Kaupæði

Það var margt um manninn í Bónus á Seltjarnarnesi í morgun. Mikið fjölmenni var í verslun Bónuss á Seltjarnarnesi í morgun, en þar hafa vörur verið seldar með miklum afslætti þar sem loka á versluninni. Mikil röð hafði myndast við verslunina þegar hún var opnuð í morgun og hefur verið örtröð þar síðan.

Það er ekki að spyrja að okkur Íslendingum þegar um verslun er að ræða.  Það verður nánast allt brjálað og æði rennur á fólk og svo er verslað og verslað.  En þegar heim er komið með allan varninginn vakna oft spurningar hjá fólki hvað eigi nú að gera við allar þessar vörur.


mbl.is Örtröð í Bónus á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum að verða eins og Ameríkanar...afsláttarslá=Stokkið þangað og keypt og keypt og keypt. :) Ég var að horfa á Opru um daginn og það varr einmitt ein kona sem var verið að fjalla um. Hún er með kaupæði og kaupir hvað sem er sem er á afslætti þó svo að hún viti ekkert hvað hún á að gera við þetta dót. Hún (eða uppkomin börnin hennar) báðu Opru um hjálp. Ruslið sem safnaðist var víst 75 TONN!!!  Það er framhald af þessum þætti í næsta þætti og ég bara get varla beðið eftir að sjá hann. Vó, ég er komin með ritgerð. :) Sorry...hahaha.

Kolla 29.1.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já græðgin ríður ekki við einteyming hjá þessari þjóð Jakob minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er alveg ótrúlegt. Við högum okkur eins og að við komumst ekki í verslun næsta árið, þegar um afslátt eða útsölu er að ræða. Þa er engin að velta fyrir sér fyrningu vörunnar. VIÐ ERUM GRÁÐUM ÞJÓÐ. Ekki spurning.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.1.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Fröken M

Afsakið. Ég held að fólk sem að leggur svona hrylling á sig í Bónus þjáist ekki af græðgi. Það þarf líklega að spara hverja krónu og sér þarna góða leið til þess.

Fröken M, 29.1.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ég er nú alveg sammála fröken M, ég held að mörgum okkar veiti bara ekkert af því að komast á svona útsölu, hélt nú samkvæmt því sem þú hefur skrifað hér fyrir nokkru Jakob að þú skyldir það manna best, fannst á einhverjum tímapunkti í blogginu þínu að þér þætti aumt að fá ekki meira út úr bótunum þínum, sem er ALVEG HÁRRÉTT, en hve margir eru það sem eiga rétt til hnífs og skeiðar eins og sagt var í denn. Held að við ættum ekkert að vera gera lítið úr þessu kaupæði, annað ef það hefði verið leikfangaverslun e.þ.u.l.

Góð kveðja

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.1.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jakob skilur það alveg að við þurfum að spara, og margir fara bara til að ná sér í ódýran mat,
en þá dettur mér í hug, ef að fólk á litla peninga
fyrir hvað hamstrar það þá mat,
ég veit sjálf hvað það er að vera blönk
og þó maður eigi vísa kort þá þarf að borga það.
Ekki ætla ég að setja út á neinn, en  Íslendingar eru gráðugasta fólk í heimi, ef það er útsala eða tilboð þá tryllist allt.
Fólk er að kaupa það sem því vantar ekki.
hjá mér er það þannig, ég fer í búð er ég þarf þess og kaupi það sem mig vantar, yfirleitt á ég nægan fisk og kjöt í frystir og brauð á ég alltaf í frystiskápnum. fatabúðir fer ég helst ekki í nema tvisvar á ári,
ég þoli ekki svona búðarferðir.
                           Kveðja frá Húsavíkinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2008 kl. 16:08

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já það er satt...Íslendingar eru gráðugastir allra þjóða...Ég hef ferðast víða um heiminn en aldrei hitt fólk sem líkist Íslendingum...Í græðginni.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 16:26

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt að ég hef skrifað mikið um kjör öryrkja og hvað erfitt er að lifa á örorkubótum.  En þið skulið ekki að- reyna að telja að það hafi verið fatlaðir öryrkjar eða ellilífeyrisþegar sem biðu fyrir utan þess verslun hjá Bónus í morgun.  Fyrir það fyrsta á ég erfitt með að versla þar sem troðningur er mikill og manni hrint til og frá og dettur jafnvel í gólfið og lætin eru svo mikil að enginn má vera að því að hjálpamanni á fætur.  Svo er líka annað að lífeyrisþegar hafa ekki efni á að hamstra mikið af vörum.  Það er mikill munur á að gera skynsöm innkaup eða versla nánast hvað sem er í brjáluðu kaupæði.  Hvernig var t.d. þegar hinar risavöxnu leikfangabúðir voru opnaðar fyrir jólin.  Það varð allt brjálað ekki voru það fátækir lífeyrisþegar.  Eitt er að vera fátækur og annað að haga sér eins og fífl.

Jakob Falur Kristinsson, 29.1.2008 kl. 16:44

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það varð leiðindar villa í einni setningunni, sem ég ætla að leiðrétta, en hún á að hljóða svona  "Þið skulið ekki reyna að telja mér  trú um að það hafi verið fatlaði öryrkjar og lífeyrisþegar, sem biðu fyrir utan Bónus í morgun."

Jakob Falur Kristinsson, 29.1.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Fröken M

1. Hvernig ættir þú að geta vitað hverjir voru þarna í búðinni í dag og hverjir voru þar ekki.

2. Hvernig ættir þú að geta vitað hvað þeir keyptu og keyptu ekki, eða í hvaða magni?

3. Hvernig ættir þú að geta vitað hvort þeir voru í "brjáluðu kaupæði" eða kannski bara að reyna að byrgja sig upp af dósamat á vænum afslætti?

Síðan er tilgangslaust að fara að tala um dótabúðir í þessu tilliti. Þetta er matvörubúð og það þurfa allir að borða. Það var fullt af gömlu fólki þarna í dag. Það er að segja ef það er þá meira að marka myndskeið úr fréttunum en þínar kenningar.

Fröken M, 29.1.2008 kl. 21:53

11 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég get nú bara sagt þér fröken M. að ég hef ekki minnstu hugmynd um hverjir voru í þessari búð í gær og mér er nákvæmlega sama.  En í sjónvarpsfréttum í gær var ekki annað að sjá en þarna væri fullfrískt fólk og ég kalla það kaupæði þegar fólk er með innkaupakerrur svo hlaðnar vörum að haugurinn rétt tolli á kerrunum.  Það er alveg rétt að allir þurfa að borða en öllu má nú ofgera.  Ég hef hingað til haldið að rétti staðurinn fyrir lager af matvöru væri í matvöruverslunum á kostnað kaupmannsins, en ekki að fólk þyrfti að flytja hann heim til sín.  Það verður líka að gá að einu að allar vörur hafa sinn líftíma og ég er ansi hræddur um að í svona kaupæði gleymi fólk að athuga hvenær er síðasti söludagur á vörunni og hrekkur svo allt í einu upp við það, þegar á að fara nota sumt af þessum vörum, þá er komið langt fram yfir síðasta söludag.  Ef fólki er alveg sama um hve gömul varan er þegar hún er notuð,  og hefur áhuga á að nota sér slíkt þá þarf ekki að fara á útsölu til að nálgast þá vöru.  Fyrir utan flestar matvöruverslanir í Reykjavík eru gámar, sem verslanir henda í vörum sem komnar fram yfir síðasta söludag og þær vörur eru frítt.  Ég fer í verslun til að kaupa mér vörur ef mig vantar þær en hef ekki efni á að taka að mér birgðahald fyrir verslanir.

Jakob Falur Kristinsson, 30.1.2008 kl. 13:29

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Jakob minn, því miður er til ungt fólk sem lýtur út fyrir að vera "fullfrískt" en eru samt  öryrkjar, dæmum ekki eftir útlitinu einu saman, það er nefnilega til "andlega" fatlað fólk sem ber fötlunina ekki utan á sér.

Fröken M, ég tek sannarlega undir með þér. 

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.1.2008 kl. 15:18

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki að dæma fólk eftir útliti þess og það er rétt að til er líka andleg fötlun.  Það má vel vera að þarna hafi verið eitthvað um slíkt fólk þarna og ekki gerir það stöðuna neitt betri.  Því það sem átti sérstað í þessari verslun þennan dag var ekkert annað en kaupæði og aftur kaupæði, sama hvaða fólk sem er átti hlut að.

Jakob Falur Kristinsson, 31.1.2008 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband