Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Jakob Kristinsson er látinn.

Jakob Kristinsson lést á heimili sínu þann 22.jan. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu bloggvinum sem hafa haft samskipti við hann í bloggsamfélaginu. Blogginu verður lokað fljótlega.

Virðingarfyllst.

Gunnar Jakobsson

Jón Páll Jakobsson

Guðrún Rebekka Jakobsdóttir

Júdit Krista Jakobsdóttir 


Spakmæli dagsins

Davíð hafði lúmskt gaman af því

að sýna aðeins í sér hinar

gömlu pólitísku tennur,

sem eru hvergi nærri 

bitlausar enn.

(Staksteinar 20.9.2008)


Obama

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gærkvöldi að hann hefði vanrækt að styrkja tengsl sín við bandarísku þjóðina en hann varð fyrir miklu pólitísku áfalli á þriðjudagskvöld þegar repúblikanar unnu sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings af demókrötum í aukakosningum í Massachusetts.

Það er alltaf virðingarvert þegar menn viðurkenna mistök sín, það er alltof algengt að menn berji höfðinu við steininn og neiti að viðurkenna mistök, sama á hverju gengur.  Allir geta gert mistök, sama hve hátt settir þeir eru.


mbl.is Obama viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir í lesendabréfi sem birtist í hollensku blaði, að Íslendingar muni leggja sig fram við að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum og tryggja að Icesave-málið skaði ekki alþjóðleg tengsl.

Þetta er mikill undirlægjuháttur hjá Jóhönnu að fullyrða að Íslendingar muni gera allt til að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum.  Hún er með þessu að segja að við munum fallast á allar kröfur þessara þjóða, þrátt fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-frumvarpið hafi ekki farið fram.

Þetta er alger uppgjöf.


mbl.is Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælendur ákærðir

Ákæru ríkissaksóknara gegn níu mótmælendum sem brutust sér leið inn í Alþingishúsið 8. desember 2008 var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Enginn ákærðu tók afstöðu til ákærunnar, en það munu þau gera þegar málið verður tekið fyrir næst, 8. febrúar nk.

Þetta eru mikil mistök að ætla að ákæra 9 mótmælendur í því ástandi, sem nú er hér á landi.  Ákæran getur orðið eins og olía á eld nýrra mótmæla, sem verð þá mun öflugri en við höfum áður séð hér á landi.


mbl.is Mál mótmælenda þingfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norwegian

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian hefur gefist upp á að bjóða farmiða í innanlandsflugi í Danmörku vegna þess, að margir miðanna eru keyptir undir dulnefnum. Starfsmenn danska flugfélagsins Cimber Sterling urðu um helgina uppvísir að því að kaupa fjölda tilboðsmiða sem síðan voru ekki nýttar og flugvélarnar flugu hálftómar.

Þetta er ekkert annað en skemmdarstarfsemi hjá starfsmönnum Climber Sterling.  En hverju breytir það fyrir norska flugfélagið þótt vélarnar hafi flogið hálftómar, þegar hver flugmiði kostaði aðeins eina krónu.  Það hlýtur að hafa alltaf verið tap á hverri flugferð, sama hvað farþegar voru margir.


mbl.is Hætta að selja flugmiða á 1 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaninn og RÚV

Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, segist ekki ætla að hætta að leika lögin í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins á Kananum þó svo að Ríkisútvarpið hafi farið fram á það. Einar og Gunnlaugur Helgason útvarpsmaður hringdu í gærmorgun í Sigurð G. Guðjónsson lögmann og spurðu hvort RÚV gæti farið fram á þetta, í ljósi þess að lögin væru á netinu þar sem allir gætu hlustað á þau.

Fyrst að þessi lög eru komin á netið getur RÚV ekki átt neinn einkarétt á að flytja þau.  Því geta allar útvarpsstöðvar spilað þessi lög.  Ég skil ekki heldur hvers vegna RÚV vill ekki að aðrir en þeir spili þessi lög.  Það ætti að vera hagur RÚV að sem flestir hlustuðu á lögin.


mbl.is Kaninn og RÚV í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látinn laus

Lögregla í Danmörku hefur látið lausan 48 ára gamlan karlmann, sem handtekinn var í byrjun ársins grunaður um að hafa myrt tvítuga stúlku í Herning á Jótlandi. DNA-rannsóknir leiddu í ljós, að maðurinn var saklaus.

Mikið er það gott að þessi Dani hefur verið fundinn saklaus af morðákæru, því alltof mörg dæmi eru um að saklaust fólk sitji í fangelsum árum saman vegna glæps, sem það framdi aldrei.


mbl.is Hreinsaður af grun um morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína

Hagvöxtur í Kína var 8,7% árið 2009 og verðbólga fór á flug undir lok ársins, samkvæmt tölum sem kínversk stjórnvöld gáfu út í morgun. Sérfræðingar segja að nú séu merki um ofþenslu í Kínverska hagkerfinu, eftir samdrátt allt árið 2008 og í byrjun árs 2009.

Þrátt fyrir að kommúnistar stjórni í Kína, er þar mikill hagvöxtur og ekki langt í að hagkerfið í Kína verði stærra en það Japanska, sem hefur verið það stærsta í Austurlöndum hingað til.


mbl.is Hagkerfi Kína bólgnar út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vill félagsmálaráðherra?

Lilja Mósesdóttir, sagði fyrr í vikunni að sennilega yrði að veita enn lengri frest á nauðungarsölum á íbúðum og jafnvel þyrfti að stofna embætti Umboðsmanns skuldara.   En þá kemur Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og segir að frekari frestun hafi engan tilgang.  Hann fullyrti að best væri nú að fólk gengi frá sínum skuldum og þeir, sem ekki gætu það yrðu að sætta sig við að missa sitt húsnæði á nauðungaruppboði.  Þetta eru kaldar kveðjur frá félagsmálaráðherra til þeirra sem eru í miklum vandræðum með sín íbúðalán.  Þær lausnir sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á og duga ekki fyrir marga og því munu hundruð íbúða verða seld á nauðungaruppboðum fljótlega eftir 1. mars.  En hvað ætlar Íbúðalánasjóður og bankarnir að  gera við allar þessar íbúðir?  Ekki þýðir að setja þær í sölu því engir kaupendur eru til staðar og ef allar þessar íbúðir færu í sölu yrði algert verðhrun á íbúðarhúsnæði.  Þannig að þeir aðilar sem hefðu samið við sína lánveitendur um lækkun á höfuðstól íbúðalána í 110% af markaðsverði yrðu aftur komnir í vandræði.  Því verðhrunið setti lánin aftur langt upp fyrir markaðsverð og þá færu enn fleiri íbúðir á uppboð og þetta yrði vítahringur, sem fólk kæmist ekki út úr.

Væri nú ekki nær fyrir Árna Pál Árnason að koma með tillögur um raunhæf úrræði, frekar en hvetja til nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði.


Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband