir. Síðan stofnaði ég einkahlutafélagið JFK ehf. með hlutafé fyrir 500 þúsund. Þá seldi Pétursvör JFK ehf. allan tölvubúnaðinn fyrir kr. 4 milljónir og var þá eigið fé þess félags orðið kr. 4.500 þúsund. Þá keypt ég eignirnar aftur af JFK ehf. fyrir 100 milljónir og seldi skömmu síðar allt aftur í félagið Pétursvör ehf. fyrir 200 milljónir, sem fljótlega seldi þær til JFK ehf. fyrir 500 milljónir. Þá gaf ég út skuldabréf fyrir einn milljarð og lagði inn í Pétursvör ehf. sem seldi bréfið til JFK ehf. fyrir tvo milljarða. Bréfið var síðan selt Pétursvör ehf. fyrir 5 milljarða, JFK ehf. seldi síðan bréfið aftur á 10 milljarða til félagsins Pétursvör ehf. og er eigið fé hjá Pétursvör orðið rúmir 12,5 milljarður og eigið fé hjá JFK ehf. er kr. rúmir 5 milljarðar. Síðan sameinaði ég bæði félögin undir nafninu JFK ehf. sem er þá með kr. 14,5 milljarða í eigið fé. Áður en allir stóru bankarnir hrundu var það algild regla að lána félögum 6 falt eigið fé og ætti því JFK ehf. möguleika á láni að fjárhæð kr. 87 milljarða. Ég gæfi þá út skuldabréf fyrir 100 milljarða og leggið inn til JFK ehf. sem hefði þá getu til fjárfestinga í hinum ýmsu fyrirtækjum fyrir rúma 200 milljarða. Það eina sem skyggir á í þessu hjá mér er að ef bankinn færi eitthvað að hræra í þessu. Þá væri ég í raun í skuld við þessi félög sem nemur skuldabréfunum eða rúma 100 milljarða og bankanum 87 milljarða en samt ætti ég hreina eign að fjárhæð kr: 13 milljarða í félaginu JFK ehf. Þetta er auðveldur bissness ef rétt er á málum haldið.
Sterling-flétta FL Group og Fons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2008 | 21:19
Vitlaus þjóð
Sighvatur Björgvinsson fv. alþingismaður og ráðherra, sikrifaði grein í eitt dagblaðið fyrir stuttu og var þar að fjalla um hin miklu mótmæli sem verið hafa að undanförnu. Sighvatur segir að hann muni aldrei eftir öðru en að þjóðin hafi alltaf talað um þingmenn og ráðherra sem fífl og bjána og mótmælti öllu sem gert væri, en samt kjósi þjóðin sjálf þessa menn á Alþingi. Það er rétt hjá Sighvati að þjóðin kýs Alþingi en hún hefur engin áhrif á hvernig ríkisstjórn verður mynduð eða hvernig þingmenn bregðast síðan trausti þeirra sem kjósa þá. Gott dæmi um þetta er eftirlaunafrumvarpið fræga, sem Sighvatur studdi á sínum tíma og nýtur nú góðs af. Hann virðist ekki skilja þá reiði sem er í samfélaginu og lokar algerlega augunum fyrir því að fjöldi manns er að missa sína atvinnu og jafnvel sín heimili. Sighvatur er öruggur í sínu starfi sem forstjóri Þóunnarstofnunar og fær full laun fyrir það starf frá ríkinu og jafnframt fær hann full eftirlaun sem fv.þingmaður og ráðherra. Ég hélt að það hefðu aðeins verið stjórnendur fjármálafyrirtækja sem hefðu verið siðblindir gagnvart launum en sú siðblinda virðist líka ná til fv. stjórnmálamanna og svo getur þessi sami maður verið að hneykslast á reiði hjá venjulegu launafólki sem er að missa sína vinnu og margir orðnir atvinnulausir. Er nokkuð skrítið þótt fólk mótmæli öllu þessu óréttlæti og talandi um kosningar þá kaus þjóðin ekki um þetta fræga eftirlaunafrumvarp. Hinsvergar naut Samfylkingin stuðning í síðustu kosningum þegar hún lofaði að afnema þessi lög ef Samfylkingin færi í ríkisstjórn, sem hún reyndar gerði en ekki er enn búið að afnema þessi lög.
Kannski er þetta rétt hjá Sighvati að þingmenn og ráðherrar geri allt rétt, það er bara íslenska þjóðin sem er svo vitlaus að kjósa þetta fólk á þing.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2008 | 20:57
Ónýtur gjaldmiðill
Krónan veiktist um 3% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2008 | 17:41
Nú er lag til að innkalla kvótann
10.12.2008 | 16:58
Hvítþveginn engill
Nú er Fjármálaeftirlitið búið að lýsa því yfir að Birna Einarsdóttir, bankastjóri hins Nýja Glitnis sé algerlega saklaus af því að hafa á sínum tíma keypt hlutabréf í Gamla Glitnir fyrir 180 milljónir í nafni einkahlutafélags sem hún á og fengið til þess lán frá bankanum með veði í bréfunum. Því engin gögn finnist um þessi kaup og lántöku vega þeirra.
Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið að engin gögn hafi fundist, því strax eftir fall Glitnis og við stofnun Nýja Glitnis var hún ráðin bankastjóri og hafði sem slík aðgang að öllum gögnum gamla bankans og hefur auðveldlega getað látið allt slíkt hverfa áður en Fjármálaeftirlitið fór að skoða hlutina. Nú ætla ég ekki að fullyrða að slíkt hafi átt sér stað en vafinn er engu að síður mikill. Þetta sýnir bara hve rangt það var að ráð flesta af æðstu stjórnendur gömlu bankana í svipaðar stöður hjá nýju bönkunum. Í mínum huga er Birna Einarsdóttir með sín 1,950 þúsund í laun á mánuði, ekki algerlega hvítþvegin af þessu máli þótt Fjármálaeftirlitið segi það. Ég vil ítreka það að til þess að þessir Nýju ríkisbankar fengju traust í þjóðfélaginu, átti aldrei að ráða einn einasta einstakling til þeirra sem hafði áður starfað hjá gömlu bönkunum. Það var nóg til af hæfu vel menntuðu ungu fólki til að fá til starfa í þessa banka. En sú leið sem var farin verður til þess að fólk treystir ekki þessum nýju bönkum fyrir sínum peningum.
10.12.2008 | 16:36
Davíð, Davíð, ekki meira
Mikið offramboð virðist nú vera á Davíð Oddsyni, en eftirspurn lítil. Hann hótar því að fara aftur í stjórnmál ef hann verði hrakinn úr Seðlabankanum. Er þar komin skýring á því hversvegna Geir H. Haarde, hefur stöðugt sagt styðja hann í embætti Seðlabanka stjóra
Af hverju á ekki bara að reka manninn og leyfa honum að fara aftur í stjórnmál (sem hann hefur að vísu aldrei yfirgefið.) Hann færi að sjálfsögðu að berjast til valda í Sjálfstæðisflokknum og verði honum að góðu, því þótt Geir H. Haarde hafi verndað hann í Seðlabankanum, mun hann ekki gera það á vettvangi stjórnmálanna. Davíð mun ALDREI getað komist til áhrifa í Sjálfstæðisflokknum aftur, af þeirri einföldu ástæðu að kjósendur þess flokks eru fyrir löngu búnir að fá yfir sig nóg af honum, nema einhverjir sérvitringar á borð við Björn Bjarnason ofl. Núverandi stjórnvöld hafa lýst því yfir að ekki sé rétt að kjósa núna á meðan ríkisstjórnin er að vinna sig út úr erfiðleikunum sem hafa dunið yfir. Þess vegna væri ekki á erfiðleikana bætandi ef Davíð Oddssyni yrði sleppt lausum, eins og óðum tarfi. Af tvennu illu er þó skárra að geyma hann í Seðlabankanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 12:05
Kjarasamningar á Suðurnesjum
Ég flutti hingað í Sandgerði í desember 2005 og síðan þá hef ég tvisvar farið út á vinnumarkaðinn. Fyrst haustið 2006 hjá fyrirtæki í Reykjanesbæ. Þar starfaði ég í þrjá mánuði en var þá sagt upp fyrirvaralaust og þegar ég spurði um uppsagnafrestinn þá var mér sagt að slíkt tíðkaðist ekki í þessu fyrirtæki. Næst fór ég að vinn hjá útgerðarfélagi í Njarðvík 1. mars 2008 og vann til 11. ágúst sl. Ég hafði ekki fengið greidd laun fyrir nema mars og apríl og því leitaði ég til míns stéttarfélags, sem er Vélstjórafélag Íslands og lögmaður félagsins útbjó kröfu og tók að sjálfsögðu með samningsbundinn uppsagnarfrest. Ég fékk fyrir stuttu tölvubréf þar sem framkvæmdastjóri þessa fyrirtækis var stórhneykslaður á þessari frekju að vilja fá uppsagnarfrest greiddan og sagðist aldrei hafa heyrt annað eins í sínu starfi og fann allt til foráttu að mínum störfum hjá þessu fyrirtæki. Það mál bíður nú þess að fara fyrir dómsstóla
Annað sem mér hefur þótt skrýtið er að hér á Suðurnesjum eru starfandi mikið af fólki að erlendum uppruna, pólverjar, lettar ofl. Margt af þessu fólki er ekki komið með kennitölu eða atvinnuleyfi. Þetta fólk greiðir því enga opinbera skatta eða gjöld til stéttarfélags og er því nokkurskonar huldufólk sem í raun er ekki til. Laun þessa fólks eru ákveðin einhliða af vinnuveitanda og því ekki neinn kjarasamningur í gildi. Ef einhver er óánægður er hann einfaldlega sendur úr landi og nýir koma í staðinn. Ég get heldur ekki skilið hvernig Vinnumálastofnun ætlar að gefa þessu fólki atvinnuleyfi langt aftur í tímann. Þegar ég var á sínum tíma að reka fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki vestur á Bíldudal var oft margt erlent starfsfólk í vinnu. En þá varð að hafa þann hátt á að sækja um atvinnu og dvalarleyfi áður en fólkið kom til landsins og þegar fólkið var komið til Bíldudals var sendur nafnalisti og ráðningarsamningur til Vinnumálastofnunar og þá fékk fólkið kennitölur og að sjálfsögðu varð að standa í ráðningarsamningum að laun væru eftir gildandi kjarasamningum. Ef fólk kom hingað til lands á ferðamannapassa mátti ekki ráða það í vinnu. En kannski er þetta allt orðið breytt með EES-samningnum, sem kveður á frjálst flæði fólks milli landa í atvinnuleit. En samt finnst mér að þegar erlendur starfsmaður er ráðinn verði strax að fá fyrir hann atvinnu- og dvalarleyfi.
Það getur ekki verið eðlilegt að hér sé starfandi stór hópur af erlendu fólki sem ekki er með kennitölu og greiðir ekki skatt af sínum launum og þiggur laun sem ekki eru í samræmi við kjarasamninga. Ég nefndi þetta við einn fiskverkanda og hann sagði mér að þetta væri algengt í fiskverkunum hér á Suðurnesjum og sín fiskverkun væri hvorki betri né verri en aðrar hvað þetta varðar. Hvernig á síðan að vera hægt að fá yfirlit yfir vinnumarkaðinn á Suðunesjum ef hundruð fólks er hér við störf á atvinnu- og dvalarleyfis. Þetta huldufólk er hvergi á skrá og fær ekki laun í samræmi við kjarasamninga og er þar með algerlega réttlaust hvað varðar almannatryggingar og jafnvel ótryggt við störf sín.
2.12.2008 | 16:57
Nýtt nafn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.12.2008 | 16:47
Að fylgja sannfæringu sinni
Það vakti athygli að þegar greidd voru atkvæði á Alþingi um tillögu um vantraust á ríkisstjórnarinnar, þá greiddi Kristinn H. Gunnarsson atkvæði með því að fella þá tillögu og hefur hlotið skammir fyrir hjá þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, Jóni Magnússyni og Jón jafnvel gefið í skin að Kristinn væri með þessu orðinn stuðningsmaður stjórnarinnar.
Ég er mjög hissa á þessum viðbrögðum Jóns sem er lögfræðingur að mennt og hlýtur að vita að þegar þingmaður sest fyrst á þing verður hann að sverja eið að halda stjórnarskránna. En í stjórnarskránni er u skýr ákvæði um að hver þingmaður skuli ávalt fylgja sannfæringu sinni við afgreiðslu mála. Sem sagt ekki að hlýða í blindni flokksaga og setja eigin flokk ofar fólkinu í landinu. Kristinn gerði grein fyrir sínu atkvæði og taldi að ekki væri rétt að fara í kosningar nú og studdi því að tillaga var felld. Hann fór einfaldlega eftir eigin sannfæringu og mættu fleiri þingmenn taka þetta sér til fyrirmyndar.
Jón Magnússon er alinn upp í Sjálfstæðisflokknum og kemur þessi siðblinda hans örugglega þaðan, því ekki er hún komin frá Frjálslynda flokknum. Flokkurinn var með fund hér í Sandgerði fyrir stuttu og þar mættu Guðjón Arnar Kristjánsson, Grétar Mar Jónsson og Jón Magnússon, en því miður átti ég ekki kost á að sækja þann fund. En ég hef hitt nokkra sem voru á þessum fundi og hafa stutt flokkinn fram að þessu og flestum bar saman um að Jón Magnússon hefði mest rætt um hvað Kristinn H. Gunnarsson væri slæmur þingmaður fyrir flokkinn. Þessir aðilar sögðu mér einnig að nú væru þeir búnir að fá nóg og myndu ekki styðja flokkinn framar. Það er slæmt ef ekki er hægt að halda frið í þinflokki, sem í eru aðeins fjórir menn. Þessi ágreiningur er að stór skaða flokkinn, því að á meðan þingmennirnir deila fara fleiri og fleiri að hætta stuðningi við flokkinn enda fylgi hans komið niður í 3%. Þarna sannast að "Sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
19 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands
- Furðufuglar mánaðarins
- Útvega þeim vinnu sem hægt er að framfleyta sér af.
- Flokkur fólksins líkist kennitölu
- Gefið þeim frið.
- Vopnvæðing dollarans er á enda
- Nei
- Í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur er kennari sem þekkir ekki líffræðilegu kynin, eða hún er ,,vókisti
- Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?
- Trans trompar kristni, íslam stendur báðum ofar
Af mbl.is
Fólk
- Það virðist eins og við höfum skilið tíu til tólf sinnum
- 10 hlutir sem Áslaug Arna ætlar að gera í desember
- Þetta bónorð verður seint toppað
- Sabrina Carpenter í sambandspásu
- Bjarki Lárusson á lista Forbes
- Íslendingar hlusta mun frekar á karla
- Ásta Fanney fulltrúi Íslands árið 2026
- Birgitta prinsessa látin 87 ára að aldri
- Marvel-leikari grátbiður um hjálp
- Laufey á lista Forbes