Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Tilboð vegna Flatreyri

Það sem mér er mjög annt um Vestfirði og vill hag þeirra sem mestan og sem stuðning við alla þá sem hafa  áhyggjur af Flateyri geri ég eftir farandi tilboð:

1.     Er reiðubúinn að kaupa öll hlutabréf í Kambi hf. af Hinrik og félögum á því verði sem hlutlaustlaus endurskoðandi telur vera rétt verð.

2.     Kaupverðið verður staðgreitt um leið og tilboðið verður samþykkt.

3.     Ætla að halda áfram rekstri Kambs hf. áfram í óbreyttri mynd og alllt starfsfólk a.m.k. 120 manns mun halda sinni vinnu.

4.     Ætla að koma með a.m.k. 3 skip yfir 100 tonn að stærð til að efla þá starfsemi sen fyrir er.

5.     Ætla að koma með aflaheimilir a.m.k. 1500 til 3000 tonna aflakvóta af bolfiski í rekstur Kambs hf.

6.    Ætla að gera Kamb hf. að einu öflugasta fyrirtæki í sjávarútvegi á Vestfjörðum.

7.    Veita árlega a.m.k. a.m.k. 100 milljónum til menningarstarfs á Flateyri árlega.

8.    Reisa styttu af Hinrik og félögum á fallegum stað á Flateyri, endurreisa hina frægu minnjar um verksmiðjuna senm stóð á Sólbakkka.

9.    Beita mér fyrir því að Einar Oddur verði gerður að heiðursborgara á Flateyri og sérstakur Einarars-dagur verðinn haldinn hátíðlegur á Flateyri ár hvert.

9.    Allar þær eignir sen Kambur hefur selt nú þegar verða keyptar aftur sem fyrst. Ef það tekst ekki verða keyptt nýtt í staðinn.

10.   Stórefla smábátaútgerð frá Flateyri.  Byggja nýjar íbúðir fyrir erlent fólk sem vinnur á Flateyri.

Þar sem ég er ekki auðugur maður í krónum talið standa að þessu tilboði sem mínir bakhjarlar, bankar og fjárfestingarfélög sem ég hef fengið til liðs við mig og sjá þarna góðan kost til að ávaxta sitt fé.  Og  að sjálfsögðu er vonast eftir stuðningi bæjarstóra Ísafjarðarbæjar Halldórs Halldórssonar sem hefur lýst því margoft yfir að hann muni gera allt sem hann getur  að bjarga Flateyri,  Tilboð þetta hefur ekki verið sent enn til eiganda Kambs hf.  Því beðið er eftir að endurskoðendur ljúki sinni vinnu.  En á meðan bið ég eigendum Kambs að bíða með frekari sölur á eignum Kambs hf.  Þið munuð fá í ykkar vasa það sem ykkur ber og eigið með réttu. Og að lokum góðir íbúar á Flateyri, ykkar bíður björt framtíð því að væntanlegu  tilboði mun ekki vera hægt að hafna.  Stöndum saman ég og þið og við munum uppskera því sem við sáum.  Ég er ekki minni Vestfirðingur en þið og þess vegna er ég að blanda mér í þetta, en eitt skulið þið hafa í huga að það er ekki skortur á peningum í okkar góða landi, bíð með tilhlökkun að fá að vinna með ykkur.

ÁFRAM FLATEYRI YKKAR BÍÐUR BJÖRT FRAMTÍÐ. 

  

VONANDI NÆSTI KONUGUR FLATEYRAR OG VIL ÉG TAKA FRAM AÐÐ HÉR ER EKKI UM GRÍN AÐ RÆÐA.

      

                     


Flateyri

Mikið hefur verið í fréttum sá mikli vandi sem blasir við á Flateyri.  Bæjarstjóri Ísafjarðar ætlar aldeilis að taka hraustlega á málum en að sjálfsögðu þarf fyrst að skipa nefnd eða teymi eins og hann orðar það og jafnvel ráða starfsmann og setja upp skrifstofu með tilheyrandi.  Hann hreykir sér af því hve vel hafi tekist til á Þingeyri á sínum tíma og auðvelt verði að endurtaka þann leik.  En nú er háttvirtur bæjarstjóri aðeins kominn á villigötur.  Það er alveg rétt að aðgerðirnar á Þingeyri tókust nokkuð vel en óvíst að sá leikur verði leikinn aftur af eftirtöldum ástæðum:

Allur byggðakvóti sem Ísafjarðarbær fékk úthlutað á þeim tíma var settur á Þingeyri og til samstarfs kom fyrirtækið Vísir hf. í Grindavík sem lagði fram svipaðan kvóta á móti og síðan var stofnað Fyrirtækið Fjölnir hf. og Auk Vísis hf. gerðist Byggðastofnun stór hluthafi og veitt einnig lán til að kaupa aflakvóta.  Allt sem Byggðastofnun gerði kom til vegna baráttu Kristins H. Gunnarssonar sem þá var stjórnarformaður Byggðastofnunar, það voru ekki verk bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.  Ástæða þess að Vísir hf. var viljugt til að koma þarna að málum var bæði að þeir sáu möguleika á að auka við sinn kvóta og ekki síst að aðaleigandi Vísis hf. er frá Þingeyri og bar miklar taugar til síns gamla heimabæjar.  Fjölnir hf.  hefur haldið uppi mikilli vinnslu á Þingeyri sem ber að þakka.  Aftur á móti mun Fjölnir hf. hafa verið rekinn með tapi fram á sl. ár en þá  skeður það að Byggðastofnun ákveður að selja sinn hlut í fyrirtækinu og kaupandinn var auðvitað Vísir hf. og þar sem alltaf hafði verið tap á Fjölnir hf. voru bréf Byggðastofnunar seld á nafnverði.  Nú er þetta fyrirtæki alfarið í eigu Vísis hf.  Og spurning hvenær verður það sameinað Vísir hf.   Og hvað skeður þegar aðaleigandinn Páll Jónsson sem er orðinn aldraður maður fellur frá og afkomendur vilja fá sinn arf?  Fjölnir gerir ekki út neitt skip þótt eitt af skipum Vísis hf. sé skráð á Þingeyri eru allar aflaheimildir Fjölnis komnar til Grindavíkur.  Nú er Kristinn H. Gunnarsson ekki lengur stjórnarformaður Byggðastofnunar heldur orðinn þingmaður Frjálslynda flokksins og  berst af öllum sínum krafti gegn núverandi kvótakerfi en Halldór Halldórsson bæjarstjóri harður stuðningsmaður kvótakerfisins sem í annað sinn er að rústa afkomu fólks í hans bæjarfélagi.  Því það sem skeði á Þingeyri og er aftur að ske á Flateyri er bein afleiðing af þessu heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi eins og sjálfstæðismenn kalla þetta arfavitlausa kvótakerfi. Ég er hræddur um að erfitt verði fyrir Halldór bæjarstjóra að bjarga Flateyri með sömu aðferð og notuð var á Þingeyri

 


Verkalýðsbarátta

Á árunum 1995-1997 starfaði ég sem framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu Trostan ehf. á Bíldudal og sá einnig um bókhaldið.  Þetta fyrirtæki rak frystihús og saltfiskverkum á Bíldudal og rækjuvinnslu á Brjánslæk á Barðaströnd.  Allar afurðir seldum við sjálfir undir merki Trostans ehf.  Þarna störfuðu í allt 60-70 manns.  Sá sem var aðallyftaramaður fyrirtækisins var jafnframt formaður verkalýðsfélagsins á staðnum og var sá maður ekki kosin sem formaður vegna sinnar hæfni heldu fékkst enginn maður í starfið annar en þessi sem var nú ekki talinn stíga í vitið.  Eitt sinn kemur hann alvarlegur á svipinn til að ræða við framkvæmdastjórann sem var jafnframt aðaleigandinn Eiríkur Böðvarsson frá Ísafirði.  Formaðurinn segir við Eirík að það hafi komið til tals að fá gossjálfsala í kaffistofuna og hann sé búinn að ræða við Vífilfell sem muni útvega kassann endurgjaldslaust en hinsvegar þurfi að greiða kókið til að fylla á kassann í fyrsta sinn svo rúlli þetta bara sjálfkrafa.  Hann ætli sjálfur að sjá um rekstur kassans svo allt fari nú ekki í vitleysu.  Eiríkur tekur vel í þessa hugmynd og fær upphæðina hjá manninum og hringir í bankann og lætur millifæra þá upphæð inn á reikning formannsins, sem fór síðan brosandi út.  Svo kom kassinn og kókið rann út og síðan þurfti að fylla kassann aftur.  Þegar kemur að leysa út næstu kók sendingu kemur formaðurinn aftur til Eiríks og segir honum að nú hafi farið illa kókkassinn sé orðinn gjaldþrota og hvort hann geti hjálpað til.  Eiríkur spyr manninn, borgar fólkið ekki kókið? Jú auðvitað svaraði hinn það er ekki hægt að ná úr honum flösku nema setja peninga í hann.  Eiríkur spyr þá aftur hver tekur peningana?  Ég geri það svarar hinn og legg þá alltaf inná bankabók og það getur enginn náð peningunum nema að hafa lykil og ég er með hann.  Þá spyr Eiríkur og hvað er mikið inni á þessari bók núna.  Ekkert svaraði maðurinn og klóraði sér mikið í hausnum.  Eiríkur sem er mikill húmoristi hafði mjög gaman af þessu og vildi endilega halda áfram að ræða þetta merka gjaldþrot og sagði blíðlega við manninn, þú hefur nú bara eytt þessum aurum vinur.  Nei ekki krónu svaraði hinn aldrei tekið neitt, en tautaði svo niður í barm sér, bara stundum þegar ég hef verið tóbakslaus og ekki verið með pening á mér en það er ekki oft bara stundum.  Eiríkur stóð á fætur og klappaði manninum á öxlina og sagði við hann.  Þú hefur alveg rétt fyrir þér og þar sem kókkassinn er orðinn gjaldþrota skaltu bara skila honum sem fyrst og ég gleymi bara peningunum sem ég lét þig hafa í stofnfé.  Kvöddust þeir síðan með handarbandi og verkalýðsformaðurinn fór brosandi út.  Með næstu ferð til Reykjavíkur fór síðan hinn gjaldþrota kókkassi.

Í byrjun mars kemur formaðurinn aftur í heimsókn til Eiríks og tilkynnir honum það að fólkið sé orðið mjög óánægt með að tímakaupið skuli ekki hafi verið hækkað í febrúar.  Eiríkur horfir undrandi á manninn og segir, það var hækkað 1. janúar og á að hækka næst 1. júní samkvæmt samningum þú hlýtur að vita það sjálfur verkalýðsformaðurinn.  Jú sjáðu til sagði hinn nú er hlaupaár og þar af leiðandi vinnum við einum degi lengur því nú voru 29 dagar í febrúar en ekki 28 eins og oftast er og þeir sem voru að kvarta við mig sögðu mér þetta væri alveg ljóst og báðu mig að tala við þig.  Eiríkur var fljótur að fatta hvað var að ske og sagði.  Segðu þeim sem eru að kvarta við þig að koma sjálfir og tala við mig, en það var gott að þú komst ég þurfti nauðsynlega að hitta þig.  Opnar skúffu og tekur upp fullt af bæklingum og réttir honum þetta eru bæklingar yfir nýja lyftara ég vil ekki að þú sért að vinna hér á einhverju gömlu drasli og ég hef ekki vit á hvað hentar okkur best en þú veist það.  Ég ætla að kaupa alla lyftara nýja og taktu þetta með þér heim og skoðaðu vandlega og vertu ekkert að hugsa um verðin þau skipta engu máli.  Komdu svo með þetta til mín eftir2-3 daga og vertu þá búinn að merkja við hvað við eigum að kaupa  Kvöddust þeir með handabandi og verlalýðsformaðurinn gekk brosandi út og ljómaði af hamingju.  Í næsta kaffitíma fór ég inn á kaffistofu og þar sat vinurinn og lék á alls oddi að sýna öllum myndir af nýju lyfturunum.  Þegar ég kem aftur inn á skrifstofu sé ég Eirík hvergi og spyr konuna sem var þarna að vinna hvar hann væri og sagði hún þá að hann hefði hlaupið útí bíl og sagt henni að hann þyrfti að fara til Reykjavíkur að redda peningum og yrði 2-3 vikur í burtu.  Þess skal getið að lyftarakaupin voru gleymd þegar hann kom næst til Bíldudals.

Sandgerðisbréf 2

Ég átti von á því að ný ríkisstjórn yrði til í gær og erum við félagar, ég, Styrmir og Hannes Hólmsteinn eins og konan sem var nauðgað þrisvar í verbúðinni hjá mér forðum daga, en hún sagði "Ég á ekki til eitt einasta orð".   En hvað kom uppá?   Ekki veit sá sem spyr.  Í stað frétta um nýja stjórn kom frétt um að bara væri hlé gert á viðræðum og brostu þau bæði út að eyrum, Geir og Ingibjörg þegar þau voru spurð hvort uppi væri ágreiningur í einhverjum málum og bæði svöruðu brosandi nei,nei, það er enginn ágreiningur aðeins að smá hlé á viðræðum og ekki vildu þau segja frá hvenær næsti fundur yrði.  Nei það þýðir ekkert að svara svona.  Geir er búinn að fara til Forseta Íslands og tilkynna honum að hann hafi að baki sér sterkan meirihluta til að mynda nýja stjórn.  Jón Sigurðsson var búinn að tilkynna sitt pólitíska andlát eins og kom fram í kvöldfréttum en lifnaði við aftur í fréttum á RÚV kl. 22 og gat þess í leiðinni að þetta hefði verið mistök því hér væri ekki komin ný stjórn og því væri hann ráðherra enn og sennilega fær hann sér góðan sundsprett í lauginni góðu í dag.  Mitt mat er að Ingibjörg Sólrún sé hætt við en hefur fyrst látið Geir og félaga samþykkja að stefna Samfylkingar sé að mestu sú rétta.  Meira segja Einar Oddur sagði í þættinum Ísland í dag í gærkvöld að stefnan sem hér hefur verið í vaxta- og gengismálum væri kolvitlaus og vel gæti farið svo að Ísland neyddist til að hrökklast í EB og taka upp Evru sem gjaldmiðil einnig gagnrýndi hann að hluta kvótakerfið og sagði að frjálsa framsalið á veiðiheimildum virkaði ekki sem skyldi og hann taldi næsta öruggt að á næsta þingi yrði að endurskoða í heild lög um stjórn fiskveiða, jafnframt gagnrýndi hann Hafró sem vildu ekki hleypa fleirum aðilum að í mati á stærð og ástandi fiskistofna hér við land og skapa hér vísindalega umræðu.  Þetta sagði Einar Oddur þegar rætt var við hann um ástandið á Flateyri.  Nú er ekki nema tvennt í stöðunni sem er:

1.   Sjálfstæðisflokkur og Framsókn haldi áfram og fái Frjálslynda með sér til að auka þingstyrk sinn.

2.   VG+Samfylking+Framsókn.

Þykir mér fyrri kosturinn mun sennilegri.  Seinni kosturinn væri óframkvæmanlegur nema Jón Sigurðsson yrði forsætisráðherra og á ég nú eftir að sjá Ingibjörgu og Steingrím J. kyngja því. eða þeirra þingmenn og finnst mér það sem Einar Oddur sagði í gær styðja mína kenningu.  Ef seinni kosturinn væri valinn gerðu þau Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J.  Framsókn að sigurvegara kosninganna þrátt fyrir af sá flokkur byði afhroð í þeim.  Einnig væru þau að taka þá ágættu að þeirra fylgi hryndi í næstu kosningum.  Jón Sigurðsson er ekki eins vitlaus og maður hélt og gerir nánast kraftaverk að vera með flokk til að stýra sem þjóðin vildi greinilega ekki sjá í kosningum, allt í einu kominn í lykilstöðu um hverjir verða í næstu stjórn.  Kæmi mér ekki á óvart að Davíð gripi nú inní málinn.

 


Sandgerðisbréf 1

Ég mun reyna að skrifa hugleiðingar um stjórnmál ofl. í hverri viku sem ég ætla að kalla Sandgerðisbréf (Sbr. Reykavíkurbréf Moggans).  Hef ég fengið smá tilsögn hjá Styrmir Moggastjóra við þetta verk mitt og aðgang að mörgum hans tengiliðum og hefjast nú skrifin, þetta verður styttra en hjá Styrmir og er um að kenna að ég er nýliði í svona skrifum.

Nú mun fæðing hinnar nýju ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um það bil að ljúka og mun ráherralist verða kynntur í lok dags svo og stefnumál ríkisstjórnarinnar.  Ráðuneytin munu skiptast svona á milli flokkanna:

Sjálfstæðisflokkur:

Forsætisráðuneytið:  Geir H. Haarde

Dóms- og kirkjumála ráðuneytið: Árni Johnsen

Hagstofan:  Pétur Blöndal

Landbúnaðarráðuneytið: Einar Oddur Kristjánsson

Viðskiptaráðuneytið:  Guðlaugur Þór Þórðarson

Iðnaðarráðuneytið: Árni Matthisen  

Samfylkingin:

Utanríkisráðuneytið:  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Félagsmálaráðuneytið:  Jóhanna Sigurðardóttir

Menntamálaráðuneytið: Katrín Júlíusdóttir

Samgöngumálaráðuneytið:  Kristján Möller

Umhverfismálaráðuneytið:  Ólafur Ágúst Ólafsson

Sjávarútvegsráðuneytið:  Össur skarphéðinsson

Forseti Alþingis: Björn Bjarnason 

Helstu stefnumál verða:

1.  Koma á jafnvægi í byggðum landsins (Flytja til fólk ef með þar)

2.  Ganga sem fyrst í Evróðusambandið

3.  Friðlýsa Vestfirði og verður búseta ekki heimil þar nema frá 1. maí til 30. sept. ár hvert og íbúar fái styrki til að koma sér og sínum í burtu.

4.   Málefni aldrara og öryrkja sett í biðstöðu, því ekkert liggur á, þetta fólk sem ekki getur lifað á sínu bótum verðu einfaldlega að deyja (Aðstoð verði í boði ef þurfa þykir).  Verður tekið til endurskoðunar eigi síðar en 2020.

5.   Stórefla samskipti okkar við Noreg of sendiráðið þar stækkað a.m.k. um helming og ræðismannsskrifstofur með íslensku starfsfólki vera stofnaðar í öllum helstu bæjum og borgum þetta mun þýða s.m.k. 200-300 ný störf í utanríkisþjónustunni.

6.    Lokum sendiráði okkar í USA til að mótmæla Íraksstríðinu.

7.    Sem vinarvott til Norðmanna fá norsk skip að veið alla loðnu og síld hér við land sem þeir vilja.

8.    Í stað sektar við umferðarlagabrot komi styrkur til stjórnarflokkanna, sem skiptist jafnt þeirra á milli.

9.    Rifinn verður niður stytta af Jóni Sigurðsyni og í stað hennar komi stytta af Jóhannesi í Bónus, en fyrst verður hann að sættast við Björn Bjarnason.

10.   Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður gerður að sendiherra í Thailandi.

11.   Opnuð verði sendiráð í öllum þeim ríkjum sem við okkur vilja tala.

12.   Heimilt verður að sekta þá sem ætla að fara að rifja upp kosningaloforð.

13.   Dómsmálaráðherra fær heimild til að náða alla þá fanga sem hann vill.

14.   Þar sem stjórnarandstaðan verður svo fámenn verður hún sen heim í frí á fullum launum svo hún tefji ekki störf Alþingis.

15.   Óskað verði eftir að Noregskonungur verði aftur konungur Íslands.

Fleir atriði verða birt síðar Samflokks-stjórnin.


Smá viðbót

Þegar Flateyri og jafvel Suðureyri verða komnir í eyði væri hægt að hafa samband við þá aðila sem telja lítið mál að flytja Reykjavíkurflugvöll og látið þá athuga með að flytja jarðgöngin sem ekki þarf að nota lengur.

Vestfirðir í eyði?

Nú gengur mikið á vegna þess að eigendur Kambs hf. á Flateyri hafa ákveðið að hætta sínum rekstri og talað er um að allt sé að hrynja á staðnum og talað um að grípa til róttækra aðgerða meira segja sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson kemur fram í sjónvarpi og talar um að engin ríkisstjórn geti setið aðgerðarlaus og horft uppá þetta.  Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg öll þessi læti.  Er mönnum í sjávarútvegi ekki frjálst að hætta rekstri ef þeir kjósa svo og fá út úr þessum  rekstri alla þá peninga sem þeir geta.  Þeirra rekstur var orðinn erfiður að þeirra sögn og hvað gátu þeir gert annað en að hætta til þess að tapa ekki meiri peningum en orðið er.  Af hverju á þetta fyrirtæki Kambur hf. að vera skyldugt til að sjá til þess að allir sem vilja vinna á Flateyri, hafi þar vinnu? Ég bara spyr og fullyrði um leið ekki voru það eigendur Kambs hf, sem komu á hinu besta fiskveiðikerfi í heimi, þeir er einfaldlega að vinna eftir því kerfi.  Ekki eiga þeir sök á því að íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 20-25% sl. 15 ár.  Er ekki fyrir löngu búið að ákveða í raun þótt enginn hafi kjark til að viðurkenna það að það er ekki ætlun stjórnvalda að landið skuli vera allt í byggð svo er verið að gráta yfir einu þorpi þar sem uppistaðan af vinnandi fólki eru pólverjar.  Þetta er ekki fyrsta þorpið sem hrynur það eiga eftir að koma mörg á eftir.  Nú er fyrirtækið Rammi hf. (Áður Þormóður rammi hf) á Siglufirði að láta smíða fyrir sig tvo fullkomna flakafrystitogara sem brátt verða afhentir og á sama tíma eru þeir að efla sína starfsemi í Þorlákshöfn.  Verður því enginn starfsemi hjá  þessu fyrirtæki á Siglufirði.  Grandi hf. á orðið alla fiskvinnslu og útgerð á Vopnafirði.  Ísfélagið í Vestmannaeyjum er búið að kaupa alla starfsemi sem tengist útgerð og vinnslu á Þórshöfn.  Reyndar er þetta svolítið broslegt með Granda. því að á sama tíma og þeir eru að efla sína starfsemi á Vopnafirði er fjárfestingafélag sem hefur keypt allar þær fasteignir sem þeir hafa komist yfir í Örfirisey til þess eins að rífa þau hús og byggja íbúðir að eignast meirihluta í Granda til þess eins að leggja fyrirtækið niður, selja allar veiðiheimildir, selja öll skip í brotajárn, rífa hús Granda hf. í Örfirisey og byggja íbúðarblokkir í staðinn og ég spyr þá hvað verður með Vopnafjörð? Ekki hef ég trú á að nýir eigendur Granda hf. muni hafa miklar áhyggjur af íbúum Vopnafjarðar nema að þeir líti á þá sem væntanlega kaupendur að íbúðum í Örfirisey.  Svona mætti lengi halda áfram að telja upp.  Það sem er að gerast á Flateyri er bara byrjunin á hruni Vestfjarða.  Öll mál hafa á sér tvær hliðar og það mun taka 15-20 ár þar til Vestfirðir verða komnir í eyði og þá fer að koma upp jákvæð mynd fyrir þá sem þar eiga eignir verð á fasteignum mun rjúka upp.  Því hvergi á Vestfjörðum er hærra fasteignaverð en á Hornströndum þar sem allt er komið í eyði.  Og sem dæmi ætla ég að nefna að fyrir nokkru auglýsti Landbúnaðarráðuneytið til sölu nokkur eyðibýli í Selárdal í Arnarfirði og á sumum þeirra voru ekki einu sinni hús, kannski mátti finna ef vel var að gáð gamlar rústir.  Eftirspurnin var slík að færri fengu en vildu og hef ég heyrt að sumir hafi boðið allt að 10-15 milljónir í þessi kotbýli.  Þannig að ef þessi ákvörðun eigenda Kambs hf. verður til að leggja Flateyri í eyði eru þeir að gera eigendum íbúðarhúsa á staðnum stóran greiða.

Líkamsárás

Veturinn 1999 var ég stýrimaður á bát okkar feðga Sigurbjörgu Þorsteins BA-65 sem var rúm 100 tonn að stærð.  Vorum við að róa með línu frá Bíldudal og þar, sem vélstjóri sá er viðhöfðum ráðið hafði ekki tök á því að byrja fyrr en í mars urðum við að ráða ungan strák, Eskil Daði Pálsson 18 ára úr Reykjavík, sem var nýbúinn að taka 1. stig Vélskólans.  Þessi drengur hafði lítið verið á sjó en þó hafði hann verið vélavörður á kúfiskveiðiskipinu Æsu á Flateyri. sumarið og haustið á undan og sá tími nægði til þess að hann fengi útgefið atvinnuskýrteini sem vélavörður eða VV.  Þegar lögskrá átti manninn sem yfirvélstjóra kom í ljós að ekki dygði þetta atvinnuskýrteini sem yrði að vera VVY og varð því að sækja um undanþágu sem fékkst fljótt.  Ekki var laust við að talsverður hroki væri í þessum dreng og fljótlega tókum við eftir að hann fór lítið niður í vélarúm og virtist lítið kunna þar til verka var það því úr að ég og sonur minn sem var skipstjóri á bátnum og jafnframt lærður vélstjóri, tókum að okkur að sjá um vélstjórnina.  Ég spurði hann hvað oft hann hefði farið niður í vélarúm þegar hann var á Æsu og sagðist hann alltaf hafa farið tvisvar á dag, áður en veiðar hófust og aftur þegar veiðum var hætt og þegar ég spurði hvað hann hefði nú verið að gera sagðist hann hafa geymt sjógallann sinn þar í hitanum og erindið hefð verið að fara í gallann eða úr honum   Þegar við vorum að leggja línuna í fyrstu veiðiferð með þennan mann um borð kom fljótt í ljós hve litla reynslu hann hafði.  Verkaskipting á lagingunni var þannig að ég sá um að hnýta saman línuna, kokkurinn sá um færnin og dreka og Karl Eskil var settur í það starf að taka balana úr ganginum þar sem beittu balarnir voru geymdir.  Hann átti að koma með balana til mín þar sem ég renndi þeim undir lagningarennuna og hnýtti saman og tók undann þann bala sem hafði tæmst og staflaði þeim upp og átti Karl Eskil að fara með þá fram á dekk og hafa þá tilbúna þegar yrði farið að draga, en þar sem hann var mjög sjóveikur og alltaf að æla út fyrir borðstokkinn, var ég oft að hlaupa til að sækja bala.  Það skal að vísu tekið fram að ef menn eru sjóveikir er lagninginn eitt versta starf fyrir sjóveikan mann sem hugast getur, bæði er sterk lykt af línunni og beitunni sem á það til að fljúga af krókunum og eins eru hreyfingar bátsins talsvert öðruvísi þegar verið er að vinna svona aftarlega á bátnum.   Sá aðili sem átti að taka baujuvakt eftir lagningu átti alltaf frí þegar lagt var og í þetta sinn var það færeyingurinn.  Á lagingunni var ferðin á bátnum 7-8 mílur ef veður var gott og tók hún yfirleitt ekki nema um tvo tíma, en þegar við vorum um það bil hálfnaðir að leggja segir Karl Eskil, getið þið ekki beðið skipstjórann að stoppa aðeins því ég þar að skreppa á klósettið og pissa, við horfðum á hann undrandi, en svo segir kokkurinn pissaðu bara á dekkið við þurfum hvort sem er að spúla hér allt á eftir þegar búið er að leggja.    Eftir að búið var að leggja fórum við allir í kaffi.  Þá segir Karl Eskil finnst ykkur ekki skipstjórinn ekki mikill glanni að leggja línuna í svona slæmu verði.  Ég sagði við hann hvaða kjaftæði er í þér drengur, það er nánast logn 1-2 vindstig og smá undiralda.  Við lentum aldrei í svona slæmu veðri á Æsunni þegar ég var þar sagði hann.  Ég sagði við hann að við leggjum línuna þótt komin væru 7-8 vindstig og hvað varðaði Æsuna þá væri hún að veiða kúskel sem veiddist bara inná fjörðum nánast uppí fjöru á 6-8 faðma dýpi og auðvitað væri þar alltaf logn og sléttur sjór, en núna værum við um 30 mílur frá landi og hér væri nánast aldrei sléttur sjór og fórum við síðan allir í koju og 2-3 tímum seinna erum við ræstir til að byrja að draga.  Þá var verkaskiptin þannig að ég og færeyingurinn skiptumst á við að vera á goggnum og blóðguðum fiskinn, kokkurinn sá um að draga færin og fór í lestina af og til að láta fiskinn renna í körin, Karl Ekkill vélstjóri var settur í það hlutverk að fylgjast með þegar línan hringaðist niður í línubalanna og þjappa í bölunum og notuðum við til þess gogg sem var látinn snúa öfugt síðan átti hann að leysa í sundur og binda yfir hvern bala og raða þeim út við bb. síðu skipsins.  Gekk þetta nokkuð vel og afli var nokkuð góður og kom einstaka steinbítur sem við létu safnast saman í blóðgunar kassann því ekki þurfti að blóðga hann og var þetta gert til að setja steinbítinn sér niður í lest.  Þegar blóðgunarkerið var orðið nærri fullt var ákveðið að setja hann niður í lest og fór kokkurinn í lestina og færði til rennu svo steinbíturinn færi allur í sér kar.  Færeyingurinn byrjaði að tína steinbítinn uppí þvottakarið þar sem fiskurinn gat runnið niður í lest og sáu hreyfingar skipsins um það að auðveldlega rann úr þvottakarinu.  Þegar byrjað var á þessu hvarf Eskill Daði af dekkinu og kom skömmu síðar með hamar og gogg og byrjaði á því að berja hvern steinbít í hausinn með hamrinum og þegar steinbíturinn hætti að hreifa sig tók hann gogginn og tók steinbítinn með honum og sagði ég ætla ekki að slasa mig á þessum helvítis kvikindum, færeyingurinn brosti bara og tók hvern fisk með annarri hendi á réttan hátt og fleygði í þvottakarið á meðan á þessu stóð höfðum við haldið áfram að draga línuna og höfðu komið nokkrir fiskar sem voru ekkert nema beininn og roðið og alþakti svokölluðum maurildum sem geta lagst á fisk og étið nánast allt holdið þegar færeyingurinn sér þessa fiska segir hann við Eskil nú hendum við þessu í sjóinn því þetta er ónýtt og byrjaði strax að kasta þessu fyrir borð.  Karl Eskil horfði á þetta með skelfingu og spurði síðan er óhætt að koma við þetta.  Nei svaraði færeyingurinn þetta er stórhættulegt og getur lags á lifandi fólk.  Tók síðan vatnsgötu og fyllti af sjó og mokaði haug af maurildum og lét í sjóinn og síðan einn smáþorsk og sagði fylgstu nú með, eftir svona hálftíma verður fiskurinn nánast horfinn og stóðst það nokkuð vel hjá honum.   Nú varð Karl Eskil alvarlega hræddur og sagði ég kæri ykkur fyrir að hafa látið mig koma nálægt þessum kvikindum, allt í lagi svaraði hinn og tók fötuna og skvetti úr henni á sjógallann hjá Karli Eskil og bætti við eftir svona klukkutíma verður ekkert eftir af þér og sjógallinn mun liggja eftir á dekkinu og varla fer hann að kæra mig.  Eskil Daði stökk nú og kippti úr sambandi sjóslöngunni sem var í þvottakarið og byrjaði að skola sig allan og fór því næst á þann stað sem hann átti að vera meðan línan var dreginn. Nú sé ég að það er mjög stór fiskur að koma upp á línunni og brátt sé ég að þetta er risastór hlýri a.m.k. 15-20 kg. og geri ég mig klárann og um leið og hausinn er kominn upp næ ég að keyra gogginn á kaf í hnakkann á honum og byrjar hann þá að sprikla og hamast og var ég hræddur um að ég myndi missa fiskinn þvílík voru lætinn, ég kalla á færeyinginn að koma með krókstjaka sem við notuðum til að ná fiskum ef þeir duttu af línunni, hann kemur hlaupandi með hakann og þar sem hlýrinn var með kjaftinn galopinn nær færeyingurinn að reka hakann á kaf niður í hlýrann en á einhvern furðulegan hátt náði hlýrinn að æla hakanum upp úr sér og tekur snöggt viðbragð og við það rennur goggurinn úr höndum mér og sáum við hann synda í burtu og var það eins og kafbátur með sjónpípu uppi.  Eskil Daði spurði undrandi afhverju kafar fiskurinn ekki niður og var honum þá bent á að hann gæti það ekki því það væri svo mikið flotmagn í goggnum og á ekki að reyna að elta hann spurði hann undrandi.  Nei sagði færeyingurinn við látum bara vita að ef einhver nær þessum fiski þá eigum við hann og gogginn líka og glotti til mín.   Allt í einu er allt fast eins og oft vill  ske ef línan lendir í að festast í steina eða annað á botninum, ég stoppaði spilið og skipstjóri fór að sigla rólega í hringi í þeirri von að línan losnaði án þess að slitna og tók ég eftir því að verulega strekkist á línunni.  Nú gat aðeins þrennt skeð, línan myndi losna,  slitna eða að hún hrykki af spilinu,  allt í einu sé ég hvar Eskil Daði er kominn með báðar hendur á kaf í línubalann sem við vorum að draga í.  Ég kalla í hann og sagði við hann hættu þessu drengur ég er margbúinn að banna þér að vera fara með hendurnar niður í balann meðan við erum að draga þú átt að nota gogginn til að laga til í balanum.   Halt kjafti segir hann við mig og bætir svo við, þið eruð stöðugt að ljúga að mér og nú geri ég hlutina eins og ég tel vera rétt og láttu mig í friði.  Ég sagði að ég skipaði honum að koma sér frá balanum, nú væri allt fast og aldrei að vita hvað gæti skeð.  Nú heyrði ég að það var byrjað að hvína í línunni og hún var orðin eins og strekktur fiðlustrengur og þar sem ég var á þessum árum óvenjulega sterkur og hraustur, stökk ég yfir rennuna sem lágfrá spilinu í blóðgunarkassann og þreif í öxlina á Eskil Daða og kippti honum frá balanum og henti honum fram að hvalbak á bátnum um leið heyrðum við mikinn hvell og þegar við litum á spilið hafði það skeð sem mig grunaði að gæti gerst línan hafði skroppið af spilinu og allt sem komið var í línubalann var að fljúga í hafið.  Ég sagði við drenginn, ef þú hefðir nú verið með báðar hendur í balanum værir þú núna þrælflæktur í línunni og á fullri ferð til botns og fljótlega steindauður þótt þú sért reiður bjargaði ég lífi þínu og hristi hann rækilega til.  Ég fer þá bara í koju sagði hann ég get ekki unnið með brjáluðum mönnum.  Þegar við vorum síðan komnir í land um kvöldið mætti hann ekki í löndun en kom skömmu síðar á dekk með allt sitt dót og fór til skipstjórans og sagðist vera hættur.  Hann væri beittur bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi um borð.  Síðan sáum við hann ganga upp bryggjuna og fara inná gistiheimilið.   Nokkrum vikum síðar fæ ég bréf frá Vélstjórafélaginu þar sem mér er tilkynnt að Eskil Daði Pálsson hafi leita til þeirra og vildi kæra mig fyrir líkamárás og mér gæfist kostur á áður en lengra yrði haldið áfram með málið, að koma með mína hlið á þessu máli sem ég gerði og annað gerði ég líka hringdi í föður stráksins og útskýrði málið fyrir honum.  Hann sagði Æ,æ, ætlar hann aldrei að verða að manni þessi drengur?  Bætti síðan við, ég hef sjálfur verið talsvert á sjó og þetta passar alveg hjá ykkur báðum, hann var í stórhættu og ég læt hann draga þetta til baka í hvelli.  Þannig slapp ég frá fyrstu og einu ákæru fyrir líkamsárás sem ég hef fengið um ævina.

Nokkur gullkorn úr munni Guðbjarts Jónssonar frá Flateyri

Þetta mál er stærra í hugum okkar en við sjálf gerum okkur grein fyrir.

Ég er upphaflega fæddur í Hafnarfirði, svo inn á Hesti og eftir það á Flateyri.

Hundurinn á Gyllir var alltaf fyrsti maður á dekk.

Skuttogararnir drepa allt, bæði lifandi of dautt.

Hann var eins og hrókur í hænsnahóp.

Hann er fasisti á vín og tóbak.

Ég hélt að hann væri hærri.

Með opinn hausinn út um gluggann.

Glöggið í mér er ekki í lagi.

Það er stutt í allar áttir í Stykkishólmi.

Elli er einn af tvíburunum.

Hvaða ár var frostaveturinn mikli 1918?

Heimild: Dagatal Önfirðingafélagsins 2005


Kvótakerfið

Nú þegar kvótakerfið er á góðri leið að rústa landsbyggðinni á vel við kvæði sem Kristján frá Djúpalæk samdi fyrir rúmlega hálfri öld:

 

 Útsker í Atlandshafi,

                                                 Auðnir og fjölda stóð.

                                                 Lifði þar flott á fiski

 Fátæk og vesöl þjóð.

 

 Áður bar hetjan hjörva,                                                               

                                                 Af hyggni var dirfskan rík.

                                                 Nú klæðist heigullinn hroka

                                                 Og heimskan pólitík.

                                                

                                                 Já framsækna Íslendings eðlið

    Axlar nú brátt sín skinn

    Og hverfur í múghafið svarta.

   Ja, mikill er andskotinn


Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband