Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Icesave

Frá fundi íslenskra og breskra embættismanna í gær.Boðað hefur verið til fundar síðdegis með ráðherrum í ríkisstjórninni og fulltrúum íslensku embættismannanefndarinnar, sem átt hefur í viðræðum við breska embættismenn í gær og dag um tryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi.

Hvað er verið að ræða þetta við Breta dag eftir dag.  Er ekki einfaldast að tilkynna þeim að við ætlum ekki að greiða þessa reikninga.  Þeir hafa fryst allar eignir Landsbankans í Bretlandi og það verður að duga þeim.  Hingað og ekki lengra og hunskist úr landi Bretabjánar.


mbl.is Ræða um stöðuna í viðræðum við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúdentar

Mynd 481486Margir notuðu tækifærið í dag á svonefndum alþjóðadegi í Háskóla Íslands og kynntu sér möguleika á námi erlendis. Dagurinn er samstarf franska sendiráðsins á Íslandi, Háskóla Íslands og Stúdentaráðs en Frakkland fer með forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir.

Auð vitað vilja stúdentar frekar fara til náms erlendis, því á Íslandi er ekki lengur hægt að búa vegna óstórnar á öllum sviðum.


mbl.is Stúdentar horfa út í heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæsluvarðhald

Mynd 480979 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að tveir karlmenn, sem höfðu óskað eftir hæli á Íslandi, yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi því rökstuddur grunur væri um að þeir hafi villt á sér heimildir við komuna til Íslands auk þess sem grunur sé um að þeir hafi báðir verið liðsmenn Frelsishers Kosovo.

Dómur Hæstaréttar mun hafa verið kveðinn upp kl: 16,30 en gæsluvarðhaldið rann út kl: 16,00.  Er virkilega ekkert orðið hægt að gera hér á landi með viti.


mbl.is Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur eftir að hann rann út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestun

Stjórn BSRB og jafnréttisnefnd bandalagsins mótmæla harðlega ákvörðun ríkis­stjórnarinnar sem kynnt var í gær að fresta fyrirhuguðu jafnréttisþingi sem halda átti í nóvember. Réttara hefði verið að halda þingið og kynna góð verk ríkisstjórnarinnar í baráttu gegn kynjamisrétti.

Þetta er nú í stíl við allt annað hjá okkar aumu ríkisstjórn.  Það er orðið mikið að þegar lítil börn eru skömmuð fyrir eitthvað og vilja mótmæla þá segja þauð í dag bara Haarde, sem mun þýða ég gerði ekki neitt. og svo útbreytt er þetta orðið að börn í Bandaríkjunum eru farin að nota þetta líka.

Haarde = gera ekki neitt.


mbl.is BSRB mótmælir frestun jafnréttisþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

 Halldóra Ársælsdóttir. „ÉG er nú bara búin að fá einhver smáviðbrögð frá vinafólki mömmu og pabba, það hefur eitthvað verið að hrósa manni fyrir þetta.

Þessi unga stúlka á heiður skilinn fyrir þetta framtak sitt.


mbl.is Missti Hummerinn og flatskjáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanada

Árið 1939 varð Nýfundnaland gjaldþrota og í framhaldi af því kom Kanada þeim til aðstoðar og í dag er þetta fyrrum sjálfstæða land fylki í Kanada.  Ég held að nú þegar Ísland er nánast gjaldþrota eigum við að fara sömu leið og hefja viðræður við Kanada og verða eitt af fylkjum þess lands.  Þetta myndi róa andstæðinga ESB aðildar og um leið gefa okkur fullt af tækifærum.  Þarna eru gjöful fiskimið og best væri ef Færeyingar og Grænlendingar fylgdu okkur eftir.  Þá væri komið mjög öflugt ríki hér á norðurslóðum.  Við værum lausir við handónýta ríkisstjórn og handónýtan Seðlabanka og hagur fólksins í landinu yrði mjög góður.  ESB-aðild þýðir afsal á sjálfstæði og er þá ekki betra að leita til Kanada en ESB því sjálfstæðið er farið hvort sem er.  Einnig má benda á að í Kanada er fullt af fólki af íslenskum ættum sem tækju vel á móti okkur.  Okkar fiskveiðar myndu stóreflast og allt yrði betra en nú er.

Norðmenn

Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fagnar komu sendinefndar á vegum norskra fjármálaráðuneytisins hingað til lands síðar í dag. Hann segir skrif hans í Aftenposten á dögunum hafa sett pressu á að Norðmenn tæki frumkvæði í því að bjóða fram aðstoð sína með þessum hætti.

Við eigum þó alla vefanna eina vinaþjóð í öllum okkar hörmungum.


mbl.is Eins mikið samflot með Norðmönnum og hægt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamenn

Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari, hefur í dag tekið myndir... Yfir 9700 manns hafa skrifað undir yfirlýsingu á vefnum undir yfirskriftinni: Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn. Hópurinn, sem kallar hefur átakið Indefence of Iceland, hvetur nú landsmenn til að skrifa undir yfirlýsinguna á vefnum.

Bretar eig að skammast sín að setja Ísland í flokk með hryðkuverkamönnum.  Við eigum að slíta stjórnmálasambandi vil Breta og reka sendiherra þeirra úr landi.


mbl.is Til varnar Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaun

Þegar ríkið yfirtók stóru bankanna þrjá var því lýst yfir að tími ofurlauna væri liðinn.  Nú hafa verið stofnaðir þrír nýir bankar á rústum hinna gömlu og ráðnir nýir bankastjórar.  Ekki hefur fengist uppgefið hver eru laun banastjóra Nýja Landsbankans eða Nýja Glitnis.  Aftur á móti skýrði nýi bankastjóri Nýja Kaupþings frá sínum launum og þau eru aðeins 1.950 þúsund á mánuði.  Þótt slík laun séu margfalt lægri en var áður í Kaupþingi eru þetta nú þokkaleg laun og ætli laun hinna bankastjóranna tveggja séu ekki svipuð.  Þetta eru hæstu laun sem ríkið greiðir einum starfsmanni, aumingja Davíð er þó ekki með nema 1.800 þúsund á mánuði.  Hvað réttlætir svona laun þegar allir eiga að spara og sína aðhald.  Þá gengur ríkið á undan með svona fordæmum.  Svo er ætlast til að allir kjarasamningar standi óbreyttir á meðan við vinnum okkur út úr núverandi erfiðleikum.  Þarna er verið að hella olíu á eld og allt verður vitlaust.


Nýtt álver

Mynd 481457Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að umhverfismatsáætlun vegna fyrirhugaðs álvers bandaríska álfélagsins Alcoa á Bakka við Húsavík. Samkvæmt tillögunni hyggst Alcoa reisa og reka 250.000 til 346.000 tonna álver á staðnum og sé áformað að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka sé tilbúin til afhendingar.

Ætli fáist frið8ur fyrir umhverfissinnum að reisa þetta álver sem er núna bráðnauðsynlegt.


mbl.is 250-346 tonna álver í athugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband