Ferðamenn

Ferðamenn við Dettifoss Ferðamálastofa hyggst beita sér af krafti í að halda á lofti jákvæðri umfjöllun um Ísland í erlendum fjölmiðlum. Meðal annars með blaðamannaferðum til Íslands og almannatengslastarfi.

Í alþjóðasamfélaginu er orðspor Íslands að engu orðið og því verður ekki auðveldlega breytt.


mbl.is Ferðamálastofa boðar aðgerðir til að fjölga ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Upplagt að skipuleggja versunarferðir til Íslands, það má örugglega kaupa fallegar lopapeysur núna fyrir lítin pening... eða þannig.  Dorrit er upplögð í að auglýsa þær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 12:08

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Áfram Ísland

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við vinnum okkur út úr þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ferðamenn munu fylkjast til landsins, engin spurning, þeir koma þar sem fallegast er og það er á Íslandi.
Já Dorit er flott í þetta verkefni.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.10.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er eins með þessar upphrópanir um að orðaspor Íslands sé að engu orðið og upphrópanir þeirra sem hæst létu vegna hvalveiða. Það eru fámennir hópar sem hugsa svona í skamman tíma. Ég er sammála Guðrúnu Emelíu um að ferðamenn munu flykkjast til landsins. Þó að landið okkar hafi undanfarin ár verið afar dýrt vegna rangra gengisskráningar, þá hefur ferðamönnum fjölgað jafnt og þétt. Áhersla á uppbyggingu ferðaþjónustu út um land mun stóraukast á næstu misserum og með inngöngu í ESB (sem hlítur að verða af innan skamms tíma) þá  munu styrkveitingar til hverskyns uppbyggingar á landsbyggðinni stóraukast. Þetta kom fram í viðtali við ráðherra byggðamála  ESB núna um helgina. Þetta hafa margir vitað lengi, en ekki verið mikið rætt.

Samvinna fyrirtækja í ferðaþjónustu er að aukast jafnt og þétt með Klasasamstafi sem er frábær leið til að ná góðum árangri.

  Verum bjatrsýn, það borgar sig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.10.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvernig er hægt að vera bjartsýnn í þessu ástandi þegar allt er að fara til fjandans.  Sjálfsagt koma ferðamenn til landsins til að versla það er svo hagstætt núna en þá verða að vera til einhverjar vörur til að selja þeim.

Jakob Falur Kristinsson, 21.10.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband