Sökudólgar

Það er mikið um það rætt að við endurreisn fjármálalífsins eigi ekki að leita að einhverjum sökudólg til að kenna um ástandið.  Fyrst þurfi að koma hlutunum í lag síðan verði hægt að skoða hvort einhverjir séu sekir og til að skoða það mál ætlar dómsmálaráðherra að stofna nýtt embætti.  Það er mjög skiljanlegt að ríkisstjórnin tali á þessum nótum, því það hefur blasað við öllum hugsandi mönnum hver sökudólgurinn er.  En það er Ríkisstjórn Íslands sem hefur látið allt vaða áfram eftirlitslaust og öllum skýrslum um að hættuástand væri að skapast, var hent í ruslið.  Við komum okkar málum aldrei í lag nema að skipta um ríkisstjórn og það á að gera með kosningum strax.  Burt með þessa vitleysinga úr stjórnarráðinu.  Því fyrr því betra.  Sumir halda því fram að kosningar nú myndu auka á allt ruglið sem er í þjóðfélaginu.  En það er hinn mesti misskilningur, því nú þarf að taka til í þjóðfélaginu og þrífa upp skítinn og þá er best að byrja þar sem óreiðan er mest.  Kjósendur veittu þessu fólki umboð til að stýra þjóðarskútunni, en það umboð hefur verið misnotað á svo herfilegan hátt að það má ekki halda áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er sem sagt lögreglustjóranum í Reykjavík að kenna að það er stolið úr verslunum ? Bara af því að kaupmaðurinn setur fram vörur sínar og þær blasa við mönnum og þeim síðan stolið. Löggæslan stöðvar ekki þjófinn og því er það lögreglan sem er ábyrg ? Álíka vitlaust og það sem þú ert að segja.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.10.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvernig getur þú lesið það út úr mínum skrifum að það sé eitthvað líkt og þetta bull sem þú ert að setja fram.  Ég var að skrifa um ríkisstjórn landsins og ef þú veist það ekki þá á ríkisstjórn að stjórna landinu.

Jakob Falur Kristinsson, 17.10.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband