Reykjanesbrautin

Svæðisstjóri suðvestursvæðis hjá Vegagerðinni tekur undir þá gagnrýni að ástandið á á Reykjanesbrautinni megi vera betra. Framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar á 12 km kafla, þ.e. frá Strandaheiði að Fitjum, liggja nú niðri en vonir standa til að framkvæmdir geti hafist á ný í apríl.

Það er gott að Vegagerðin telur að ástandi mætti vera betra við þessar framkvæmdir.  En hvernig stendur á því að Vegagerð ríkisins tekur tilboði frá ákveðnum verktaka í svona framkvæmdir þegar vitað er að viðkomandi fyrirtæki er með allt niðrum sig hvað varðar fjármál.  Eru slík atriði ekkert skoðuð þegar gerðir eru samningar um svona stór verkefni.  Ég er nýfluttur til Sandgerðis frá Vestfjörðum og hrekk alltaf svolítið við þegar verið er að tala um Miðnesheiði og Strandaheiði.  Ég er búinn að búa hér í Sandgerði í rúm tvö ár og hef aldrei tekið eftir þessum heiðum og fer ég nú nokkuð oft frá Sandgerði til Reykjavíkur og á þá víst að hafa ekið yfir tvær heiðar sem ég tók hreinlega ekkert eftir.


mbl.is Ástandið má vera betra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Er eitthvað í orðabókum sem segir að heiði heiti ekki heiði nema hún nái ákveðinni hæð yfir sjávarmáli? Ég man þegar ég ólst upp í Keflavík, þá fórum við krakkarnir upp í heiði til að leika okkur og tína ber. Og varðandi Strandaheiðina, þá getur orðið ansi slæmt veður þar og til skamms tíma voru 2 eða 3 höft sem fennti í í slæmum veðrum þannig að vegurinn varð ófær.

Gísli Sigurðsson, 30.1.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Miðað við Vestfirði eru þetta ekki heiðar heldur smá hæðir.  Slæmt veður getur aldrei réttlætt að kalla einhvern stað heiði.

Jakob Falur Kristinsson, 30.1.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ok en hvenær er heiði heiði og hvenær er heiði ekki heiði?

Gísli Sigurðsson, 3.2.2008 kl. 18:29

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég á erfitt með að svara þessu Gísli, en mér finnst að 100-200 metra hæð yfir sjávarmáli þurfi að vera til að kalla einhvern stað heiði.

Jakob Falur Kristinsson, 4.2.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband