Færsluflokkur: Dægurmál

Verslunarmannahelgin

Nú stendur sem hæðst hátíðarhöld víða um land í tilefni verslunarmanarhelgar og er eins og margir sjái sig tilknúna til að fara eitthvað um þessa helgi og helst drekka sig fulla með tilheyrandi vandræðum og peningaeyðslu.  Ég er einn af þeim sem kaus að halda mig heima þessa helgi enda bíllinn minn ekki í ástandi til langferða því endalegri viðgerð á honum er ekki lokið vegna þess að verið er að bíða eftir varahlutum og get ég ekki ekið honum nema stuttar vegalengdir en nóg til að komast í búð ofl.  Ég græt það ekkert þótt ég þurfi að vera heima, því ég verð að halda mig frá áfengi en nú er að verð um tveir mánuðir síðan ég féll í bindindinu og ætla ekki að láta það koma fyrir aftur, heldur standa við það sem ég hef lofað mér sjálfum, því maður fer auðvita í bindindi fyrir sjálfan sig en ekki aðra.  Þótt ég hafi fallið þegar var að verða komið eitt ár í bindindi er tilgangslaust að velta sér of mikið upp úr því heldur halda ákveðinn áfram eins og ekkert hafi í skorist því annars er hætta á að maður missi tökin á þessu aftur og því verður ekki breytt sem liðið er, en framtíðinni getur maður breytt og þetta fall mitt gerir mig enn ákveðnari í að standa mig og ég dreg af þessu þann lærdóm að ekki þýðir að reyna að prufa þótt það eigi bara að vera einn bjór.  Maður verður bara einfaldlega að viðurkenna að áfengi og ég getum ekki átt samleið lengur og er það ekkert til að syrgja, lífið býður upp á svo margt annað sem er mikilvægara og skemmtilegra.  Svo ég svíki nú aftur að þessari helgi er ekki hægt annað en brosa þegar maður hugsar um alla þá sem eru að ferðast og draga á eftir sér stærðarinnar hjólhýsi sem kosta 5-6 milljónir með öllum þægindum og svo er þessu plantað á einhverjum stað og sest niður í öllum lúxusnum og horft á sjónvarp eða verið á netinu, því tölvur eru víst ómissandi hluti af þessum lúxus og má því spyrja hvort ekki hefði einfaldlega verið þægilegra og ódýrara að vera bara heima, því heima er jú alltaf best.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband