Fara Vestfirðir í eyði ?

Stöðugt fækkar fólki á Vestfjörðum og atvinna dregst þar stöðugt saman og ef ekkert verður að gert er ekki annað að sjá en Vestfirðir leggist í eyði.  Ríkisstjórnin geri ekkert til aðstoðar og virðist násast sama um þennan landshluta.  Ástæðan fyrir byggð á Vestfjörðum er ósköp einföld, þessi sjávarþorp og bæir urðu til vegna nálægðar við góð fiskimið og sjósókn og fiskvinnsla bjó þessa byggðir til.  Einnig kom til mjög góð rækjumið í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði og í kringum þann veiðiskap varð til mikil og öflug starfsgrein sem skapaði fjölda starfa.  Síðar bættist við veiðar og vinnsla á hörpudiski sem treysti enn frekar undirstöðu byggðar.  Nú þegar mjög fáir hafa heimildir til að veiða fisk og ekki má lengur veiða rækju eða hörpudisk fækkar störfum eðlilega og samdráttur hefst og þegar hann byrjar þá smitast það líka út í þjónustufyrirtækin og þar fækkar einnig störfum.  Það var á sínum tíma skipuð sérstök nefnd af hálfu forsætisráðherra og sú nefnd skilaði af sér svokallaðri Vestfjarðarskýrslu.  Ef ég man það rétt þá voru tillögur um 80 ný störf á Vestfjörðum og flest á Ísafirði og eitt eða tvö í Bolungarvík en ekkert á suðursvæðinu.  Ég held að ekkert af þessu hafi komið til framkvæmda ennþá.  Það er oft bent á að atvinnuleysi mælist lítið á Vestfjörðum og er það alveg rétt.  Ástæða þess er sú að fólk getur hreinlega ekki framfleytt sér á atvinnuleysisbótum, því Vestfirðir eru sá landshluti sem dýrast er að búa á og fólk flytur bara í burtu til þeirra staða þar sem vinnu er að hafa.  Eina besta aðstoðin sem Vestfirðir hafa fengið er þegar Jóhannes í Bónus opnaði verslun á Ísafirði á sínum tíma.  Það létti verulega undir með mörgum fjölskyldum á Vestfjörðum ekki munu þeir Bónusfeðgar hafa fengið miklar þakkir fyrir hjá stjórnvöldum.  Heldur voru stjórnvöld á fullu að reyna að koma þeirra rekstri á hausinn.  Það voru nú allar þakkirnar sem þeir feðgar hafa fengið hjá íslenskum stjórnvöldum, þótt margsannað sé að ekkert hefur fært fólki á Íslandi meiri kjarabót en verslunarrekstur þeirra feðga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt hjá þér Magnús, að vegakerfið á Vestfjörðum er ónýtt.  Það hefði þótt gott fyrir nokkrum áratugum en ekki árið 2008.

Jakob Falur Kristinsson, 28.1.2008 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband