Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Samvinna

Fjallað var um fyrirtækið Virtual Lab, sem er að hluta til í eigu Íslendings, í dálkinum „Dageens succes" í danska blaðinu Jyske Vestkysten á þriðjudag. Í greininni segir að forsvarsmenn stórra olíu og gasvinnslufyrirtækja hafi sýnt áhuga á tölvustýrðu kennsluforriti sem fyrirtækið hafi hannað. Er það ætlað til þjálfunar starfsmann á hafi úti en hugmyndinni mun svipa til flughermis.

Er ekki ósköp eðlilegt að Danir styrki góð fyrirtæki þótt þau séu í eigu íslendings. 


mbl.is Samvinna Íslendings og Dana vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallarekstur

Halldór Halldórsson segir sveitarfélög þurfa að grípa til... Halldór Halldórsson kynnti tillögu á fundi með fulltrúum sveitarfélaga fyrr í dag sem heimilar sveitarstjórnum að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár sem gerir ráð fyrir hallarekstri. Samkvæmt lögum er það bannað en vegna sérstakra aðstæðna þykir koma til greina að láta breyta lögunum.

Á nú að breyta lögum til að sveitarfélög geti verið með hallarekstur.  Hafa þau ekki verið rekin með halla í mörg ár.


mbl.is Hallarekstur verði heimilaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisbarátta

Björn Bjarnason. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði á málþingi lagadeildar Háskóla Íslands í dag, að ný sjálfstæðisbarátta væri óhjákvæmileg til að endurheimta og treysta fjárhagslegan styrk þjóðarinnar.

Eins og ég var að skrifa um þá fellur það saman við þessi orð Björns og byrjunin er auðvitað að skipta um ríkisstjórn.


mbl.is Ný sjálfstæðisbarátta óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lóðir

Lúðvík segir sveitarfélög í landinu þurfa að takast á við... Kostnaður Hafnarfjarðarbæjar vegna lóðaskila nemur 2,5 milljörðum króna. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir ljóst að erfiður tími bíði sveitarfélaga í landinu.

Hverskonar rugl er þetta í bæjarstjóranum.  Þetta er enginn kostnaður þótt skilað sé inn lóðum.  Ég geri ráð fyrir að bærinn hafi á sínum tíma fengið greitt fyrir þessar lóðir og það eina sem er að gerast er að það er verið að endurgreiða þann kostnað, því fólk getur ekki staðið í húsbyggingum núna.  Það er eitthvað skrýtið bókhaldið hjá þeim þarna í Hafnarfirði og hvernig fær bæjarstjórinn það út að erfiðir tímar séu hjá sveitarfélögum landsins, þótt lóðum sé skilað í Hafnarfirði.


mbl.is 2,5 milljarða lóðakostnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökudólgar

Það er mikið um það rætt að við endurreisn fjármálalífsins eigi ekki að leita að einhverjum sökudólg til að kenna um ástandið.  Fyrst þurfi að koma hlutunum í lag síðan verði hægt að skoða hvort einhverjir séu sekir og til að skoða það mál ætlar dómsmálaráðherra að stofna nýtt embætti.  Það er mjög skiljanlegt að ríkisstjórnin tali á þessum nótum, því það hefur blasað við öllum hugsandi mönnum hver sökudólgurinn er.  En það er Ríkisstjórn Íslands sem hefur látið allt vaða áfram eftirlitslaust og öllum skýrslum um að hættuástand væri að skapast, var hent í ruslið.  Við komum okkar málum aldrei í lag nema að skipta um ríkisstjórn og það á að gera með kosningum strax.  Burt með þessa vitleysinga úr stjórnarráðinu.  Því fyrr því betra.  Sumir halda því fram að kosningar nú myndu auka á allt ruglið sem er í þjóðfélaginu.  En það er hinn mesti misskilningur, því nú þarf að taka til í þjóðfélaginu og þrífa upp skítinn og þá er best að byrja þar sem óreiðan er mest.  Kjósendur veittu þessu fólki umboð til að stýra þjóðarskútunni, en það umboð hefur verið misnotað á svo herfilegan hátt að það má ekki halda áfram.

Fífl og fábjánar

Það er nú meira hvað þeir menn sem eru núna að reyna að endurreisa íslenska fjármálakerfið, eru miklir fábjánar.  Allir eiga að spara og spara,  Það er maður að nafni Ingólfur, sem er með námskeið til að kenna fólki að spara og losna við yfirdrátt og greiðslukort.  Auðvitað kosta þessi námskeið peninga og til að létta okkur aumingjunum að greiða fyrir námskeiðin býður þessi maður greiðsludreifingu með kreditkortum.  Eitthvað finnst mér nú ekki stemma hjá þessum fjármálasnillingi.  Það á að kenna okkur að hætta að nota kreditkort en fyrst þarf að greiða manninum með kreditkorti.  Er ekki allt í lagi hjá þessum manni?

Til að auka sparnað hafa kortafyrtækin sett þak á hvað mikið má nota kortin og einhver snillingur bjó til formúlu til að finna rétta þakið fyrir hvern og einn.  Formúlan er einföld það eru teknir sl. tvö úttektartímabil og deilt í með tveimur, síðan er sú upphæð tvöfölduð og þá kemur út rétta þakið.  Ég ætla að setja hér upp tvö dæmi um hvernig þetta virkar;

1.  Sá sem hefur að undanförnu eytt  miklu með sínu korti t.d. einni milljón fær nú heimild upp á tvær milljónir.

2.  Sá sem hefur verið að spara og lítið notað kortið t.d. tíu þúsund fær heimild fyrir 20 þúsund.

Þannig að þeim sem hafa sparað er refsað en hinir verðlaunaðir fyrir eyðslu.  Er nema von að hér sé allt fjármálalíf í rúst.


Dregur úr verslun

Verð á dagvöru hefur hækkað um 20,5% á einu ári Velta í dagvöruverslun dróst saman um 2.6% á föstu verðlagi. Á breytilegu verðlagi jókst velta dagvöruverslunar hins vegar um 17,5% miðað við sama mánuð í fyrra. Neysla minnkar því áfram þó neytendur verji mun meira til matarinnkaupa nú en áður. Dagvara hefur hækkað um 20,5% á einu ári.

Þetta er ekki gott, því ef við hættum að versla er voðinn vís.  Verslanir fara á hausinn og fólk missir vinnuna.


mbl.is Dregur úr smásöluverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðslukort

Fram kemur á vef Neytendasamtakanna að greiðslukortanotendur sem voru svo óheppnir að vera staddir erlendis vikuna 6.-10. október hafa séð mun hærri úttektir á reikningum sínum en þeir hafi gert ráð fyrir. Þetta megi rekja til þess að gengi íslensku krónunnar hafi verið óeðlilega lágt daganna 7. og 8. október og gengið sveiflast um allt að 50% í þessari viku.

Auðvitað verður að leiðrétta þetta, því enginn ræður við 50% gengissveiflu á einni viku.


mbl.is Kortafyrirtæki hvött til að endurskoða afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankahrunið

Þegar grant er skoðað þá mun sú kreppa og erfiðleikar sem nú ganga yfir verða til góðs til lemngri tíma litið.  Tími ofurlauna og kaupréttarsamninga er liðinn og sú mikla misskipting sem var orðinn í þjóðfélaginu kemur ekki aftur.  Fólk verður gætnara í fjármálum og eyðir ekki um efni fram.  Nú förum við að eiga viðskipti með alvöru peningum en ekki verðlausum pappír.  Húsnæðisverð verður eðlilegt aftur og það sem skiptir mestu að skipt verður um bankastjórn í Seðlabankanum og þangað fara menn sem vita hvað þeir eru að gera.

Sættir

 Sættir hafa náðst í deilu Starfsmannafélags Reykjavíkur og Strætó bs. Þetta kemur fram á vef starfsmannafélagsins. Deilurnar voru um áminningu starfsmanna og uppsögn trúnaðarmanns sem stéttarfélögin töldu ekki standast lög.

Það er þungu fargi af mér létt við þessa frétt.  Nú er tími sátta og samstöðu, ekki deilna.


mbl.is Starfsmannafélag Reykjavíkur og Strætó ná sáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband