Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Kolmunni

Kolmunni.Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að verulega verði dregið úr kolmunnaveiðum og aflamark árið 2009 verði 384 þús. tonn, enda sé það í samræmi við varúðarsjónarmið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var á fundi ráðsins nýverið.

Við íslendingar höfum engin efni á að draga úr neinum veiðum núna og kolmunni í íslenskri lögsögu kemur þessum mönnum akkúrat ekkert við.


mbl.is Leggja til að dregið verði úr veiðum á kolmunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Avant

Það var í sjónvarpsfréttum í gær , rætt við konu um þann vanda sem margir skuldsettir bæilaeigendur eru í.  Það var sam að hverju þessi kona var spurð svarið var alltaf það sama sem var "Ég veit það ekki" eða "Það er ekki búið að taka neina ákvörðun" og "Þessu get ég bar ekki svarað' núna". 

Ég bara spyr tilhvers var þessi kona að fara í sjónvarpsviðtal?


Nýir bankar

Nú er verið að búa til nýja banka á rústum þeirra gömlu og athygli vekur að þeir bankastjórar sem hafa verið ráðnir eru konur.  Ég vil líka sjá nýja ríkisstjórn þar sem konur væru í meirihluta.  Konur eru gætnari í fjármálum en karlar og eru því líklegri til að byggja upp af viti.  Þótt ég sé karlmaður verð ég að viðurkenna þessa staðreyndir.  Konur þurfa ekki 10 milljóna króna jeppa til að komast í vinnuna og það var athyglisvert að á meðan karlarnir sátu heilu næturnar við að reyna að bjarga bönkunum þá stóðu á bílastæðunum rándýrir jeppar og fleiri bílar að verðmæti nokkur hundruð milljónir.

Gefa blóð

Mikið útstreymi hefur verið á blóði úr Blóðbankanum síðustu viku og því beina forsvarsmenn bankans því til blóðgjafa að koma og gefa blóð. Sérstaklega vantar blóð í flokkunum O mínus og Após. Virkir gjafar eru beðnir um að koma og gefa blóð í þessari viku en nýir gjafar í næstu viku. 

Er örvænting þjóðarinnar orðin slík að það streymir út blóð í stórum stíl.  Ég hélt að fólk léti sér nægja að taka út peninga úr bönkunum, en þetta eru verðmæti líka.  Ég myndi glaður gefa allt mitt blóð ef ég mætti.  En því miður má ég ekki gefa blóð vegna mikillar lyfjatöku.


mbl.is Fólk hvatt til að gefa blóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið. Fram kemur í ályktun frá þeim að innganga í ESB sé eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.

Þessu er ég sammála og þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti af því að Dabbi vill þetta ekki þá eiga þeir ekki að ráða þessu.  Samfylkingin á að slíta stjórnarsamstarfinu svo boðað verði til kosninga.


mbl.is Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki trúverðugir menn

Ég er mjög undrandi á því hvers vegna ríkisstjórnin fær sér ekki góðan blaðfulltrúa til að svara fréttamönnum.  Það er ekki traustvekjandi í öllum þessum hörmungum af horfa á blaðamannafundi þar sem ráðherrar mæta snjóhvítir í framan og greinilega útkeyrðir af þreytu, skjálfandi á beinunum og reyna að úrskýra málin.  Það var rifjað upp í fréttum í gær, hvað Geir H. Haarde hafði sagt á sl. 5 blaðamannafundum og hver einasti þeirra endaði á því að fullyrða að allt yrði komið í lag á morgun.  Þetta var sagt dag eftir dag, því ekkert hafðu skeð á milli fundanna.  Þó var mælirinn nú fullur, þegar á einum þessara funda ætlaði Helgi Seljan fréttamaður að koma með spurningu, en þá hvíslaði Geir að aðstoðarkonu sinni að þessu ætlaði hann ekki að svara því maðurinn væri argasta fífl.  Þetta toppaði nú allan klaufaskapinn, að vera að hvíslast á fyrir framan opinn micrafón svo allir heyrðu.  Er ekki allt í lagi með þessa menn?

Ofurlaun

Vegfarandi gengur fram hjá banka í City í Lundúnum. Á meðan þjóðarleiðtogar deila um leiðir til að koma í veg fyrir fjármálahrun virðast breskir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur þó sammála um eitt: Tími risabónusa fyrir starfsmenn banka og fjármálafyrirtækja er liðinn – að minnsta kosti í bili.

Auðvitað er sá tími liðinn að menn fái ofurlaun, því það eru engir peningar til að greiða þau.  En þau koma aftur verið viss, það hægir aðeins á í bili en svo fer sama vitleysan af stað aftur.


mbl.is Tímar ofurlaunanna liðnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað varð um peninganna?

Útrásarvíkingarnir á ofurlaunum óðu í peningum og gátu keypt allt.  En voru þetta allt lán og raunverulegir peningar aldrei til í eigu þessara fyrirtækja.  Peningar gufa ekki bara upp einn daginn svo ekkert hægt að greiða af lánum og allt hrynur eins og spilaborg.  Það er mikið rætt þessa daganna að ekki eigi að leita að sökudólgum í þessu hruni.  Heldur eigi að einbeita kröftunum að því að byggja upp.  Þessu er ég ekki sammála, auðvita á að finna þá sem bera ábyrgð á okkar stöðu og hengja í hæsta gálga.  Hvernig á að vera hægt að byggja upp ef ekki er vitað af hverju vandinn stafar.  Eða er verið að gefa þotuliðinu tíma til að forða fjármagni úr landi.  Samtryggingarkerfi íslenskra stjórnmála er slíkt að það má engum kenna um.

Icesave

Þóra Hilmarsdóttir „Fólk er mjög reitt og hissa, að fá hvergi upplýsingar um hvað verður um peningana þess,“ segir Jóna Hálfdánardóttir, sem búsett er í Amsterdam í Hollandi. Um 120 þúsund Icesave-reikningseigendur eru í Hollandi og segir Jóna að fjöldi þeirra ætli að höfða mál gegn Landsbankanum.

Þetta eru ósköp eðlileg viðbrögð hjá þessu fólki og íslenska ríkið getur aldrei komist hjá að standa skil á peningum þessa fólks.  Ef við gerum það ekki verður Íslandi útskúfað úr samfélagi siðaðra þjóða.


mbl.is Mikið fjallað um Icesave erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að missa vinnuna

Nú liggur það fyrir að hinn Nýi Landsbanki hf. mun ekki ráða nem 1.000 starfsmenn frá Gamla Landsbankanum hf.  Sem þýðir að 500 manns munu missa sína vinnu og ætli hlutföllin verði ekki svipuð hjá Nýja Glitnir hf. og Nýja Kaupþingi hf.  Þá gæti verið um að ræða hátt í 2.000 manns og þetta skeður eftir að viðskiptaráðherra var búinn að fullyrða að engin störf myndu tapast við endurreisn bankanna.  Kannski finnst honum þetta svo fátt fólk að ekki taki því að nefna það.  Eða á þetta fólk bara að vinna áfram launalaust hjá gömlu bönkunum og þá við hvað?  Reyndar sagði viðskiptaráðherra að orð sín hefðu verið misskilin á einhvern hátt.  Og til að hughreysta þetta fólk sagði hann að það fengi greitt sinn uppsagnarfrest.  Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta, það var enginn að misskilja neitt heldur er einfaldlega verið að reka um 2.000 manns og að tala síða um að uppsagnafrestur verði greiddur er nú bara hið eðlilegasta mál.  Er maðurinn orðin ruglaður?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband