Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Brandari Dagsins

Snorri Jónsson hét maður og var til þess tekið hversu fljótur hann var til svars.  Eitt sinn ætlaði kunningi hans nýkominn grá Kaupmannahöfn að skensa hann og sagði;

"Þær báðu að heilsa þér Gleðikonurnar í Istegade"

"Því trúi ég vel.  Þær muna það sem vel er gert;

Svaraði Snorri að bragði."

 


Kína

Dómstólar í Kína staðfestu í gær dauðadóm yfir níu sakborningum sem voru ákærðir fyrir að taka þátt í óeirðunum í Urumqi héraði í júlí. Rétturinn staðfesti einnig refsingu á hendur þrettán öðrum sakborningum.

Það breytir nú litlu þótt 9 Kínverjar verði drepnir.  Það verða nógu margir eftir samt til að standa í óeirðum.


mbl.is Níu dæmdir til dauða í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frestur

Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Kaupþings hafa orðið ásátt um að lengja frest skilanefndarinnar til að taka endanlega ákvörðun um aðkomu kröfuhafa Kaupþings að Nýja Kaupþingi til 30. nóvember nk. Fresturinn átti að renna út á morgun.

Hvaða tilgangi þjónar það að vera að fresta þessu.  Er ekki best fyrir alla að kröfuhafar eignist Kaupþing, sem fyrst.


mbl.is Lengri frestur vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningar undirritaðir

Samningar við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda einstaklinga og heimila og framkvæmd þeirra voru undirritaðir í félags- og tryggingamálaráðuneytinu núna kl 10 og tóku þeir gildi við undirritun.

Er þessi greiðslujöfnun ekki eitt allsherjarklúður, sem fáum gagnast og virðist bara gert til að sýna að eitthvað hafi verið gert.


mbl.is Samningar um úrræði vegna skulda einstaklinga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórskuldug börn

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði í fréttum að Glitnir hefði lánað börnum allt niður í tveggja ára aldur há lán til að kaupa stofnfjárbréf í Byr-sparisjóði.  Margt vafasamt var nú gert í þessum banka, en þetta er það ljótasta sem ég hef heyrt af.  Þar sem öll þessi lán voru ólögleg hefur Íslandsbanki ákveðið að fella þessi lán niður og ekki reyna að innheimta þau.  Birna Einarsdóttir sem er nú bankastjóri Íslandsbanka var áður einn af yfirmönnum hjá Glitnir.  Því vaknar sú spurning hvort lánin séu felld niður barnanna vegna;

Eða vegna Birnu?


Gamli Landsbankinn

Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú gamla Landsbankans rann út á miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans í gær verður ekkert upplýst um kröfurnar fyrr en á fundi með kröfuhöfum bankans 23. nóvember næstkomandi en ljóst er að kröfurnar skipta þúsundum.

Það er hætt við að margir fái lítið upp í sínar kröfur, því með neyðarlögunum var Icesave, sett í forgang fram fyrir alla aðra kröfuhafa.  Nú mun reyna á hvort þau lög haldi.  Ef þau halda ekki mun ekkert fást frá bankanum upp í Icesave skuldina.  Inn í þessum kröfum eru líka launakröfur m.a. frá stjórnendum bankans, sem allir voru á ofurlaunum.


mbl.is Þúsundir krafna í þrotabú Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækki ekki úgjöld

„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga treystir því að staðið verði við það mikilvæga loforð sem gefið var í viðræðum um stöðugleikasáttmálann af hálfu forsætisráðherra og fjármálaráðherra með stuðningi aðila vinnumarkaðarins, og felst í því að komi til hækkunar tryggingagjalds verði tryggt af hálfu ríkisins að hækkunin leiði ekki til útgjaldaauka sveitarfélaga."

Ef tryggingagjaldið verður hækkað þá leiðir það um leið til aukinna útgjalda hjá sveitarfélögum, eins og hjá öllum sem þurfa að greiða þetta gjald. Nema að sveitarfélögin verði undanþegin þessari hækkun, sem er vont að vera með tvö þrep af tryggingagjaldi og býður bara upp á spillingu og undanskot.


mbl.is Hækkun tryggingagjalds auki ekki útgjöld sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám gjaldeyrishafta

Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun um fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta með því að heimila fjárfestum að koma inn með erlendan gjaldeyri til nýfjárfestinga og fara með hann aftur úr landi þegar hentar.

Það var mikið að Seðlabankinn fór að gera eitthvað af viti.  Þetta mun auka áhuga erlendra aðila á að fjárfesta hér á landi. og ekki veitir af.


mbl.is Afnám gjaldeyrishafta hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð grein

Ólína Þorvarðardóttir, skrifar mjög fróðlega grein í Morgunblaðið þann 29. október sl. og er þar að leggja til að við tökum upp "Frjálsar vísindaveiðar á Þorski."  Það sem hér fer á eftir er tekið upp úr grein Ólínu:

"Fyrir fáum árum var talið að þorskstofninn í Barentshafi væri að hruni kominn vegna ofveiði.  Ráðlagður var stórlegur niðurskurður á veiðum, en eftir því var ekkert farið.  Á fáum árum rétti stofninn þó hratt úr sér og er nú talinn vera 70% stærri en Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur haldið fram.  Fiskifræðingar við VINITO hafrannsóknastofnun Rússlands ákváðu að fylgjast með skipum að veiðum með hjálp gervitungla.  Skipin veiddu eins og ekkert hefði í skorist, en vísindamenn fylgdust náið með aflabrögðum, yfirborðshita og ástandi sjávar hverju sinni.  Niðurstöður benda til að þorskstofninn í Barentshafi sé 2,56 milljón tonn en ekki 1,50 milljón tonn eins og áður var talið af ICES.  Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur haldið því fram að umframveiðin í Barentshafi hafi í reynd orðið þorskstofninum þar til bjargar.  Hún hafi forðað fiskinum frá hungurdauða.  Líkt og rússnesku fiskifræðingarnir, telur hann að hefðbundnar aðferðir við fiskveiðistjórnun taki ekki tillit til náttúrunnar og áhrifa hennar á nýliðun og breytileika í stærð fiskistofna.  Getan til að stjórna fiskveiðum sé ofmetin, hið eina sem við getum haft áhrif á séu veiðarnar sjálfar.  Því sé skynsamlegra að fylgja takti náttúrunnar og veiða meira í uppsveiflunni og læra að skilja náttúrunna og vinna með henni , ekki að reyna að stjórna henni"  Kristinn Pétursson fv. alþingismaður og fiskverkandi hefur komið með viðlíka skoðun m.a. í Silfri Egils nú nýlega. Hann mælir með því að fengin verði  fagleg verkefnastjórn um hlutlaust endurmat á stofnstærðum botnlægra fiskistofna.  Þessi verkefnisstjórn verði skipuð hæfu fólki en engum hagsmunaaðilum hvorki fulltrúum LÍÚ eða Hafró.

Að lokum segir Ólína í grein sinni:

"Það væri tilraunarinnar virði fyrir okkur Íslendinga að yfirfæra rannsókn rússnesku fiskifræðinganna á íslensk fiskimið.  Þarna myndu reynsluvísindin vinna með hinum og akademísku vísindum.  Við gætum takmarkað fjölda þeirra skipa, sem fengju að veiða;  Sent 20 togara 10 línuskip auk tiltekins fjölda snurvoðabáta, netabáta og handfærabáta til frjálsra veiða í 6-9 mánuði og safnað um leið gögnum um veiðarnar.  Þarna gætu alþjóðlegir vísindamenn komið að verki með styrk úr  alþjóðlegum rannsóknasjóðum.  Niðurstöður gætu varpað nýju ljósi á ástand fiskistofna hér við land auk þess að veita samanburð við Barentshafstilraunina.  Hér er mikið í húfi því fiskimiðin eru okkar verðmætasta auðlind.  Aldrei hefur verið brýnna en nú að ná fram hagkvæmri nýtingu fiskistofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu, sem er markmið fiskveiðistjórnunarlaganna.  Það er brýnna nú en nokkru sinni að ná sátt um málefni þessarar undirstöðuatvinnugreinar.  Til þess að það megi takast þurfum við að þekkja auðlindina og möguleikana, sem í henni felast.  Öðru vísi náum við ekki sátt um nýtingu fiskistofnanna og þar með framtíð íslensk sjávarútvegs."  Ég get tekið heilshugar undir hvert orð sem Ólína Þorvarðardóttir skrifaði í þessari grein sinni og er sannfærður að ef svona tilraun væri gerð þá kæmi í ljós að okkar fiskistofnar eru mun stærri en Hafró hefur haldið fram til þessa.


Hinir útvöldu

Á nýafstöðnum aðalfundi LÍÚ var mikið grátið og vælt yfir þeirri ákvörðun núverandi ríkisstjórnar um innköllun allra veiðiheimilda á Íslandsmiðum þann 1. september 2010.  Þessir góðu menn, sem hafa passað þessa auðlind okkar allt frá því kvótakerfið var sett á, eru skiljanlega uggandi um sinn haga.  Hvað er ríkið að skipta sér af fiskveiðum og ætlar með þessari aðgerð að setja alla útgerð á hausinn innan örfárra ára.  Þetta er auðvitað rétt hjá þessum góðu mönnum, að um leið og þeir hætta að passa fiskinn okkar þá fer hann allur af Íslandsmiðum og hér verður aldrei veiddur fiskur meir.  Hvernig eiga svo aumingja útgerðarmennirnir að greiða af sínum lánum ef tekjurnar verða teknar burt.  Þessir góðu menn hafa lagt sálu sína að veði til að passa fiskinn okkar og svo á að launa þeim svona.  Hvílíkt ranglæti, sem útgerðarmenn verða að þola.  Þeir hafa mátt búa við það ár eftir ár að sífellt má veiða minna.

En sem betur fer er til önnur hlið á þessu máli.  Þótt ríkið innkalli allar veiðiheimildir mun áfram verða fiskur á Íslandsmiðum og hann þarf að veiða.  Ekki er ætlunin að ríkið fari sjálft að hefja útgerð og því er nærtækast að líta til þeirra, sem eiga fiskiskip og hafa þekkingu á að veiða fisk, sem eru auðvitað þeir sömu útgerðarmenn og nú eru grátandi á fundum LÍÚ.  Íslenska ríkið ætlar nefnilega að úthluta þessum innkallaða aflakvóta, út aftur.  Þar hafa auðvitað núverandi útgerðir ákveðið forskot fram yfir nýliða.  Því þeir eiga jú fiskiskip, veiðarfæri og annað sem til veiðanna þarf og eru einnig með í vinnu vana sjómenn.  Þess vegna munu núverandi útgerðarmenn geta fengi nákvæmlega sama magn til að veiða og áður.  Það eina sem hefur breyst að nú verður að veiða þann fisk sem úthlutað er á hvert skip.  Þannig að kvótabraskið verður liðin tíð og veðin fyrir lánum útgerðarinnar eru ekki lengur til staðar.  En auðvitað hljóta allir þeir sem tóku lán með veði í aflakvóta, hafa reiknað með því að rekstur fiskiskipanna stæðu undir greiðslum af þessum lánum.  Veð eitt og sér greiðir aldrei af neinu láni, hvorki í sjávarútvegi eða öðrum rekstri. Einnig mun útgerðin þurfa að greiða ríkinu hóflegt gjald af nýtingu auðlindarinnar, sem allar vel reknar útgerðir munu eiga auðvelt með.

Hitt er svo aftur annað mál hvort núverandi hámarksafli á Íslandsmiðum er ekki alltof lítill.  En því er auðvelt að breyta með nýjum vinnubrögðum, sem byggðust á samvinnu Hafró og sjómanna.  En nú virðist vera þorskur í miklu magni um allt land.  Er því mikil hætta á að ekki sé til fæða í hafinu fyrir allan þann fjölda fiska sem eru á Íslandsmiðum.  Væri það ekki tilraunarinnar virði að stórauka þorskkvótann og forða honum frá því að drepast úr hungri.  Þetta á ekki aðeins við um þorskinn heldur ætti að auka við í flestum tegundum.  Það er svo augljóst að fiskimið sem áður gáfu af sér um 300-500 þúsund tonn af þorski skuli ekki þola meiri veiði en 130 þúsund tonn af þorski og aðrar tegundir í hlutfalli við það.  Pössuðu góðu útgerðarmennirnir þorskinn okkar ekki betur en þetta? 


Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband