Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Björgum Vestfjörðum

Einn af mínum bloggvinum, hún Rósa mín á Vopnafirði, benti mér á mjög snjalla hugmynd til að bjarga Vestfjörðum.  Þessi hugmynd er að vísu komin frá Reynir Pétri, sem ég ekkert hver er.  Rósa er Vestfirðingur eins og ég og nú ætla ég að setja þessa hugmynd hér fram og óska eftir að allir Vestfirðingar, sem eru hér á blogginu, leggi okkur lið.  Mín blogg-síða mun verða umræðu vettvangur um þessa tillögu og þið notið athugasemdar dálkinn hjá mér til að koma með tillögur um breytingar eða bara skrifa ykkar nafn sem verður litið á sem staðfestingu á þátttöku ykkar.  Hér á eftir kemur tilaga Reynis Péturs;

1.   Grafa skipaskurð úr botni Gilsfjarðar yfir í Húnaflóa og þar með væru Vestfirðir orðnir að eyju aðeins tengd meginlandi Íslands með brú.

2.   Mín útfærsla á tillögu Reynis Péturs er eftirfarandi:

      1.   Vestfirðir yrðu sjálfstjórnarhérað í ríkinu Ísland, svipað og Færeyjar og Grænland eru hjá  Danmörk.

       2.   Þeir þingmenn sem eiga lögheimili á Vestfjörðum og eru nú á Alþingi fyrir Norðvestur- kjördæmi yrðu þingmenn Vestfjarða á Alþingi.  Vestfirðir yrðu með sína heimastjórn og mætti nýta Fjórðungssamband Vestfjarða í því sambandi.

     3.  Vestfirði fengju engar tekjur frá Íslandi af stóriðju, en á mói kæmi að Vestfirðir réðu alfarið yfir sínum fiskimiðum, sem yrði útfært nánar í samvinnu við ríkisstjórn Íslands.

     4.   Öll sú þjónusta sem Vestfirðir þyrftu að fá frá ríkinu Ísland, t.d. rafmagn, utanríkismál ofl, yrði greidd með því að Vestfirðir seldu veiðiheimildir til ákveðinna fiskiskipa íslenska ríkisins.

     5.   Allt sem er í dag sameiginlegt yrði skipt eftir höfðatölu og er ég þar að meina, Heilbrigðismál, Framhaldsskóla, Háskóla, Vegagerð ofl.

Með þessu gætu Vestfirðir alveg bjargað sér sjálfir og öll umræða um einhver sérstakan Vestfjarðavanda væri úr sögunni.  Ég er sannfærður um að allir þeir miklu fjársjóðir, sem Vestfirðir eiga í dag t.d. ósnortin náttúra, fiskimiðinn og margt fleira, gerðu Vestfirði svo ríkt samfélag að það gæti á nokkrum árum farið að veita öðrum fjárhagsaðstoð.

Nú hvet ég alla sanna Vestfirðinga og alla aðra, sem eru hér á blogginu að taka þátt í þessu með okkur.


Uppboð

Nokkur hundruð brjóst verða boðin upp í Saltfélaginu í Reykjavík næstkomandi föstudag. Búist er við að handagangur verði í öskjunni, jafnvel olnbogaskot, framíköll og annað sem tilheyrir líflegu uppboði. Allur ágóði rennur til fjáröflunar UNIFEM, en svonefnd Fiðrildavika hófst í dag.

Eru þetta ekta brjóst, og ef svo er mun ég mæta á staðinn og bjóða upp fyrir alla.


mbl.is Brjóst á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lottó

Ég spila stundum í Lottóinu ef ég á pening, en aldrei hef ég fengið neitt stóra vinninga aðeins 500-100 krónur, en það hefur samt safnast saman og nú spila ég orðið alveg frítt.  En ég gerði skammarleg mistök fyrir stuttu.  Það var þannig að ég kaupi oftast miðann á netinu og ef eitthver vinningur kemur þá fæ ég tölvupóst og er látinn vita hvað ég hef unnið.  Þann 23. febrúar keypti ég miða á netinu og fékk póst um að ég hefði unnið kr: 640,- og þar sem ég var alveg blankur og vantaði tóbak, þá fór ég í sjoppuna hér í Sandgerði og ætlaði að kaupa 1 pakka, sem kostar 600,- og ætlaði að borga með vinningnum, en þá sagði stúkan sem var að afgreiða að þau mættu ekki taka við þessu, því þetta væri orðið sjálfvirkt og allir vinningar færu beint inná kortið aftur.  Ég varð að skila tóbakinu og um leið og ég kom heim hringdi ég í Íslenska getspá og spurði hvor svona vinningar færu sjálfvirkt inná kortið og ég fékk það svar að það færi um leið inná þann reikning sem greitt væri með og í mínu tilfelli færi það inná mitt debetkort.  Ég hringdi þá í MasterCard og bað um að skoða hvort færslan væri kominn en svo var ekki.  Ég hugsaði þá að best væri að láta nóttina líða og athuga aftur næsta morgun.  Þá var heldur ekki komin nein færsla og þá skrifaði ég Íslenskri getspá, eitt það ljótasta skammarbréf, sem ég hef á ævinni skrifað og benti þeim á að hér á landi væru til fyrirtæki sem hétu bankar og þeir lánuðu peninga.  En öryrkjar stunduð ekki slíka starfsemi.  Næsta dag fékk ég símtal frá fyrirtækinu og þar var mér sagt að þetta væri alveg rétt, en peningurinn færi inná spilareikninginn minn en ekki inná debetkortið og ef ég vildi ná í þessa pening væri hægt að millifæra af spilareikningnum á hvað banka sem ég vildi og leiðbeindu mér hvernig slíkt væri gert.  Þannig að þetta var allt misskilningur.  Ég hef sjaldan á ævinni skammast mín eins mikið og í þessu símtali.

Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, NEI TAKK.

Sem ekta Vestfirðingur, hefði ég aldrei trúað því að örvæntingin væri orðin slík á Vestfjörðum að þetta dugnaðar fólk, sem þar býr, tæki þátt í að hlusta á þetta andskotans kjaftæði.  Ég hef kynnt mér rekstur á svona stöð og að tala um 500 störf, er bara lygi.  Þar sem leyft er að reka slíkar stöðvar eru starfsmenn ekki nema 30-40 og í flestum löndum er þetta orðið bannað, t.d. í USA og Kanada.  Íhalds-bæjarstjórinn á Ísafirði, sem hefur alltaf talað um hina fögru Vestfirði og þá ósnertu náttúru Vestfjarða, virðist geta skipt um skoðun eftir því sem vindurinn blæs í hvert sinn.  Nú er hann orðinn aðal-talsmaður fyrir þessu rugli.  Nei Vestfirðir eiga mikið betra skilið og þetta íhald á Ísafirði verður að skilja, að möguleikarnir liggja í allt öðru.  Fólk verður að skilja það, að ekki þýðir að hugsa bara um daginn í dag eða í gær heldur um framtíðanna og hætta að lifa stöðugt í núinu.  Íhald-stjórinn á Ísafirði, segir að ef eitthver geti komið með 500 störf til Vestfjarða þá væri það vel þegið.  Við þann heiðursmann Sir Halldór Halldórsson vil ég segja eftirfarandi;

1.   Í fyrsta lagi skapar svona stöð engin 500 störf

2.   Mengun af þessu er slík að öll matvælaframleiðsala á Vestfjörðum er dauðadæmd um leið.  Það verður hvergi í heiminum hægt að selja framleiðslu frá Vestfjörðum.

3.   Á að fórna öllum landbúnaði og fiskvinnslu á Vestfjörðum fyrir svona rugl.

4.   Vestfirðir verða í framtíðinni Perla Íslands ef rétt er haldið á málum.  Sú besta hugmynd sem ég hef heyrt um er frá Þórólfi sýslumanni á Patreksfirði.  En hann kom með þá snjöllu hugmynd að bora niður í Látrabjarg og koma þar fyrir útsýnisaðstöðu fyrir ferðamenn og síðan kæmi í framhaldi öll aðstaða t.d. matsala, veitingarhús ofl.  Bara við Látrabjarg væri kominn vinnustaður fyrir fleiri manns, en þessi rugl-stöð gæti veitt.  Álíka væri hægt að koma upp við Hornbjarg, Hælavíkurbjarg, Straumnes og á fleiri stöðum og ég skal leggja hausinn að veði um að auðvelt væri að koma upp starfsemi, sem skapaði 500 til 1000 störf í stað 30 til 40, sem þessi rugl-stöð mun gera.

5.   Sem betur fer er hinn góði drengur, Halldór Halldórsson, fæddur og uppalinn í sveit og þekkir því vel til náttúru Vestfjarða.  Einnig veit ég að hann þekkir vel til í sjávarútvegi og í "Guðanna bænum" Halldór minn snúðu af villu þíns vegar og nýttu þína krafta í að bjarga Vestfjörðum frá svona rugli og hættu að tala fyrir þessu.  Störfin koma því skal ég lofa hér og nú.


« Fyrri síða

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband