Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Sveitarfélögin

Mynd 468877 Eins og aðrir hafa sveitarfélögin fylgst með darraðardansi fjármálakerfisins og við þeim blasir margvísleg óvissa ofan á fjárhag sem víða var erfiður fyrir.

Ekki held ég að mörg sveitarfélög hafi mikla burði til að taka á sig skelli hvað varðar fjármál.  Staða þeirra var ekki of góð fyrir.


mbl.is Sveitarfélög lýsa vilja til að taka skellinn sjálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitlaus lög

Kaupþing banki Útibú Kaupþings, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir í dag en eins og fram hefur komið tilkynnti Fjármálaeftirlitið í nótt að það hefði tekið yfir rekstur Kaupþings. Efirfarandi aðilar hafa verið skipaðir í skilanefnd Kaupþings: Finnur Sveinbjörnsson, hagfræðingur. Knútur Þórhallsson, löggiltur endurskoðandi. Bjarki H. Diego, hrl. Guðný Arna Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur og Steinar Þór Guðgeirsson, hrl.

Hversvegna yfirtaka þeir ekki ríkisfjármálin líka og setja ríkisstjórnina af og senda alla þingmenn heim.  Ég er nú farinn að efast um þessi neyðarlög sem voru sett og gáfu Fjármáleftirlitinu öll þessi völd, hafi verið rétt.  Hver á svo að hafa eftirlit með Fjármálaeftirlitinu?  Það er nokkuð ljóst að þegar búið verður að yfirtaka alla bankana verður farið að snúa sér að fyrirtækjum líka.  Þetta er að verða ein alsherjar ríkisvæðing á öllum sviðum.  Ætli þetta endi ekki með því að Marteinn Mosdal verði hér alsráðandi með sinn Ríkisflokk og allir hinir lagðir niður.


mbl.is Útibú Kaupþings opin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömmtun

Mynd 299695 Ekki er hægt að kaupa gjaldeyri í bönkum landsins fyrir meira en 100.000 krónur og aðeins einn banki leyfir símgreiðslur milli landa og þá eingöngu að upphæð 2 milljónir króna. Þetta gerir að verkum að erfiðlega gengur fyrir fyrirtæki að kaupa vörur erlendis frá.

Það er eins og við höfum hoppað 50 ár aftur í tímann, þegar allt var skammtað.  Það vekur líka furðu mína hvernig Eysteinn Jónsson, með sitt Samvinnuskólapróf, gat stýrt ríkisfjármálunum einn og óstuddur í heimskreppunni miklu.  En nú þegar hundruð háskólamenntaðir sérfræðingar ráð ekki við neitt.


mbl.is Erfitt að kaupa vörur erlendis frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur

Dyrnar standa Íslendingum opnar í Noregi, miðað við yfirlýsingar Kristínar Halvorsen og mat norskra fjölmiðla.  Sem Norðmaður verð ég að segja að þröng staða Íslands er sláandi,“ segir Pål Grytte, prófessor í hagfræðisögu við Noregs Handelshögskolen í Ósló, og líkir stöðu Íslands nú við stöðu Suður-Ameríkuríkja eins og Venesúela og Argentínu þegar allt fór á hvolf þar. „Þar lenti ríkið sjálft í snörunni, en ekki bara fjármagnseigendur. Ísland verður að fá aðstoð. Ríkissjóður hrekkur ekki til. Ísland er of lítið til að vera stórveldi í fjármálaheiminum. Seðlabankinn er of lítill, menn hafa reist sér hurðarás um öxl.“ Ola Grytten segir það ráðgátu hvernig það geti hafa atvikast að bankar uxu ríkisfjármálunum langt upp fyrir höfuð. „Við spyrjum okkur að því hvernig íslensk stjórnvöld gátu horft á þetta gerast, eftir að hafa margoft glímt við vandamál vegna verðbólgu og fallandi krónu.

Við þessu er einfalt svar; "Íslensk stjórnvöld neituðu að horfast í augu við staðreyndir og hlustuðu ekki á nein varnaðarorð."  Þetta reddast einhvernvegin var hugsunarhátturinn og því fór sem fór.


mbl.is Líkja Íslandi við Argentínu og Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilanefnd

Femínistar hafa hist til að ræða kreppuna og krefjast þess að kynjasjónarmið verði samþætt allri ákvarðanatöku í fjármálum héðan í frá. „Konur hafa verið fjarverandi í fjármálageiranum, sem afneitaði kvenlegum gildum því þau eru hamlandi,“ segir Sóley Tómasdóttir.

Það er auðvitað fáránlegt að í þessari nefnd sitji aðeins ein kona og 9 karlar og einnig að sumir þeir karlar sem komu okkur í öll þessi vandræði eigi nú að taka þátt í björgunarleiðangrinum.  Það er líka fáránlegt að þeir bankar sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir er enn stjórnað af sömu bankastjórunum.  Ég hlustaði í gær á viðtal við annan bankastjóra Landsbankans og ekki stóð á svörunum.  Hann vissi allt um hvað hefði mistekist og verið gert rangt og ef hann hefði ekki verið kynntur sem bankastjóri mátti ætla að þessi maður hefði aldrei komið nálægt bankamálum á Íslandi.  Stjórnendur Landsbankans gerðu engin mistök heldur eru þeirra erfiðleikar vegna vandræða Glitnis, sem gerðu hlutina ekki rétt.


mbl.is Ein kona í skilanefndum yfir bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun

„Við erum ekkert eyland, við erum fyrirtæki og fyrir framkvæmdum þurfum við lán og lánamarkaðir eru erfiðir um allan heim. Það þýðir að nú þarf að leggja meiri áherslu á að tryggja alla fjármögnun fyrir upphaf framkvæmda,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, spurður um getu fyrirtækisins til þess að fara í framkvæmdir.

Er það ekki augljóst að öruggara er alltaf að tryggja fjármagn til framkvæmda áður en ráðist er í þær.  Það er ekki gáfulegt að framkvæma fyrst og fara síðan að leita að fjármagni, en kannski hefur það verið venja.


mbl.is Landsvirkjun ekkert eyland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvissa

Alger óvissa ríkir um framtíð starfsmanna Landsbanka og Glitnis í Lúxemborg eftir að fjármálaeftirlitið þar í landi lokaði bönkunum. Starfsmönnum Landsbankans var gert að fara út án fyrirvara.

Þótt nú ríki óvissa hvað verður um þessa banka er ekki þar með sagt að þeir verði aldrei opnaðir aftur.  Ég held að starfsfólk þessara banka þurfi engu að kvíða, þeir fá störf sín aftur þegar bankarnir verða opnaðir á ný.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar

Rússneskir skriðdrekar sjást hér yfirgefa eftirlitsstöðvar...Rússar hafa dregið herlið sitt frá svokölluðum öryggissvæðum sem liggja við Georgíuhéruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu, tveimur mánuðum eftir að stríð braust út milli Rússa og Georgíumanna. Átökin hleyptu illu blóði í samskipti Rússa og Vesturveldanna.

Þarna sést best hvað þetta er friðelskandi þjóð, enda bestu vinir Íslands.


mbl.is Rússar yfirgefa öryggissvæði í Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást

Þrátt fyrir að McIlroy og Donnelly hefðu verið nágrannar í... Það er kannski til marks um breytta tíma að breskt kærustupar, sem kynntist nýverið á stefnumótasíðu á netinu, höfðu verið nágrannar í 17 ár. Rafræn ást parsins blómstrar í dag.

Mikið er gott að vita að enn er til hamingjusamt fólk í heiminum.


mbl.is Voru nágrannar í 17 ár en ástin kviknaði á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökuhraði

Brot 8 ökumanna voru mynduð á Mosavegi í Grafarvogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Mosaveg í austurátt, við Vallengi. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 120 ökutæki þessa akstursleið og því óku nokkrir ökumenn, eða 7%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Hvað er að ske með íslendinga eru þeir orðnir hræddir við að aka of hratt.  Sennilegasta skýringin á þessu er sú að enginn þorir að taka áhættu á að fá sekt, því enginn á lengur peninga til að greiða eitt né neitt.


mbl.is Fáir óku of hratt um Mosaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband