Dropinn holar steininn

Ég verð nú að viðurkenna að við settum þetta upp í byrjun til að vekja athygli og vorum að bíða eftir rétta tækifærinu til að fara út í alla þá vinnu og kostnað sem af svona verkefni verður.  Nú er það komið með viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Kósóvó, þar með er Ríkisstjórn Íslands búinn að viðurkenna að ákveðið landssvæði innan fullvalda ríkis geti krafist sjálfstæðis og að mati þeirra sem hafa menntað sig á sviði stjórnmála- og alþjóðamála uppfylla Vestfirðir þau skilyrði og ekkert getur stöðvað að fara af stað með þessa hugmynd og koma henni í framkvæmd og þótt málið endi fyrir alþjóðadómstólum er ég viss um að það vinnst.  Því Ísland getur ekki viðurkennt sjálfstæði landshluta í öðru ríki og bannað í sínu eigin ríki.  Við hefðum ALDREI farið af stað með þessa hugmynd nema vera búin að ræða við erlenda aðila sem eru tilbúnir að leggja stórfé í að byggja upp ferðamennsku á Vestfjörðum og þar koma flest öll störfin og fleira kemur einnig til greina. 

FRÍ-RÍKIÐ SKAL KOMA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Í það minnsta sjálf- eða heimastjórn í fiskveiðimálum til að byrja með, svo væri kannski hægt að sjá til.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 23:44

2 identicon

sé að þú ert með flest sveitafélögin inn á síðunni þinni en þig vantar Reykhólasíðuna  Vestfirðir enda suður við Gilsfjörð

Herdís 8.3.2008 kl. 00:28

3 identicon

Eruð þið ekki að GRÍNAST með þetta? Að gera Vestfirði að sjálfstjórnarríki? Þetta hlýtur að vera BIG TIME aprílgabb.... ekki satt?

Per Møller 8.3.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei við erum ekki að grínast Per. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála þér Sigurður.  Herdís ég vissi bara ekki að til væri síða fyrir Reykhóla og ég mun bæta úr því.  Per Möller, nei þetta er ekkert grín því enginn er með aprílgrín í byrjun mars.

Jakob Falur Kristinsson, 8.3.2008 kl. 14:34

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Við erum búin að fá nóg af því að vera bæld niður af stjórnvöldum. Fullt af frísku fólki á heima á Vestfjörðum en sjálfbjargarviðleitni þeirra er heft vegna kvótaruglsins. Gjöfulustu mið Íslands eru fyrir utan Vestfirði.

Hreint land fagur land. áfram Vestfirðingar. Stöndum nú saman.

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já með því að standa saman bæði nær og fjær, þá fáum við hljómgrunn.  Það er nú eða aldrei, ég get alveg sagt það að það er að herja á fólk vonleysi sem er ekki hægt að gera neitt við nema grípa til þeirra vopna sem til þarf.  Og beittasta vopnið sem við höfum er einmitt að skoða úrsögn úr Íslandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2008 kl. 16:29

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Grín og ekki grín, hver ætlar að vera dómari í því.  Við sem í þessu stöndum erum ekki skemmtikraftar og við látum verkin tala og nú þegar eru komin vilyrði fyrir 500-600 störfum á Vestfjörðum og öll byggjast þau á fjársjóðum Vestfjarða, sem er nær ósnortin náttúra og fiskimiðin.  Þegar Frí-ríkið verður að veruleika munu milljarðar streyma til Vestfjarða og allt fyllist af fólki.  Öll fólksfækkun síðustu ára mun koma til baka á einu bretti og gott betur.  Á sínum tíma komu um 10% af útflutningstekjum Íslands frá Vestfjörðum.  Ísland heldur bara áfram í sínu rugli að selja hvor öðrum verðlausa pappíra, ferðast í einkaþotum og sitja í veislum ofl.  Á meðan þetta nýja sjálfstjórnarsvæði Vestfirðir dæla inn til sín milljörðum og þar verður tekjuhæsta fólkið í Evrópu.

Jakob Falur Kristinsson, 10.3.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband