Noregur

Dyrnar standa Íslendingum opnar í Noregi, miðað við yfirlýsingar Kristínar Halvorsen og mat norskra fjölmiðla.  Sem Norðmaður verð ég að segja að þröng staða Íslands er sláandi,“ segir Pål Grytte, prófessor í hagfræðisögu við Noregs Handelshögskolen í Ósló, og líkir stöðu Íslands nú við stöðu Suður-Ameríkuríkja eins og Venesúela og Argentínu þegar allt fór á hvolf þar. „Þar lenti ríkið sjálft í snörunni, en ekki bara fjármagnseigendur. Ísland verður að fá aðstoð. Ríkissjóður hrekkur ekki til. Ísland er of lítið til að vera stórveldi í fjármálaheiminum. Seðlabankinn er of lítill, menn hafa reist sér hurðarás um öxl.“ Ola Grytten segir það ráðgátu hvernig það geti hafa atvikast að bankar uxu ríkisfjármálunum langt upp fyrir höfuð. „Við spyrjum okkur að því hvernig íslensk stjórnvöld gátu horft á þetta gerast, eftir að hafa margoft glímt við vandamál vegna verðbólgu og fallandi krónu.

Við þessu er einfalt svar; "Íslensk stjórnvöld neituðu að horfast í augu við staðreyndir og hlustuðu ekki á nein varnaðarorð."  Þetta reddast einhvernvegin var hugsunarhátturinn og því fór sem fór.


mbl.is Líkja Íslandi við Argentínu og Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndið, ég er búinn að líkja Íslandi við Argentínu síðasta árið.
Það er alveg ömurlegt að lesa þetta bull um "fullveldi" ESB andstæðinga. Það er greinilega best að vera hrokafullur fyrir utan allt samstarf og ætlast síðan til þess að vera bjargað þegar allt fer í sandinn.
Nei, það eru ekki margar ESB þjóðir sem vorkenna svona þjóðernis sósíalisma.
Hvernig er líka hægt að leggjast svo lágt að þiggja þróunaraðstoð frá Rússlandi? Við ættum kannski líka að biðja um að fá rauða herinn í Keflavík.
Maður er ekki lengur stoltur af því að vera Íslendingur hér í Þýskalandi, frekar skammast maður sín. Hvert sem maður fer er maður spurður hvað sé eiginlega að gerast þarna upp frá. Líka er alls staðar í fréttum að Ísland sé að verða gjaldþrota.

Sagan endurtekur sig, en ég hélt ekki að við færum aftur til 1262 (gamla sáttmála).
Norðmenn plís, innlimið Ísland aftur!

Einar 9.10.2008 kl. 07:41

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála og vert að láta skoða þetta með Noreg.

Jakob Falur Kristinsson, 9.10.2008 kl. 08:09

3 identicon

Slakið á heimurinn er ekki að farast og við erum ekki nálægt því að vera í þeirri stöðu sem Argentína sem var að glíma við það að hafa gefið út ávísanir á ávísnari þ.e tengdu gjaldmiðilinn sinn við dollara. Ríkissjóður er skuldlaus og verður það áfram og auðvitað greiðir hann ekki skuldir einkaaðila úti í bæ hvort sem hann heitir kaupþing eða bæjarins bestu. Það er nægur fiskur í sjónum, nóg orka í landinu og þetta er vel menntuð þjóð og dugleg. Algjör óþarfi að skammast sín fyrir að vera Íslendingur, við verðum búin að vinna okkur út úr þessu á undan öllum öðrum þjóðum.

Vilhjálmur Andri Kjartansson 9.10.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Dunni

Já. Þetta með Noreg og endurnýjun konungssambandsins.  Það gæti verið nær en margir halda.  Lars Sponheim, formaður Venstre flokksins sagði nefnilega í umræðunum um norsku fjárlögin í fyrradag að blóð væri þykkara en vatn og því bæri Norðmönnnum að hjálpa frændum sínum á eyfylkinu norður í Atlandshafi þegar þeir væru í hremmingum.

Dunni, 9.10.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Hvort sem við erum betri eða verri en aðrar þjóðir, skiptir ekki máli.  Því staðreyndin er sú að Ísland rambar á barmi gjaldþrots og stjórnvöld ráð ekki við að stýra þessu landi.  Í dag erum við algerlega öðrum háðir hvað varðar framtíðina.  Þótt ríkissjóður sé skuldlaus er íslenska þjóðin skuldum vafinn upp fyrir haus.  Ef við greiðum ekki okkar skuldir sama hver stofnaði til þeirra verður álitshnekkir Íslands svo mikill að það tæki okkur áratugi að vinna okkur traust hjá öðrum þjóðum.  Sjálfstæði er lítils virði ef við verðum hunsuð af öllum.

Jakob Falur Kristinsson, 10.10.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband