Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Minnisstæð Sjóferð

Í nóvember 1994 fór ég með syni mínum í róður á 6 tonna trillu frá Bíldudal.  Við höfðum sjálfir beitt línuna og vorum að skapa okkur atvinnu.  Veður var þokkalega gott og við fórum um 20-25 sjómílur NV frá Kópanesi.  Þar lögðum við línuna og á meðan við biðum eftir að geta farið að draga hana sáum við að togarinn Klakkur frá Grundarfirði var að toga þarna rétt hjá og höfðum við samband við skipstjóra togarans og létum hann vita hvernig okkar lína væri lögð.  Síðan fórum við báðir í koju og fórum að sofa.  Skömmu seinna fór síminn að hringja og hvorugur okkar nennti upp til að svara en það var hringt aftur og aftur og að lokum fór sonur minn í símann, þetta var þá símtal frá skipstjóranum á togaranum Klakk  og var hann að láta okkur vita að hann hefði verið að fá nýja veðurspá og það spáði vitlausu veðri þegar liði á daginn.  Hann vildi láta okkur vita svo við gætum dregið línuna áður en þetta skylli á.  Við rukum til og klæddum okkur og byrjuðum að draga og var afli nokkuð góður um 200 kg. á bala en við vorum með 24 bala í allt.  Þegar við erum að draga síðustu balana byrjar að vinda af SA og þegar drætti lauk var orðið vitlaust veður 15-20 m. á sek.  Við kláruðum línudráttinn og gengum síðan vel frá öllu.  Það var kominn nokkuð góð balllest í bátinn eða um 4-5 tonn af fiski.  Þá var eftir að komast í land og stöðugt bætti í veðrið og nú var veðrið beint á móti.  Þessi bátur gekk yfirleitt um 10-12 mílur en núna þegar hann var orðinn hlaðinn og veðurofsinn beint í stefnið fór hann ekki nema 2-3 mílur.  Ég átti að taka landstímið og sonur minn fór í koju til að sofa.  Þetta var sko engin skemmtisigling ölduhæð 5-8 metrar og báturinn klifraði upp hverja öldu og steyptist svo niður aftur.  Mér var ekki farið að standa á sama og skildi ekki hvernig sonur minn gat virkilega sofið værum svefni í öllum þessum látum.  Eftir um 7-8 tíma barning vorum við komnir í mynni Arnarfjarðar og vonaði ég að þetta myndi nú lagast þegar við kæmum inn í fjörðinn, en það var nú öðru nær.  Áttin var þannig að vindurinn stóð út fjörðinn og ef eitthvað var þá frekar versnaði veðrið.  Þótt talsvert frost væri úti kom enginn ísing á bátinn því sjórinn skolaði öllu slíku af og eining var báturinn hálfpartinn í kafi af og til.  En þetta slapp fyrir horn og við náðum í höfn á Bíldudal eftir nær 12 tíma landsstím sem venjulega hefði tekið 3-4 tíma.

Svona er nú líf trillusjómannsins og svo eru einhverjir fuglar að halda því fram að þótt gefið yrði frjálsar krókaveiðar að hálf þjóðin færi að róa á smábátum.  Ég er hræddur um að flestir færu ekki margar sjóferðir.

 


Bretar

 Ekki er komin niðurstaða í viðræðum breskra og íslenskra embættismanna, sem hafa í gær og dag ræðst við um ábyrgðir á innistæðum breskra sparifjáreigenda á Icesave-reikningum Landsbankans. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er gert ráð fyrir að áfram verði fundað í kvöld.

Til hvers er verið að funda svona mikið með Bretum út af þessum reikningum.  Það er kristaltært að við getum aldrei greitt þetta og Bretar eiga ekkert inni hjá okkur.  Þeir hafa fryst allar eignir gamla Landsbankans í Bretlandi og þær eignir geta þeir hirt.  Síðan eiga þeir að koma sér úr landi sem fyrst og taka sendiherra sinn með sér.


mbl.is Ekki niðurstaða enn í viðræðum við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TM

Hús Þjóðminjasafnsins eftir endurgerðina. Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Tryggingamiðstöðinni rúmar 130 milljónir með vöxtum frá árinu 2005. Málið tengist endurbótum á byggingu Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu í Reykjavík en kostnaður við bygginguna varð mun hærri en upphaflegur verksamningur gerði ráð fyrir.

Hvernig í ósöpunum á ríkissjóður að geta greitt allar þær kröfur sem hrúgast upp á hendur honum.  Það er bara ekki hægt.  Tryggingamiðstöðin er í eigu Stoða hf. sem aftur á móti er stórskuldugt við gamla Glitnir sem ríkið á í dag.  Þannig að auðvelt væri að skuldajafna þarna á milli.  En eigendur Stoða hf. vilja það auðvitað ekki heldur ætla þessar afætur að halda áfram að blóðmjólka íslensku þjóðina þar til ekkert verður eftir.


mbl.is Ríkið borgi 130 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn

Viðskiptaráðherra vill að auðmenn sem standa á bak við stærstu skuldir bankanna komi að því að gera þær upp. Hann segir að fréttir Viðskiptablaðsins og Dow Jones um samningaviðræður við Björgólf Thor og Straum um kaup á Landsbanka Securities í London séu órar. Hann segir pólitíska andstæðinga dreifa slúðri.

Auðvitað eiga þeir sem sökktu Íslandi í skuldafen að gera þær skuldir upp.  Fengu þeir ekki allan hagnað sem varð til af þessari frægu útrás.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdu að borga

Nú hefur verið upplýst að Glitnir hf. (gamli) gleymdi að borga banka í Noregi sjö milljarða lán.  Lán þetta mun hafa verið tekið til að fjármagna skipakaup nokkurra útgerðarmanna á nýjum skipum.  Útgerðarmennirnir voru búnir að greiða Glitnir hf. sín lán til baka en gamli Glitnir hreinlega gleymdi að greiða norska bankanum.  Þar sem allir gömlu bankarnir voru þjóðnýttir fellur þessi krafa á ríkið og nú verða skattgreiðendur þessa lands að greiða þessa sjö milljarða.  Ja hérna, lengi getur vont versnað.  Getur verið að fleiri slík mál eigi eftir að koma upp þegar farið verður að skoða verk fjármálasnillinganna á ofurlaunum, sem báru svo mikla ábyrgð í sínum störfum.

Nýji Jakob

Nú er til meðferðar hjá þjóðskrá beiðni mín um að taka upp millinafnið Falur og um leið og það verður samþykkt verð ég Jakob Falur Kristinsson og þá hætti ég auðvitað um leið að greiða skuldir sem hinn gamli Jakob Kristinsson skuldaði.  Þær koma mér bara ekkert við lengur því miður fyrir þá sem eiga inneignir hjá Jakob Kristinssyni.  Svona er bara Ísland í dag.

Sýknun

Hæstiréttur Íslands. Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir þremur karlmönnum voru grunaður um tilraun til kynferðisbrots með því að hafa farið í íbúð í Reykjavík í því skyni að hafa samræði við 13 ára stúlku.

Alveg er það makalaust hvað kynferðisafbrotamenn sleppa alltaf vel frá sínum málum.  Ég held að þeir sem sitja í Hæstarétti ættu að hugsa aðeins um hver þeirra viðbrögð yrðu ef þeirra eigin börn ættu í hlut.


mbl.is Sýknaðir af tilraun til kynferðisbrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskkvóti

Frá aðalfundi Landsamband smábátasjómanna. Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort auka eigi þorskkvótann eða ekki. Hann segir það skyldu sína sem ábyrgs sjávarútvegsráðherra að gaumgæfa stöðuna í þaula með tilliti til efnahagsástandsins.

Hann þarf nú varla langan tíma til að taka ákvörðun.  Bara ræða við nokkra skipstjóra sem fullyrða og vita að allt umhverfis Ísland sé yfirfullt af þorski.


mbl.is Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur Íslenska ríkið var í dag dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða útgerðarmanni rúmlega 25 milljónir kóna í skaðabætur, þar sem sjávarútvegsráðuneytið notaði ekki rétt viðmiðunartímabil við úthlutun aflaheimilda í skötusel.

Þetta er bara fyrsti dómurinn af mörgum sem eiga eftir að koma vegna kvótakerfisins og öllu því ranglægt sem það hefur leitt til.


mbl.is Ríkið greiði útgerðarmanni 25 milljónir í skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarslit

Ég hef það eftir öruggum heimildum að í lok þessarar viku verði tilkynnt um nýja ríkisstjórn. sem í sitja fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins.  Sjálfstæðisflokkurinn verður settur til hliðar á meðan verið er að bjarga því sem bjargað verður í okkar fjármálalífi.  Ástæðan mun vera sú að Samfylkingin er orðin uppgefin á eilífum neitunum Sjálfstæðismanna við öllum skynsamlegum tillögum í þeim tilgangi einum að hlífa Davíð Oddssyni og allri hans vitleysu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband