Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Hinn enski kirkjugestur vill helst

stranga predikun.

Hann álítur nefnilega að náungi hans

hafi gott af því að heyra sannleikann.

(George Bernhard Shaw)


Skuldum vafinn

Aumingja gamli maðurinn.  Hann verður sennilega orðinn 200 ára þegar honum tekst að greiða þessar skuldir, sem í raun voru mjög litlar og ósköp eðlileg lán eins og lán til íbúðakaupa og til bílakaupa.
mbl.is 77 ára og skuldum vafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson

Nú hefur Bjarni Benediktsson fullyrt að skýrsla Jóhönnu Sigurðardóttur væru gamlar fréttir og gæfi litlar vonir.  Það verður ekki tekið frá Bjarna að hann gerir sitt besta til að koma af stað ágreiningi í þinginu, sem aftur verður til þess að öll störf þingsins ganga hægar.  Þingmenn eru uppteknir alla daga við að henda skít hver í annan í stað þess að taka þátt í að endurreisa efnahagslíf Íslands.
mbl.is „Jóhanna flutti gamlar fréttir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin

Nú hefur stjórn Borgarahreyfingarinnar sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar ríkisútvarpsins í dag um mikinn átaka fund samtakanna í gær.  En fréttin var um mikil átök á fundi Borgarahreyfingarinnar, þar sem deilt hefði verið um völd og peninga.  Segja samtökin að lítið sé um völd og peninga hjá Borgarahreyfingunni.  Aðeins hafi verið rætt um ráðningu framkvæmdastjóra þingflokksins og um það hafi verið mjög skiptar skoðanir.  En er ekki deilan um þennan framkvæmdastjóra, deila um völd og peninga.  Annars hélt ég að það væri enginn formleg stjórn í þessum samtökum.
mbl.is Lítið um völd og ekkert af peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóræningjar

Nú ætla sjóræningjar frá Sómalíu að hætta öllum sjóránum og láta lausa alla gísla sem þeir eru með í haldi.  Þetta var ákveðið eftir fund með ættbálkahöfðingjum í norðurhluta Sómalíu og ástæðan er sú að höfðingjrnir gátu sannfært sjóræningjann að þeirra framferði stríddi gegn lögum ÍSLAM.

Þannig að það er ekki allt slæmt við ÍSLAM.


mbl.is Sjóræningjar snúa við blaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðar ákvarðanir framundan

Jóhanna Sigurðardóttir sem seti hefur allra lengst á Alþingi sagði í dag um stöðu efnahagsmála, að hún stæði í dag frammi fyrir erfiðustu ákvörðunum, sem hún tefði þurft að taka á sínum pólitíska ferli til að ná niður halla ríkissjóðs.
mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðstoðarmaður

Nú hefur Hafdís Gísladóttir verið ráðin aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra.  Mér finnst að það eigi að hætta þessu aðstoðarmannskerfi og í staðinn á að taka það upp að þingmaður sem verður ráðherra sitji ekki á þingi á sama tíma heldur komi varmaður inn.  Bæði eru þessi störf fullt starf fyrir venjulegt fólk svo það er nauðsynlegt að breyta þessu.
mbl.is Hafdís Gísladóttir ráðin aðstoðarmaður umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur

Nú hefur karlmaður verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku.  En faðir stúlkunnar og hinn dæmdi voru miklir vinir og umgekkst maðurinn því stúlkuna nokkuð mikið.  Hann var að auki dæmdur til að greiða stúlkunni 1 milljón í skaðabætur og tæpa milljón í sakarkostnað.

Hvað er að ske er allt í einu farið að setja menn í fangelsi fyrir  fyrir svona brot.  Fram að þessu hafa flestir dómar í kynferðisbrotamálum verið vægir og oftast skilorðsbundnir.


mbl.is Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolungarvík

Nú hefur meirihluti bæjarstjórnar Bolungarvíkur ákveðið að kaupa stofnfé fyrir 25 milljónir í Sparisjóði Bolungarvíkur.

Það sem vekur athygli er að fjárhagur bæjarins er mjög slæmur og sveitarfélagið undir sérstöku eftirliti frá félagsmálaráðuneytinu hvað varðar fjármálin.


mbl.is Vilja að Bolungarvík kaupi stofnfé í sparisjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband