Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Nýr Hagstofustjóri

Forsætisráðherra hefur skipað Ólaf Hjálmarsson, skrifstofustjóra, í embætti hagstofustjóra til næstu fimm ára frá 1. mars nk. Um starf hagstofustjóra sóttu 9 manns.

Hvaða flokksskýrteini ætli þessi maður hafi nú.  Því ekki er skipað í stöður hjá ríkinu þessa dagana eftir hæfni manna, heldur ræður flokksskýrteinið öllu.


mbl.is Ólafur skipaður hagstofustjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbrautin

Svæðisstjóri suðvestursvæðis hjá Vegagerðinni tekur undir þá gagnrýni að ástandið á á Reykjanesbrautinni megi vera betra. Framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar á 12 km kafla, þ.e. frá Strandaheiði að Fitjum, liggja nú niðri en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist á ný í apríl.

Það er gott að Vegagerðin telur að ástandi mætti vera betra við þessar framkvæmdir.  En hvernig stendur á því að Vegagerð ríkisins tekur tilboði frá ákveðnum verktaka í svona framkvæmdir þegar vitað er að viðkomandi fyrirtæki er með allt niðrum sig hvað varðar fjármál.  Eru slík atriði ekkert skoðuð þegar gerðir eru samningar um svona stór verkefni.  Ég er nýfluttur til Sandgerðis frá Vestfjörðum og hrekk alltaf svolítið við þegar verið er að tala um Miðnesheiði og Strandaheiði.  Ég er búinn að búa hér í Sandgerði í rúm tvö ár og hef aldrei tekið eftir þessum heiðum og fer ég nú nokkuð oft frá Sandgerði til Reykjavíkur og á þá víst að hafa ekið yfir tvær heiðar sem ég tók hreinlega ekkert eftir.


mbl.is Ástandið má vera betra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmanna Japani

Einmana Japani hefur verið handtekinn og gefið að sök að hafa hringt allt að 2.600 sinnum í símaskrána vegna þess að hann naut þess að fá skammir frá konunum sem svöruðu. Hann hefur verið ákærður fyrir að raska starfsemi fyrirtækisins sem sér um símaskrána.

Er nú það orðið saknæmt að hringja í símaskrána í Japan.  Ég geri ráð fyrir að maðurinn hafi þurft að borga fyrir öll þessi símtöl.  Gátu konurnar ekki bara tekið þessu sem gríni og hætt að skamma manninn því þá hefði hann hætt að hringja.  Það er of skrýtið sem menn geta tekið upp á í miklum einmannaleika.  Kannski er maður ekki andlega heill og ætti því frekar að fara á viðeigandi stofnun frekar en fangelsi.


mbl.is Einmana Japani hringdi 2.600 sinnum í símaskrána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin hliðin á kvótakerfinu

Nú gagnrýna menn á Akranesi mjög þá ákvörðun HB-Granda um að segja upp starfsfólki á Akranesi og tala um sorgardag í sögu staðarins.  Allur aflakvóti og öll skip farin til Reykjavíkur og talað um svikin loforð af hálfu HB-Granda.  Ekki hefur komið fram opinberlega mikil gagnrýni á núverandi kvótakerfi frá Akranesi.  En þetta fáránlega kvótakerfi hefur tvær hliðar eins og flest mál.  Ekki vorkenndu þeir á Akranesi á sínum tíma íbúum hér í Sandgerði þegar aðalfyrirtækið hér Miðnes hf. var sameinað HB á sínum tíma en þá fóru öll skip Miðnes hf. til Akranes og allur aflakvótinn með.  Þá voru líka gefin loforð um að þetta sameinaða fyrirtæki myndi verða með starfsemi í Sandgerði og á Akranesi.  Það loforð var fljótlega gleymt og eftir sat Sandgerði nánast kvótalaus bær líkt og Akranes nú.  Þá kynntust þeir á Akranesi betri hliðinni á kvótakerfinu því þeir voru að fá aukin kvóta.  En nú kynnast þeir hinni hliðinni sem er öllu verri það er að missa frá sér kvóta.  Það er eitt sem þeir á Akranesi verða að skilja er það, að núverandi kvótakerfi hefur það innbyggt að safna kvótanum á sífellt færri og færri aðila og fiskvinnslufólk sem hefur átt sinn þátt í að byggja upp fiskvinnslufyrirtæki víða um land er algerlega réttlaust og þótt sjávarútvegsráðherra tali mikið um hinar svokölluðu "Mótvægisaðgerðir", þá eru þær ósköp gagnslitlar þegar á þær reynir.  Ef ráðmenn á Akranesi eru að meina það í alvöru sem þeir hafa verið að láta frá sér fara að undanförnu, þá ættu þeir að taka undir með Frjálslynda flokknum um nauðsyn þess að þetta kvótakerfi getur ekki gengi lengur.  Hvorki fyrir byggðirnar víða um land eða allt það fólk sem hefur verið að missa sína atvinnu að undanförnu.  Þótt það tækist að pína HB-Granda til að flytja alla sína starfsemi á Akranes er það engin lausn.  Vandamálið færist bara á milli byggðalaga og ekki er nóg að hugsa bara um Akranes, því mörg önnur byggðalög glíma við svipuð vandamál.  Það er gaman að kynnast jákvæðu hliðinni á þessu kerfi þegar eitt byggðalag fær kvóta frá öðru.  En að sama skapi er ekki eins skemmtilegt þegar dæmið snýst við og kvótinn er að fara í burtu.  Nú eiga Skagamenn að bretta upp ermarnar og taka fullan þátt í að berjast á móti þessu kerfi.  Í Morgunblaðinu í dag er mjög athyglisverð grein eftir Magnús Thoroddsen hrl. þar sem hann færir fyrir því mjög sterk rök að Ísland verði að fara eftir áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna varðandi íslenska kvótakerfið og nauðsyn þess að endurskoða þurfi það.  Hann endar grein sína á þeim orðum að "Mannréttindanefnd LÍÚ eigi ekki að ráða för"  En ekki bólar á neinum viðbrögðum frá ríkisstjórn Íslands og er ég viss um að þau verði nein.  Ég finn að sjálfsögðu til með öllu því fólki sem er að missa sína atvinnu jafnt á Akranesi sem annarsstaðar.  En það er eitt í þessu máli sem ég ekki skil af hverju voru þeir á Akranesi að selja frá sér fyrirtækið HB á sínum tíma, þá átti bæjarstjórn auðvitað að grípa inn í.  Þeir væru þá í góðum málum í dag.

Britney Spears

Forsíðumynd OK! af Britney og sonum hennar. Um það leyti sem sápuóperan um Britneyju Spears náði hámarki í kringum áramótin jókst sala á tímaritum sem fjalla um fræga fólkið, slúðurvefir fengu metaðsókn, áhorf á slúðursjónvarpsstöðvar jókst og papparassaljósmyndarar fengu hærra verð fyrir myndir sínar.

Er bú vitleysingurinn búinn að koma upp ákveðnu hagkerfi í kringum alla sína vitleysu.  Það virðist vera að eftir því sem hún sekkur dýpra í rugl of skít, þeim mun frægari og vinsælli verður hún.  Það er ekki ofsögum sagt að Kaninn á sér enga líka.  Enda þjóðfélagið hjá þeim eftir því rugl og aftur rugl.


mbl.is „Britneyjarhagkerfið“ vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbeisluð fegurð

Matthildur Helgadóttir. Matthildi Helgadóttur hefur verið boðið að halda erindi á 52. þingi kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna sem haldið verður í New York. Matthildur var ein af konunum sem fengu hugmynd að fegurðarsamkeppninni Óbeisluð fegurð sem haldin var í Hnífsdal fyrir tæpu ári síðan.

Maður verður bara stoltur af því að vera Vestfirðingur við svona fréttir.  Og enn gleðilegra er að komin skuli svona jákvæð frétt að vestan.  Það hefur verið fjallað alltof mikið um það neikvæða sem er að gerast á Vestfjörðum.  En svo fá nokkrar snjallar konur á Ísafirði svona snilldar hugmynd sem slær alveg í gegn.  Vonandi fáum við fleiri svona fréttir af Vestfjörðum.


mbl.is Óbeisluð fegurð til SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarleikhúsið

Engar stórfelldar breytingar verða gerðar á starfsemi Borgarleikhússins, segir Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn leikhússtjóri. Þó megi búast við einhverjum tilfæringum. Hann segist kveðja Leikfélag Akureyrar með trega, en hlakkar að sama skapi til að takast á við nýtt og spennandi verkefni.

Mikið vor þeir nú heppnir hjá Borgarleikhúsinu að ná í Magnús Geir Þórðarson sem leikhússtjóra, en eins og flestir vita þá hefur hann nánast gert kraftaverk hjá Leikfélagi Akureyrar.  Rifið það leikfélag upp svo vel, að það gefur stóru leikhúsunum í Reykjavík ekkert eftir.

Til hamingju Magnús Geir


mbl.is Ætlar að bretta upp ermar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupæði

Það var margt um manninn í Bónus á Seltjarnarnesi í morgun. Mikið fjölmenni var í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi í morgun, en þar hafa vörur verið seldar með miklum afslætti þar sem loka á versluninni. Mikil röð hafði myndast við verslunina þegar hún var opnuð í morgun og hefur verið örtröð þar síðan.

Það er ekki að spyrja að okkur Íslendingum þegar um verslun er að ræða.  Það verður nánast allt brjálað og æði rennur á fólk og svo er verslað og verslað.  En þegar heim er komið með allan varninginn vakna oft spurningar hjá fólki hvað eigi nú að gera við allar þessar vörur.


mbl.is Örtröð í Bónus á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paris Hilton

París Hilton á Sundance-hátíðinni 20. janúar.París Hilton sást koma út af næturklúbbi í Los Angeles í fyrrakvöld í fylgd konu sem ekki hefur verið nafngreind. Staðurinn heitir The Falcon Club og er vinsæll meðal lesbía. París, sem var með brúna hárkollu, og konan dularfulla leiddust hönd í hönd.

Alltaf hefur hún Paris Hilton lag á því að halda sér í umræðunni og nú er hún orðin lesbía.  Hvað verður næst ?  Annars er svolítið furðulegt að tala alltaf um Paris Hilton sem einhvern hótelerfingja, því hún mun ekki erf eitt einasta hótel.  Hilton-hótelkeðjan hefur fyrir löngu verið seld frá fjölskyldu Parisar Hilton og á í dag engin hótel.  En það hefur komið henni vel að hún væri erfingi að Hilton-hótelkeðjunni til að vera fullgild meðal ríka og fræga fólksins.


mbl.is París uppgefin á karlmönnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minning

Nú hafa borist þau sorglegu tíðindi að ein af mínum bloggvinkonum Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir hafi látist þann 21, janúar sl. aðeins tæplega 40 ára gömul.  Þrátt fyrir alla hennar baráttu við krabbameinið tapaði hún því stríði.  Þótt ég hafi aldrei hitt hana eða séð, þá var mjög skemmtilegt að lesa hennar skrif og fá að fylgjast menn hennar baráttu við krabbameinið.  Þótt hún væri orðin alvarlega veik voru skrif hennar mjög skemmtileg og alltaf sá hún skoplegu hliðarnar á hverju máli og gerði óspart grín að þessum krabba sem hafði tekið sér bólfestu í hennar líkama og ekki virtist hún hrædd við það sem framundan var a.m.k. kom það ekki fram í hennar skrifum.  Þótt ég þykist vita að oft hafi henni liðið illa.  En nú fáum við ekki lengur skemmtilegar sögur frá þessari hugrökku ungu konu og verður hennar örugglega sárt saknað héðan úr bloggheiminum.  Alltaf þegar maður fær svona fréttir vakna spurningar.  Af hverju hún?  Ég vona að litla dóttir hennar eigi góða að sem nú þurfa að styðja hana og styrkja.

Í mínum huga var Þórdís Tinna hetja og þannig mun ég minnast hennar um ókomna tíð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband