Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Snjóflóð

Tvö snjóflóð hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi, snjóflóð féll úr Súðavíkurhlíð í gærkvöldi og svo á veginn í Selabólsurð í Önundarfirði í nótt.

Svo er fólk að kvarta hér á suðvesturhorninu ef það kemur smá snjóföl og öll umferð fer úr skorðum og bílar fastir út um allt.  Ég er vanur því að þegar er vetur þá á að vera mikill snjór og þegar kemur sumar þá á að vera logn og blíða.  Þannig vil ég hafa það.  Ekki þessi eilífu umskipti, ýmist snjór eða rigning og slydda þar á milli.  Margar útgáfur af veðrinu á sama sólahringnum og allt rennur saman í eitt vetur og sumar, hvað veðurfar snertir.


mbl.is Snjóflóð á vegi á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf

Kauphöll OMX á ÍslandiHlutabréfavísitölur hafa lækkað í öllum kauphöllum á Norðurlöndum í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,02% og stendur í 5,429,64 stigum. SPRON hefur lækkað um 5,03%, Exista um 3,74%, Glitnir um 2,75% og FL Group um 2,44%. Flaga er eina félagið sem hefur hækkað en hækkunin nemur 9,72% og er gengi félagsins nú 1,58.

Áfram halda hlutabréf í Kauphöll Íslands að lækka og einnig á öðrum Norðurlöndum.  Það eru örugglega margir komnir í mikil vandræði  vegna lána sem tekin hafa verið til hlutafjárkaupa.  Það er ekki langt síðan enginn var talinn maður með mönnum nema eiga einhver hlutabréf, sem enginn vill eiga í dag.


mbl.is Úrvalsvísitalan lækkar um 2,02%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smygl

Sakborningar og lögmenn þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Einn hinna ákærðu í Pólstjörnumálinu svonefnda bar við yfirheyrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa verið beðinn um að „græja“ innflutning á miklu magni fíkniefna í sumar, en upp komst um málið og haldlagði lögregla efnin um borð í skútu á Fáskrúðsfirði í september. Sex eru ákærðir.

Ekki enda nú öll ævintýri vel eins og best kemur fram í þessu máli.  Ég hef nú aldrei heyrt að menn töluðu um að "græja"hluti þegar um smygl er að ræða.  Sá sem svona talar virðist ekki taka slíkt mál alvarlega eða skilja í hvaða stöðu hann er búinn að koma sér í og að eigin sögn lendir hann í þessu máli fyrir tilviljun bara af því hann var staddur í Kaupmannahöfn og lá því vel við höggi.


mbl.is „Ég er ævintýrakall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumar rætast

Jón Baldvin og Bryndís á göngu á ströndinni rétt hjá nýja...„Við vorum búin að leita í tvo mánuði og í dag fengum við lykla að þessu litla húsi sem ég er búin að láta mig dreyma um svo lengi,“ segir Bryndís Schram, en hún og Jón Baldvin Hannibalsson festu nýverið kaup á sumarhúsi í spænska þorpinu Salobreña við strönd Miðjarðarhafsins, rétt sunnan við Granada.

Mikið er það nú ánægjulegt þegar fólk getur látið drauma sína rætast.  Ég vona að einhver af mínum mörgu draumum myndi rætast, en litlar líkur eru nú á því í komandi framtíð.  Ég mun áfram verða fatlaður öryrki í fátæktargildru.  En það skaðar ekki að láta sig dreyma um betra og skemmtilegra líf.

Til hamingju með nýja húsið Jón Baldvin og Bryndís


mbl.is Jón Baldvin og Bryndís Schram láta gamlan draum rætast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írak

Herþyrla Bandaríkjahers flýgur yfir Bagdad, höfuðborg Íraks. Yfir milljón Íraka hefur týnt lífi í stríðinu síðan 2003 þegar Bandaríkjaher gerði innrás í landið. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar um mannsfall í Írak af völdum stríðsins.

Eitthvað hef ég nú misskilið hlutina, því ég hélt að þegar fjölgað var í bandaríska hernum í Írak þá hefði það verið gert, til að betra væri að stilla til friðar í landinu.  En ekki þarf Bush að hafa neinar áhyggjur þótt rúm milljón hafi fallið í Írak.  Það er nóg af fólki eftir til að drepa svo er ekkert annað að gera en ráðast sem fyrst inn í Íran og taka svolítið til þar líka.  Það verður auðvita að grisja að eins í þessum ríkjum og koma lagi á hlutina svo þar verði friður og ró.  Bush stendur sig bar nokkuð vel.  Það er verst að hann lætur bráðum af embætti sem forseti og hætt við að næsti forseti verði einhver andstæðingur þeirra góðverka sem Bandaríkjamenn hafa verið að vinna í Írak.  En Bush hefur þó tíma fram á næsta ár til að laga aðeins meira til þarna austur frá.  Hann ætti alveg að hafa tíma til að slátra einni milljón til viðbótar áður en hann hættir. 


mbl.is Yfir milljón Íraka hefur látið lífið af völdum stríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taugaáfall

Farþegaþota Air Canada af gerðinni Boeing 747.Flugvél Air Canada nauðlenti á Írlandi eftir að flugmaður í vélinni virtist hafa fengið taugaáfall. Farþegi í vélinni sagði flugmanninn hafa verið borinn út úr vélinni öskrandi og blótandi, og bað hann um að fá að tala við Guð.

Er þessi frétt ekki dulbúin árás á persónu Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra.  Ég fæ ekki betur séð miðað við öll lætin út af þætti Spaugstofunnar.  Verður Ólafur kannski einhvern tíman borinn svona út úr Ráðhúsinu öskrandi og veinandi.  Hver veit?


mbl.is Flugmaður fékk taugaáfall í flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin

Fylgi Samfylkingarinnar fer vaxandi samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Mælist fylgi flokksins 34,8% og er hefur aukist um 8 prósentur frá þingkosningunum á síðasta ári. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 36,7% eða svipað og í kosningunum.

Þetta er svolítið sérstakt að flokkur sem er í ríkisstjórn skuli auka við sitt fylgi og nálgast óðum fylgi Sjálfstæðisflokksins.  Eftir þessu að dæma þá virðast kjósendur kunna að meta ráðherra Samfylkingarinnar betur og meira en Sjálfstæðisflokksins.  Nú ætti Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu svo boðað yrði til kosninga.  Þá yrði hún sennilega stærsti flokkur landsins og gæti mynda nýja ríkisstjórn með hverjum sem er.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðakvóti

Nú loksins hefur bæjarstjórn Vesturbyggðar tekist að úthluta byggðakvótanum til Bíldudals, en það var gert á bæjarstjórnarfundi þann 28. janúar 2008.  Sá sem fékk þennan byggðakvóta var fyrirtækið Perlufiskur ehf. á Patreksfirði og rökin voru eftirfarandi "Helsturökin fyrir niðurstöðunni eru þau að Perlufiskur er í rekstri þ.e.s. fiskveiðum og fiskvinnslu og hefur bent á tvö útgerðarfyrirtæki í Vesturbyggð sem munu tengjast fyrirhugaðri starfsemi og hefur sérstöðu  í þessu tvennu umfram þá aðila aðra sem hafa sýnt því áhuga að hefja fiskvinnslu á Bíldudal með tilstyrk þessa byggðakvóta sem eru til úthlutunar hjá bæjarstjórn." Svona hljóðaði bókunin sem gerð var á þessum fundi.  Ég skrifaði grein í blaðið Bæjarins Besta á Ísafirði þann 27. desember 2007 um þetta mál og sagði þar að þetta fyrirtæki Perlufiskur ehf. fengi þennan byggðakvóta og gerði bæjarstjóri Vesturbyggðar strax sama dag athugasemd við mín skrif og sagði að þetta væri rangt.  Hann hefði betur sleppt því að gera þessa athugasemd því þótt Perlufiskur hefði ekki þá verið búið að fá byggðakvótann er það fyrirtæki búið að fá hann í dag.  Ekki kemur fram hjá bæjarstjórn hvaða tvö útgerðarfyrirtæki í Vesturbyggð muni tengjast þessari starfsemi á Bíldudal.  En ég vil óska Perlufiski til hamingju að hafa loksins fengið þennan kvóta og vona að honum gangi vel með sinn rekstur á Bíldudal og loksins komi að því að fólk á Bíldudal fái vinnu.  Hins vegar verð ég að gagnrýna bæjarstjórn fyrir hennar vinnubrögð og að ekki skuli allir sem sóttu um þennan byggðakvóta hafa setið við sama borð við þessa úthlutun.  Ég var einn af þeim sem sótti um þennan byggðakvóta og í bréfum mínum til forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar skýrði ég honum frá því að við værum nokkrir aðilar hér í Sandgerði sem værum að sameina þrjú útgerðarfyrirtæki í eitt og hefðum fullan áhuga á að koma með þá starfsemi til Bíldudals.  Okkar fyrirtæki hefur yfir að ráða um 1.700 tonnum í krókaaflamarki (Litla kerfinu) og um 1.800 tonn í aflamarki (Stóra kerfinu) 4 krókaaflamarksbáta, þar af 3 nýlega yfirbyggða 15 tonna plastbáta með beitningarvél og 2 báta í hinu kerfinu, einn yfirbyggðan stálbát með beitningarvél og einn stálbát sérútbúin á dragnót.  Einnig kom fram að eitt af þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem sterk geta talist á Vestfjörðum ætlaði að koma inn í þetta með okkur.  Við vorum aldrei beðnir um neinar meiri upplýsingar.  Heldur er okkur einfaldlega hafnað, kannski mat bæjarstjórn það svo að við værum með of mikinn kvóta, of marga báta og því hentaði það ekki Bíldudal því þar yrði of mikil vinna.  En þar sem er mikil og trygg vinna er öruggt að þá kemur fólkið.  Við vorum að hugsa um að rífa Bíldudal úr þeirri miklu lægð sem staðurinn hefur verið í undanfarin ár og í stað fólksfækkunar kæmi fólksfjölgun.  Ansi er ég nú hræddur um að erfitt verði að byggja upp atvinnulífið á Bíldudal með einum kvótalausum smábát þótt hann hafi fengið byggðakvóta og ekki mun það leiða til fólksfjölgunar á staðnum aðeins hægja á fólksfækkuninni.  En vonandi tekst það vel og ekki vil ég draga kjarkinn úr þessum unga manni sem nú ætlar að ráðast í þetta stórverkefni.  Við félagarnir hér í Sandgerði þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur og höldum bara áfram að efla okkar starfsemi, en sem fyrrverandi íbúa á Bíldudal finnst mér leitt að Bíldudalur fái ekki að njóta þess, að fá allan þann aflakvóta og alla þá báta sem við höfum yfir að ráða, en því verður ekki breytt úr því sem komið er.  Við vorum búnir að leggja mikla vinnu í þetta verkefni og tryggja okkur örugg bankaviðskipti einmitt hjá sterkasta sparisjóði landsins sem er Sparisjóðurinn í Keflavík og Vestfirðingar virðast ekki vilja fá á sitt svæði og að því mér skilst vegna andstöðu á sunnanverðum Vestfjörðum.  Er sjálfseyðingarhvötin orðin allri heilbrigðri skynsemi yfirsterkari og ekkert má lengur byggja þarna upp eða styrkja þessar byggðir.  Hvar á þetta að enda?


Húsafriðun

Skakkamanage á tónleikum á Sirkus um síðustu helgi. Hr. Örlygur, sem hefur skipulagt tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, skorar á menntamálaráðherra, borgarstjóra og borgaryfirvöld í Reykjavík að leggjast af fullum krafti og þunga gegn núverandi áformum um að Klapparstígur 30 verði rifinn. Þar er nú veitingahúsið Sirkus til húsa.

Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu núna, því meðan Ólafur F. Magnússon er borgarstjóri verður ekki leyft að rífa eitt einasta gamalt hús í Reykjavík.  Það verður allt endurbyggt á kostnað borgarbúa.  Ekki veit ég hvar mörkin liggja um það hvenær hús telst vera gamalt eða ekki gamalt.  Er t.d. 50-60 ára gamalt hús gamalt eða nýtt?  Spyr sá er ekki veit.


mbl.is Vilja að Klapparstíg 30 verði þyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögbrot

Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað samningsgerð Ríkiskaupa við Landsbanka Íslands í kjölfar útboðs vegna innkaupakorts ríkisins. Segir nefndin, að miðað við fyrirliggjandi gögn virðist verulegar líkur á því að brotið hafi verið gegn lögum um opinber innkaup.

Hvað er í gangi hjá þessari stofnun Ríkiskaupum ef þeir geta ekki legur gert útboð án þess að brjóta lög.  Hver ber ábyrgð á þessu?  Hvern á að reka?  Svarið er einfalt þetta er ríkisfyrirtæki og þá er enginn rekinn og enginn ber neina ábyrgði.  Þetta fór bara svona er svarið.


mbl.is Útboð á innkaupakorti ríkisins stöðvað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband