Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Mosfellingur

Guðný Halldórsdóttir.„Rétt eins og Árni Johnsen er atvinnu-Vestamannaeyingur er ég atvinnu-Mosfellingur,“ sagði Guðný Halldórsdóttir leikstjóri í gærkvöldi, er hún veitti móttöku útnefningu sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2008 við setningu bæjarhátíðarinnar „Í túninu heima.“

Ég óska Guðnýju til hamingju með þetta nýja hlutverk, en hún hefði alveg mátt sleppa samlíkingunni við Árna Johnsen, þótt út á hann hafi ég ekkert að setja.


mbl.is „Atvinnu-Mosfellingur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðö myrða barn

China Arnold í réttarsal fyrr á þessu ári.Kviðdómur í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum hefur fundið 28 ára gamla konu, China Arnold, seka um að hafa myrt mánaðargamla dóttur sína með því að setja hana í örbylgjuofn. Á Arnold nú yfir höfði sér dauðarefsingu en kviðdómur mun ákveða refsinguna í næstu viku.

Hvað veldu að fólk gerir svona hluti?


mbl.is Fundin sek um að myrða barn sitt í örbylgjuofni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt kvótaár

Mynd 410513 Viðskipti með kvóta hafa verið mjög lítil á því fiskveiðiári sem nú er að ljúka og verð hefur lækkað. Á það einkum við um varanlegar aflaheimildir, hvort sem það er í stóra eða smáa kerfinu. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að þau litlu viðskipti sem eigi sér stað séu stunduð af bönkunum.

Nú held ég að ekki sé lengur hægt að fresta því að stokka upp á nýtt þetta íslenska kvótakerfi.  Það er viðurkennt að þorskurinn flakkar á milli Íslands og Grænlands og nú er góð veið við Grænland og Ísland líka.  Við eigum að setja á jafnstöðuafla um að veiða 250 þúsund tonn af þorski næstu fimm ár og sjá hvað skeður og jafnframt að leyfa aðeins loðnuveiðar til manneldis.  Hafró hefur nú í nær 25 ár reynt að byggja upp þorskstofninn og það sem skeður er að alltaf verður að veiða minna og minn af þorski.  Því verðum við að reyna aðrar leiðir áður en Hafró leggur til algert veiðibann.  Og það mun ske innan fárra ára.  Ef þetta heldur svona áfram munu bankarnir fá yfirráð yfir öllum aflakvótum á Íslandsmiðum.


mbl.is Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðaróhapp

Mynd 405764Ökumaður, sem grunaður er um ölvun við akstur, ók á staur á Bústaðaveginum á móts við Select verslunina í Skógahlíð í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaðurinn fluttur á slysadeild lítillega slasaður en bifreið hans var fjarlægð með kranabíl þar sem hún var óökufær.

Það var þó skárra að aka á staur en gangandi fólk eða aðra bíla.  Maðurinn skemmdi bara eigin bíl, en ekki er þess getið í fréttinni hvort staurinn skemmdist.


mbl.is Umferðarslys á Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar

Áhyggjur af stöðu danska bankakerfisins hafa aukist í kjölfar yfirtöku danska seðlabankans á Hróarskeldubanka.

Þeim hefði verið nær Dömum að lít í eigin barm áður en þeir fóru að spá erfiðleikum íslensku bankanna, sem þeir gerði óspart.


mbl.is Spenntu bogann of hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólavörðustígur

Á Skólavörðustígnum í dag. Margt var um manninn á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur síðdegis í dag þegar þar fór fram tískusýningin „Stígurinn 08.“ Voru þar m.a. sýnd föt sem fyrirtæki við stíginn hafa á boðstólum.

Gott framtak, því allir svona atburðir lífga upp á mannlífið í borginni.


mbl.is Stígurinn 08 á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skóli í Jemen

Fatimusjóður Jóhönnu Kristjónsdóttur styrkir börn í Sanaa,... Alls söfnuðust 18,2 milljónir króna á glæsimarkaðnum sem haldinn var í Perlunni í dag. Markaðurinn var haldinn til stuðnings uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen en alls hafa Íslendingar lagt tæpar þrjátíu milljónir í söfnunarverkefnið.

Þetta er gott framtak hjá þeim sem að þessu stóðu og við eigum að vera stolt af þessu fólki.


mbl.is Skólinn er í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lottó

Enginn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er potturinn því þrefaldur að viku liðinni. Alls eru 8,6 milljónir í pottinum. Lottótölur kvöldsins eru: 3, 9, 10, 18 og 25. Bónustalan er 28.

Ég keypti miða á laugardaginn, en þar sem 1. vinningur gekk ekki út er ennþá von um að fá hann næst.   Annars er það furðulegt hvað varðar Lottó og happadrætti að vinningar rata aldrei til mín.  Ég hélt að ég væri bara venjulegur maður en er það kannski ekki á þessu sviði.


mbl.is Fyrsti vinningur gekk ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FL Group

Mynd 410388Nýtt myndband hefur verið birt á YouTube um FL Group þar sem ónafngreindir einstaklingar rekja sögu félagsins á árunum 2005-2008 á sinn hátt. Fyrra myndbandið vakti mikla athygli og hafa tugþúsundir skoðað það á youtube.com. Myndbandið er hægt að nálgast hér.

Er ekki allt í lagi að skoða sögu þessa félags, sem er í raun stórmerkileg.  Þetta var fyrst flugrekstur en seinna breytt í fjárfestingarfélag og á örugglega Íslandsmet í taprekstri.


mbl.is Nýtt myndband um FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun

 Stjórn Landsvirkjunar auglýsir starf forstjóra fyrirtækisins laust til umsóknar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Friðrik Sophusson, núverandi forstjóri, hefur lýst því yfir að hann muni hætta sem forstjóri fljótlega eftir að hann verður 65 ára í október.

Þarna kosnar góð staða fyrir þá sem eru að hætta í stjórnmálum,

Ég skil Friðrik vel, því konan hans er sendiherra erlendis og svo hækkar hann í launum við það að hætta.  Hann fær eftirlaun fyrir að hafa verið þingmaður og ráðherra, síðan fær hann eftirlaun frá Landsvirkjun og eftir tvö ár bætist síðan við að hann fær líka venjulegu eftirlaun frá Tryggingastofnun.  Það merkilega er að eftirlaun frá Tryggingastofnanastofnun skerðast ekki þótt viðkomandi fái eftirlaun frá öðrum ef í hlut á fv. ráðherra og þingmenn.  Þetta var tryggt í eftirlaunafrumvarpinu fræga, sem stendur til að breyta eftir því sem stendur í stjórnmálasáttmála núverandi ríkisstjórnar.


mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband