Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Milljarðar gufa upp

Alan SugarMilljarðamæringurinn Alan Sugar er einn þeirra mörgu sem hafa orðið fyrir barðinu á íslensku bankakreppunni í Bretlandi. Í gær kom í ljós að millifærsla Sugar vegna kaupa hans á hlut í bresku verslunarkeðjunni Woolworths hafði gufað upp. Samkvæmt frétt Independent hefur þetta vakið grunsemdir um að dótturfélag Kaupþings, Singer & Friedlander, gæti ekki afhent Sugar bréfin sem hann reyndi að kaupa í síðustu viku. Um 3,88% hlut er að ræða.

Peningarnir eru ekki gufaðir upp heldur sitja þeir fastir í dótturfélagi Kaupþings í Bretlandi, en þar eru allar eignir kyrrsettar.


mbl.is Millifærslur milljarðamærings gufa upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Brussel.Sjötíu prósent kjósenda vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent. Meirihluti innan allra flokka er því hlynntur. Um helmingur er hlynntur aðild.

Auðvitað á að kjós um þetta mál og í framhaldi sækja um aðild að ESB, sem gefur okkur mikla möguleika.  ESB fær ekki yfirráð yfir okkar fiskimiðum þótt við verðum þar meðlimir, vegna þess að sú regla er í gildi hjá ESB að veiðihefð á ákveðnum fiskimiðum er látinn ráða og engir hafa sterkari hefð til veiða á Islandsmiðum en íslendingar.  Við fengjum líka aðgang að öðrum fiskimiðum sem við höfum ekki í dag.  Svo má líka benda á að ESB rekur mjög öfluga byggðastefnu sem kæmi landsbyggðinni til góða í því hörmungarástandi sem þar er vegna núverandi kvótakerfis.


mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofurlaun

Nú eru bankastjórar ekki lengur á ofurlaunum, en samt eru þau ekki horfinn að fullu.  Heldur hafa þau færst til og í dag er tekjuhæsti embættismaður þjóðarinnar Davíð Oddsson með 1.8 milljónir á mánuði.  Sami maðurinn og mest talaði um ofurlaun hjá viðskiptabönkunum.  En af því þetta er Davíð þá er allt í lagi.  Maðurinn sem sinnti ekki sínu starfi sem skildi og til stendur að reka fyrir vanrækslu.

Öryggisráðið

Nú liggur fyrir að Ísland komst ekki í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna og er það gott.  Því þangað áttum við ekkert erindi.  Kostnaður við þetta framboð er um 300 til 400 milljónir og hver ætlar að borga það.  Mín tillaga er að þessi upphæð verði dregin af launum ráðherranna á næstu mánuðum.  Það á ekki að líða það að skattborgarar verði látnir greiða fyrir þessa vitleysu.  Þeir sem stofnuðu til þessara útgjalda að ástæðulausu eiga að greiða þetta.  Það vantar ekki afsakanir fyrir því hvernig fór.  Margar þjóðir sem varsagt að styddu okkar framboð greiddu okkur ekki atkvæði og ástæðan er sögð vera sú að svo mikil neikvæð umræða hefði verið um Ísland undanfarið, en samt hefur hver ráðherrann eftir annan sagt að sú umræða hefði enginn áhrif á okkar framboð.  Og til að toppa alla vitleysuna er nú sagt að Ísland standi nú sterkara á eftir þessa atkvæðagreiðslu.  Ef það er rétt vorum við þá að fara í þetta framboð til að verða veikari ef við hefðum fengið þarna sæti?  Hver skilur þessa andskotans vitleysu.

Peningasjóðir

Mynd 456094 „Það er búið að þurrausa sjóðinn,“ segir Ómar Sigurðsson um peningamarkaðssjóði Landsbankans og gagnrýnir svör Stefáns Héðins Stefánssonar hjá Landsbankanum í viðtali við Morgunblaðið í gær.

Auðvitað er búið að klára þennan sjóð eins og alla aðra.  Stjórnvöld hafa algerlega sofið á verðinum hvað varðar fjármagnsflutninga úr landinu.  Eftir bankahrunið hafa útrásarvíkingarnir flutt milljarða til annarra landa og enginn hefur reynt að hindra það.


mbl.is „Það er búið að þurrausa sjóðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóp-verksmiðjan

Illa finnst mér farið með þá menn sem stóðu að dóp-verksmiðjunni í Hafnarfirði.  Þetta var mjög fullkomin verksmiðja og engu til sparað við gerð hennar og erlendi lögreglumaðurinn sem hingað kom hafði aldrei séð eins vel gerða og fullkomna verksmiðju og greinilegt að þarna voru snillingar á ferð.  Það var metið að þessi verksmiðja gæti framleitt dóp fyrir um 6 milljarða á mánuði og megnið af framleiðslunni átti að fara á erlendan markað.  Var ekki Geir H. Haarde að hvetja landsmenn til að auka framleiðslu og skapa gjaldeyristekjur.  Það var einmitt þetta sem þessir menn voru að gera, en í stað þess að hvetja þá áfram og byggja stærri verksmiðju er öllu lokað og verksmiðjan rifin niður.  Ef mönnunum hefði verið gert kleyft að stækka verksmiðjuna hefði getað komið gjaldeyristekjur fyrir 1-2 milljarða á ári og ekki veitir nú af í öllum okkar vandræðum.  Þetta var einfaldlega nýsköpunarverefni sem átti að styðja eða má ekkert framleiða hér á landi nema ál.  Það kann að vera að þessi starfsemi hafi eitthvað stangast á við lög.  En var þá ekki hægt að breyta þeim lögum.  Það þýðir lítið að hvetja menn til að framleiða vörur til útflutnings og siga síðan lögreglunni á þá sem reyna að gera sitt besta til að þóknast stjórnvöldum.  Hvort sem mönnum líkar það vel eða illa þá er þessi vara mjög eftirsótt.  Miklu meira en ál og ekki skapar þetta mengun eða skaðar náttúruna.  Ef fara á svona með öll ný sprotafyrirtæki þá er ekki von á góðu.  Ég hefði talið að allt sem skapar gjaldeyrir væri af hinu góða.  Hvað kemur okkur við þótt fólk erlendis sé að nota dóp.  Okkur kemur það akkúrat ekkert við.  En efnilegt fyrirtæki sem hefði skapað mikinn gjaldeyrir er bara lokað og rifin niður.  Þetta er ljóta andskotans vitleysan og öllum til skammar sem að komu til að stöðva þetta ágæta fyrirtæki.  Dóp er bara eins og hver önnur verslunarvara og keypt af þeim sem vilja nota hana.  Það vantar öll rök fyrir þessum aðgerðum lögreglunnar.  Ég t.d. nota ekki ál og á ég þá heimtingu á að öllum álverksmiðjum verði lokað og síðan rifnar?

Starfsmenn fjármálafyrirtækja

Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, Anna Karen...Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ), Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa gert með sér samstarfssamning um eflingu atvinnusköpunar fyrir félagsmenn SSF. Samningurinn er gerður með stuðningi iðnaðarráðuneytis og félagsmálaráðuneytis.

Hvers vegna þar að gera eitthvað meira fyrir þennan hóp en aðra atvinnulausa í landinu.  Er kannski verið að hugsa um að búa til eitthvað sérstakt batterí sem tæki þetta fólk í vinnu á sömu launum og það hafði áður.


mbl.is Stuðningur við starfsmenn fjármálafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendur her

Samtök hernaðarandstæðinga segjast fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni og hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta alveg að bjóða hingað erlendum her.

Við getum nú ekki verið svo miklir dónar að bjóða ekki Rauða herinn velkominn ef Pútín vinur Íslands vill koma með hann.  Málið er einfalt Bretar eru ekki lengur vinir okkar og eiga ekkert erindi hingað en Rússar eru vinaþjóð sem á að vera velkominn hvenær sem er.


mbl.is Vilja að hætt verði að bjóða erlendum her hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfnunarsjóður

Kristján Möller Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði á fyrsta ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í dag að samgönguráðuneytið væri að undirbúa aðgerðir vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Verður hraðað greiðslum úr Jöfnunarsjóði og flýtt 250 milljóna króna greiðslu til sveitarfélaga vegna samdráttar í aflamarki.

Hvernig tengist samdráttur í aflamarki þessu máli.  Mér vitanlega er ekki kunnugt um að nein útgerð sé til á vegum sveitarfélaga í landinu.  Hitt getur vel verið rétt að fjárhagur sveitarfélaga sé báborinn núna, en það er ekki vegna samdráttar í aflamarki.


mbl.is Greiðslum úr Jöfnunarsjóði hraðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kauphöllin

Kauphöllin er furðulegt fyrirtæki.  Þar eru íslensku bankarnir skráðir á genginu núll.  Ég ætlaði að nota tækifærið og kaupa helling af hlutabréfum í bönunum á genginu 1 en var þá tilkynnt að þessi bréf væru ekki til sölu.  Nú væri það í höndum skilanefnda hvers banka hvað yrði selt.  Ef svo er þá spyr ég til hvers er verið að hafa bankanna á skrá í Kauphöllinni ef ekki má selja hlutabréf í þeim.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband