Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Brandari dagsins

Kona nokkur fór til læknis og sagði honum að hún gæti ekki fengið mann sinn til að gera það með henni.  Læknirinn lét hana hafa pillur og sagði henni að' gefa manninum eina töflu með kvöldmatnum, ef hana langaði í kynlíf. Strax fyrsta kvöldið læddi hún einni pillu í mat mannsins og þau gerðu það og var það jafnvel betra en áður.  Næsta kvöld ákvað konan að setja 4 pillur í súpu mannsins og það kvöld var ótrúlegt, hún hafði aldrei upplifað annað eins.  Kvöldið eftir ákvað hún að gefa manninum átta töflur og það var eins og við manninn mælt að hann stökk á hana strax eftir matinn og hætti ekki fyrr en undir morgun.  Konan var svo ánægð að hún ákvað að gefa honum allar pillurnar, þannig að um kvöldið sturtaði hún öllum pillunum úr pilluglasinu út í súpu mannsins.  Tveimur dögum seinna kemur sonur hennar til læknisins og segir;

"Læknir hvað gerðir þú eiginlega við pabba?"

"Mamma er dáinn, systir mín ólétt, ég er að drepast í rassinum og

pabbi hleypur um allt húsið og kallar komdu hingað kisi,kis,kis."


Hækkun á áli

Verð á áli á erlendum mörkuðum heldur áfram að hækka . Í framvirkum samningum á London Metal Exchange hefur tonn af áli selst á ríflega 2.000 dollara, sem ekki hefur gerst síðan í sumar.  Þetta kemur Íslandi vel því nær allir samningar um sölu á orku til álvera er bundin við verð á áli á heimsmarkaði.
mbl.is Álverð aftur upp fyrir 2.000 dollara múrinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sarah Palin

Sarah Palin, fyrrverandi varaforsetaefni repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur fengið 1,25 milljónir dollara í fyrirfram þóknun fyrir minningarbók sína, „Going Rogue“. Hvað ætli hún fá fyrir alla bókina þegar hún verður tilbúinn til prentunar og gefin út?
mbl.is Palin fær 1,25 milljónir dollara fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael

Líbanskir hermenn hafa aftengt fjórar eldflaugar sem átti að skjóta til Ísraels. Í gær var eldflaugum skotið á Ísraela sem svöruðu með stórskotahríð.

Hvað varð til þess að Líbanskir hermenn aftengdu þessar eldflaugar?  Hvað á þetta rugl að ganga lengi á þessu svæði.  Þarna verður aldrei friður fyrr en Palestínumenn fá að stofna sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist Ísrael.


mbl.is Komu í veg fyrir eldflaugaárásir á Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Þetta innbrot er alveg í stíl við nafn staðarins ef því er snúið við og verður þá "Taktu og aktu", það gerðu þjófarnir svo sannarlega.
mbl.is Innbrot í Aktu Taktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn

Nú mun Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn vera að endurskoða efnahagsáætlun fyrir Ísland og í framhaldi af því greiða Íslandi næsta hluta af þeirri aðstoð, sem sjóðurinn ætlar að veita Íslandi.  Í framhaldi af því munu streyma til Íslands lán frá mörgum þjóðum svo skiptir mörg hundruðum milljóna.  Þessir peningar munu verða lagðir inn á reikning hjá Seðlabanka Bandaríkjanna á lægri vöxtum en þarf að greiða af þessum lánum, mismunurinn mun vera nokkrir milljarðar á hverju ári.  En þarf Ísland öll þessi lán?  Er ekki bara verið að taka lán vegna þess að þau bjóðast?  Við munum verða í miklum vandræðum að endurgreiða þetta allt.  Væri nú ekki skynsamlegra að fara hægar í öllum þessum lántökum og taka ekki meiri lán en við nauðsynlega þurfum á að halda.

Tónlistarhúsið

Vinna er í fullum gangi við að reisa fyrstu stálbitana, sem þekja munu norðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins eða um 1400 fermetra svæði. Nánast hver biti sem tilheyrir þessari gerð gluggavirkisins er sérsmíðaður.

Hvaða aðili ætli komi til með að borga þessi ósköp, sem þetta mikla hús mun kosta fullbúið.  Annars er það ekkert nýtt í Íslandsögunni að byggja mikil mannvirki í kreppu.  Jónas frá Hriflu lét byggja mörg stórhýsi í kreppunni miklu á sínum tíma t.d. alla héraðsskólanna og fleiri stór hús.  Hann var að vísu talinn geðveikur en það er önnur saga.


mbl.is 132 tonn af stáli í gluggavirki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör

Alls 243 frambjóðendur af þeim 318 sem þátt tóku í prófkjörum vegna alþingiskosninganna í vor höfðu í gær skilað Ríkisendurskoðun upplýsingum um kostnað af prófkjörsbaráttu sinni.

Hvað hafa þessir 75 frambjóðendur að fela?  Sennilega ekkert og þetta er vonandi bara kæruleysi eða að þeim finnst að engum komi það við hverjir studdu þá í sambandi við prófkjörin.  En við næstu prófkjör vandast málin því þau fyrirtæki, sem hafa verið duglegust í fjárstuðningi við frambjóðendur í prófkjörum, eru annaðhvort kominn á hausinn eða í eigu ríkisins.


mbl.is 75 frambjóðendur ekki skilað upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga

Nú mælist verðbólgan um 10% sem er alltof mikið, en þó nokkuð gott miðað við Zimbabe, þar sem hún er um 10.000% svo við getum verið nokkuð ánægð miðað við aðstæður.  Er ekki markmið Seðlabanka Íslands að verðbólgan verði 2,5% en hvernig á að ná því takmarki veit ekki nokkur maður og allra síst starfsmenn Seðlabankans.
mbl.is Tólf mánaða verðbólga tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarasamningar

Þá hefur náðst samkomulag um að framlengja kjarasamningum til loka nóvember 2010 og fær fólk því umsamdar launahækkanir, þann 1. nóvember nk. og 1. júní 2010.  En enn er ágreiningur við ríkisstjórnina um skattamál, sem vonandi leysast fljótlega.  Þó mun einn hópur sitja eftir, sem eru aldraðir og öryrkjar, þeirra mál eru enn óleyst.  Það hefði verið skelfileg tilhugsun ef hér hefði allt logað í vinnudeilum til viðbótar öðrum vandamálum.
mbl.is Ágreiningur í skattamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband