Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Að græða peninga

Nú auglýsa sparisjóðirnir látlaust að ef lagt er inn á einhverja sérstaka hávaxtareikninga fyrir 1. nóvember þá fái viðkomandi 10% vaxtaauka um áramót.  En hver ætli verði nú allur gróðinn ef betur er skoðað.  Til að einfalda dæmið ætla ég að reikna með 12% vöxtum á þessum reikningum sem er þá 1% á mánuði.  Ef ég ætti eina milljón og ætlaði að ná mér þarna í auðfengið fé, þá liti dæmið út svona; Ein milljón á slíkum reikningi í tvo mánuði (nóv./des) = 2% vextir eða kr: 2.000,- og þá fengi ég þessa frægu vaxtabót sem er 10% af vöxtunum eða kr: 200,-.  Þessar 200 krónur væri nú allur ágóðinn og myndi ekki duga fyrir bensíni á bílinn til að fara í sparisjóðinn og leggja inn.  Ég verð að viðurkenna að þetta er snilldar bragð hjá sparisjóðunum til að plata fólk og er illa gert nú á allra verstu tímum, þegar fólk er ringlað og örvæntingarfullt vegna hruns bankanna.

Efnahagsáætlun

Ásmundur Stefánsson, Paul Marthias Thomsen og Petya Koeva...Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir á vef stofnunarinnar að Ísland hafi samið framsækna efnahagsáætlun sem miði að því að endurvekja traust á bankakerfinu, koma á jafnvægi í gengismálum á næstunni og í ríkisfjármálum til lengri tíma litið.

Hvaða kraftaverk gerði ríkisstjórnin nú?  Eða er verið að tala um hvernig efnahagslífið gæti verið eftir 50 eða 100 ár.  Það er ekki lausn á vanda dagsins í dag sem brýnast er að leysa áður en farið er að spá í framtíðina.


mbl.is Framsækin efnahagsáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtahækkun

Guðjón Arnar Kristjánsson„Ég geri þann fyrirvara við málið fyrir mína parta að skilyrði um hækkun vaxta eru ekki aðgengileg í núverandi stöðu. Ég held að það hjálpi hvorki okkur né atvinnulífinu eins og nú er háttað,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þarna er ég sammála Guðjóni, því það væri brjálæði að hækka vexti núna.  Stjórnvöld verða að koma Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum í skilning um að við getum ekki uppfyllt öll skilyrði sem hann kann að setja fram.  Ef einhver skilyrði eru á þann veg að þau geri illt verra þá er þessi aðstoð lítilsvirði.


mbl.is Skilyrði um vaxtahækkanir hjálpa engum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háð og grín

Jespersen þykir sjaldnast fara mjúkum höndum um fórnarlömb sín.Norski háðfuglinn Otto Jespersen sem dró íslensku þjóðina sundur og saman í hárbeittu háði í eintali sínu í lok þáttarins Torsdagsklubben á TV2 í Noregi í gær er vel þekktur þar í landi fyrir háð sitt og segir blaðafulltrúi þáttarins, Bjarne Laastad að Jespersen veiti aldrei viðtöl um innihald eintalsins heldur vilji hann láta það standa eitt og sér.

Það má vel vera að þessi fígúra sé velþekkt í Noregi en ég hef aldrei heyrt á hann minnst  Norsk aulafyndni er ekki það sem við þurfum á að halda í dag.


mbl.is Veitir Íslendingum ekki viðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Frá London. Boðuð hafa verið mótmæli í London á mánudaginn kemur, vilja íbúar í Haringey í Norður London fá svör við spurningum um áhrif íslenska bankahrunsins á fjárhag og þjónustu í bæjarfélaginu.

Þeir geta mótmæla eins og þeir vilja þessir Bretar.  En þeir eiga að spyrja Gordon Brown um þessi mál en ekki íslendinga.


mbl.is Breskir sparifjáreigendur mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð

Steingrímur J. Sigfússon.„Ég er mjög hugsi yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og tel að þessi mál séu komin í mikið óefni og mjög þrönga stöðu. Mér finnst það gagnrýnivert að mál skuli hafa þróast þannig í höndum ríkisstjórnarinnar síðustu þrjár vikur að hún meti það sem svo að ekki sé um neina aðra kosti að ræða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um drög að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, IMF. Hann segir aðstoð sjóðsins tengjast uppgjöri við Breta og Hollendinga.

Hvað er ríkisstjórnin að hugsa ef þessi aðstoð á að snúast um að greiða lán í öðrum löndum, sem við erum ekkert skyldug til að gera.  Það er mikil skítalykt af þessu máli öllu og einn einu sinni sýnir okkar ríkisstjórn okkur hvað hún er liðónýt til allra verka. 


mbl.is Ábyrgðin er ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga lýkur á mánudag við að greiða framlög að fjárhæð rúmlega tveir milljarðar til sveitarfélaga í landinu en framlögin áttu að berast sveitarfélögunum um næstu mánaðamót. Greiðslunum er flýtt til að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélaga.

Það var mikið að þessi sjóður kláraði að gera það sem honum var ætlað.  Ekki er þetta nú mikill flýtir á greiðslum að greiða þann 27.10. það sem átti að greiða 31.10.  Hún er röggsöm þessi blessaða ríkisstjórn þegar hún tekur sig til.


mbl.is Jöfnunarsjóður greiðir út 2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætt við Rússa

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynna... Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í dag að reiknað væri með því að áfram yrði rætt við Rússa um lánveitingu. Umsókn um formlegt samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn kynni þó að hafa það í för með sér, að rætt verði um lægri upphæð en áður var gert ráð fyrir.

Hvað er verið að hræra svona í hlutunum fyrst búið er að ákveða að sækja um aðstoð frá Alþjóðlega Gjaldeyrissjóðnum.  Er Geir hræddur um að sá sjóður geti ekki bjargað okkur, þetta gerir hlutina bara flóknari en þeir þyrftu að vera.


mbl.is Áfram rætt við Rússa um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Tíðinda af aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til handa Íslendingum er að vænta síðar í dag. Ríkisstjórnarfundi sem vera átti í morgun, líkt og aðra föstudaga var frestað fram eftir degi. Þess í stað sitja á fundi þeir ráðherrar sem borið hafa hitann og þungann af aðgerðum í kjölfar bankakreppunnar.

Ekki voru nú merkileg tíðindin af þessum aðgerðum það eina sem búið er að gera er að ákveða að sækja um aðstoð.  Ég segi nú bara eins og börnin er ríkisstjórinn ekki búinn að Haardera of lengi.


mbl.is Tíðinda að vænta af aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG

Mynd 481679 Þingflokkur vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggur til að utanríkisráðherra verði falið að tilkynna breskum stjórnvöldum og yfirstjórn NATO að fyrirhugað loftrýmiseftirlit Breta við ísland í desember verði fellt niður. Þingflokkur VG hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þessa efnis á Alþingi við fyrsta tækifæri.

Við eigum auðvitað ekki að taka í mál að Bretar sem nánast eru búnir að lýsa yfir stríði á hendur okkur, komi nálægt okkar vörnum.  Það væri jafn líklegt að þeir réðust á okkur eins og að þeir verðu okkur.  Bretar, Nei takk.


mbl.is VG vill ekki gæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband