Aðför

 Mynd 450467                         SFR-stéttarfélag segist hafa orðið vitni að tilraunum einkafyrirtækja til að komast yfir upplýsingar um heilsufar ríkisstarfsmanna. Stéttarfélagið segir þetta vera alvarlega aðför að persónuvernd einstaklinga og hafnar öllum tilburðum einkafyrirtækja að safna slíkum upplýsingum kerfisbundið.

Þeir einstaklingar sem gefa kost á sér til æðstu embætta verða að vera undir það búnir að verða umtalaðir og gagnrýndir.  Þetta virðist Ólafur F. Magnússon ekki skilja og viðbrögð hans eru í raun röng, eins og mjög vel fram í þætti á stöð 2 í gærkvöldi, en þar gagnrýndi hann mjög harkalega Spaugstofuna fyrir að gera grín að sér.  Annað hvort er Ólafur svo barnalegur í hugsun eða hann er svona frekur nema hvortveggja sé.  Maðurinn er nú orðinn borgarstjóri í Reykjavík og það eitt nægir til að menn verða að sætta sig við gagnrýni.  Svo til að gera illt verra er hann að reyna að svara þessari gagnrýni, sem verður til þess að hún eykst, einnig gaf hann í skyn í þættinum í gær að hann ætlaði að hafa upp á þeim aðilum sem stæðu fyrir gagnrýninni og væntanlega koma fram hefndum.  Veikindi Ólafs eru algert aukaatriði í þessu máli.  Þunglyndi er ekkert til að skammast sín fyrir og gerir bara slíkum sjúklingum lífið betra að ræða um hann.  Ég er t.d. þunglyndissjúklingur sem haldi er í skefjum með lyfjum og skammast ekkert fyrir það og ekki á ég von á að þunglyndissjúklingar sem hafa leitað til Ólafs, sem læknis, að hann hafi ráðlagt þeim að forðast að einhver kæmist að því að viðkomandi væri haldinn þunglyndi og ætti bara að vera heima og liggja upp í rúmi með breitt yfir haus.  Eins og ég sagði áður þá er Ólafur nú orðin borgarstjóri í Reykjavík og á slíkum toppum næðir oft um menn og konur.   Því verður viðkomandi bara að taka og sætta sig við.  Ef Ólafur hefði strax í byrjun upplýst um sín veikindi, þá hefði sú umræða aldrei farið af stað og sætta sig við að Sjálfstæðismenn krefji hann um upplýsingar um hans veikindi er slík ósvífni að hann átti aldrei að taka það í mál.  Fyrst Ólafur stenst ekki álagið á fyrstu dögum sem borgarstjóri við hverju má þá búast þegar meira reynir á hann í þeirri stöðu og miðað við fyrstu viðbrögðum núna mætti ætla að maðurinn væri ekki kominn í andlegt jafnvægi og því ekki búinn að sigrast á sínum veikindum.


mbl.is Aðför að persónuvernd einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband