Hvað er satt og hvað er ósatt?

Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér og aldrei fundið rétta svarið.  Ástæðan er sú að það er ekki til.  Ég ætla að koma með nokkra upplýsingar af hverju þetta svar er ekki til;

1. Það eru til rithöfundar sem skrifa bækur og sumar þeirra eru skáldsögur og aðrar eru byggðar á staðreyndum.  Getum við kallað þann sem skrifar skáldsögu lygara af því einu að í hans bók er búinn til saga sem oft hefur aldrei skeð.  Nei það er ekki hægt viðkomandi er rithöfundur og skrifar skáldsögur, sem flokkast undir list.

2.   Það eru til blaðamenn sem skrifa fréttir og greinar í hin ýmsu blöð.  Er hægt að rengja slíkt af því viðkomandi getur ekki sannað, að hann hafi verið á staðnum og orðið vitni að því sem hann er að skrifa.  Nei það er ekki hægt að rengja fréttir þótt viðkomandi verði að fá sínar upplýsingar frá öðrum aðila sem hann treystir.

3.   Sumir skrifa glæpasögur og er slíkt að aukast mjög hér á landi, er höfundur lygari af því glæpurinn var aldrei framinn.?

4.   Það eru margir sem framleiða kvikmyndir um hina ýmsu atburði bæði sanna og ósanna.  Á að kalla slíkt fals og lygi.?

5.   Eru öll leikhús að bjóða upp á fals og lygi af því að sýningar eru leiknar og efnið búið til.?

6.   Ef aldrei hefði neitt verið skrifa í heiminum nema um staðreyndir er þá kominn hinn fullkomni sannleikur?

7.   Er til sá maður sem hefur ALDREI sagt neitt nema sannleikann?

Svona er hægt að velta þessu fyrir sér fram og aftur og niðurstaðan fæst ALDREI, vegna þess að svarið við spurningunni er ekki til og verður aldrei til.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jahá! Þetta var aldeilis rosa pæling og eiginlega var ég sammála henni.

Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir það Sigurður.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband