Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
24.5.2007 | 09:48
Tilboð vegna Flatreyri
Það sem mér er mjög annt um Vestfirði og vill hag þeirra sem mestan og sem stuðning við alla þá sem hafa áhyggjur af Flateyri geri ég eftir farandi tilboð:
1. Er reiðubúinn að kaupa öll hlutabréf í Kambi hf. af Hinrik og félögum á því verði sem hlutlaustlaus endurskoðandi telur vera rétt verð.
2. Kaupverðið verður staðgreitt um leið og tilboðið verður samþykkt.
3. Ætla að halda áfram rekstri Kambs hf. áfram í óbreyttri mynd og alllt starfsfólk a.m.k. 120 manns mun halda sinni vinnu.
4. Ætla að koma með a.m.k. 3 skip yfir 100 tonn að stærð til að efla þá starfsemi sen fyrir er.
5. Ætla að koma með aflaheimilir a.m.k. 1500 til 3000 tonna aflakvóta af bolfiski í rekstur Kambs hf.
6. Ætla að gera Kamb hf. að einu öflugasta fyrirtæki í sjávarútvegi á Vestfjörðum.
7. Veita árlega a.m.k. a.m.k. 100 milljónum til menningarstarfs á Flateyri árlega.
8. Reisa styttu af Hinrik og félögum á fallegum stað á Flateyri, endurreisa hina frægu minnjar um verksmiðjuna senm stóð á Sólbakkka.
9. Beita mér fyrir því að Einar Oddur verði gerður að heiðursborgara á Flateyri og sérstakur Einarars-dagur verðinn haldinn hátíðlegur á Flateyri ár hvert.
9. Allar þær eignir sen Kambur hefur selt nú þegar verða keyptar aftur sem fyrst. Ef það tekst ekki verða keyptt nýtt í staðinn.
10. Stórefla smábátaútgerð frá Flateyri. Byggja nýjar íbúðir fyrir erlent fólk sem vinnur á Flateyri.
Þar sem ég er ekki auðugur maður í krónum talið standa að þessu tilboði sem mínir bakhjarlar, bankar og fjárfestingarfélög sem ég hef fengið til liðs við mig og sjá þarna góðan kost til að ávaxta sitt fé. Og að sjálfsögðu er vonast eftir stuðningi bæjarstóra Ísafjarðarbæjar Halldórs Halldórssonar sem hefur lýst því margoft yfir að hann muni gera allt sem hann getur að bjarga Flateyri, Tilboð þetta hefur ekki verið sent enn til eiganda Kambs hf. Því beðið er eftir að endurskoðendur ljúki sinni vinnu. En á meðan bið ég eigendum Kambs að bíða með frekari sölur á eignum Kambs hf. Þið munuð fá í ykkar vasa það sem ykkur ber og eigið með réttu. Og að lokum góðir íbúar á Flateyri, ykkar bíður björt framtíð því að væntanlegu tilboði mun ekki vera hægt að hafna. Stöndum saman ég og þið og við munum uppskera því sem við sáum. Ég er ekki minni Vestfirðingur en þið og þess vegna er ég að blanda mér í þetta, en eitt skulið þið hafa í huga að það er ekki skortur á peningum í okkar góða landi, bíð með tilhlökkun að fá að vinna með ykkur.
ÁFRAM FLATEYRI YKKAR BÍÐUR BJÖRT FRAMTÍÐ.
VONANDI NÆSTI KONUGUR FLATEYRAR OG VIL ÉG TAKA FRAM AÐÐ HÉR ER EKKI UM GRÍN AÐ RÆÐA.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2007 | 13:35
Flateyri
Mikið hefur verið í fréttum sá mikli vandi sem blasir við á Flateyri. Bæjarstjóri Ísafjarðar ætlar aldeilis að taka hraustlega á málum en að sjálfsögðu þarf fyrst að skipa nefnd eða teymi eins og hann orðar það og jafnvel ráða starfsmann og setja upp skrifstofu með tilheyrandi. Hann hreykir sér af því hve vel hafi tekist til á Þingeyri á sínum tíma og auðvelt verði að endurtaka þann leik. En nú er háttvirtur bæjarstjóri aðeins kominn á villigötur. Það er alveg rétt að aðgerðirnar á Þingeyri tókust nokkuð vel en óvíst að sá leikur verði leikinn aftur af eftirtöldum ástæðum:
Allur byggðakvóti sem Ísafjarðarbær fékk úthlutað á þeim tíma var settur á Þingeyri og til samstarfs kom fyrirtækið Vísir hf. í Grindavík sem lagði fram svipaðan kvóta á móti og síðan var stofnað Fyrirtækið Fjölnir hf. og Auk Vísis hf. gerðist Byggðastofnun stór hluthafi og veitt einnig lán til að kaupa aflakvóta. Allt sem Byggðastofnun gerði kom til vegna baráttu Kristins H. Gunnarssonar sem þá var stjórnarformaður Byggðastofnunar, það voru ekki verk bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ástæða þess að Vísir hf. var viljugt til að koma þarna að málum var bæði að þeir sáu möguleika á að auka við sinn kvóta og ekki síst að aðaleigandi Vísis hf. er frá Þingeyri og bar miklar taugar til síns gamla heimabæjar. Fjölnir hf. hefur haldið uppi mikilli vinnslu á Þingeyri sem ber að þakka. Aftur á móti mun Fjölnir hf. hafa verið rekinn með tapi fram á sl. ár en þá skeður það að Byggðastofnun ákveður að selja sinn hlut í fyrirtækinu og kaupandinn var auðvitað Vísir hf. og þar sem alltaf hafði verið tap á Fjölnir hf. voru bréf Byggðastofnunar seld á nafnverði. Nú er þetta fyrirtæki alfarið í eigu Vísis hf. Og spurning hvenær verður það sameinað Vísir hf. Og hvað skeður þegar aðaleigandinn Páll Jónsson sem er orðinn aldraður maður fellur frá og afkomendur vilja fá sinn arf? Fjölnir gerir ekki út neitt skip þótt eitt af skipum Vísis hf. sé skráð á Þingeyri eru allar aflaheimildir Fjölnis komnar til Grindavíkur. Nú er Kristinn H. Gunnarsson ekki lengur stjórnarformaður Byggðastofnunar heldur orðinn þingmaður Frjálslynda flokksins og berst af öllum sínum krafti gegn núverandi kvótakerfi en Halldór Halldórsson bæjarstjóri harður stuðningsmaður kvótakerfisins sem í annað sinn er að rústa afkomu fólks í hans bæjarfélagi. Því það sem skeði á Þingeyri og er aftur að ske á Flateyri er bein afleiðing af þessu heimsins besta fiskveiðistjórnunarkerfi eins og sjálfstæðismenn kalla þetta arfavitlausa kvótakerfi. Ég er hræddur um að erfitt verði fyrir Halldór bæjarstjóra að bjarga Flateyri með sömu aðferð og notuð var á Þingeyri
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2007 | 09:16
Verkalýðsbarátta
Á árunum 1995-1997 starfaði ég sem framleiðslustjóri hjá fyrirtækinu Trostan ehf. á Bíldudal og sá einnig um bókhaldið. Þetta fyrirtæki rak frystihús og saltfiskverkum á Bíldudal og rækjuvinnslu á Brjánslæk á Barðaströnd. Allar afurðir seldum við sjálfir undir merki Trostans ehf. Þarna störfuðu í allt 60-70 manns. Sá sem var aðallyftaramaður fyrirtækisins var jafnframt formaður verkalýðsfélagsins á staðnum og var sá maður ekki kosin sem formaður vegna sinnar hæfni heldu fékkst enginn maður í starfið annar en þessi sem var nú ekki talinn stíga í vitið. Eitt sinn kemur hann alvarlegur á svipinn til að ræða við framkvæmdastjórann sem var jafnframt aðaleigandinn Eiríkur Böðvarsson frá Ísafirði. Formaðurinn segir við Eirík að það hafi komið til tals að fá gossjálfsala í kaffistofuna og hann sé búinn að ræða við Vífilfell sem muni útvega kassann endurgjaldslaust en hinsvegar þurfi að greiða kókið til að fylla á kassann í fyrsta sinn svo rúlli þetta bara sjálfkrafa. Hann ætli sjálfur að sjá um rekstur kassans svo allt fari nú ekki í vitleysu. Eiríkur tekur vel í þessa hugmynd og fær upphæðina hjá manninum og hringir í bankann og lætur millifæra þá upphæð inn á reikning formannsins, sem fór síðan brosandi út. Svo kom kassinn og kókið rann út og síðan þurfti að fylla kassann aftur. Þegar kemur að leysa út næstu kók sendingu kemur formaðurinn aftur til Eiríks og segir honum að nú hafi farið illa kókkassinn sé orðinn gjaldþrota og hvort hann geti hjálpað til. Eiríkur spyr manninn, borgar fólkið ekki kókið? Jú auðvitað svaraði hinn það er ekki hægt að ná úr honum flösku nema setja peninga í hann. Eiríkur spyr þá aftur hver tekur peningana? Ég geri það svarar hinn og legg þá alltaf inná bankabók og það getur enginn náð peningunum nema að hafa lykil og ég er með hann. Þá spyr Eiríkur og hvað er mikið inni á þessari bók núna. Ekkert svaraði maðurinn og klóraði sér mikið í hausnum. Eiríkur sem er mikill húmoristi hafði mjög gaman af þessu og vildi endilega halda áfram að ræða þetta merka gjaldþrot og sagði blíðlega við manninn, þú hefur nú bara eytt þessum aurum vinur. Nei ekki krónu svaraði hinn aldrei tekið neitt, en tautaði svo niður í barm sér, bara stundum þegar ég hef verið tóbakslaus og ekki verið með pening á mér en það er ekki oft bara stundum. Eiríkur stóð á fætur og klappaði manninum á öxlina og sagði við hann. Þú hefur alveg rétt fyrir þér og þar sem kókkassinn er orðinn gjaldþrota skaltu bara skila honum sem fyrst og ég gleymi bara peningunum sem ég lét þig hafa í stofnfé. Kvöddust þeir síðan með handarbandi og verkalýðsformaðurinn fór brosandi út. Með næstu ferð til Reykjavíkur fór síðan hinn gjaldþrota kókkassi.
Í byrjun mars kemur formaðurinn aftur í heimsókn til Eiríks og tilkynnir honum það að fólkið sé orðið mjög óánægt með að tímakaupið skuli ekki hafi verið hækkað í febrúar. Eiríkur horfir undrandi á manninn og segir, það var hækkað 1. janúar og á að hækka næst 1. júní samkvæmt samningum þú hlýtur að vita það sjálfur verkalýðsformaðurinn. Jú sjáðu til sagði hinn nú er hlaupaár og þar af leiðandi vinnum við einum degi lengur því nú voru 29 dagar í febrúar en ekki 28 eins og oftast er og þeir sem voru að kvarta við mig sögðu mér þetta væri alveg ljóst og báðu mig að tala við þig. Eiríkur var fljótur að fatta hvað var að ske og sagði. Segðu þeim sem eru að kvarta við þig að koma sjálfir og tala við mig, en það var gott að þú komst ég þurfti nauðsynlega að hitta þig. Opnar skúffu og tekur upp fullt af bæklingum og réttir honum þetta eru bæklingar yfir nýja lyftara ég vil ekki að þú sért að vinna hér á einhverju gömlu drasli og ég hef ekki vit á hvað hentar okkur best en þú veist það. Ég ætla að kaupa alla lyftara nýja og taktu þetta með þér heim og skoðaðu vandlega og vertu ekkert að hugsa um verðin þau skipta engu máli. Komdu svo með þetta til mín eftir2-3 daga og vertu þá búinn að merkja við hvað við eigum að kaupa Kvöddust þeir með handabandi og verlalýðsformaðurinn gekk brosandi út og ljómaði af hamingju. Í næsta kaffitíma fór ég inn á kaffistofu og þar sat vinurinn og lék á alls oddi að sýna öllum myndir af nýju lyfturunum. Þegar ég kem aftur inn á skrifstofu sé ég Eirík hvergi og spyr konuna sem var þarna að vinna hvar hann væri og sagði hún þá að hann hefði hlaupið útí bíl og sagt henni að hann þyrfti að fara til Reykjavíkur að redda peningum og yrði 2-3 vikur í burtu. Þess skal getið að lyftarakaupin voru gleymd þegar hann kom næst til Bíldudals.Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2007 | 06:31
Sandgerðisbréf 2
Ég átti von á því að ný ríkisstjórn yrði til í gær og erum við félagar, ég, Styrmir og Hannes Hólmsteinn eins og konan sem var nauðgað þrisvar í verbúðinni hjá mér forðum daga, en hún sagði "Ég á ekki til eitt einasta orð". En hvað kom uppá? Ekki veit sá sem spyr. Í stað frétta um nýja stjórn kom frétt um að bara væri hlé gert á viðræðum og brostu þau bæði út að eyrum, Geir og Ingibjörg þegar þau voru spurð hvort uppi væri ágreiningur í einhverjum málum og bæði svöruðu brosandi nei,nei, það er enginn ágreiningur aðeins að smá hlé á viðræðum og ekki vildu þau segja frá hvenær næsti fundur yrði. Nei það þýðir ekkert að svara svona. Geir er búinn að fara til Forseta Íslands og tilkynna honum að hann hafi að baki sér sterkan meirihluta til að mynda nýja stjórn. Jón Sigurðsson var búinn að tilkynna sitt pólitíska andlát eins og kom fram í kvöldfréttum en lifnaði við aftur í fréttum á RÚV kl. 22 og gat þess í leiðinni að þetta hefði verið mistök því hér væri ekki komin ný stjórn og því væri hann ráðherra enn og sennilega fær hann sér góðan sundsprett í lauginni góðu í dag. Mitt mat er að Ingibjörg Sólrún sé hætt við en hefur fyrst látið Geir og félaga samþykkja að stefna Samfylkingar sé að mestu sú rétta. Meira segja Einar Oddur sagði í þættinum Ísland í dag í gærkvöld að stefnan sem hér hefur verið í vaxta- og gengismálum væri kolvitlaus og vel gæti farið svo að Ísland neyddist til að hrökklast í EB og taka upp Evru sem gjaldmiðil einnig gagnrýndi hann að hluta kvótakerfið og sagði að frjálsa framsalið á veiðiheimildum virkaði ekki sem skyldi og hann taldi næsta öruggt að á næsta þingi yrði að endurskoða í heild lög um stjórn fiskveiða, jafnframt gagnrýndi hann Hafró sem vildu ekki hleypa fleirum aðilum að í mati á stærð og ástandi fiskistofna hér við land og skapa hér vísindalega umræðu. Þetta sagði Einar Oddur þegar rætt var við hann um ástandið á Flateyri. Nú er ekki nema tvennt í stöðunni sem er:
1. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn haldi áfram og fái Frjálslynda með sér til að auka þingstyrk sinn.
2. VG+Samfylking+Framsókn.
Þykir mér fyrri kosturinn mun sennilegri. Seinni kosturinn væri óframkvæmanlegur nema Jón Sigurðsson yrði forsætisráðherra og á ég nú eftir að sjá Ingibjörgu og Steingrím J. kyngja því. eða þeirra þingmenn og finnst mér það sem Einar Oddur sagði í gær styðja mína kenningu. Ef seinni kosturinn væri valinn gerðu þau Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. Framsókn að sigurvegara kosninganna þrátt fyrir af sá flokkur byði afhroð í þeim. Einnig væru þau að taka þá ágættu að þeirra fylgi hryndi í næstu kosningum. Jón Sigurðsson er ekki eins vitlaus og maður hélt og gerir nánast kraftaverk að vera með flokk til að stýra sem þjóðin vildi greinilega ekki sjá í kosningum, allt í einu kominn í lykilstöðu um hverjir verða í næstu stjórn. Kæmi mér ekki á óvart að Davíð gripi nú inní málinn.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 08:51
Sandgerðisbréf 1
Ég mun reyna að skrifa hugleiðingar um stjórnmál ofl. í hverri viku sem ég ætla að kalla Sandgerðisbréf (Sbr. Reykavíkurbréf Moggans). Hef ég fengið smá tilsögn hjá Styrmir Moggastjóra við þetta verk mitt og aðgang að mörgum hans tengiliðum og hefjast nú skrifin, þetta verður styttra en hjá Styrmir og er um að kenna að ég er nýliði í svona skrifum.
Nú mun fæðing hinnar nýju ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um það bil að ljúka og mun ráherralist verða kynntur í lok dags svo og stefnumál ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytin munu skiptast svona á milli flokkanna:
Sjálfstæðisflokkur:
Forsætisráðuneytið: Geir H. Haarde
Dóms- og kirkjumála ráðuneytið: Árni Johnsen
Hagstofan: Pétur Blöndal
Landbúnaðarráðuneytið: Einar Oddur Kristjánsson
Viðskiptaráðuneytið: Guðlaugur Þór Þórðarson
Iðnaðarráðuneytið: Árni Matthisen
Samfylkingin:
Utanríkisráðuneytið: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Félagsmálaráðuneytið: Jóhanna Sigurðardóttir
Menntamálaráðuneytið: Katrín Júlíusdóttir
Samgöngumálaráðuneytið: Kristján Möller
Umhverfismálaráðuneytið: Ólafur Ágúst Ólafsson
Sjávarútvegsráðuneytið: Össur skarphéðinsson
Forseti Alþingis: Björn Bjarnason
Helstu stefnumál verða:
1. Koma á jafnvægi í byggðum landsins (Flytja til fólk ef með þar)
2. Ganga sem fyrst í Evróðusambandið
3. Friðlýsa Vestfirði og verður búseta ekki heimil þar nema frá 1. maí til 30. sept. ár hvert og íbúar fái styrki til að koma sér og sínum í burtu.
4. Málefni aldrara og öryrkja sett í biðstöðu, því ekkert liggur á, þetta fólk sem ekki getur lifað á sínu bótum verðu einfaldlega að deyja (Aðstoð verði í boði ef þurfa þykir). Verður tekið til endurskoðunar eigi síðar en 2020.
5. Stórefla samskipti okkar við Noreg of sendiráðið þar stækkað a.m.k. um helming og ræðismannsskrifstofur með íslensku starfsfólki vera stofnaðar í öllum helstu bæjum og borgum þetta mun þýða s.m.k. 200-300 ný störf í utanríkisþjónustunni.
6. Lokum sendiráði okkar í USA til að mótmæla Íraksstríðinu.
7. Sem vinarvott til Norðmanna fá norsk skip að veið alla loðnu og síld hér við land sem þeir vilja.
8. Í stað sektar við umferðarlagabrot komi styrkur til stjórnarflokkanna, sem skiptist jafnt þeirra á milli.
9. Rifinn verður niður stytta af Jóni Sigurðsyni og í stað hennar komi stytta af Jóhannesi í Bónus, en fyrst verður hann að sættast við Björn Bjarnason.
10. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður gerður að sendiherra í Thailandi.
11. Opnuð verði sendiráð í öllum þeim ríkjum sem við okkur vilja tala.
12. Heimilt verður að sekta þá sem ætla að fara að rifja upp kosningaloforð.
13. Dómsmálaráðherra fær heimild til að náða alla þá fanga sem hann vill.
14. Þar sem stjórnarandstaðan verður svo fámenn verður hún sen heim í frí á fullum launum svo hún tefji ekki störf Alþingis.
15. Óskað verði eftir að Noregskonungur verði aftur konungur Íslands.
Fleir atriði verða birt síðar Samflokks-stjórnin.
Vefurinn | Breytt 22.5.2007 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2007 | 15:37
Smá viðbót
20.5.2007 | 12:24
Vestfirðir í eyði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2007 | 08:20
Líkamsárás
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.5.2007 | 16:31
Nokkur gullkorn úr munni Guðbjarts Jónssonar frá Flateyri
Þetta mál er stærra í hugum okkar en við sjálf gerum okkur grein fyrir.
Ég er upphaflega fæddur í Hafnarfirði, svo inn á Hesti og eftir það á Flateyri.
Hundurinn á Gyllir var alltaf fyrsti maður á dekk.
Skuttogararnir drepa allt, bæði lifandi of dautt.
Hann var eins og hrókur í hænsnahóp.
Hann er fasisti á vín og tóbak.
Ég hélt að hann væri hærri.
Með opinn hausinn út um gluggann.
Glöggið í mér er ekki í lagi.
Það er stutt í allar áttir í Stykkishólmi.
Elli er einn af tvíburunum.
Hvaða ár var frostaveturinn mikli 1918?
Heimild: Dagatal Önfirðingafélagsins 2005
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2007 | 16:14
Kvótakerfið
Nú þegar kvótakerfið er á góðri leið að rústa landsbyggðinni á vel við kvæði sem Kristján frá Djúpalæk samdi fyrir rúmlega hálfri öld:
Útsker í Atlandshafi,
Auðnir og fjölda stóð.
Lifði þar flott á fiski
Fátæk og vesöl þjóð.
Áður bar hetjan hjörva,
Af hyggni var dirfskan rík.
Nú klæðist heigullinn hroka
Og heimskan pólitík.
Já framsækna Íslendings eðlið
Axlar nú brátt sín skinn
Og hverfur í múghafið svarta.
Ja, mikill er andskotinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
19 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Furðufuglar mánaðarins
- Útvega þeim vinnu sem hægt er að framfleyta sér af.
- Flokkur fólksins líkist kennitölu
- Gefið þeim frið.
- Vopnvæðing dollarans er á enda
- Nei
- Í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur er kennari sem þekkir ekki líffræðilegu kynin, eða hún er ,,vókisti
- Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?
- Trans trompar kristni, íslam stendur báðum ofar
- Oft er komin önnur Þökk, ljóð frá 17. desember 1991.