Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Brandari dagsins

Á sínum tíma þegar Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra urðu stjórnarskipti og við embætti Halldórs átti að taka Þorsteinn Pálsson.  Þegar Þorsteinn mætir á skrifstofu Halldórs til að taka við lyklunum að ráðuneytinu, segir þorsteinn;

"Ég sé að þú heldur mikið upp á grænan lit, því bæði er skrifstofan græn og öll gólfteppi í ráðuneytinu eru græn.  Þessu mun ég örugglega breyta,

þetta er allt svo Framsóknarlegt."

Halldór sagði fátt en um leið og hann afhenti Þorsteini lyklana

"Tautaði hann, ja sjórinn er nú grænn ef þú veist það ekki."


Kanada

Vaxandi óánægja ríkir meðal Íslendinga og atvinnurekenda í Manitoba í Kanada vegna samkomulags kanadískra og íslenskra yfirvalda um að menntaðir, atvinnulausir Íslendingar fái að koma til starfa í Manitoba. Ferlið er sagt of flókið og taka of langan tíma.

Þá er það orðið ljóst að atvinnulausir íslendingar fara ekki til Kanada á næstunni.  Einhver fljótfærni virðist hafa verði við gerð þessa samkomulags á sínum tíma.  Ég held að Norðurlöndin séu miklu álitlegri kostur fyrir atvinnulausa íslendinga, frekar en Kanada.


mbl.is Flókið ferli veldur því að Íslendingar halda ekki til Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Íslands

Fram kemur í greinargerð íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að sjóðurinn hafi gert öryggisúttekt á Seðlabanka Íslands. Þar hafi komið fram að bókhaldi og skýrslugerð sé í engu ábótavant, en lagt var til að breytingar yrðu gerðar á fyrirkomulagi ytri endurskoðunar.

Það væri nú til að kóróna alla vitleysuna ef bókhald og skýrslugerð Seðlabankans væri ekki í lagi.

En allt getur skeð.


mbl.is Öryggisúttekt á Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláskel

Fyrirtækið Íslensk bláskel ehf. var stofnað fyrir tveimur árum. Fyrirtækið ræktar bláskel og er ræktunin komin á gott skrið. Fyrsta uppskeran er tilbúin og er um að ræða 10-15 tonn af úrvals bláskel.

Þetta hefur verið reynt víða m.a. hér í Arnarfirði.  En ástæðan fyrir því hvað margir hafa gefist upp er að á vissum tíma árs er bláskelin eitruð og ekki hæft til manneldis.  Eins þarf að flytja skelina með flugi á erlenda markaði, sem er mjög dýrt. 

En vonandi nær þetta fyrirtæki að blómstra og dafna, ekki veitir af á þessum hörmungatímum.


mbl.is Tilbúin með 10-15 tonn af bláskel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera öryrki

Þótt margir haldi að gott sé að vera öryrki, því þá fái fólk bætur án þess að þurfa nokkuð að vinna.  En er allt fengið með því að þurfa ekki að vinna.  Ég get að sjálfsögðu ekki talað fyrir alla öryrkja, aðeins fyrir mig sjálfan.  Hjá mér byrjar dagurinn á því að klæða sig, sem oft er ansi erfitt og næst er er það að fá sér morgunmat og síðan fylgist ég með öfundar augum á fólk fara til sinna vinnu.  Staðreyndin er efnilega sú, að mér þótti gaman að vinna og kunni best við mig út á sjó.  Eftir morgunmat sest ég yfirleitt við mína tölvu og skrifa í bloggið mitt.  Þegar ég hef fyllt eina síðu, læt ég það yfirleitt nægja og stundum les ég eitthvað eða horfi á sjónvarpið.  Ég reyni oftast að elda mér eitthvað í hádeginu en stundum nenni ég því ekki og læt daginn líða einhvern veginn.  Þar sem ég er nýfluttur frá Sandgerði til Bíldudals eru hér óopnaðir kassar út um allt, sem í er dót, sem þarf að koma fyrir.  En þar sem önnur hendinn á mér er lömuð get ég ekki borið þetta á milli herbergja og er því eftir að ganga frá miklu.  Þótt ég sé öryrki hef ég mitt stolt og vil ekki alltaf að vera að biðja mína ættingja um aðstoð við marga hluti.  Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé fyrir í þessu þjóðfélagi, enda stendur maður á hliðarlínu samfélagsins.

Svo er annað að þessar örorkubætur, sem ég fæ duga ALDREI út viðkomandi mánuð og oftast eru síðustu dagar hvers mánaðar þannig, að ég borða ekkert og drekk bara vatn.  Ég væri sennilega betur settur á Litla-Hrauni en að vera að basla við að halda heimili. Ég spyr mig oft að því til hvers ég var að eyða mörgum árum í að mennta mig, sem mun ekki nýtast mér á nokkur hátt.  En ég er með próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst, Diplómapróf á sviði reksturs og stjórnunar frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. 1. stig skipstjórnar og 2. stigvélstjórnunar.  Meirapróf sem bílstjóri og hvað gagnast þetta mér nú?  Svarið er EKKERT, Þetta er nú allt lúxuslíf öryrkjans, sem margir eru að öfundast yfir. 

Ég geta alveg eins horft út um gluggann ómenntaður.


Könnun Viðskiptablaðsins

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri, var nefndur oftast þegar spurt var um það í könnun, sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið hver ætti að leiða Íslendinga út úr efnahagskreppunni. Næstflestir nefndu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og í þriðja sæti kom Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Þessi könnun er rugl.  Af tæplega 1000 sem spurðir voru svöruðu 630 manns og af þessum 630 manns sögðu flesti eða 25 telja Davíð hæfastan.  Reikna þeir sem stóðu að þessari könnun að 25 manns tali fyrir alla íslensku þjóðina.  Davíð Oddsson er hættur í stjórnmálum og kemur vonandi aldrei nálægt þeim aftur á meðan ég lifi.


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gifting

Mörg hundruð manns voru viðstödd brúðkaup í Sómalíu þegar karlmaður, sem segist vera 112 ára, gekk að eiga unga brúði sína. Ahmed Muhamed Dore, sem á 18 börn með fimm eiginkonum, segist vilja eignast fleiri börn með nýbakaðri eiginkonu sinni, hinni 17 ára gömlu Safiu Abdulleh.112 ára gamall maður að giftast 17 ára stúlkubarni.  Samt átti maðurinn fyrir 5 aðrar eiginkonur og 18 börn.  Það hefur greinilega ekki nægt manninum, því nú vildi hann eina konu í viðbót og fleiri börn.

Ég er á þeirri skoðun að þetta ætti að leyfa hér á Íslandi, því með þessu yrðum bil ekki lengi 300 þúsund manna þjóð, heldur nokkrar milljónir eftir 40-50 ár og þá fjölmennastir Norðurlandanna.


mbl.is 112 ára maður giftist 17 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launalækkanir

Íslensk fyrirtæki grípa í miklum mæli til launalækkana til hagræðingar, bæði hjá stjórnendum sem og starfsfólki, en það vekur athygli því í rannsókn frá árinu 2005 taldi meirihluti (91%) stjórnenda að þeir myndu ekki grípa til launalækkana í niðursveiflu. Þetta er á meðal þeirra niðurstaðna sem fram koma í CRANET rannsókninni á íslenskri mannauðsstjórnun.

Þetta hljót að vera laun umfram kjarasamninga,  Því ekki trúi ég því að fyrirtæki þori að lækka launin meira en kjarasamningar kveða á um.

Þó er aldrei að vita?


mbl.is Launalækkanir almennari hér en annars staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein skoðun leyfð

Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, segir að með aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær staðfesti Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að bannað sé að hafa aðrar skoðanir á kjaramálum en hann og hans fáu stuðningsmenn.

Þetta er nú full mikil einföldun hjá Aðalsteini, því að á þingi ASÍ fyrir stuttu voru miklar og fjörugar umræður og margar skoðanir á lofti.  Hinsvegar  var Aðalsteinn, settur af í einhverri nefnd, sem hann hafði verið lengi í og er sennilega fúll út í Gylfa þess vegna.  Af hverju segir Aðalsteinn ekki hreint út hvað veldur hans óánægju.  Frekar en að fara eins og köttur umhverfis heitan graut og skeytir skapi sínu á Gylfa.


mbl.is Segir að ólíkar skoðanir séu bannaðar innan ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álftanes

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Álftaness í gærkvöldi tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að senda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga tilkynningu um slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Tillagan þarfnast tveggja umræðna í bæjarstjórn og verður síðari umræða um málið 4. nóvember n.k.

Þetta er ekki eingöngu bundið við Álftanes, því flest sveitarfélög landsins eru í svo miklum fjárhagserfiðleikum að við liggur að þau séu greiðsluþrota..  Á undanförnum árum hefur sífellt verið að færa verkefni frá ríkinu til sveitarfélaganna, án þess að nægar tekjur komi á móti.


mbl.is Stefnir í verulegan greiðsluvanda Álftaness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband