Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, NEI TAKK.

Sem ekta Vestfirðingur, hefði ég aldrei trúað því að örvæntingin væri orðin slík á Vestfjörðum að þetta dugnaðar fólk, sem þar býr, tæki þátt í að hlusta á þetta andskotans kjaftæði.  Ég hef kynnt mér rekstur á svona stöð og að tala um 500 störf, er bara lygi.  Þar sem leyft er að reka slíkar stöðvar eru starfsmenn ekki nema 30-40 og í flestum löndum er þetta orðið bannað, t.d. í USA og Kanada.  Íhalds-bæjarstjórinn á Ísafirði, sem hefur alltaf talað um hina fögru Vestfirði og þá ósnertu náttúru Vestfjarða, virðist geta skipt um skoðun eftir því sem vindurinn blæs í hvert sinn.  Nú er hann orðinn aðal-talsmaður fyrir þessu rugli.  Nei Vestfirðir eiga mikið betra skilið og þetta íhald á Ísafirði verður að skilja, að möguleikarnir liggja í allt öðru.  Fólk verður að skilja það, að ekki þýðir að hugsa bara um daginn í dag eða í gær heldur um framtíðanna og hætta að lifa stöðugt í núinu.  Íhald-stjórinn á Ísafirði, segir að ef eitthver geti komið með 500 störf til Vestfjarða þá væri það vel þegið.  Við þann heiðursmann Sir Halldór Halldórsson vil ég segja eftirfarandi;

1.   Í fyrsta lagi skapar svona stöð engin 500 störf

2.   Mengun af þessu er slík að öll matvælaframleiðsala á Vestfjörðum er dauðadæmd um leið.  Það verður hvergi í heiminum hægt að selja framleiðslu frá Vestfjörðum.

3.   Á að fórna öllum landbúnaði og fiskvinnslu á Vestfjörðum fyrir svona rugl.

4.   Vestfirðir verða í framtíðinni Perla Íslands ef rétt er haldið á málum.  Sú besta hugmynd sem ég hef heyrt um er frá Þórólfi sýslumanni á Patreksfirði.  En hann kom með þá snjöllu hugmynd að bora niður í Látrabjarg og koma þar fyrir útsýnisaðstöðu fyrir ferðamenn og síðan kæmi í framhaldi öll aðstaða t.d. matsala, veitingarhús ofl.  Bara við Látrabjarg væri kominn vinnustaður fyrir fleiri manns, en þessi rugl-stöð gæti veitt.  Álíka væri hægt að koma upp við Hornbjarg, Hælavíkurbjarg, Straumnes og á fleiri stöðum og ég skal leggja hausinn að veði um að auðvelt væri að koma upp starfsemi, sem skapaði 500 til 1000 störf í stað 30 til 40, sem þessi rugl-stöð mun gera.

5.   Sem betur fer er hinn góði drengur, Halldór Halldórsson, fæddur og uppalinn í sveit og þekkir því vel til náttúru Vestfjarða.  Einnig veit ég að hann þekkir vel til í sjávarútvegi og í "Guðanna bænum" Halldór minn snúðu af villu þíns vegar og nýttu þína krafta í að bjarga Vestfjörðum frá svona rugli og hættu að tala fyrir þessu.  Störfin koma því skal ég lofa hér og nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að þessu fólki sé alveg sama, sumir hugsa bara mest um sjálfa sig.  Það kann aldrei góðri lukku að stýra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Alveg rétt Ásthildur, þess vegna er allt á niðurleið og stöðu fækkun á fólki.

Jakob Falur Kristinsson, 3.3.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob. Ég er mikið að hugsa um tillöguna hans Reynis Péturs. Hann vildi láta grafa skipaskurð á milli Vestfjarðarkjálkans og þá meginlandsins og að Vestfirðir yrðu sjálfstætt ríki. Þú kemur með stæl þarna og ýtir Halldóri til hliðar og verður æðstráðandi. Ég mæli með þér. Allir sem eru ættaðir frá Vestfjörðum eru eðalfólk. 

Baráttukveðjur fyrir Vestfjarðarkjálkanum.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Drífum í því í hvelli og ég gef kost á mér sem forseti.

Jakob Falur Kristinsson, 3.3.2008 kl. 17:39

5 identicon

Sæll Jakop.

Ég er 100% sammála þér,með grein þessa.Og hugmynd Þórólfs sýslumans er nokkuð     "Djúphugsuð".

Við unnum líka saman í DEN!

Þórarinn og Þórólfur,Ja hérna!

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason 3.3.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú verð ég að spyrja þig Þórarinn, unnuð þið Þórólfur saman eða unnum við saman?

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband