Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Nýja Frí-ríkið Vestfirðir

Jæja nú tekur alvaran við og næst er að stíga skref 2 sem er að stofna Frí-ríkið Vestfirði  og af því að ég ætla að fara á fund hjá Össuri Skarphéðinssyni, sem nú gegnir starfi ráðherra byggðamál, en sá málaflokkur er að færast til Samgönguráðuneytis á næstunni.  Það er því mjög áríðandi að þeir sem vilja vera með í þessu skrái sig inn á bloggsíðunni bbv1950.blog.is, svo ég hafi í höndunum nafnaskrá til að leggja fyrir ráðherrann.  Það er nóg að skrifa bara í athugasemdardálkinn, nafn, kennitölu og heimilisfang.  Einnig væri gott ef viðkomandi lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við hugmyndina.  Ég ætla að setja fram nokkrar hugmyndi sem yrðu í væntanlegu frí-ríki;

     1.   Allri sameign sem Ísland á í dag yrði skipt eftir höfðatölu.

      2.  Öll strandlengja Íslands yrði mæld og sérstaklega Vestfjarða eftir að búið væri að grafa  skipaskurðinn úr Gilsfirði til Húnaflóa.  Eftir þessu yrði farið til að skipta öllum aflakvóta á milli  Vestfjarða og Íslands. Þá fengu Vestfirðir veiðiheimildir í uppsjávarfiski, úthafskarfa ofl. tegundum.

     3.   Allar veiðar báta frá Vestfjörðum undir 15 tonnum yrðu gefnar frjálsar.  Með því skilyrði að aðeins væri um að ræða krókaveiðar

      4.   Allar togveiðar yrðu bannaðar nema utan við 50 mílur frá landi.

     5.   Engir tollar, vörugjöld eða virðisaukaskattur yrði lagður á innfluttar vörur og yrði þá t.d.olía og bensín nær 50% ódýrari en á Íslandi. Einnig flestar innfluttar vörur vörur.

     6.   Reistar yrðu tvær stórar verslunarmiðstöðvar, önnur á Ísafirði en hin á Patreksfirði og á báðum þessum stöðum yrðu birgðastöðvar fyrir smærri verslanir í hinum minni þorpum. 

     7.   Vestfirðir yrðu með sitt eigið skipa- og olíufélag.

      8.   Skattar á fyrirtækjum yrðu 0,00 en á einstaklingum 15% þó yrðu mánaðartekjur undir 300 þúsund skattfrjálsar.  Sjómenn fengju greitt sérstaka uppbót sem er álíkur sjómannaafslætti í dag.

     9.   Samningar yrðu gerðir við Ísland um kaup á ýmsri þjónustu.    

     10.   Húshitunarkostnaður yrði greiddur niður um 50%.

    11.   Komið yrði upp öflugu björgunar- og sjúkraflugi með þyrlum, sem staðsett yrði á Ísafirði.

Svo koma hér fánarnir sem Reynir Pétur hefur hannað:

Þetta er fáni nr. 1

Fáni 1

Þetta er fáni nr. 2

Fáni 2

Þetta er fáni nr. 3

Fáni 3

Þetta er fáni nr. 4

fáni 4

Þetta er fáni nr. 5

fáni nr

Þetta er fáni nr. 6

fáni 6

 

Nú er bara að að velja besta fánann og það skulum við gera annað hvort hér á minni síðu eða á síðu BBV-Samtakanna.  Nú þýðir ekkert að gefast upp og nú þegar eru okkar samtök farin að hafa áhrif í okkar þjóðfélagi.  Það sem gerir þessi samtök svona sterk að þau eru ópólitísk í þröngri merkingu þess orðs.  Í samtökunum er fólk úr flestum stjórnmálflokkum og við skulum passa okkur á því að draga ekki stjórnmálaflokkanna inn í okkar starf. Við bíðum bara róleg og ég er viss um það, að fyrir næstu kosningar verður til okkar leitað.  Við skulum láta flokkanna koma skríðandi til okkar en ekki öfugt, þar liggur okkar styrkur.  Og að lokum;

Frí-ríkið Vestfirðir skal koma.

Við gefumst aldrei upp


Afsökunarbeiðni

Nú hef ég frétt að frændi minn Jakob Falur Garðarsson frá Ísafirði hafi orðið fyrir óþægindum vegna skrifa hér á minni bloggsíðu hvað varða BBV-Samtökin, þá vil ég segja að ég bið þennan góða dreng innilega afsökunar og ég viðurkenni misstök mín að fara að nota nafnið Falur sem millinafn í mínu nafni.  Hann var skýrður þessu nafni en ekki ég.  Hinsvegar hef ég lengi dreymt um að taka það upp og fyrir skömmu síðan sótti ég um til Þjóðskrár að fá heimild til að nota þetta nafn, en svo kom í ljós að ég hafði ekki fyllt út rétt eyðublað og fékk sent nýtt og þar sem það þarf að greiða ákveðna upphæð fyrir að fá þetta skráð, hef ég ekki haft peninga til þess af mínum örorkubótum og þess vegna hefur að dregist hjá mér að ganga frá þessu en kona sem ég talaði við hjá Þjóðskrá sagði að mér væri óhætt að byrja að nota nafnið það skaði ekki annan.  Aldrei datt mér í hug að um misskilning gæti orðið, því ég er Kristinsson en frændi minn er Garðarsson.  Til að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekið skýrt fram að Jakob Falur Garðarsson hefur ALDREI KOMIÐ NÁLÆGT ÞESSUM SAMTÖKUM SEN ERU BBV-SAMTÖKIN.  Ég hef alltaf verið mjög áhugasamur og þótt vænt um mína móðurætt og sem dæmi nefni ég að á sýnum tíma stóð til að yngri sonur minn Jón Páll Jakobsson yrði skýrður Falur og væri þá aftur komið inn í ættina Falur Jakobsson, sem er langafi mín og Jakobs Fals Garðarssonar en mín fyrrverandi eigin kona fékk að ráð nafni drengsins, en seinna bætti ég aðeins úr þessu og skýrði yngstu dóttur mína Júdit, sem var kona Fals.  Ég er búinn að breyta á minni síðu á þann hátt að mínar undirskriftir hér á netinu verð hér eftir Jakob Kristinsson.  En að breyta nafninu í Fyrirsögn bloggsíðunnar verð ég að viðurkenna, að ég kann það ekki en mun á morgun fá aðstoð hjá mbl.is, til að laga það.  Ég segi aftur FYRIRGEFÐU FRÆNDI ÞETTA VAR EKKI ILLA MEINT.

Dropinn holar steininn

Ég verð nú að viðurkenna að við settum þetta upp í byrjun til að vekja athygli og vorum að bíða eftir rétta tækifærinu til að fara út í alla þá vinnu og kostnað sem af svona verkefni verður.  Nú er það komið með viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Kósóvó, þar með er Ríkisstjórn Íslands búinn að viðurkenna að ákveðið landssvæði innan fullvalda ríkis geti krafist sjálfstæðis og að mati þeirra sem hafa menntað sig á sviði stjórnmála- og alþjóðamála uppfylla Vestfirðir þau skilyrði og ekkert getur stöðvað að fara af stað með þessa hugmynd og koma henni í framkvæmd og þótt málið endi fyrir alþjóðadómstólum er ég viss um að það vinnst.  Því Ísland getur ekki viðurkennt sjálfstæði landshluta í öðru ríki og bannað í sínu eigin ríki.  Við hefðum ALDREI farið af stað með þessa hugmynd nema vera búin að ræða við erlenda aðila sem eru tilbúnir að leggja stórfé í að byggja upp ferðamennsku á Vestfjörðum og þar koma flest öll störfin og fleira kemur einnig til greina. 

FRÍ-RÍKIÐ SKAL KOMA


Meira um Vestfirði

Nú hefur þessi hópur, sem er í undirbúningsnefnd um stofnun frí-ríkisins Vestfirðir, haldið einn fund og þar var samþykkt til viðbótar fyrri tillögum eftirfarandi;

1.   Þetta nýja ríki mun verða algert frí-ríki og þar af leiðir, verða engir tollar á innfluttum vörum.  Við munum gera slíkan samning við Ísland og vonandi við fleiri lönd.  Skattar á fyrirtæki verður 0,oo og skattprósenta launafólks verður 15% og persónuafsláttur kr: 150 þúsund fyrir einstakling og 300 þúsund fyrir hjón.  Þar sem þetta verður frí-ríki geta erlend fyrirtæki komið til Vestfjarða með sína starfsemi án þess að þurfa að fara í gegnum eitthvað tollavesen.  Við munum sækjast eftir fyrirtækjum eins og bönkum ofl.  Eða fyrirtækjum sem bæði greiða há laun og spilla ekki náttúru Vestfjarða.

2.   Þjóðhátíðardagur mun verða afmælisdagur  Reynis Péturs, sem fékk þessa frábæru hugmynd og verður hann gerður að sendiherra Vestfjarða á Íslandi.

4.   Þjóðfáni verður líkur þeim fána  sem einu sinni, var siglt með út á Reykjavíkurhöfn til þess að ergja Dani á sínum tíma og úr varð mikil læti og dómsmál í kjölfarið.  Ég held að þetta hafi verð um 1904, en þá stóð Ísland í baráttu fyrir sínu sjálfstæði.

5.   Þjóðsöngur verður lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar "Ísland er land þitt" en með nýjum texta sem, á sérstaklega að vera fyrir Vestfirði.

6.   Allir sem eru ættaðir eða búsettir á Vestfjörðum eru velkomnir í samtökin og það sama á við um alla, sem vilja efla byggð á Vestfjörðum og forða stórslysi eins og allt stefnir í með þessa olíuhreinsistöð.  Það er hægt að skrá sig í samtökin með því einu að skrifa nafn og heimilisfang og símanúmer í athugasemdunum við greinina "Björgum Vestfjörðum"  Einnig er hægt að hringja í mig eða senda mér tölvupóst og eru allar upplýsinga að finna á forsíðunni.

Ákveði var að stofna samtök fyrir baráttunni um sjálfstæði Vestfjarða og er ég að leita að góðum stað til að halda fundinn á. Þá var einnig ákveði að leggja fram tillögu á fundinum að nafni sem yrði  BBV-samtökin sem á að þýða "Bloggarar bjarga Vestfjörðum"

Ef einhverjum hefur dottið í hug að þetta væri eitthvað grín þá skal það tekið skýrt fram að hér er FULL ALVARA Á FERÐ.


Umhverfisslys

Strendur Svartahafs eru í hættu.Rússneskt olíuskip hefur rifnað í tvennt í miklum stormi á Svartahafi í morgun og hafa um 1300 tonn af eldsneyti lekið úr því. Rússneskur embættismaður sagði slysið vera mjög alvarlegt umhverfisslys sem tæki mörg ár að hreinsa upp. Skipið var á Kerch sundi milli Azovshafs og Svartahafs þegar það brotnaði í 5 metra ölduhæð í morgun.

Er það svona ævintýri, sem á að fórna Vestfjörðum fyrir.  5 metra ölduhæð er oft úti fyrir Vestfjörðum, og svo vil ég líka benda á annað, að í dag er tæknin orðin slík að þessum risaskipum sem olíuskip eru orðin í dag er nánast öllu stjórnað af tölvum og mannshöndin kemur þar hvergi nálægt og að snúa slíku skipi inn á þröngum fjörðum er ekki gert nema með aðstoð mjög öflugra dráttarbáta.  Það var t.d. í fréttum nýlega að flugmenn á stórri farþegaþotu steinsofnuðu, því tölva stjórnaði þotunni og þegar þotan nálgaðist flugvöllinn sem lenda átti á, tóku flugumferðarstjórar eftir því að hún lækkaði ekki flugið.  Það var marg reynt að kalla á þotuna en aldrei kom neitt svar, Þá var  herflugvél sent á loft og náði hún þotunni og flaug við hlið farþegaþotunnar í nokkra stund og flugmaðurinn á herflugvélinni sá báða flugmennina steinsofandi og eftir margar tilraunir til að vekja þá gafst hann upp og lenti aftur.  Þotan stóra flaug því beint áfram og var hægt að fylgjast með henni á radar og þegar þotan var komin um 25 mílur á haf út virtust flugmennirnir hafa vaknað og var þotunni snúið við og lent eðlilega á réttum flugvelli.  Farþegar þotunnar tóku ekki eftir neinu og fóru frá borði eftir eðlilegt flug að þeir töldu.  Engin skýring hefur verið gefin upp, hvað vakti flugmennina tvo.  Þetta mun hafa skeð einhvers staðar í Austurlöndum.  Miðað við þetta flugævintýri gæti smábilun í tölvukerfi olíuskips valdið stóru mengunar slysi á Vestfjörðum og jafnvel Íslandi öllu.  Er ekki verið að taka alltof mikla áhættu til þess eins að skapa 30-40 störf á Vestfjörðum.  Þau gætu orði ansi dýr ef illa færi.


mbl.is Alvarlegt umhverfisslys á Svartahafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekt

Karlmanni var í Héraðsdómi Reykjavíkur gert að greiða 285 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að keyra drukkinn á ljósastaur og brunahana um Skógarsel í Breiðholti. Reyndist vínandamagn í blóði mannsins 2,34‰. Var hann sviptur ökuleyfi í fjögur ár.

Nú er bara spurningin þessi:  Hvort var maðurinn sektaður fyrir ölvun við akstur, eða er sektin bara vegna brunahanans.  Eða er allt í lagi að aka ölvaðu ef ekki er ekið á brunahana, eða má aka ódrukkinn á brunahana.  Þetta er orðin mikil gáta, sem lögregla verður að ráða svo þessi atrið séu á hreinu fyrir alla ökumenn.


mbl.is Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður með fullu viti

Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, vísaði til ummæla Seðlabankans um það umrót sem skapast í þjóðarbúskapnum vegna stóriðjufjárfestinga árið 2005 er hóf umræðu um efnahagsmál á Alþingi í dag. Segir Steingrímur að stjórnvöld hafi dælt olíu á verðbólgubálið og bankarnir hafi ýtt undir það með lánveitingum til íbúðakaupanda.

Þetta er alveg hárrétt hjá Steingrími og í þættinum "Silfur Egils"í gær var hann sá eini sem talaði af vit.  Hjá öllum öðrum þátttakendum kom lítið fram af nokkru viti, aðeins sama gamla tuggan, sem ekki var til að fræða mann um eitt né neitt varðandi efnahagsmálin.  Að vísu sagði Einar K. Guðfinnsson að fjármálaumhverfið í heiminum væri orðið svo breytt að íslensku bankarnir ættu í vandræðum að fá fjármagn og hann sagði líka að vel ætti að skoða hvort ríkið ætti ekki að aðstoða bankana núna í því að komast yfir þessa erfiðleika.

Þannig að niðurstaða er þessi;

"Það var byrjað á því að gefa ríkisbankanna nokkrum útvöldum aðilum og meðan allt var í lagi og þeir græddu og græddu, þá áttu þeirra eigendur að njóta gróðans og spila Mattador með íslenska peninga út um allan heim og nærri fylltu Reykjavíkurflugvöll af einkaþotum og veisluhöld út um allt." 

Núna þegar allt er að fara úr böndunum þá leyfir íslenskur ráðherra sér að segja í sjónvarpi allra landsmanna að vel komi til greina að ríkið, sem er auðvitað hinn almenni launamaður, skuli gjöra svo vel að borga reikninginn fyrir öll veisluhölin og vitleysuna.  Er ekki allt í lagi með þessa menn?


mbl.is Steingrímur J.: Dældu olíu á verðbólgubálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar í ráðherrastól

Nú hefur Sigurður Kári Kristjánsson lýst því yfir opinberlega að hann hafi áhuga á, að fá ráðherrastól, en vill ekki gefa upp hvaða ráðuneyti hann hafi sérstakan áhuga á.  Þetta kom fram hjá honum í viðtali við Sindra Sindrason í þættinum "Í lok dagsins" á Vísi.  Er ekki allt í lagi að láta manninn hafa einn ráðherrastól fyrst honum langar svona mikið í einn stól.  Það hlýtur að vera til nóg af svona stólum sem ekki er verði að nota.  Hann gæti haft stólinn heim hjá sér og leikið sér að því hvað ráðherra hann væri í hvert skipt, þegar hann settist í stólinn.  Þetta er bara mjög góð og vandlega hugsuð hugmynd hjá Sigurði Kára, enda ekki við öðru að búast hjá svona reyndum þingmanni.

Hvað er satt og hvað er ósatt?

Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér og aldrei fundið rétta svarið.  Ástæðan er sú að það er ekki til.  Ég ætla að koma með nokkra upplýsingar af hverju þetta svar er ekki til;

1. Það eru til rithöfundar sem skrifa bækur og sumar þeirra eru skáldsögur og aðrar eru byggðar á staðreyndum.  Getum við kallað þann sem skrifar skáldsögu lygara af því einu að í hans bók er búinn til saga sem oft hefur aldrei skeð.  Nei það er ekki hægt viðkomandi er rithöfundur og skrifar skáldsögur, sem flokkast undir list.

2.   Það eru til blaðamenn sem skrifa fréttir og greinar í hin ýmsu blöð.  Er hægt að rengja slíkt af því viðkomandi getur ekki sannað, að hann hafi verið á staðnum og orðið vitni að því sem hann er að skrifa.  Nei það er ekki hægt að rengja fréttir þótt viðkomandi verði að fá sínar upplýsingar frá öðrum aðila sem hann treystir.

3.   Sumir skrifa glæpasögur og er slíkt að aukast mjög hér á landi, er höfundur lygari af því glæpurinn var aldrei framinn.?

4.   Það eru margir sem framleiða kvikmyndir um hina ýmsu atburði bæði sanna og ósanna.  Á að kalla slíkt fals og lygi.?

5.   Eru öll leikhús að bjóða upp á fals og lygi af því að sýningar eru leiknar og efnið búið til.?

6.   Ef aldrei hefði neitt verið skrifa í heiminum nema um staðreyndir er þá kominn hinn fullkomni sannleikur?

7.   Er til sá maður sem hefur ALDREI sagt neitt nema sannleikann?

Svona er hægt að velta þessu fyrir sér fram og aftur og niðurstaðan fæst ALDREI, vegna þess að svarið við spurningunni er ekki til og verður aldrei til.

 

 

Meiri upplýsingar

Nú er ég búinn að fá að vita hver Reynir Pétur er.  Þetta er sá höfðingi sem labbaði í hringum landið til að safna peningum fyrir Sólheim, þar sem hann er vistmaður.  Bestu hugmyndirnar koma nefnilega ekki frá eitthverju sprenglærðu háskólafólki, þó að slíkt fólk sé nauðsynlegt í hverju þjóðfélagi.  Það eru lítið menntaðir menn sem hafa fæðst sem snillingar og frá þeim hefur alltaf komið það besta til að bæta heiminn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband