Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Björgun

George W. Bush BandaríkjaforsetiStjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta íhugar að fara að dæmi bresku stjórnarinnar og leggja hlutafé í bandaríska banka til að bjarga bankakerfinu. Talsmaður forsetans, Dana Perino, staðfesti þetta í dag.

Við ættum að bjóða þeim okkar aðstoð hvernig á að gera þetta rétt og til að allt verði nú öruggt getum við gefið þeim Davíð Oddsson.


mbl.is Íhugar að fara að dæmi Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameining

 Árvakur hf. og 365 hf. hafa undirritað samning um að sameina Fréttablaðið og Pósthúsið Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Árvakur greiðir fyrir með útgáfu nýs hlutafjár og yfirtöku skulda. Þar með kemur 365 inn í hluthafahóp Árvakurs. Útgáfa 24 stunda verður sameinuð Morgunblaðinu.

Er virkilega sjálft Morgunblaðið að verða einn af Baugsmiðlunum?


mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gull

Mynd 480502 Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands samanstendur af erlendum verðbréfum, gjaldeyri, inneignum í bönkum og öðrum eignum. Gullforði bankans er tæpra 6 milljarða virði og geymdur í Bretlandi.

Nú versnar heldur betur ástandið gagnvart Bretlandi og eins gott að okkar ráðherrar fari að biðjast afsökunar á sinni framkomu.  Þar sem allur gjaldeyrisforði Íslands er geymdur í Bretlandi.  Nú þýðir lítið að ætla ekki að greiða skuldir í Bretlandi, því þeir geta sett Ísland á hausinn með einu pennastriki.


mbl.is Gull Íslendinga í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli Landsbankinn

Eigur Landsbankans í Bretlandi sem í gær og fyrradag voru frystar, munu liggja óhreyfðar þar til bresk og íslensk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um hvað skuli gera við þær.

Þrátt fyrir þetta mun einhver starfsemi verða leyfð hjá bankanum í Bretlandi en passað verður vel upp á að ekki fari króna til Íslands.  Nú er það íslenska ríkið sem á þennan banka og ber á honum fulla ábyrgð.


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi Landsbankinn hf.

Þá er komin nýr Landsbanki og mun hann einungis starfa hér innanlands.  Gamli Landsbankinn situr eftir með alla útrásina og erlendu lánin, sem segir manni bara eitt að hann á að fara lóðrétt á hausinn.  Öll þau lán sem íslensku bankarnir tóku erlendis eru nú ekki vandamál lántakanda heldur lánveitenda og þau munu öll tapast.  Rökin eru þau að þeir sem veittu lánin hafi tekið ákveðna áhættu af því og verði nú að súpa seiðið af sínum mistökum.  Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenska skuldara.  Nú geta þeir einfaldleg endursent sína greiðslu seðla og sagt við sína lánveitendur að þeir ætli ekki að greiða sín lán og vanamálið sé lánveitandaandans en ekki skuldarans.  Gerir ríkisstjórnin sér grein fyrir hvaða skilaboð verið er að senda þjóðinni?

Auður

Áhættumeðvitund gerði það að verkum að verðbréfafyrirtækið Auður Capital stendur vel nú þegar fjármálakreppa ríður yfir heiminn. Þetta segir Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar, og bendir á að fyrirtækið hafi ekki verið skuldsett heldur einungis verið með eigið fé.

Þetta er gott dæmi um hvað fyrirtæki sem er stjórnað af konu stendur sig betur en allt karlaveldið í hinum bönkunum, sem hafa ólmast eins og naut í flagi og skuldsett sín fyrirtæki upp úr öllu valdi.


mbl.is Áhættumeðvitund varð til þess að Auður stendur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málverk

Mörg verðmæt verk hafa bæst í málverkasafn Landsbankans þann tíma sem Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður bankans. Hann hlúði vel að safninu og beitti sér fyrir kaupum á verkum eftir nýja og gamla meistara. Safnið er nú komið í eigu íslensku þjóðarinnar á nýjan leik, eftir að ríkið yfirtók bankann.

Þetta er nú eitt dæmið um klúðrið við einkavæðingu bankanna.  Því þegar Landsbankinn var verðlagður á sínum tím gleymdist að taka þetta dýrmæta safn með í verðútreikningunum.


mbl.is Verðmæt viðbót í safnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver segir satt?

Miklar deilur eru nú komnar upp á milli Íslands og Bretlands vegna bankastarfsemi okkar í því landi.  Bæði forsætis- og fjármálaráðherrar, hafa sagt að þeir hefðu verið í viðræðum við Breta og allt verið í góðu lagi.  En forsætis- og fjármálaráðherrar Bretlands og fullyrða nú að inneignir Breta í íslensku bönkunum verða ekki tryggðar.  Okkur er sagt að þetta sé allt á misskilningi byggt og vonandi er það rétt.  En Davíð Oddsson sagði í Kastljósi að Ísland ætlaði ekki að greiða erlendar skuldir sínar.  Er hægt að tala skýrar en Seðlabankastjóri gerði í þessum þætti.  Hvernig er hægt að misskilja þessi orð eins og fjármálaráðherra fullyrti í gær.  Ég held að ríkisstjórnin ætti að ráða Ragnar Reykás sem blaðafulltrúa og láta hann um að tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.  Því hún virðist ófær um það sjálf.

Seðlabankinn

Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að allir 3 bankastjórar Seðlabankans verði látnir fara. Ágúst Ólafur segir bankastjórnina hafa gert mörg mistök að undanförnu. Þá segir hann þörf á myndarlegri lækkun stýrivaxta.

Þessu er ég sammála, hreinsa vel til í þessum banka og ef Sjálfstæðisflokkurinn verður með eitthvert múður þá á Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu og síðan verði boðað til kosninga.


mbl.is Ágúst Ólafur: Vill að seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikkona

 Angelina Jolie. Leikkonan Angelina Jolie getur ekki með nokkru móti horft á sjálfa sig á hvíta tjaldinu af ótta við að þola ekki frammistöðu sína. „Ég hef ekki ennþá séð myndina Wanted. En mér skilst að hún hafi verið skemmtileg.“

Ekki er það gott ef fólk þolir ekki sjálfa sig.


mbl.is Þolir ekki sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband