Fjárfestingasjóðir

Kaupþing, Landsbankinn og GlitnirÚtgreiðsluhlutfall úr verðbréfa- og fjárfestingasjóðum Glitnis, Landsbanka og Kaupþings verður á bilinu 65 til 84 prósent, samkvæmt gögnum sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Í gögnunum, sem voru tekin saman fyrir viðskiptaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið (FME) og skilanefndir yfirtekinna banka, var staða sjóða Landsbankans föstudaginn 3. október þannig að ekkert laust fé var í þeim.

Gátu nú ekki okkar fjármálasnillingar ávaxtað þessa sjóði á réttan hátt, heldur tapað hluta þeirra líka.  Voru eintómir vitleysingar sem stjórnuðu þessum bönkum og var ekkert eftirlit haft með þessum mönnum.  Launakerfi bankanna var ein vitlaust og hægt var að hafa það.  Launin voru árangurstengd, þannig að eftir því sem hver starfsmaður gat platað fleiri til að leggja fé í þessa sjóði, þeim mun meira hækkuðu launin og svo hækkuðu þau aftur þegar starfsmaður nýtti þessa sjóði til að fjárfesta í einhverri andskotans vitleysu.

Sem sagt vitleysingar stjórnuðu vitleysingum og eftir hverja vitleysu sem var gerð hækkuðu launin.  Þannig að hver vitleysan rak aðra áfram og launin hækkuðu og hækkuðu, síðan varð mest hækkun hjá þeim sem voru á toppunum og vitlausastir allra.  Þeir fengu bónusa og kaupréttarsamninga og tugi milljóna í mánaðarlaun.  Hvað með heilbrigða skynsemi?  Var hún ekki til í þessum bönkum?


mbl.is Hluti af innistæðum í sjóðum endurgreiddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 18.10.2008 kl. 13:28

2 identicon

Þetta er nú allt allveg hárrét hjá þér. En ég var rekin sama dag og bankarnir voru gefnir þjóðhetjunum okkar, sem núna þora ekki að láta sjásig nokkurstaðar. Og sjást vonandi aldrei aftur á yfirborði jarðar.

Hveðja

H.S.

Heilbrigð Skynsemi 18.10.2008 kl. 13:57

3 identicon

Þessir karlar láta ekki sjá sig hafa það bara gott og hlæja sennilega að okkur. Jón Ásgeir hefur látið sjá sig en til þess eins að láta fólk vita að það sé kreppa og allir skuli versla (hamstra) og auðvitað á hann við í Bónus. Kannski hann hafi ekki átt fyrir bensíni á einkaþotuna. Við létum glepjast svo hann fékk fyrir bensíni og er líklega farinn eins og Bjöggarnir 

Guðrún Vestfirðingur 18.10.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já það er svo sorglegt þegar fólk missir kanski 100.000 kallinn sem það var búið að öngla saman á mörgum árum.

Kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.10.2008 kl. 22:15

5 identicon

Kvitt

Sigrún Jóna 19.10.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Marta smarta

Þetta er sú "réttasta vitleysa" sem ég hef lesið, er alveg sammála.

Marta smarta, 19.10.2008 kl. 23:52

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt ég sé vitlaus, get ég þó séð alla þá vitleysu sem var í gangi í bönkunum.

Jakob Falur Kristinsson, 20.10.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband