Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
27.9.2006 | 09:48
Miðvikudagur 27. september 2006
Dagurinn í gær var frekar annasamur. Ég mætti kl: 09,00 hjá Inga Gunnlaugssyni tannlæknir í Keflavík og var í stólnum hjá honum í einn og hálfan klukkutíma, hann kláraði nú ekki allt sem hann ætlaði að gera því einn kúnninn hjá honum var mættur og illa haldinn af tannpínu. Ég á að mæta næst hjá Inga 18.10. og þá ætlar hann að klára það sem eftir er. Ég náði samt að vera kominn heim til að geta mætt í hádegismatinn. Síðan var vinnan kl: 17,00 til 22,00 og kom ég heim um 10,30 og horfði á sjónvarpið til 01,00, fór þá að sofa enda farinn að dotta yfir sjónvarpinu var samt vaknaður kl:06,30 í morgun, dreif mig á fætur og lagaði kaffi og hef setið við tölvuna síðan. Nú eru þau örugglega komin til landsins Jón Páll og Solla, áttu að koma snemma í morgun, ég hef ekkert heyrt í þeim ennþá. Þau eru sennilega sofandi en þau gista í Garði hjá Sigga frænda hennar Sollu. Nú er sólin farin að skína og verður örugglega gott veður í dag eins og var í gær. Það var haldinn fundur í vinnunni í gær þar sem deildarstjórinn sem er ung kona og heitir Védís var að fara yfir ýmis atriði varðandi starfið sem ekki hefur gengið eins vel og vonast var eftir. Flestir starfsmenn eru unglingar sem taka þetta ekki of alvarlega og við eigum að skila 5 tímum á dag en hún sagði að aðeins tveir hefðu náð því síðustu daga samkvæmt stimpilklukkunni. Flestir eru nú að mæta á réttum tíma en eru farin að taka saman á borðinu sínu 10-15 mínútum fyrir 22,00 og eru að flýta sér út og stimpla sig þar af leiðandi út áður en vinnutímanum er lokið. Henni fannst salan ekki ganga nægjanlega vel og ég benti henni á að alltof mikið væri um hávaða þarna inni. Fólk talaði alltof hátt í símana, stoppaði að vinna til að spjalla saman og tæki ekkert tillit til þeirra sem væru að vinna við hliðina á þeim. Ég sagðist hafa verið vélstjóri í nokkuð mörg ár og hávaðinn þarna væri stundum ekki minni en í vélarúmi á skipi. Eftir þennan fund lagaðist þetta talsvert en í raun er ekki hægt að sakast beint við unglingana, þau hafa í raun aldrei unnið alvöru vinnu fyrr og verið innanum fullorðið fólk. Hafa kannski aðeins unnið í bæjarvinnu eða afgreitt í sjoppu og lítið kynnst aga eða virða þann sem er yfirmaður og á að stjórna. Þó finnst mér Védís ekki ströng og reynir að halda uppi góðum starfsanda en ef hún reiðist eða er misboðið er hún ekki feimin við að láta það í ljós. Nú eru dagblöðin komin og best að fara að lesa þau.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2006 | 09:21
Laugardagur 23. sptember 2006
Í dag er ágætt veður hér í Sandgerði, logn og þurrt en engin sól aftur var sól og blíða hér í allan gærdag. Ragnar Jónsson tannlæknir hjá Tryggingastofnun hringd í mig á þriðjudagsmorgun og sagði mér að hann væri búinn að semja við Inga Gunnlaugsson tannlæknir í Keflavík um að taka að sér tannviðgerðir mínar þar sem viðgerð sú sem hann gerði á mánudag hefði aðeins verið til bráðabirgða og losa mig við tannpínuna og ég ætti að hringja í Inga. Reyndar á ég eftir að mæta hjá Ragnari 9. og 10. október en þá ætlar hann að klára að undirbúa viðgerðir á tönnunum en víða þarf að skera tannholdið frá þar sem skemmdir eru komnar svo langt niður. Ég hafði strax samband við Inga og fékk tíma kl: 11,30 á þriðjudag. Ingi gerði varanlega við tönnina og eins skemmdir í fleiri tönnum og hann sagði að Ragnar hefði beðið sig að taka mig og þar sem þetta væri að stórum hluta afleiðing af slysinu myndi TR greiða allt og ef í ljós kæmi að þeir greiddu ekki að fullu myndi hann gefa mér það þar sem ég væri öryrki. Þetta er maður um fertugt og mjög almennilegur og á ég að mæta hjá honum aftur 26.09. og þá ætlar hann að gera við þær skemmdir sem hann sá að voru eftir og setja framtönn sem vantar í efri góm þegar ég er búinn hjá Ragnari Jónssyni fer ég aftur til Inga og klárar hann allar viðgerðir og setur í þær tennur sem vantar og kem ég því til með að sleppa nokkuð vel frá þessu. Ég hef verið í vinnunni og var í gær frá 17,00 til 21,00 en þar sem veðrið var svo gott gekk illa að ná í fólk og lítil sala. Sama var í dag en ég var að vinna frá 12,00 til 16,00. Ég fór á föstudagsmorgun kl: 08,00 uppá flugstöð og hitt Jón Pál og Sollu en þau voru þá að fara til London. Þau koma aftur á miðvikudagsmorgun of koma þá sennilega í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2006 | 01:05
Mánudagur 18. september 2006
Í dag var mjög gott veður hér í Sandgerði, sól og hiti. Eftir að ég var hjá tannlækninum síðast fór ég að finna fyrir verk í einni tönninni og á föstudag var ég með stöðuga tannpínu en átti sem betur fer sterkar verkjatöflur sem deyfðu verkinn en hann hætti aldrei. Gekk svona alla helgina og í morgun hringdi ég í Ragnar Jónsson tannlæknir og sagði honum hvernig ástandið væri. Hann ætlaði að fá fyrir mig tíma hjá tannlæknir í Keflavík en hringdi svo og sagði mér að koma á stofuna til sín kl: 15,30 því hann vildi skoða þetta sjálfur. Fór ég því til Reykjavíkur og mætti hjá honum og var hann fljótur að sjá hvað var að og lagaði það á um 20 mínútum. Er líðan mín því mikið betri og get ég orðið borðað sem ég gat ekki alla helgina vegna þess að um leið og ég reyndi að fá mér eitthvað kom bullandi tannpína. Ég varð að fá frí í vinnunni í dag vegna þessa, þar sem ég hefði ekki náð að mæta á réttum tíma og svo er ég talsverðan tíma að jafna mig eftir mikla deyfingu. Það er farið að ganga vel í vinnunni og var ég söluhæstur á laugardaginn. Þá átti að vera starfsmannapartý hjá TM-Ráðgjöf í Keflavík en mér skilst að þau fari öll saman einu sinni í mánuði út að borða. Ég sleppti nú þessu partýi, bæði gat ég ekki borðað vegna tannpínu og eins tel ég mig ekki hafa gott af því að vera mikið þar sem allt er fljótandi í bjór og öðru áfengi en þann 12. september voru komnir 100 dagar sem ég hef ekki snert áfengi og ætla mér ekki að blekkja sjálfan mig á því einu sinni enn að einn bjór sé alltí lagi því þeir verða alltaf fleiri. Þeir sem geta notað áfengi í hófi til að skemmta sér geta gert það án þess að ég gagnrýni en því miður er sá hæfileiki löngum frá mér tekinn og ekkert að gera nema sætta sig við það og sakna ég þess ekkert. En ég verð að forðast að vera of bjartsýnn þótt liðnir séu rúmir 100 dagar, þetta er sjíkdómur sem langan tíma tekur að læknast af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 11:45
Þriðjudagur 12. september 2006
Í dag er þokkalegt veður hér í Sandgerði og í gær var fínasta veður. Ég varð að taka mér frí í vinnunni í gær vegna þess að ég þurfti að mæta í sjúkraþjálfun kl. 14,00 og hjá tannlæknir í Reykjavík kl. 16,00. Það er búið að breyta hjá mér sjúkraþjálfunni í stað þess að mæta þrisvar í viku og vera í 30 mínútur í einu mæti ég núna tvisvar í viku og hver tími er klukkutími. Ég á að mæta hjá tannlækninum næst í byrjun október. Ég var komin hingað heim um kl. 18,00. Ég kann ágætlega við mig í vinnunni og er komin nokkuð vel inní starfið. Reynslutíminn var búinn á föstudag og hækkar þá tímakaupið í 1.150. Þann 7. september bættist við eitt afabarn þá eignuðust þau Gunnar og Guðrún sem búa í Kanada sitt fyrsta barn sem var stúlka og í gær 11. september bættist við annað en þá eignuðust þau Guðrún og Svavar sem eru nýflutt til Edinborgar sitt þriðja barn og var það strákur. Eru barnabörnin þá orðin alls 8, tveir strákar og 6 stelpur. Þannig að auðurinn að þessu leyti er orðin mikill. Fanney sem sér um þrifin hjá mér og aðstoðar mig við þvott, kom hér kl. 8 og braut saman þvottinn og setti inní skápa, þreif allt mjög vel en hún er sérstaklega samviskusöm og vinnur þetta vel. Núna er ég að fara í hádegismat og síðan er vinnan kl. 17,00 en áður þarf ég að fara í Bónus og versla eitthvað í matinn til að eiga á kvöldin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Hvernig er núverandi ríkisstjórn að standa sig?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
19 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Fjölgun Jarðarbúa í fyrra var meiri en sem nemur öllum íbúum Bretlands
- Furðufuglar mánaðarins
- Útvega þeim vinnu sem hægt er að framfleyta sér af.
- Flokkur fólksins líkist kennitölu
- Gefið þeim frið.
- Vopnvæðing dollarans er á enda
- Nei
- Í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur er kennari sem þekkir ekki líffræðilegu kynin, eða hún er ,,vókisti
- Ríkisendurskoðun þyrfti að fara í DOGE endurskoðun?
- Trans trompar kristni, íslam stendur báðum ofar
Af mbl.is
Innlent
- Viðræður hefjast á þriðja tímanum
- 45 greindust með RS: 14 á spítala
- Allir umsjónarmenn dróna þurfa nú að skrá sig
- Þórður Snær á rétt á biðlaunum frá Alþingi
- Var hafnað en er samt á lista: Aldeilis hissa
- Segir launatapið 52 þúsund krónur
- Leita að skipi sem sökk með dýrmæta gripi
- Oftast strikað yfir Höllu Hrund
- Yfir á rauðu ljósi: Tveir fluttir á slysadeild
- Segir Kristrúnu fara frjálslega með sannleikann
Erlent
- Rætt um að náða fleiri áður en Trump tekur við
- Skothylki tilræðismannsins bera áletranir
- Launmorðið náðist á upptöku
- Handtekinn fyrir utan bústað krónprinsessunnar
- Rússar skutu að Þjóðverjum
- Óskar eftir að ákæran í Georgíu verði felld niður
- Stakk fjölda fólks í miðborginni
- 25 ára dómur fyrir að aka á brúðhjónin
- Yoon þarf líklega að taka pokann sinn
- Vopnin kvödd í Danaveldi
Fólk
- Það virðist eins og við höfum skilið tíu til tólf sinnum
- 10 hlutir sem Áslaug Arna ætlar að gera í desember
- Þetta bónorð verður seint toppað
- Sabrina Carpenter í sambandspásu
- Bjarki Lárusson á lista Forbes
- Íslendingar hlusta mun frekar á karla
- Ásta Fanney fulltrúi Íslands árið 2026
- Birgitta prinsessa látin 87 ára að aldri
- Marvel-leikari grátbiður um hjálp
- Laufey á lista Forbes
Viðskipti
- Þeir bestu sameini krafta sína
- Gullæði grípur seðlabanka víða um heim
- Nefndarmenn sammála í Seðlabankanum
- Séríslensku skattarnir dragbítur á greinina
- Samkeppnishindranir fæla fjárfesta frá
- Hækka eiginfjárauka stóru bankanna
- Áfram situr Frakkland í súpunni
- Innherji: Skattar, ESB og neyðarlög á Seðlabankann?
- Heimar öflugir í áætlanagerð
- Sjúkratryggingar hunsuðu Fjársýsluna