Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Brandari dagsins

Ég réri eina vertíð ásamt syni mínum á 6 tonna trillu frá Keflavík, en við höfðum leigt okkur einbýlishús í Garði, þar sem fjölskyldan bjó.  Við höfðum aðstöðu fyrir bátinn í smábátahöfninni í Grófinni í Keflavík og rérum alla daga þegar hægt var og vorum á línu með beitningatrekt.  Einn sunnudaginn erum við að koma í land um kl 17,oo og þá var talsverð umferð um höfnina og var þar mest fólk úr Reykjavík í sínum Sunnudagsbíltúr.  Ég var uppi á bryggjunni við löndunarkranann og hífði fiskikörin á bíl frá fiskmarkaðnum, en sonur minn var um borð í bátnum. 

Allt í einu kemur bíll og stoppar rétt hjá löndunarkrananum og út kemur jakkafataklæddur maður og segir við mig;

"Jæja voruð þið að fiska?"  Ég svaraði:

"Það var bara nokkuð gott í dag ætli þetta séu ekki rúm þrjú tonn."  Þá sagði maðurinn:

"Ég sé að þið setjið allan fiskinn á fiskmarkað og hvað hafið þið verið að fá fyrir kílóið?" 

"Ég sagði að það hefði verið nokkuð gott undanfarið svona um 200-250 krónur."  Þá sagði maðurinn:

"Ég sé að þið róið á sunnudegi og róið þið alla daga?" 

"Við róum alla daga þegar veður leyfir" svaraði ég. 

"Ert þú að segja mér að þið séuð að landa núna fiski fyrir um 600 þúsund?" spurði maðurinn.  Ég sagði:

"Að það væri nálægt því." 

Nú fór maðurinn að reikna upphátt og ég heyrði hann segja við sjálfan sig

"Kr: 600 þúsund á dag í 7 daga gera 4,2 milljónir eða hátt í 10 milljónir á mánuði og þeir eru aðeins tveir, sem gerir 5 milljónir á mann á mánuði"  Nú kom maðurinn til mín aftur og sagði: "Getur verið að ef allt gengur vel að þið hafið hvor um 5 milljónir á mánuði?"  Ég vildi ekki vera að svekkja manninn og sagði :

"Að það gæti verið rétt."

Þá gekk maðurinn að bíl sínum og ég heyrði að hann sagði við konu sína: 

"Þetta er ævintýri þeir eru með um 5 milljónir á mánuði þessir menn, hvað ætli að kosti svona bátur." 

Síðan óku þau hjón á brott.  En auðvitað var afkoman ekkert þessu lík, því á móti tekjunum kom síðan beita og uppstokkun á línunni og afborganir af bátnum og margskonar annar útgerðarkostnaður.


Teiknar eftir minni

Listamaðurinn Stephen Wiltshire, sem er einhverfur, getur teiknað sex metra langa víðmynd af skýjakljúfum Manhattan í New York. Það sem vekur athygli er að hann teiknar myndina algjörlega út frá minni.

Það er löngu viðurkennt að þeir sem eru einhverfir hafa oft sérstaka snilld á einhverju sviði, sem er slík að venjulegt fólk gapir af undrun.


mbl.is Teiknar Manhattan út frá minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað

Þeir sem mest eru á móti stóriðju, segja oft að orkan, sem er til staðar á einhverjum stað verði best notuð í annað en stóriðju.  En hvað er þetta "ANNAÐ" Það hlýtur að vera fjölmennur og vistvænn vinnustaður og þar mun fólk vinna á vöktum við  "ANNAÐ" og "ANNAÐ" Verður vonandi rekið með hagnaði og skapa miklar gjaldeyristekjur.  Þetta "ANNAÐ"  getur líka verið í öllum landshlutum.  "ANNAÐ" Mun líka útrýma öllu atvinnuleysi á landinu.  Þetta getur líka skapað nýtt ráðherraembætti með tilheyrandi störfum, þá yrði til ráðherra "ANNARRA"-mála".  Sá aðili sem fékk hugmyndina um "ANNAÐ" ætti skilið að fá fálkaorðuna slík snilld er þetta.

Alcan

Alcan á Íslandi segir, að staðfest hafi verið af Alþjóðasamtökum álframleiðenda (IAI) að ÍSAL hafi náð bestum árangri allra álvera heims við að lágmarka losun flúorkolefna árið 2008.

Þeir standa sig bara mjög vel í Straumsvík, ef þessi frétt er rétt.  Þetta ætti að gleðja umhverfisráðherrann Svandísi Svavarsdóttur, mjög.


mbl.is Best tókst að takmarka flúorlosun í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fullt

Lögreglan á Suðurnesjum varð að fá inni fyrir fanga í fangageymslu í Grindavík í nótt vegna þess að ekki var pláss í fangahúsinu í Reykjanesbæ. Þar eru nú tveir í gæsluvarðhaldi og aðrir voru settir inn fyrir fyllerí og fleira.

Er nú svo komið að lögreglan þarf að fá leigt pláss fyrir fanga.  Það væri sennilega góður bissness að byggja fangelsi og leigja ríkinu klefa eftir þörfum hverju sinni.  Það er ákveðið lögmál í öllum viðskiptum að sé eftirspurn eftir vöru eða þjónustu, þá mun alltaf koma einhver til að anna þeirri eftirspurn.


mbl.is Fangahúsið fylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Hagvaxtarfyrirvara sem Alþingi setti við Icesave-samninga hefur verið breytt í nýju samkomulagi ríkisins við Breta og Hollendinga. Þessi breyting getur haft í för með sér umtalsvert meiri greiðslubyrði en Alþingi hafði gert ráð fyrir.

Það er alveg ljóst að engu verður breytt varðandi þennan samning nema með samþykki Alþingis.  Annars er þetta mál farið að fara svo í mínar fínustu taugar að ég grátbið þingmenn að klára nú málið í eitt skipti fyrir öll, svo hægt sé að snúa sér að öðrum verkefnum sem bíða.


mbl.is Breyttur hagvaxtarfyrirvari getur valdið hærri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjafakvóti

LÍÚ heldur því fram að nú sé ekki til neinn gjafakvóti í íslenskum sjávarútvegi og 90% af þeim kvóta, sem upphaflega var úthlutað hafi skipt um eigendur.  En einn kvóti er þó óbreyttur og er alger gjafakvóti. Fyrir nokkrum árum var bannað að veiða loðnu eina vertíð og til að bæta útgerðum loðnuskipa það tekjutap var sérstök úthlutun til þessara skipa í úthafsrækju, grálúðu og fleiri tegundum.  Þegar loðnuveiðar hófust á ný var þessi kvóti ekki tekin af loðnuskipunum, heldur er þar enn og þar sem þau nýta hann ekki er hann alltaf leigður til annarra á hverju ári.  Á þessu máli hefur enginn sjávarútvegsráðherra þorað að taka vegna þess að LÍÚ er á móti því.  Þess vegna mun þetta halda svona áfram þar til allur kvótinn verður innkallaður samkvæmt stjórnarsáttmálanum og afstaða núverandi sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar mun ekki stoppa það.

Gjaldþrot

Í september 2009 voru 86 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 52 fyrirtæki í september 2008, sem jafngildir rúmlega 65% fjölgun milli ára.

Þetta er bara toppurinn á ísjakanum, því gjaldþrotum fyrirtækja fer fjölgandi, sem þarf ekki að koma neinum á óvart, eins og aðstæður eru á Íslandi í dag til að reka fyrirtæki.  Himinháir vextir og annað eftir því.


mbl.is Gjaldþrotum fjölgar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænt ríki

Þetta er góð hugmynd að sameina öll Norðurlöndin í eitt ríki undir stjórn Danmerkur og Margrét Danadrottning verði þjóðhöfðingi.  Þar sem bæði Danmörk og Svíþjóð eru í ESB yrði þetta ríki það sjálfkrafa án nokkurra samninga og biðtíma.  Við fengjum alvöru þjóðþing og betri lífskjör og þetta yrði Íslandi á allan hátt til bóta.  Þetta yrði öflugt ríki og best að drífa í þessu, sem fyrst.
mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru allir peningarnir?

Á sínum tíma þegar öll einkavæðingin stóð sem hæst, komu miklir peningar í ríkissjóð og sumir voru eyrarmerktir í ákveðin verkefni eins og peningarnir fyrir sölu á Landsíma Íslands.  Fyrir þá átti að byggja sjúkrahús og nettengja alla byggð á Íslandi ofl.  Einnig komu miklir peningar við sölu ríkisbankanna.  En núna eru engir peningar til hjá ríkissjóði, ekkert nema skuldir og því spyr ég;

Hvar eru peningarnir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband