Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Fróðlegur þáttur

Það er ekki hægt að segja annað en Kompásþátturinn í gærkvöld hafi verið mjög fróðlegur og gaman að sjá ráðamenn þjóðarinnar skála í kampavíni til að hylla útrásarvíkinganna.  En þegar málin voru síðan gerð upp var í raun og veru aldrei nein útrás hjá okkar fjármálasnillingum.  Þetta var leikrit sem sett var upp og búin til risastór bóla sem auðvitað sprakk með látum.  Menn voru einfaldlega að skiptast á pappírum með mjög háum upphæðum.  Þetta varð fullkomin hringekja og allir voru að græða.  En þegar vel var að gáð átti enginn pening og hafði aldrei átt.  Við gerðum strandhögg í hinum ýmsu löndum og skiljum nú eftir okkur sviðna jörð.

Best fannst mér í þessum þætti viðtalið við Þorvald Gylfason prófessor, sem benti á með réttu að Seðlabankinn hefði algerlega brugðist og þar yrðu menn að víkja og ef ríkisstjórnin hefði ekki kjark til að skipta um yfirstjórn Seðlabankans yrði hún einfaldlega að víkja líka og fá fólk með fullu viti til að stýra þessu landi.  Málin væru nú ekki flóknari en þetta.  Það var líka skemmtileg myndin sem var birt af þessum hetjum og sett upp eins og árgangur úr barnaskóla.  Þar var rennt yfir hverjir væru hvað og þarna voru menn sem hingað til hafa verið taldir með fullu viti.  En niðurstaðan var sú að þessir menn eru ekki betur gefnir en svo að þeir héldu að hægt væri að búa til heimsveldi úr verðlausum pappír.  Valgerður Sverrisdóttir fv. viðskiptaráðherra sagði t.d. að Ísland væri búið að sýna umheiminum að hér ætti að vera ein allsherjar fjármálamiðstöð.  Kannski hefur hún verið búin að drekka of mikið af kampavíninu blessuð kellingin.  Davíð Oddsson taldi ekki nóg að skála fyrir okkar hetjum heldur stóð fyrir þreföldu húrrahrópi fyrir vitleysinganna.  En hvar eru þessir snillingar í dag?  Það veit enginn.


Ferðamenn

Ferðamenn við Dettifoss Ferðamálastofa hyggst beita sér af krafti í að halda á lofti jákvæðri umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum. Meðal annars með blaðamannaferðum til Íslands og almannatengslastarfi.

Í alþjóðasamfélaginu er orðspor Íslands að engu orðið og því verður ekki auðveldlega breytt.


mbl.is Ferðamálastofa boðar aðgerðir til að fjölga ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eik Bank

Mynd 474100 Viðskipti hafa verið stöðvuð með hlutabréf Eik Bank, stærsta banka Færeyja, í Kauphöllinni á Íslandi. Í tilkynningu frá bankanum segir að bankinn hafi ákveðið þetta vegna þess óstöðugleika sem er á fjármálamarkaði og óvissu í gjaldeyrisviðskiptum.

Á nú að fara að kenna Færeyingum um okkar klúður, eina þjóðin sem hefur sýnt okkur samúð í þessum hörmungum öllum.


mbl.is Viðskiptavakt Eik Banka hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar kýrin man ekki að hún var eitt sinn kálfur.

Þessi orð komu mér í hug þegar ég hlustaði á Jón Baldvin í Silfri Egils í gær.  Jón Baldvin talaði eins og hann hefði aldrei komið nálægt stjórnmálum.  Ég man ekki betur en hann hafi stofnað svokallaða Viðeyjarstjórn með Davíð Oddssyni 1991 og þá var fjárálshyggjan sett á flug og öllu átti að bjarga og afleiðingin er sú eins og Jón Baldvin sagði; "Ísland er eins og strandað skip sem berst stöðugt í grjótið." og varla hægt að bjarga neinu. En nú kunni Jón Baldvin ráð við öllu og út úr honum vall rugl og tóm steypa.

Auðlindir Íslands

Aðalfundur Félags umhverfisfræðinga á Íslandi lýsir áhyggjum vegna umræðu um að draga eigi úr kröfum er lúta að auðlindanýtingu og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Félagið hvetur til þess að hugað verði að langtímahagsmunum okkar og komandi kynslóða þegar kemur að ákvarðanatöku sem varðar náttúru okkar, umhverfi og auðlindir.

Við eigum eina auðlind sem ekki hefur mátt nefna í björgun fjármálalífsins, en það á ég við fiskinn í sjónum.  Við eigum að ákveða að þorskvótinn verði 250 þúsund tonn næstu þrjú árin og þá yrðum við fljót að greiða upp okkar skuldir.  Það þýðir ekki að vera með yfirlýsingar um að við ætlum ekki að greiða okkar erlendu lán.  Það gengur ekki upp vegna þess að þá mun engin þjóð vilja eiga við okkur viðskipti.  Því fylgir ábyrgð að taka lán og þeir sem það gera verða að axla þá ábyrgð að lánin verði greidd.


mbl.is Langtímahagsmunir verði hafðir í huga varðandi auðlindir landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er gjaldþrota

Það þarf ekki að hafa mörg orð um að Ísland er gjaldþrota og með það verður að fara með eins og önnur gjaldþrot.  Það er að segja að gera búið upp.  Selja eignir og greiða skuldir.  Bönkunum var leyft að skuldsetja Ísland upp  fyrir haus.  Þeir sem ætla að bjarga málum dettur það eitt í hug að virkja meira og byggja fleiri álver.  Sú aðferð gerir bara illt verra, því í stað bankanna verða það álverin sem setja landið í botnlausar skuldir og að nokkrum árum liðnum verður komin upp sama staða.  Landið verður gjaldþrota aftur en nú af völdum álvera en ekki banka.  Þetta er engin lausn bara ein vitleysan í viðbót.

Fjárfestingasjóðir

Kaupþing, Landsbankinn og GlitnirÚtgreiðsluhlutfall úr verðbréfa- og fjárfestingasjóðum Glitnis, Landsbanka og Kaupþings verður á bilinu 65 til 84 prósent, samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í gögnunum, sem voru tekin saman fyrir viðskiptaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið (FME) og skilanefndir yfirtekinna banka, var staða sjóða Landsbankans föstudaginn 3. október þannig að ekkert laust fé var í þeim.

Gátu nú ekki okkar fjármálasnillingar ávaxtað þessa sjóði á réttan hátt, heldur tapað hluta þeirra líka.  Voru eintómir vitleysingar sem stjórnuðu þessum bönkum og var ekkert eftirlit haft með þessum mönnum.  Launakerfi bankanna var ein vitlaust og hægt var að hafa það.  Launin voru árangurstengd, þannig að eftir því sem hver starfsmaður gat platað fleiri til að leggja fé í þessa sjóði, þeim mun meira hækkuðu launin og svo hækkuðu þau aftur þegar starfsmaður nýtti þessa sjóði til að fjárfesta í einhverri andskotans vitleysu.

Sem sagt vitleysingar stjórnuðu vitleysingum og eftir hverja vitleysu sem var gerð hækkuðu launin.  Þannig að hver vitleysan rak aðra áfram og launin hækkuðu og hækkuðu, síðan varð mest hækkun hjá þeim sem voru á toppunum og vitlausastir allra.  Þeir fengu bónusa og kaupréttarsamninga og tugi milljóna í mánaðarlaun.  Hvað með heilbrigða skynsemi?  Var hún ekki til í þessum bönkum?


mbl.is Hluti af innistæðum í sjóðum endurgreiddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veður

Mynd 444758Veðurstofan spáir vestan 5-10 m/s og stöku skúrum eða slydduéli sunnanlands, en norðan 10-15 og slyddu eða snjókomu norðantil. Búist er við stormi suðaustanlands seint á morgun.

Svo furðulegt sem það er að á hverju hausti verð allir steinhissa á að veðrið sé ekki eins og það var í sumar.  Og enn meiri undrun verður þegar veturinn skellur á.  Þjóð sem búin er að búa á þessu landi í rúm 1.000 ár virðist ekki enn skilja að veðrið breytist eftir árstíðum.


mbl.is Skúrir og slydduél sunnanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er gengi íslensku krónunnar

Nú er ástandið orðið þannig að enginn veit hver er gengi íslensku krónunnar.  Seðlabankinn veit það ekki og heldur nú dagleg uppboð á erlendri mynnt til að reyna að fá vitneskju um gengið.  Hið rétta er að gengi krónunnar er 0,00.  Mynnt sem enginn vill kaupa er verðlaus og þessi uppboð sýna aldrei rétt gengi.  Við eigum núna að semja við Noreg um að taka upp norska krónur og líka að fá að vera fylki í Noregi.  En smákóngaveldið samþykkir það aldrei og því mun leitin að gengi íslensku krónunnar halda áfram næstu ár, en það sem verra er að það mun aldrei finnast.

Kapítalisminn ekki dauður ennþá

Það hefur farið frekar lítið fyrir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni undanfarið, meðan kapítalisminn og frjálshyggjan hafa verið að hrynja um allan heim.  En í Morgunblaðinu í dag eir kappinn með grein um ástandið.  Hann segir að kapítalisminn og frjálshyggjan sé enn í fullu gildi, það hafi bara komið smá skekkja, sem ríkisstjórnir í hverju landi hafi auðvitað þurft að leiðrétta.  Svo sé það þessir vitleysingar í Bandaríkjunum, sem gátu ekki greitt af húsnæðislánunum sínum enda hefðu þeir aldrei átt að fá lán.  Þetta séu blökkumenn og letingjar og kommúnistinn Clinton hafi ákveðið að allir ættu að vera jafnir til að fá húsnæðislán.  En þetta muni allt lagast af sjálfu sér, hinn frjálsi markaður sjái til þess.  Þá fari kapítalisminn og frjálshyggjan á flug aftur.  Núverandi ástand sé bara tímabundin svo komi góðærið á ný.  Ísland þurfi engu að kvíða á meðan hinn mikli leiðtogi Davíð Oddsson sé í Seðlabankanum.  Mikill spekingur er Hannes Hólmsteinn, það virðist alveg hafa farið framhjá honum að nánast allt íslenska bankakerfið er orðið ríkisvætt að frumkvæði Davíðs Oddssonar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband