Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
29.1.2008 | 09:23
Spaugstofan og Ólafur F. Magnússon
Mikið hefur gegnið á varðandi síðasta þátt Spaugstofunnar og þeir gagnrýndir fyrir að ráðast á Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra og gera grín af hans veikindum og farið þar langt yfir strikið. Ég horfði á þennan fræga þátt og fannst hann mjög góður. Að fara yfir eitthvað strik í grínþætti er eitthvað sem ég ekki skil. Hvar liggur þetta strik? Auðvitað hefur fólki mismunandi húmor eins og gengur, en að tala um eitthvað strik sem liggi skýrt á milli þess hvað er húmor og hvað er ekki húmor, held ég að enginn viti hvar er. Spaugstofan hefur undanfarið skemmt okkur með gríni um atburði liðinna viku og oftast gert það mjög vel og þótt ég hafi ekki hlegið að öllu, þá hefur mér aldrei fundist að verið væri að fara yfir eitthvað strik. Fólk verður að athuga að Spaugstofan er grínþáttur og þar af leiðandi alltaf í stjórnarandstöðu bæði hjá ríki og borg, ef þeir væru ekki í stjórnarandstöðu væri þetta ekki grínþáttur, heldur áróðursþáttur. Ekki gat ég séð neitt í þessum þætti þar sem verið væri að gera grín af veikindum Ólafs. Heldur var grínið um allt fárið sem varð við meirihlutaskipti í borginni. Það voru Sjálfstæðismenn sem byrjuðu á þessu tali um veikindi Ólafs og vildu ekki mynda með honum meirihluta nema að hann færi í læknisskoðun. Á hinum fræga blaðamannafundi sem haldin var á Kjarvalstöðum var Ólafur spurður um sín veikindi og svaraði hann því til að slík spurning væri óviðeigandi. Ef Ólafur hefði nú haft vit á því að segja frá sínum veikindum á Kjarvalstöðum líkt og hann gerði í þættinum Mannamál hjá Sigmundi Ernir Rúnarssyni sl. sunnudagskvöld, hefði málið þar með verið úr sögunni og enginn verið að velta því meira fyrir sér. En hann valdi að þegja og vera nánast einfari í þessu máli og tók sér stöðu sem fórnarlamb árása og ofsókna. Bara það eitt að Ólafur vildi ekki svara spurningu um sín veikindi á blaðamannafundinum varð til þess að fólk fékk á tilfinninguna að hann vildi leyna einhverju. Sumir hafa gengið svo langt að segja þennan þáttur Spaugstofunnar sýna fordóma gagnvart fólki sem er með einhvern geðsjúkdóm. En ef einhver hefur látið í ljós slíka fordóma, þá er það Ólafur F. Magnússon borgarstjóri með því að vilja ekki ræða um sín veikindi á blaðamannafundinum. Ég er t.d. þunglyndissjúklingur eftir ýmis áföll í lífinu og þarf að taka reglulega lyf við því og skammast mín ekkert fyrir.
Það er eitt sem Ólafur Magnússon verður að skilja að um leið og hann verður borgarstjóri þá er hann um leið orðinn opinber persóna sem allir telja sig hafa rétt á að gagnrýna eða gera grín að og hann á ekki lengur neitt einkalíf. Hélt hann kannski að hann gæti bara sest inn á sína borgarstjóraskrifstofu og fengi að vera þar algerlega í friði. Hann hafði val um hvort hann vildi verða borgarstjóri eða fá að vera í friði með sitt einkalíf. Svo kemur Ólína Þorvaldsdóttir í sjónvarpinu og vill gera mikið úr því að Ólafur eigi börn sem hafi sennilega ekki verið skemmt yfir þessum Spaugstofuþætti en hún virtist gleyma því að það var gert grín að fleirum í þessum þætti. T.d. var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson látinn líta út eins og bjáni sem öllu gleymdi og ekkert fann, Björn Ingi var líka í þættinum og var að máta ný föt og með fullt af hnífum til að reka í bakið á mönnum. Eiga þessir menn ekki líka börn. Ég veit ekki hvað búið er að gera grín að mörgu fólki í þessum þáttum sem öll hafa átt börn. Ólína stóð líka í miklum slag þegar hún var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og varð fyrir mikilli gagnrýni sem verður alltaf miklu verri á minni stöðunum þar sem návígið er meira. Hlutu hennar börn skaða af því? Ég vona ekki. Spaugstofan hefur meira að segja gert grín að sjálfum útvarpsstjóranum, Páli Magnússyni, sem er þó þeirra vinnuveitandi og jafnvel forseta Íslands. Ég ætla segja að lokum; "Haldið áfram Spaugstofumenn, Það er enginn stjórnmálamaður svo heilagur að ekki megi gera grín að honum og er þá Ólafur F. Magnússon ekki undanskilin."
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 13:31
Hverjir eru við völd í Reykjavík ?
28.1.2008 | 11:26
Hlutabréf
Hlutabréf lækkuðu í Kauphöll Íslands þegar viðskipti hófust þar í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,57% á fyrstu mínútunum. Gengi bréfa SPRON hefur lækkað um 4,33% og bréf Exista um 2,24%. Þá hafa bréf viðskiptabankanna lækkað um 1,1-1,9%.
Það er alveg með ólíkindum hvað gert er mikið úr fréttum af lækkun hlutabréfa í Kauphöllinni. Vita þeir aðilar sem um þessi mál eru að fjalla ekki hvað hlutabréf eru. Margir þeirra sem eru að stunda þessi viðskipt hafa ekki kynnst öðru en sífeldum hækkunum og bankarnir hafa lánað mörgum aðilum stórfé til að kaupa sér hlutabréf og hafa fram að þessu látið nægja að taka bara veði í bréfunum sjálfum. Það er eðli hlutabréfa að geta bæði hækkað og lækkað í verði allt eftir afkomu þeirra fyrirtækja sem hlutabréf hafa verið keypt í. Nú þegar hlutabréfin lækka þá fara bankarnir að sjálfsögðu að ókyrrast og heimta aukin veð, því hlutabréfin standa ekki lengur undir því láni sem tekið var til að kaupa þau. Ef fólk getur ekki komið með aukið veð innkalla bankarnir hlutabréfin og selja síðan sem fyrst aftur og þá oft með einhverjum afföllum bara til að losna við þau og fá eitthvað upp í upphaflega lánið. Þetta veldur síðan því að aukið framboð leiðir til enn meiri lækkunar og sífellt fleiri og fleiri eru að missa sín bréf til bankanna. Þetta verður síðan að vítahring og gengi hlutabréfa fellur stöðugt. Það alvarlegasta í þessu er að sumir lífeyrissjóðir hafa verið að taka þátt í þessum leik og hætta þar með lífeyris fólks.
Hlutabréf lækka í Kauphöll Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 08:18
Vígvöllur
Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sagði í viðtali við Egil Helgason í Silfri Egils í Sjónvarpinu í gær að Morgunblaðið hefði kosið að nota Ólaf F. Magnússon sem skjöld í umræðunni um borgarmálin síðustu daga.
Það er nokkuð til í þessu hjá Degi, borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafa látið Ólaf F. Magnússon standa nánast einan í árásum og gagnrýni á hinn nýja meirihluta og ekki komið honum til varnar þegar á hefur þurft að halda og Morgunblaðið hefur notað Ólaf sem ástæðu fyrir því að þessi nýi meirihluti nýtur ekki stuðning nema tæplega 25% íbúa Reykjavíkur. Ólafur á sennilega að fá allar skammirnar en sjálfstæðismenn ætla sér hólið ef það verður einhvern tíma og sennilega springur þessi meirihluti á því að sjálfstæðismenn standa ekki heilir að baki Ólafi sem borgarstjóra eins og sést best á skrifum Morgunblaðsins.
Segir Morgunblaðið hafa gert Ólaf að vígvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 08:04
Umferðarbætur
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sagði á fundi sjálfstæðismanna um borgarmál að mislæg gatnamót á mörkum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fælu í sér að það yrði byggður stokkur sem lægi frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að Rauðarárstíg og annar stokkur sem lægi frá Miklubraut að gatnamótum við Bústaðaveg. Kostnaður við þessa framkvæmd yrði á bilinu 11-12. milljarðar.
Þá vitum við það, hinn nýi meirihluti ætlar að leggja höfuð áherslu á notkun einkabílsins í stað strætó. Hvað munar borgina um að leggja stokka víðsvegar um borgina til að umferðin gangi betur. Þetta eru ekki nema nokkrir milljarðar fyrir hvern stokk. En að tala um að þetta dragi úr mengun er nú eitthvað skrýtið því það er sama hvort bifreið er ekið eftir götunum eða í einhverjum stokkum þá verður alltaf sami útblástur frá bílunum og eitthvað verður hann að fara þótt umferðin sé komin í stokka. Þetta verður bara smá viðbót við allan kostnaðinn sem verður við að laga til Laugaveginn. Það er ósköp einfalt hjá formönnum einhverra nefnda að boða milljarða framkvæmdi til að gera Reykjavík að betri borg. En ætli það verði jafn auðvelt fyrir hinn nýja borgarstjóra að borga alla reikningana það á eftir að koma í ljós. Ég tel að þegar menn eins og Gísli Marteinn koma með svona tillögur ætti þeim að vera það skylt að benda á fjármögnunarleiðir um leið.
Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 07:32
Auð rými
Staðan hefur ekki batnað, því miður. Ef eitthvað er þá hefur hún versnað, segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, þegar hann er inntur eftir því hvernig gangi að ráða í þau 20-30 stöðugildi sem enn var óráðið í sl. haust.
Hvar eru nú öll loforðin, sem gefin voru fyrir síðustu kosningar um að bæta aðstæður aldraðra. Það er ekki nóg að byggja ný og ný dvalarheimili ef enginn vill vinna við á þessum stofnunum vegna lélegra launa. Laun þeirra sem eru að vinna í dag á lægstu töxtum verður að hækka. Nú nýlega sendi Hagstofan frá sér nýjar upplýsingar um framfærslukostnað einstaklings og þar kemur fram að sá kostnaður er talinn vera um 250 þúsund á mánuði eftir skatta, það er nettótekjur. Vitað er um fjölda fólks sem hefur ekki hærri laun en 125 til 150 þúsund á mánuði og eru það brúttólaun og er þá eftir að draga frá skatta, lifeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjald. Svo eru menn steinhissa að illa gangi að fá fólk til að vinna á þeim stöðum sem bjóða slík laun. Í komandi kjarasamningum var mikill vilji hjá stéttarfélögum að taka sérstaklega á þessu vandamáli en þá þurfti ríkið að koma að lausn kjaradeilunnar, sem hún hefur ekki fengist til ennþá.
Rými standa auð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 07:10
Aðför
SFR-stéttarfélag segist hafa orðið vitni að tilraunum einkafyrirtækja til að komast yfir upplýsingar um heilsufar ríkisstarfsmanna. Stéttarfélagið segir þetta vera alvarlega aðför að persónuvernd einstaklinga og hafnar öllum tilburðum einkafyrirtækja að safna slíkum upplýsingum kerfisbundið.
Þeir einstaklingar sem gefa kost á sér til æðstu embætta verða að vera undir það búnir að verða umtalaðir og gagnrýndir. Þetta virðist Ólafur F. Magnússon ekki skilja og viðbrögð hans eru í raun röng, eins og mjög vel fram í þætti á stöð 2 í gærkvöldi, en þar gagnrýndi hann mjög harkalega Spaugstofuna fyrir að gera grín að sér. Annað hvort er Ólafur svo barnalegur í hugsun eða hann er svona frekur nema hvortveggja sé. Maðurinn er nú orðinn borgarstjóri í Reykjavík og það eitt nægir til að menn verða að sætta sig við gagnrýni. Svo til að gera illt verra er hann að reyna að svara þessari gagnrýni, sem verður til þess að hún eykst, einnig gaf hann í skyn í þættinum í gær að hann ætlaði að hafa upp á þeim aðilum sem stæðu fyrir gagnrýninni og væntanlega koma fram hefndum. Veikindi Ólafs eru algert aukaatriði í þessu máli. Þunglyndi er ekkert til að skammast sín fyrir og gerir bara slíkum sjúklingum lífið betra að ræða um hann. Ég er t.d. þunglyndissjúklingur sem haldi er í skefjum með lyfjum og skammast ekkert fyrir það og ekki á ég von á að þunglyndissjúklingar sem hafa leitað til Ólafs, sem læknis, að hann hafi ráðlagt þeim að forðast að einhver kæmist að því að viðkomandi væri haldinn þunglyndi og ætti bara að vera heima og liggja upp í rúmi með breitt yfir haus. Eins og ég sagði áður þá er Ólafur nú orðin borgarstjóri í Reykjavík og á slíkum toppum næðir oft um menn og konur. Því verður viðkomandi bara að taka og sætta sig við. Ef Ólafur hefði strax í byrjun upplýst um sín veikindi, þá hefði sú umræða aldrei farið af stað og sætta sig við að Sjálfstæðismenn krefji hann um upplýsingar um hans veikindi er slík ósvífni að hann átti aldrei að taka það í mál. Fyrst Ólafur stenst ekki álagið á fyrstu dögum sem borgarstjóri við hverju má þá búast þegar meira reynir á hann í þeirri stöðu og miðað við fyrstu viðbrögðum núna mætti ætla að maðurinn væri ekki kominn í andlegt jafnvægi og því ekki búinn að sigrast á sínum veikindum.
Aðför að persónuvernd einstaklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2008 | 18:36
Fara Vestfirðir í eyði ?
27.1.2008 | 10:54
Verkfæri
Alþjóðlegi verkfæraframleiðandinn DeWalt hélt nýverið ráðstefnu og sýningu hér á landi þar sem ríflega 350 viðskiptavinum frá Norðurlöndunum var boðið til Íslands.
Það þarf ekki að koma á óvart að verkfæraframleiðandi haldi ráðstefnu hér á landi. Ætli við íslendingar eigu ekki eitt metið enn og nú í verkfærakaupum. Því eitthvað þarf nú af verkfærum í allar þær byggingaframkvæmdir sem eru hér í gangi og ekkert lát virðist vera á. Það virðist engu máli skipta hvort einhver kaupandi sé að öllum þessum nýbyggingum. Það er bara byggt og byggt að því virðist bara til að byggja. Enda er höfuðborgarsvæðið eins og heill skógur af byggingarkrönum og þúsundir nýrra íbúða standa auðar og óseldar.
DeWalt valdi Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2008 | 09:17
Eftirminnilega ferð
Árið 1984 fórum við þrír félagar í ótrúlegt ferðalag sem átti eftir að vera ansi skrautleg og enn í dag skammast ég mín fyrir. Auk mín voru þetta stjórnarmaður þess fyrirtækis sem ég var framkvæmdastjóri fyrir á Bíldudal og fyrrverandi framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins á Patreksfirði sem þá var atvinnulaus. Ferðin byrjað á því að við flugum frá Bíldudal til Reykjavíkur og gistum þar í nokkrar nætur á Hótel Sögu. Á þessum tíma stóð yfir verkfall hjá opinberum starfsmönnum og á leið til Keflavíkurflugvallar var okkur sagt að óvíst væri hvort hægt yrði að fljúga en það slapp nú allt sem betur fer og fórum við frá Keflavík til Kaupmannahafnar og var ekki ætlunin að stoppa þar neitt, heldur ætluðum við að fljúga til Hamborgar og fara þaðan til Bremenhaven þar sem togarinn sem ég gerði út var að selja fisk. En þar sem nokkur bið var á næsta flugi til Hamborgar tékkuðum við okkur inn og okkar farangur en ákváðum síðan að skreppa í miðbæ Kaupmannahafnar á meðan við biðum og tókum leigubíl og settumst síðan inn á pöbb og fengum okkur bjór. Patreksfirðingurinn fór nú að segja okkur að hann þyrfti að kaupa sér skó, við hinir sögðum honum að skreppa í næstu skóbúð og við myndum bíða þarna á meðan. En eitthvað varð vinurinn vandræðalegur og sagði að annar hvor okkar yrði að koma með og lána sér fyrir skónum. Við störðum undrandi á manninn og sögðum "Hvað er þetta maður ertu ekki með neina peninga með þér og nær öll ferðin framundan?" Hann fór í vasann og dró upp nokkra seðla sem okkur taldist til að væru um 10 þúsund íslenskar krónur og sagðist ekki hafa átt til meiri peninga. Okkur var farið að líða vel af bjórnum og sögðum honum að það væri ekkert mál að kaupa fyrir hann skó og fórum við nú allir í næstu skóverslun og keyptum skó á manninn. Ákváðum síðan að drífa okkur aftur út á flugvöll til að missa ekki af fluginu, þegar þangað kom var okkur sagt að bíða því það væri seinkun á fluginu og svo væri búið að bóka alltof marga í þetta flug svo við yrðum að vera nógu snöggir þegar kallað yrði í flugið okkar, en ef við misstum af þessu flugi, væri önnur vél tveimur tímum seinna. Nú var ekkert annað að gera en að fara á barinn og kaupa sér bjór og koma sér vel fyrir þar sem við sáum vel á skiltið sem sýndi allar brottfarir. Nokkuð mörgum bjórum seinna með tilheyrandi salernisferðum, kom allt í einu á skiltið flugið til Hamborgar og við heyrðum kallað í hátalarakerfið tilkynningu um brottför.
Patreksfirðingurinn ákvað að bíða eftir næsta flugi því hann nennti ekki að standa lengi í biðröð, en við hinir hlupum við af stað og var þá komin alllöng biðröð sem þokaðist hægt inn í flugvélina, þegar við erum við það að stíga um borð er tilkynnt að aðeins sé pláss fyrir einn farþega í viðbót. Þar sem ekki var tími til að ræða málið mikið og köstuðum við upp pening um hvor okkar fengi þetta lausa sæti og vann ég og fór um borð í vélina og kom mér vel fyrir, ég var með poka sem var fullur af bjór, víni og sígarettukarton sem ég hafði keypt í fríhöfninni á Kastrup. Fljótlega eftir að vélin var komin í loftið fór ég að gæða mér á þeim varningi sem var í pokanum og varð fljótt mjög drukkinn. Þetta var flugvél sem var mjög lík þeim vélum og flugu til Bíldudals fór ég fljótlega að ruglast og fannst um tíma að við værum að fljúga til Bíldudals en fannst þó ég ekkert kannast við neitt þegar ég horfði út um gluggann á flugvélinni. Þegar við lentum síðan í Hamborg og var ég þá orðinn mjög drukkinn og aðstoðaði flugfreyjan mig að komast út úr flugvélinni og í gegnum tollafgreiðslu og út úr flugstöðinni og náði ég þar í leigubíl. Þegar ég er sestur inn í bílinn spyr bílstjórinn, hvort ég sé ekki með neinn farangur og áttaði ég mig þá á því að ég hafði steingleymt honum og fórum við saman aftur inn í flugstöðina og þar skröltu 3 ferðatöskur á færibandinu og átti ég eina en ferðafélagar mínir hinar og tókum við þær allar og fórum aftur í leigubílinn. Síðan var haldið af stað og þegar ég sagði bílstjóranum sem var Tyrki, að aka mér á ákveðið hótel í Bremenhaven, horfði hann lengi undrandi á mig og sagði að það væri nú ansi langt og hvort ég ætti til peninga fyrir bílnum, ég sagði honum að hafa engar áhyggjur af því og spurði hvað þetta myndi kosta og þegar hann sagði mér upphæðina, bað ég hann að fara í næsta hraðbanka, þar sem ég tók út pening út af kreditkorti mínu og lét hann hafa nálægt því sem þetta átti að kosta. Þar sem komið var kvöld og orðið dimmt þegar við ókum út úr Hamborg var lítið að sjá nema skógur og aftur skógur. Þegar við höfðum ekið þó nokkuð lengi fannst mér þetta orðið eitthvað skrýtið og fór að spyrja Tyrkjann hvort hann rataði þetta örugglega, ég væri hræddur um að hann væri að fara einhverja vitleysu. Eitthvað misskildi hann mig og taldi að ég væri að kalla sig vitleysing og reiddist heiftarlega, og við lentum í hörku rifrildi, sem endaði með því að hann stoppaði allt í einu bílinn og skipaði mér út og ég gæti bara gengið. Það var nú ekki gæfulegt að fara þarna út langt inn í einhverjum skógi og kolsvarta myrkri, ég bað hann að láta ekki svona og sagðist vera búinn að borga honum fyrir að aka mér til Bremenhaven og ég færi ekkert út og hann skyldi bara halda áfram. Hann rauk þá út úr bílnum og opnaði hurðina mín megin og skipaði mér út og enn neitaði ég og átti nú alveg eins von á að lenda í slagsmálum við hann. Þar sem hann var orðinn brjálaður af reiði bað ég hann að setjast aftur inn í bílinn og ég skildi gefa honum eitt karton af sígarettum og féllst hann loks á það. Eftir þennan atburð þorði ég ekki að nefna neitt frekar hvað varðaði aksturinn og svo fór að lokum að við komum til Bremenhaven og þá var eftir að finna hótelið, sem hafðist þó að lokum og bílstjórinn hjálpaði mér með allar töskurnar inn í lobbýið og viti menn situr ekki þar skipstjórinn á togaranum og hef ég sjaldan verið eins feginn að sjá nokkurn mann. Tyrkinn kvaddi mig og bað mig að fyrirgefa ef hann hefði verið dónalegur og gerði ég það og varð ekki meira mál úr því. Skömmu síðar er kallað á mig í símann og voru það ferðafélagarnir sem höfðu orðið eftir á Kastrup og sögðust þeir vera komnir til Hamborgar en fyndu ekki töskurnar sínar. Ég sagði þeim að ég væri með þær og allt væri í lagi, ég væri bara að fá mér bjór með skipstjóranum en skipshöfnin væri vist að skemmta sér á einhverri búllu og við myndum bíða eftir þeim þarna á hótelinu. Um tveimur tímum síðar komu svo ferðafélagarnir og höfðu þeir lent í því sama og ég, að leigubílstjóri þeirra gekk illa að finna hótelið og sá sem var frá Bíldudal og sat aftur í bílnum og var orðinn nokkuð drukkinn og hafði sofnað, þegar hann síðan vaknaði heldur betur ringlaður spurði hann hvað væri að ske og fékk þá að vita að bílstjórinn fyndi ekki hótelið, leit hann út um gluggann og sagði "Þetta hús er Umferðarmiðstöðin og haltu bara aðeins áfram og þá sést Hótel Saga" síðan steinsofnaði hann aftur. En á hótelið komust þeir og eftir að við vorum búnir að fá okkar herbergi var ákveðið að fara með skipstjóranum og hitta skipshöfn togarans og taka þátt í gleðskapnum. Ekki man ég mikið eftir þessari nótt en vaknaði þó morguninn eftir á mínu hótelherbergi, svo kom auðvitað að því að togarinn fór af stað heim og við félagarnir héldum áfram okkar ferðalagi en áður hafði ég farið í verslunarleiðangur og keypt föt á börnin mín og eiginkonu og fékk að setja það um borð í togarann. Því mér fannst alveg nóg að vera með eina ferðatösku. Nú var tekin lest frá Bremerhaven til Hamborgar og fórum við þar á gott hótel og eftir að við höfðum fengið okkar herbergi og fengið okkur að borða var ákveðið að kíkja aðeins á næturlífið og fórum við á svokallaðan Rebenhofsbahnen sem er aðal skemmtanahverfi Hamborgar og röltum við þar um og ákváðum síðan að fara inn á einn staðinn. Fengum þar ágætis borð og pöntuðum okkur bjór, fljótlega komu þrjár dömur og spurðu hvort þær mættu setjast hjá okkur og var það sjálfsagt mál og einnig þegar þær báðu um að fá að panta eina vínflösku á borðið. Ekki höfðum við mikinn áhuga á þessum dömum og ákváðum að fá reikninginn og fara. Þegar reikningurinn kom brá okkur heldur betur, því flaskan sem þær höfðu pantað og mér fannst nú bara vera sykurvatn, kostaði 40 þúsund ísl. krónur og við neituðum að borga og ætluðum að ganga út en erum þá stoppaðir af þremur stórum náungum sem skipa okkur aftur að borðinu og borga. Sáum við þá að ekkert þýddi að þrasa um neitt, við höfðu greinilega verið plataðir herfilega svo við áttum ekkert annað svar en að borga helvítis reikninginn. Ekki dró þetta neitt úr okkur kjarkinn við að halda ferðalaginu áfram og fórum við á hótelið til að sofa og ætluðum að ræða framhaldið um morguninn eftir. Í morgunmatnum sátum við allir frekar þreytulegir og lystalausir en þjóninn bjargaði okkur með nokkra bjóra og þótt fólk í kringum okkur væri að horfa eitthvað undarlega á þessa þrjá menn sem fengu sér bjór með morgunmatnum vorum við ekkert að velta því fyrir okkur. Við hresstustum allir vel af bjórnum og fórum nú að plana næsta áfanga og niðurstaðan varð sú að panta flug frá Hamborg til London og gistingu þar. Á flugvellinum í London tókum við leigubíl á hótelið og tékkuðum okkur inn og komum dótinu inná herbergin og síðan var ákveðið að fara í miðborgina og skoða lífið og þótti okkur að sjálfsögð kurteisi að koma við á hinum ýmsu pöbbum og fá okkur bjór. Eftir mikið labb um hinar ýmsu verslunargötur var þreytan farin að segja til sín og því ákveðið að taka leigubíl heim á hótelið og borða þar um kvöldið og fara snemma að sofa. Vorum við síðan nokkra daga í London á þessu fína hóteli og alltaf sama rútínan, borðaður morgunmatur og drukkinn bjór með og þurftum við nú ekki lengur að hafa fyrir því að biðja sérstaklega um bjórinn, því að um leið og við vorum sestir við eitthvað borð í morgunverðarsalnum kom þjóninn alltaf með bjórinn áður en kaffið og morgunmaturinn kom. Síðan var farið niður í miðborg og kíkt á krárnar og yfirleitt borðuðum við hádegismat á einhverri þeirra. Á þessum tíma var sá siður í Englandi að ölkrárnar máttu ekki selja áfenga drykki á milli 12 til 16 en við vorum nokkuð fljótir að finna út úr því að inn í flestum hliðargötunum voru krár sem ekkert mark tóku á þessu banni og stunduðum við þær stíft. Þarna var auðvitað nokkuð um ansi skuggalegt lið, en við skiptum okkur ekkert af því og vorum alltaf látnir í friði, nema að kannski einn og einn sem bað okkur að hjálpa sér fyrir einum bjór og það þótti okkur nú lítið mál. Áður en við fórum að heiman hafði elsti sonur minn sem var 14 ára beðið mig að ef ég færi til London að kaupa fyrir sig íþróttagalla og hafði fundið í einhverju blaði heimilisfang þar sem saumaðir voru búningar á liðið Liverpool, sem var hans uppáhaldslið. Daginn áður en við ætluðum að fara heim var ákveðið að fara og kaupa þennan íþróttagalla og þótt félagar mínir fullyrtu við mig að ég gæti fengið svona galla í íþróttarbúð varð mér ekki haggað, gallinn yrði keyptur á þeim stað sem drengurinn hafði beðið um. Var það því úr að eftir morgunmatinn pöntuðum við leigubifreið og ég sýndi bílstjóranum miðann með heimilisfanginu. Hann fór eitthvað að nöldra að þetta væri svo langt að það væri miklu ódýrara fyrir okkur að fara alla þessa leið með neðanjarðarlest. Ég sagði honum að við mættum ekkert vera að því og hann skyldi bara aka okkur á þennan stað og fá greitt fyrir. Síðan var haldið af stað og ekið og ekið, þegar hann hafði ekið í rúman klukkutíma spurði ég hann hvort við færum nú ekki að nálgast staðinn og fékk það svar að enn væri um hálftími eftir. Nú var þynnkan farinn að gera vart við sig auk þess sem mig var farið að langa óstjórnlega í sígarettu, en skömmu síðar stoppar bílinn fyrir framan mjög hrörlegt hús og segir að þetta er hérna og benti á húsið. Við sáum að það var pöbb hinum megin við götuna og þar sem við töldum að sennilega yrði erfitt að fá leigubíl aftur á þessum stað báðum við bílstjórann að bíða eftir okkur en sögðum að við þyrftum að skreppa inn á pöbbinn fyrst. Hann fór eitthvað að nöldra að þetta kostaði nú þegar orðið talsverða upphæð og greiddum við honum hana og sömu upphæð til að aka okkur til baka auk þess 50 pund fyrir að bíða eftir okkur. Var þá sest inná pöbbinn og eftir nokkra bjóra var heilsan komin í nokkuð gott lag og við töldum nú að okkur væru allir vegir færir og ekkert mál að fara ínn í húsið. Húsið virtist vera nánast að hruni komið og utan á því var mjög hrörlegur járnstigi og þegar við komum inn var þar ekki nokkurn mann að finna en greinilegt að þarna bjuggu útigangsmenn og því nokkuð ljóst að þarna fengist ekki neinn íþróttagalli. Vorum við því fljótir að forða okkur út og ég bað leigubílstjórann að aka okkur í næstu íþróttarbúð og þar keypti ég loksins íþróttagallann. Síðan fórum við aftur á hótelið og fórum að huga að því hvernig við kæmumst heim. Eftir nokkuð mörg símtöl var ljóst að verkfallið á Íslandi hafði sett flestar áætlanir úr skorðum, en samt var möguleiki á að fá far daginn eftir með vél frá Glasgow en við yrðum að fljúga þangað með bresku félagi og taka síðan íslenska vél heim. Morguninn eftir lögðum við af stað og á flugvellinum í London var okkur sagt að við gætum tékkað allan farangurinn beint til Keflavíkur og þyrftum þar af leiðandi ekkert að hugsa um hann í Glasgow. Þegar við komum til Glasgow var nokkurra klukkustunda bið eftir fluginu heim og þar sem við vissum að fríhöfnin heima var lokuð vegna verkfallsins og engin fríhöfn á vellinum í Glasgow, ákváðum við að skreppa aðeins í borgina og kaupa bjór ,vín og sígarettur og fengum við leigubíl og báðum hann að aka okkur í slíka verslun. Þegar þangað kom báðum við um þrjá klassa af sterkasta bjórnum sem til væri í búðinni, þrjár lítersflöskur af Vodka og þrjú karton af sígarettum. Konan sem þar var við afgreiðslu sagði því miður þá er ekki til bjór í kössum aðeins dósir. Patreksfirðingurinn brást hinn versti við og sagði við konuna á ensku "Helvítis kjaftæði er þetta, bjórinn hlýtur að koma í þessa verslun í kössum en ekki bara ein og ein dós" Konan sagði þá "I see you mean a boxes from a stock from lagers." Þá fengum við loksins það sem okkur vantaði, auk þess sem Patreksfirðingurinn keypti slatta af wisky-pelum sem hann tróð í alla vasa á frakkanum sem hann var í. Nú var brunað á flugvöllinn aftur og bar þar tími fyrir nokkra bjóra áður en yrði farið að innrita í vélina, en að því kom nokkru síðar og þegar röðin kom að okkar félögum og við beðnir að láta farangurinn á vigtina og þar sem okkar farangur hafði verið innritaður í London vorum við aðeins með bjórkassana en pokana með víninu og tóbakinu ætluðum við að hafa sem handfarangur. Sú sem var að innrita okkur horfði undrandi á bjórkassana og spurði "Hva eruð þið ekki með neitt annað en þetta?"Nei ,nei aðeins þetta sögðum við og tókum eftir að fólkið í kringum okkur horfði all undarlega á okkur en við fórum síðan um borð um flugvélina. Eftir eðlilegan flugtíma var lent í Keflavík og töldum við að nú værum við öruggir og komnir heim. En annað átti nú heldur betur eftir að koma í ljós. Þegar við erum að fara í gegnum tollskoðun reka tollverðir augun í að bjórinn er mjög sterkur og skoðuðu síðan í pokana og sögðu jæja þetta er allt í lagi þótt bjórinn sé eitthvað yfir mörkunum, en biðja okkur aðeins að bíða og fara að yfirheyra Patreksfirðinginn og spyrja hvort að öruggt sé að hann sé ekki með neitt í vösunum og hann harðneitar og fara þeir þá að leita á honum og tína úr frakkanum hvern wiskypelan eftir annan og segja við okkur hina að fyrst þetta hafi komið upp verði þeir nú að fara algerlega eftir reglunum varðandi bjórinn. Þeir yrðu að taka eina kippu úr hverjum kassa og nú ætluðum við aldeilis að vera sniðugir og sögðum þeim að þar sem við værum ekki komnir inn í landið ætluðum við að drekka þessa bjór kippu áður en við færum í gegn. Þá sögðu þeir okkur, þar sem við værum viljandi að valda töfum yrðum við að greiða allan kostnaðinn við að láta þá bíða eftir okkur. Ákváðum við þá að sætta okkur við orðinn hlut og fórum í gegn. En Patreksfirðingurinn sem reyndar var fæddur og uppalinn í Keflavík þekkti því flesta þessa tollverði og taldi sig ansi valdamikinn innan ákveðins stjórnmálaflokks, hreytti út úr sér: "Þið þurfið ekki að mæta í vinnu á morgun, ég fer beint í að láta reka ykkur alla." Þegar út var komið beið þar enn flugrútan og bílstjórinn hundskammaði okkur og allir voru að spyrja um hvað hefði verið að ske hjá okkur í tollinum. Við kusum að segja ekki eitt einasta orð á leiðinni til Reykjavíkur og þegar þangað var komið fórum beint á Hótel Sögu. Daginn eftir flugum við tveir til Bíldudals en hinn þriðji fór heim til sín í Keflavík. Þar með lauk þessari ferð. Ég man ekki hvað oft við þurftum að hringja heim til að fá hækkaða heimildir á okkar Visakortum en það var ansi oft auk þess sem að umboðsmaðurinn í Bremenhaven og sá um söluna úr togaranum hafði lánað mér persónulega talsverða peninga. Þegar heim var komið og kostnaður tekinn samann þá hafði þessi ferð kostað okkur 1,5 milljónir á mann og lenti sá kostnaður að mestu á okkur Bílddælingunum, því sá þriðji átti aldrei til neinn pening. Ég vildi að ég ætti þann pening í dag.
Spaugilegt | Breytt 30.7.2008 kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
Nýjustu færslurnar
- Ísland á válista ...
- Kalt framundan?
- Óljós eftir Geir Sigurðsson - saga af lúða
- Segir Trudeau af sér?
- Jón Sigurðsson soldáti við íslenska herinn
- Gestirnir í geimnum eru tilbúnir með sinn CONTACT ef að við jarðarbúarnir erum tilbúin:
- 2024 kemur aldrei aftur.
- Annar í jólum - 2024
- Kirkjan er umbúðir, með nýtt innihald. Innihald í andstöðu við umbúðirnar.
- Bæn dagsins...