Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Bátur

Mávanesið sökk á Faxaflóa.Mávanesið RE sem sökk á miðjum Faxaflóa í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í vélarrúmi var sjö tonna plastbátur sem skráður var sem skemmtibátur í einkaeign. Rannsóknarnefnd sjóslysa fer með málið en eldsupptök eru ókunn.

Hvaða máli skiptir að þessi bátur var skemmtibátur en ekki fiskibátur.  Það sem skiptir máli er að það kviknaði í bátnum og mennirnir sem um borð voru, björguðust.


mbl.is Mávanesið var skemmtibátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síld

Mynd 481392Hoffell SU-80 kom í nótt með fyrstu síldina til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði er skipið með 600 tonn sem fara í söltun hjá fyrirtækinu. Að sögn verkstjóra í söltunarstöðinni er síldin góð til söltunar. Síldin, sem var veidd í Grundarfirði, er söltuð fyrir Kanada og Svíþjóðarmarkaði.

Það eru þó til jákvæðar fréttir í öllum þessum hörmungum.  Síldveiðin virðist ætla að verða svipuð og í fyrra og veiðast mest í Breiðafirði.  Ég verð alltaf jafn undrandi þegar ég heyr um góða síldveiði á þessum slóðum, því þá er siglt með hana í heimahöfn viðkomandi skips en ekki þangað sem styðst er.  Á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum eru mjög öflug frystihús sem gætu auðveldlega fryst þessa síld og útgerðin þar með sparað sér mikinn olíukostnað sem fer í þessar löngu siglingar, auk þess sem skipin hefðu meiri tíma við veiðarnar.  En auðvitað er það andskotans kvótinn sem ræður þessu og hann sem á víst að hagræða svo miklu.  Hvaða hagræðing er af því að veiða síld í Grundarfirði og sigla með hana austur á firði í stað þess að landa henni í Grundarfirði.


mbl.is Fyrsta haustsíldin til Fáskrúðsfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi

Mynd 479136 Alls eru 3.716 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá í dag. Þar af eru 1.990 karlmenn og 1.726 konur, samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið í septembermánuði var 1,3% og jókst úr 1,2% í ágúst. Að meðaltali voru 2.229 manns atvinnulausir í septembermánuði.

Þessi tala á eftir að hækka mikið á næstu mánuðum og er verið að spá allt að 7.000 manns verði atvinnulausir í haust og vetur.


mbl.is Rúmlega 3.700 á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt blað

Hjalti Guðröðarson með Ísafold frá 1886. Það var ósköp svipað að lesa þessa grein eins og dagblöðin í dag. Það er sama hörmungarástandið," segir Hjalti Guðröðarson verkamaður hjá Spýtunni á Ísafirði sem fann 122 ára gamalt eintak af dagblaðinu Ísafold í einangrun húss á Hnífsdal fyrir skömmu.

Eins og ég benti á í grein hér áðan þá er þetta ekki sambærilegt.  Fjármálakreppan á Íslandi er alver sér íslenskt fyrirbæri og búinn til af 30 vitleysingum sem héldu sig vera fjármálasnillinga en voru það því miður ekki.


mbl.is Áríðandi að „missa ekki móðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálp

Formaður Samfylkingarinnar neitar því ekki að hún myndi vilja að samningaviðræður við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn tækju skemmri tíma. Iðnaðarráðherra segir sjóðinn leggja til efnahagsaðgerðir sem séu í engu frábrugðnar því sem skynsamir íslenskir hagfræðingar vilji. Þeir séu til.

Ef iðnaðarráðherra hefur vitað lengi um skynsama íslenska hagfræðinga, er það undrunarefni af hverju þeir voru ekki kallaði til aðstoðar fyrr.  Ef ráðherrar viðja vera trúverðugir þá ber þeim að segja hlutina eins og þeir eru.  Það veit nær öll þjóðin hvers vegna það dregst svona að ganga frá samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn en það er einn maður sem stöðugt er að þvælast fyrir því verki og hann heitir Davíð Oddsson.


mbl.is Krónan tifar á mjóum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 4 mánaða fangelsi fyrir brot gegn frjálsræði og líkamsárás í febrúar 2007. Ákærði tók annan mann nauðugan viljugan upp í bíl við Garðskagavita og misþyrmdi honum.

Ekki er þetta nú þungur dómur því til viðbótar þessari árás hafði maðurinn stolið hinum ýmsu hlutum, hér og þar.


mbl.is Dæmdur fyrir frelsissviptingu og líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnir

Verslun Bauhaus á ÍslandiNánast öllum starfsmönnum Bauhaus á Íslandi hefur verið sagt upp störfum en að sögn Halldórs Óskars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Bauhaus á Íslandi, liggur ekki nákvæmlega fyrir hversu margir munu missa vinnuna. Sautján manns höfðu verið ráðnir í stjórnunarstöður hjá fyrirtækinu en alls sóttu 650 manns um þær stöður.

Þetta getur nú ekki verið alvarlegt því þetta fyrirtæki hefur ekki enn hafið neina starfsemi hér á landi.  Reikuðu menn virkilega með því að halda sínum störfum hjá fyrirtæki sem starfar ekki neitt.  Þetta fyrirtæki ætlaði að reka byggingarvöruverslun en til að svo geti verið þurfa að vera einhverjir kaupendur að slíkum vörum.


mbl.is Flestum starfsmönnum Bauhaus sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennistöðvar

Fyrirmyndar spennistöð við Freyjugötu. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar telur mikilvægt að spennistöðvum sem Orkuveitan lætur setja upp í borginni séu hannaðar í samræmi við nærumhverfi. Segir í tilkynningu frá skipulagsráði að fulltrúar í ráðinu vilji sjá meiri metnað í þessum efnum og hafi ástæðu til þess að ætla að Orkuveitan muni taka því vel að endurhugsa þessi mál.

Hvað er eiginlega að núverandi spennistöðvum?  Ég er orðinn yfir mig þreyttur á öllu þessu umhverfiskjaftæði að það hálfa væri nóg.  Það má ekkert gera án þess að einhverjir finni að því í skjóli umhverfisverndar.  Ætli það endi ekki með því að það þurfi að jafna Reykjavíkurborg við jörðu og byggja allt upp á nýtt til að friður fáist.


mbl.is Meiri metnað í útlit spennistöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna

Eigendur Óttarstaða vestan við Álverið í Straumsvík vilja fá hagsmuni sína viðurkennda fyrir dómi en þeir telja að reisa mætti sextán þúsund manna íbúðabyggð á svæðinu ef ekki væri fyrir mengun frá álverinu. Landið er á áhrifasvæði álversins án þess að bætur hafi komið fyrir.

Auðvitað væri hægt að skipuleggja sextán þúsund manna byggð á þessu landi, en til hvers?  Er ekki bæjarstjórinn í Hafnarfirði að kvarta undan erfiðleikum vegna þess hvað margir hafa verið að skila inn lóðum.  Hverjir ættu síðan að byggja á þessu landi?  Það á ekki að hlusta á svona andskotans kjaftæði, álverið er þarna og það fer ekkert verður vonandi stækkað, sama hvað þetta lið vælir.


mbl.is Í mál við Alcan, ríkið og Hafnarfjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán

Mynd 481379 Íslendingar hafa séð það svart áður og mátt leita milljónalána hjá velviljuðum þjóðum. Á netinu hefur verið grafinn upp gamall fregnmiði Morgunblaðsins frá því 4. júlí 1936 og kemur fram að fréttin hafi borist í einkaskeyti til blaðsins um morguninn. Sjón er sögu ríkari!

Það er nú ekki hægt að líkja þessu saman við ástandið í dag.  1936 voru þjóðir heimsins að jafna sig eftir heimskreppuna miklu.  En í dag er Ísland í vandræðum vegna vitleysu nokkurra manna.  Þótt hin mikla fjármálakreppa sem nú dynur yfir heiminn hefði ekki komið, hefðum við samt lent einir þjóða í þessum vandræðum sem við erum í núna.


mbl.is Fregnmiði um milljónalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband