Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Spakmæli dagsins

Ég er komin upp á það

-allra þakka verðast-

að sitja kyrr í sama stað,

og samt að vera að ferðast.

(Jónas Hallgrímsson)

 


Persónuábyrgð

Ganga má út frá því að tugþúsundir einstaklinga séu í... Persónulegar ábyrgðir einstaklinga á lánum annarra hafa verið víðtækar og margir þekkja sorgarsögur innan fjölskyldna um afleiðingar þess þegar lán falla á ættingja, sem skrifað hafa upp á. Þingmannafrumvarpið sem þrengir mjög að ábyrgðarkerfinu varð að lögum frá Alþingi í gær. Frumvarpið var samþykkt með 32 samhljóða atkvæðum á Alþingi.

Þetta er mjög gott mál og bankar ættu að hætta þessum ósið að fá sjálfskuldarábyrgð frá þriðja aðila ef lán er veitt.  Það er hryllingur að hafa lent í svona málum, ég skrifaði sem ábyrgðarmaður á skuldabréf upp á 2 milljónir 1992 og er enn með þetta á herðunum og eftir að ég varð öryrki hef ég ekkert getað borgað af þessari skuld.  Þetta hefur þýtt það að ég fæ hvergi lán í banka, má ekki vera með greiðslukort.  Samkvæmt lögum ætti þessi krafa að vera fyrnd, en vegna þess að ég vildi vera heiðarlegur og fór að greiða inn á skuldina, þá endurnýjaðist alltaf fyrningarfresturinn.  Mér var sem sagt hengt fyrir viðleitni mína um að reyna að borga þetta.  Nú veit ég ekki hvort þessi lög virka afturvirkt.  En ég ætla alla veganna að kanna hvort ég geti losnað frá þessu.


mbl.is Sameinast um að „vinna bug á ósið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hommar

Mynd 482676Ný rannsókn á vegum Evrópusambandsins sýnir fram á að hommafælni (e. homophobia) hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks og starfsframa. Ástæðan sé sú að þeir sem hafa orðið fyrir áreiti vegna kynhneigðar sinnar vilji ekki vekja á sér athygli af ótta við að verða fyrir áreiti eða ofbeldi.

Sem betur fer hugsum við ekki svona á Íslandi.  Í mínum huga eru bæði hommar og lesbíur bara venjulegt fólk.  Hvað kemur fólki það við sem gert er í svefnherbergjum hvers lands.


mbl.is Hommafælni veldur skaða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 21 árs gamla konu í 6 ára fangelsi fyrir fjölda brota, þar á meðal skjalafals, þjófnað og fíkniefnabrot. Konan rauf skilorðs eldri dóms, sem hún hlaut fyrir þjófnað.

Hún kemur sjálfsagt sem ný og betri manneskja úr fangelsinu.  Þetta hefur kannski verið einn af svokölluðum "góð kunningjum" lögreglunnar, eins og lögreglan segir svo oft.

Ég held að lögreglan ætti að leita sér að betri kunningjum en þeim sem alltaf eru í afbrotum.


mbl.is Dæmd í hálfs árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðin

Tuttugu og níu ára Dani, sem í síðustu viku var stunginn í lungu og hjarta í rifrildi í umferðinni við annan ökumann og farþega hans, lést síðdegis í dag, að sögn lögreglunnar á Fjóni.

Mennirnir ,sem þekktust höfðu verði stoppaðir við gatnamót þegar rifrildið hófst og til að ljúka málinu óku þeir inn á bílastæði og þar endaði rifrildið með þessum hörmulegu afleiðingum.

Ekki er vitað um hvað mennirnir voru að rífast.


mbl.is Lést eftir rifrildi í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegagerð

Hafernir í hreiðri. Skipulagsstofnun hefur ákveðið að vegagerð milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í Reykhólahreppi og Vesturbyggð skuli háð mati á umhverfisástæðum. Ástæðan er sú að framkvæmdinni kunna að fylgja umtalsverð umhverfisáhrif.

Eftir langa búsetu á Bíldudal er mér vel kunnugt um fyrirhugaða staðsetningu á þessum nýja vegi.  Þessi vegaframkvæmd er gífurleg samgöngubót fyrir Vestfirði.  Það er oft búið að fresta þessari framkvæmd.  Þegar uppsveiflan var sem mest á Íslandi var þessu frestað vegna þenslu í þjóðfélaginu.  Sú þensla náði reyndar aldrei til Vestfjarða, svo var þessu frestað vegna samdráttar í þjóðfélaginu.  En nú þegar ákveðið hefur verið að fara í þessa vegagerð, þá kemur upp þetta andskotans rugl um umhverfismat. Nú er því haldið fram að þessi vegagerð muni hafa áhrif á arnarstofninn.  Það hafa oft verið við stjórn í þessu landi margir furðufuglar, en að alvöru fuglar eigi að stjórna hér vegagerð er orðið stórhættulegt.  Fuglar fljúga vítt um Ísland og ef ekki má leggja veg þar sem hugsanlega einhver fugl gæti flogið yfir, þá er vegagerð sjálfhætt á Íslandi.

Þetta er eitt andskotans rugl og kjaftæði.


mbl.is Vegarlagning kann að hafa áhrif á erni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskur

Lögreglumenn í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna telja sig hafa fundið heimskasta glæpamann ríkisins en hann rændi lögreglumann á 300 manna ráðstefnu lögreglumanna.

Þetta er ekki heimska heldur snilld að geta framið vopnað rán á ráðstefnu 300 lögreglumanna.  Ég bara spyr;

Hvor er heimskari, ræninginn eða lögreglan?


mbl.is Heimskasti glæpamaður Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

Jæja nú eru heimsóknir á þessa síðu hjá mér orðnar yfir 400 þúsund frá því ég byrjaði að blogga.  Ég var talsvert ragur við þetta í byrjun og taldi að enginn myndi nenna að lesa þetta bull hjá mér.  En það virðist ljóst að það eru þó orðnir þetta margir og er ég þakklátur fyrir.  Ég hef líka fengið talsverðar athugasemdir við það sem ég er að skrifa en það er hið besta mál og ég tek það ekkert nærri mér, nema síður sé. 

Skoðanaskipti eru eðlileg í samskiptum fólks.


Hitti föður sinn

David Banda, þriggja ára ættleiddur sonur bandarísku söngkonuna Madonnu, þekkti ekki föður sinn er hann hitti hann aftur í gær. Madonna ættleiddi drenginn árið 2006 og hefur hann ekki hitt föður sinn síðan.

Þetta eru góðar fréttir, því það er nauðsynlegt fyrir ættleidd börn að vita hver uppruni þeirra er.  Að hafa fengið að hitta föður sinn er alveg frábært.


mbl.is Hitti föður sinn í Malaví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannabisefni

Meirihluti þeirra sem nota kannabis nota einnig örvandi...Á síðasta ári komu 620 kannabisfíklar á Sjúkrahúsið Vog. Fram kemur á vef Vogs að um 80% kvennanna og 74% karlanna hafi einnig verið fíknir í örvandi efni á borð við kókaín, amfetamín eða E-pillur. Rúm 30 % höfðu sprautað vímuefnum í æð og rúm 16% voru komin með lifrarbólgu C.

Ég hef nú ekki svo miklar áhyggjur af kannabisneyslu einni og sér, ætti raunar að hafa hana löglega hér á landi.  Hitt er öllu alvarlegra þegar fólk er farið að sprauta sig í æð með öðrum sterkum vímuefnum og hafa fengið lifrabólgu C, en hún er ólæknandi og dregur fólk til dauða.


mbl.is Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband