Umhverfisslys

Strendur Svartahafs eru í hættu.Rússneskt olíuskip hefur rifnað í tvennt í miklum stormi á Svartahafi í morgun og hafa um 1300 tonn af eldsneyti lekið úr því. Rússneskur embættismaður sagði slysið vera mjög alvarlegt umhverfisslys sem tæki mörg ár að hreinsa upp. Skipið var á Kerch sundi milli Azovshafs og Svartahafs þegar það brotnaði í 5 metra ölduhæð í morgun.

Er það svona ævintýri, sem á að fórna Vestfjörðum fyrir.  5 metra ölduhæð er oft úti fyrir Vestfjörðum, og svo vil ég líka benda á annað, að í dag er tæknin orðin slík að þessum risaskipum sem olíuskip eru orðin í dag er nánast öllu stjórnað af tölvum og mannshöndin kemur þar hvergi nálægt og að snúa slíku skipi inn á þröngum fjörðum er ekki gert nema með aðstoð mjög öflugra dráttarbáta.  Það var t.d. í fréttum nýlega að flugmenn á stórri farþegaþotu steinsofnuðu, því tölva stjórnaði þotunni og þegar þotan nálgaðist flugvöllinn sem lenda átti á, tóku flugumferðarstjórar eftir því að hún lækkaði ekki flugið.  Það var marg reynt að kalla á þotuna en aldrei kom neitt svar, Þá var  herflugvél sent á loft og náði hún þotunni og flaug við hlið farþegaþotunnar í nokkra stund og flugmaðurinn á herflugvélinni sá báða flugmennina steinsofandi og eftir margar tilraunir til að vekja þá gafst hann upp og lenti aftur.  Þotan stóra flaug því beint áfram og var hægt að fylgjast með henni á radar og þegar þotan var komin um 25 mílur á haf út virtust flugmennirnir hafa vaknað og var þotunni snúið við og lent eðlilega á réttum flugvelli.  Farþegar þotunnar tóku ekki eftir neinu og fóru frá borði eftir eðlilegt flug að þeir töldu.  Engin skýring hefur verið gefin upp, hvað vakti flugmennina tvo.  Þetta mun hafa skeð einhvers staðar í Austurlöndum.  Miðað við þetta flugævintýri gæti smábilun í tölvukerfi olíuskips valdið stóru mengunar slysi á Vestfjörðum og jafnvel Íslandi öllu.  Er ekki verið að taka alltof mikla áhættu til þess eins að skapa 30-40 störf á Vestfjörðum.  Þau gætu orði ansi dýr ef illa færi.


mbl.is Alvarlegt umhverfisslys á Svartahafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg komin á þá skoðun að það sé ekkert vit í þessu.  Vildi skoða dæmið með opnum huga.  En það er alveg sama hvar maður ber niður, dæmið gengur ekki upp.  Við skulum því reyna að vinda ofan af þessari vitleysu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála

Jakob Falur Kristinsson, 5.3.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hann Einar Kristinn er sennilega líka búinn að afskrifa þessa dellu. Ég merki það af því að hann er að lýsa svo miklum stuðningi við framkvæmdina núna...Mundi sennilega ekki gera það nema vera viss um að þetta væri allt útá túni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.3.2008 kl. 19:28

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Heldur þú Hafsteinn að Einar sé búinn að jafna sig eftir að Árni Eyjajarl rasskelldi hann fyrir stuttu í Eyjum vegna loðnunnar?

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband