Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Af hverju er staða Vestfjarða svona slæm ?

Það vita flestir að staða Vestfjarða í dag er ekki nógu góð og hvers vegna ætli svo sé?

Svarið er einfallt:  Alltaf þegar gera hefur átt eitthvað til að bæta stöðu Vestjarða er aldrei samstaða um eitt né neitt.  Á árunum 1980-1990 voru blóma tímar á Vestfjörðum, mikil vinna og góð laun, en nú er þetta allt horfið og það sem verra er er það að uppgjöf og örvænting er farin að koma fram hjá íbúum á Vestfjörðum.  Ef ekkert verður gert verða Vestfirðir komnir í eyði á næstu 15-20 árum.  Þingmenn lofa og lofa en standa ekki við neitt og allt er gert til að niðurlægja Vestfirði og nú síðast með því að láta sjómenn fara að mála einhver hús og örugglega á litlum launum.

Vestfirðir byggðust upp og öll þorpin urðu til vegna nálægðar við góð fiskimið og þegar ekki má nýta þau lengur er grundvöllur byggðar hruninn.  Vestfirðir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum þessa lands og vilja nú fá það til baka.  En þar sem vitleysingar stjórna Íslandi er besti kosturinn að stofna sjálfstætt ríki o losna undan oki þessara háu herra.  Bæjarstjórinn á Ísafirði er svo mikið íhald að hann dansar eftir öllu sem frá íhaldinu kemur og veit það ekki á gott og mun ekki efla Vestfirði.

Hér þarf nýja hugsun og fólk sem vill berjast fyrir Vestfirði, það gengur ekki að sitja bara á rassgatinu og gera ekki neitt.  Vestfirðir eiga ekki að sætta sig við að fá aðeins litla mola sem detta af borði stjórnarhnerrana á Íslandi.  Enda hefur fólksflóttinn verið gífurlegur frá Vestfjörðum á undanförnum árum.

Þessu verður að breyta og snúa þróuninni við og það er hægt og mun verða gert.  En mig tekur sárt að heyra frá sumum sem enn eru búsettir á Vestfjörðum, að þetta sé vonlaust verk og bara draumórar sem aldrei verða framkvæmdir.

Það er að vísu rétt að hugmyndir eru draumórar á meðan enginn framkvæmir þær, en það er einmitt það sem við í BBV-Samtökunum ætlum að gera þ.e, framkvæma þessar hugmyndir og gera Vestfirði að sæluríki þar sem allir vilja búa.  En fyrst verðum við að losna frá allri vitleysunni á Íslandi og stofna sjálfstætt ríki og þá fer boltinn fyrst að rúlla og eins og snjóbolti vindur hann upp á sig við hvern snúning og störfin fara að streyma til Vestfjarða og miklar framkvæmdir eru fram undan.  Fólk mun hópast til Vestfjarða og þar munu flestir vilja búa.

Við ætlum ekki að láta sjómenn mála hús, þeirra hlutverk er að veiða fisk og ef aflakvóta verður skipt á milli Íslands og Vestfjarða eftir okkar hugmyndum mun ótrúlega stór hluti koma í hlut Vestfjarða og til viðbótar koma milljarðar í uppbyggingu og framkvæmdir.  Nú þegar hefur þýskt fyrirtæki boðist til að grafa skipaskurðinn og verður það gert næsta sumar.

Góðir Vestfirðingar. þið verðið að treysta okkur í þessum málum og vera þolinmóð á meðan við erum að vinna okkar verk, sem við erum að vinna í fullri alvöru og gefum ekkert eftir og ekki snúast á móti okkur vegna pólitískra skoðana.  Þetta er alvöru mál og ekki neitt til að grínast með.

Og áfram með fríríkið Vestfirði..............................

Jakob Kristinsson


Allt eitrað

 Breskt blað segir í dag, að íslensk stjórnvöld berjist nú á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins. Segir blaðið, að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á lausafjárkreppunni og haft er eftir sérfræðingi að landið sé nú meðhöndlað eins og það sé eitraður vogunarsjóður.

Ekki er ástandið gott ef allt er orðið eitrað og Ísland orðið stórhættulegt.  Þá er nú réttast að losna frá þessu auma landi, sem stjórnað er af misvitrum mönnum.


mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátíðarstemming

Sannkölluð hátíðarstemning er nú á Siglufirði bæði vegna páskahátíðarinnar og þess að á föstudaginn langa var sprengt í gegn í Héðinsfjarðargöngum.

Til hamingju Siglfirðingar


mbl.is Hátíðarstemnig á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpasamtök ?

Dönsku glæpasamtökin Black Cobra eru sögð hafa hlutast til um það að ungmenni af erlendum uppruna hættu ólátum og skemmdarverkum í landinu í febrúar þar sem forsvarsmenn samtakanna eru sagðir hafa óttast að uppþotin hefðu áhrif á fíkniefnasölu samtakanna. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende.

Það er nú varla hægt að kalla þessi samtök glæpasamtök, sem gera svona.  Þetta eru frekar góðgerðarsamtök


mbl.is Glæpasamtök stöðvuðu uppþot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íkveikja

Eldur kom upp í gömlu húsi við Klapparstíg í Reykjavík um klukkan hálf sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs gekk slökkvistarf vel m.a. vegna þess að heitavatnslögn hafði rofnað í húsinu og er talið að vatn frá henni hafi haldið aftur af eldinum. Grunur er um íkveikju.

Sá sem þarna var að verki væri ekki í vandræðum með að kveikja Ólympíueldinn.  Bara að finna viðkomandi og senda hann til Grikklands.


mbl.is Grunur um íkveikju í Sirkushúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólympíueldur

Frá lokaæfingunni í Ólympíu í morgun. Ólympíueldurinn verður kveiktur í grísku borginni fornu Ólympíu á morgun og fór lokaæfing fyrir athöfnina fram í morgun. Fylgt er ævafornum siðum og er eldurinn venjulega kveiktur með aðstoð sólarljóss og spegla. Í morgun var hins vegar alskýjað og því ekki hægt að nota speglana.

Er nú orðið vandamál að kveikja ólympíueldinn.  Verður kannski að aflýsa Ólympíuleikunum vegna þess að ekki tekst að kveikja eldinn.


mbl.is Æfa að kveikja ólympíueldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palestína

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í morgun til Ramallah á Vesturbakkanum og átti fund með Mahmud Abbas, forseta Palestínumanna. Sagði Cheney eftir fundinn, að löngu væri tímabært að stofna sjálfstætt ríki Palestínumanna.

Auðvitað eigum við að styðja ríki Palestínumanna og ef Íslenski ráðamenn hafa ekki kjark til þess, þá munu Vestfirðir gera það um leið og þeir verða sjálfstæðir.


mbl.is Palestínuríki löngu tímabært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestfirðir

Ég hef lítið hugsað um annað undanfarið en að sjá Vestfirði, sem sjálfstætt ríki.  Þetta þarf auðvitað að undirbúa vel og gera enga vitleysu.  Ég hef undanfarið verið í sambandi við marga erlenda aðila, sem eru tilbúnir að taka þátt í að byggja Vestfirði upp og koma með fjöldan allan af störfum og miljarða í peningum.  Ég hef reynt að svara öllum þessum aðilum eftir bestu getu, en það er takmarkað hvað einn maður kemst yfir í sínum frítíma.

Nú verðum við að fara að huga að því að stofna BBV-Samtökin og setja mikinn kraft í þetta verkefni og gefa ekkert eftir.  Við þurfum að láta undirskriftalista berast um Vestfirði og ná nokkur þúsund manns í samtökin bæði á Vestfjörðum of líka alla þá sem vilja styðja málið.  Rósa á Vopnafirði kom með þá hugmynd að setja svona lista upp hér á blogginu og væri það mjög gott.  En ég verð að viðurkenna að ég kann það ekki og vona að einhver geti leyst það vandamál fyrir okkur.

Við þurfum líka að safna peningum til að geta ráðið þjóðréttarfræðing í vinnu til að undirbúa þetta og líka mann til að sjá um samskiptin við hina erlendu aðila og opna skrifstofu og hafa blaðafulltrúa ofl.

Við verðum að vera búinn með alla okkar heimavinnu ekki seinna en þegar Alþingi kemur sama í haust og þá látum við höggin dynja á þingmönnum og ráðherrum og sjálfstæðir Vestfirðir verða að veruleika ekki seinna en næsta sumar.

Nú sýnum við hvað í okkur býr og við getum ef við stöndum saman og við skulum aldrei efast.  Bara stefna í eina átt sem er að skapa

Frírikið Vestfirði.

Og áfram nú.....................................................................................


Þá hrundi allt

Nýleg lækkun á íslensku krónunni og fall flestra hlutabréfa hafa valdi miklum óróa á Íslandi, svo það er best að kljúfa sig frá því sem fyrst.  Í ljós hefur komið að Davíð Oddson hætti ekki í stjórnmálum, þótt hann settist í stól Seðlabanka Íslands.  Hann hefur leynt og ljós stjórnað með harðri hendi á bak við tjöldin og það nýjasta sem honum datt í hug er að þjóðnýta íslenska bankakerfið.  Þetta er sama aðferðarfræðin og Pútín Rússlandsforseti gerði.  Þar voru ríkisfyrirtæki fyrst einkavædd og svo þjóðnýtt á eftir.  Annað sem Davíð er að koma í gegn núna, er það, að ef hina íslensku banka vantar fjármagn, sem þeir hafa hingað til sótt erlendis, en nú verður allt að fara í gegnum Seðlabanka Íslands.  Það verður svolítið skrýtið að sjá á biðstofubekknum í Seðlabankanum, þá Björgólfsfeðga, yfirmenn Kaupþings, stjórn *Glitnis, ofl. að bíða eftir að Davíð skammti þeim lausafé.  Öll útrás hins íslenska fjármálakerfis verður slátrað með einu pennastriki, sem Davíð Oddson dregur.  Við förum 40-50 ár aftur í tímann.  Ekki veit ég hvort þeir Davíð og Pútín eru miklir vinir eða frændur, en vinnubrögðin eru þau sömu.  Það má vissulega segja að bankarnir hafi farið of geyst í útlánum til einstaklinga og ekki gætt nógu vel af því hvort viðkomandi gæti greitt öll lánin til baka.  Ef maður fer inn á heimasíðu Glitnis-Fjármögnunar er svipað og fara inn á ebay-síðunna.  Þar er nú til sölu allt frá reiðhjólum og upp í einkaþotur og allt þar á milli.  Þetta eru allt hlutir sem Glitnir-Fjármögnun hefur tekið upp í skuldir sinna viðskiptavina.  Það virðist hafa verið hægt að fá lán út á hvað sem er.  Svo ræður fólk ekkert við að greiða af þessu og þess vegna er þessi útsala núna.

Nú er mælirinn fullur og komið nóg af allri vitleysunni og ekkert að bíða lengur með að stofna Frí-ríkið Vestfirðir, svo geta þeir sem eftir verað á fastalandinu dansað eftir því hvað Davíð og Pútín þóknast í hvert sinn.  Við verðum frjáls í okkar ríki og fylgjumst brosandi með allri vitleysunni á Íslandi. Og þar sem Vestfirðir verða svo auðug þjóð munum við getað hjálpað íslensku bönkunum undan oki Davíðs Oddsonar og félaga.


FL CROUP

 Stór hlutur í FL Group skipti um eigendur í morgun. Um er að ræða hlut sem svarar til 5,6% af heildarhlutafé. Viðskiptin voru á genginu 9,50 og viðskiptaverðið var rúmir 7,2 milljarðar króna. Gengi bréfa FL Group er nú skráð 9,15 í Kauphöll Íslands. Ekki hefur borist tilkynning til kauphallarinnar um hverjir áttu þessi viðskipti.

Mikið verður maður nú ánægður þegar hægt verður að búa á frjálsum Vestfjörðum.  Endalega laus við allt þetta hlutabréfa rugl, þar sem verðlausir pappírar ganga kaupum og sölum fyrir stórfé.  Það kom svolítið skrýtið upp, á aðalfundi FL Croup, sem haldinn var fyrir stuttu.  En þar var upplýst að Hannes Smárason fyrrverandi forstjóri félagsins hefði átt inn hjá félaginu um síðustu áramót nokkra tugi milljóna vegna leigu til félagsins á einkaþotu sinni.  Hver ætli hafi nú verið farþeginn í þotunni?  Það mun hafa verið forstjóri FL Croup sem þá var maður sem heitir Hannes Smárason.  Einnig var upplýst á sama fund að Þorsteinn M. Jónsson kókframleiðandi og kóksali, hefði skuldað nokkra tugi milljón hjá FL Croup vegna ferða sinna á sömu einkaþotu.  Í þessum upplýsingum er eitthvað sem ekki passar saman, því að ef Hannes átti inni vegna einkaþotunnar, þá hlaut hann að hafa um leið verið eigandi hennar.  En fyrst að Þorsteinn var í skuld við FL Croup vegna sinna nota  á þessari sömu þotu þá hlýtur FL Croup að eiga þotuna.  Það kom einnig fram að Þorsteinn hefði greitt sína skuld í lok janúar og sú skýring gefin að það hefði ekki verið hægt að greiða þetta fyrir áramót, því þá hefði ekki verið tími til að skrifa reikning þann sem Þorsteinn átti að greiða.  Það er stórfurðulegt að þar sem stórnunnakostnaður FL Croup var ekki nema um sex miljarðar á sl. ári, skuli ekki hafa verið til starfsmaður, sem gat búið til einn reikning á Þorstein M. Jónsson, Kók-karl.  Þetta eru sko pappírskarlar, sem kunna til verka og velta sér upp úr ímynduðum milljónum í formi verðlausra pappíra.  Ég ætla að vona að þessir höfðingjar kunni að skrifa nafnið sitt, þótt þeir kunni ekki að búa til einn reikning.


mbl.is 5,6% hlutur í FL Group skiptir um eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband