Stefna

Eigendur Óttarstaða vestan við Álverið í Straumsvík vilja fá hagsmuni sína viðurkennda fyrir dómi en þeir telja að reisa mætti sextán þúsund manna íbúðabyggð á svæðinu ef ekki væri fyrir mengun frá álverinu. Landið er á áhrifasvæði álversins án þess að bætur hafi komið fyrir.

Auðvitað væri hægt að skipuleggja sextán þúsund manna byggð á þessu landi, en til hvers?  Er ekki bæjarstjórinn í Hafnarfirði að kvarta undan erfiðleikum vegna þess hvað margir hafa verið að skila inn lóðum.  Hverjir ættu síðan að byggja á þessu landi?  Það á ekki að hlusta á svona andskotans kjaftæði, álverið er þarna og það fer ekkert verður vonandi stækkað, sama hvað þetta lið vælir.


mbl.is Í mál við Alcan, ríkið og Hafnarfjarðarbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála,

Auk þess er þetta mengunnartuð stórlega ýkt hvað álverið í Staumsvík varðar, flúor mengu er t.a.m. minni í hrauninu kringum álverið heldur en í Þingvallahrauni, og brennisteinsmengun litlu eða eingu meiri en á Reykjavíkursvæðinu í það minnsta eftir tilkomu Hellisheiðarvirkjunar, eigum við ekki að leggja niður stór-reykjavíkursvæðið bara.

Þessir jólasveinar eru eingöngu að eltast við peninga í formi bótagreiðslna að mínu mati.......

Þórarinn 21.10.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt þetta er eingöngu peningagræðgi í skjóli náttúruverndar.

Jakob Falur Kristinsson, 21.10.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaðan hefurðu þessa speki Þórarinn? 

Skoðum þetta mál annars aðeins betur: Er rétt að mengandi starfsemi fái að halda henni áfram án þess að tekið sé tillit til grenndarsjónarmiða? Með grenndarsjónarmiðum er átt við þann lögvarða rétt þeirra sem næst eiga hagsmuni. Ljóst er að ekki á fólk að líða bótalaust ef einhver truflandi eða mengandi starfsemi er sett niður í næsta nágrenni. Enginn væri sáttur við að fá einhverja grútarbræðslu sem næsta nágranna, kannski hraðbraut eða jafnvel heilan flugvöll. Eitthvað myndir þú segja við því Jakob eða myndirðu vera sáttur?

En vandamálið er auðvitað um starfsemi sem fyrir er. Lengi hafa hagsmunaaðilar á gömlu lögbýlunum í Straumi og á Óttarstöðum haft athugasemdir við mengandi starfsemi íStraumsvík. Aldrei hefur verið  hlustað á þessa aðila jafnvel þó þeir hafi alltaf átt lögvarða hagsmuni.

Við minnumst þess þegar Laxárstíflan var rofin fyrir nær 40 árum. Nálægt 100 manns voru kærðir til refsingar fyrir eignaspjöll en sýknaðir vegna þess að aldrei var hlustað á réttmæta gæslu hagsmuna þeirra. Er ekki svipað uppi á teningnum að þessu sinni nema að hagsmunaaðilar vilja útkljá þetta deilumál fyrir dómsmálum?

Skattur er lagður á mengandi starfsemi víðast um heim, - nema auðvitað á Íslandi! Skatturinn nemur nú um 25 evrur á hvert tonn af CO2 á ári. Álverunum er gefið eftir þetta gjald og myndi vera unnt að reka Háskóla Íslands fyrir það ef á væri lagt og myndi muna um minna hjá okkur um þessar mundir.

Því miður er málstaður þeirra sem vilja menga ókeypis á kosnað annarra að mati Mosa einskis virði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er ekki hægt að vaða bara áfram eins og naut í flagi og afsaka síðan allt með náttúruvernd.  Vantar til dæmis nokkra sextán þúsund manna byggð í Hafnarfjörð?  Það er ekki hægt og verður aldrei hægt að ætlast til að ríkið bæti öllum allt.  Þú nefnir þarna tvær kröfur Mosi en af hverju er þá ekki farið með slíkt fyrir dómstóla.  Það er sá vettvangur sem á að útkljá svona mál.  Álverið í Straumsvík var byggt 1966 og hefur starfað síðan en allt í einu á síðustu árum er þessi verksmiðja orðin svo mengandi að greiða þurfi bætur fyrir.  Það vill nú svo til að ég bý rétt við Keflavíkurflugvöll og verð ekki var við neitt ónæði af því.  En hvað varðar Straumsvík þá hefur síðan 1966 byggðin stöðugt verið að færast nær álverinu og vel má vera að þeir sem næst búa verði varir við einhverja mengun.  En hver var að biðja þetta fólk að byggja nálægt álverinu.  á fólk bara að komast upp með það að planta niður íbúðarhúsum við hlið álvers og heimta síðan bætur vegna mengunar.  Hvílíkt andskotans rugl og þvæla.

Jakob Falur Kristinsson, 21.10.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þú talar um rugl og þvælu. Þú mátt ekki blanda saman hagsmunum þeirra sem eiga lönd sunnan og vestan álversins og þeirra sem hafa verið að byggja í átt að álverinu.

Álverið var auðvitað byggt langt frá byggð í Hafnarfirði. Þá voru íbúar innan við 10 þús. Þá þótti sjálfsagt að fórna einhverju og ekki voru neinar viðbárur vegna mengunar. Álverið fékk t.d. ókeypis lóð undir fabrikkuna!

Nú vitum við betur og auðvitað verðum við að leggja skatt á alla mengandi starfsemi. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn. Sú sem nú er,er auðvitað alveg ómöguleg en það er önnur saga.

Sagt hefur verið að álverið í Straumsvík sé smám saman að verða eins og hver önnur tímaskekkja. Nær væri að flytja starfsemina og þangað þar sem þrengir ekki að annarri starfsemi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.10.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Væri ekki bara best að jafna þetta álver við jörðu  svo allir verði ánægðir.  Starfsfólkið þarna verður bara að vera atvinnulaust, en er það ekki bara sanngjarn fórnarkostnaður svo umhverfið verði hreint og fagurt.  Á lóðinni mætti síðan byggja nokkrar 100 hæða blokkir sem yrði þá góð viðbót við hina 16 þúsund manna byggð í landi Óttarstaða.

Jakob Falur Kristinsson, 22.10.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband