Lottó

Ég spila stundum í Lottóinu ef ég á pening, en aldrei hef ég fengið neitt stóra vinninga aðeins 500-100 krónur, en það hefur samt safnast saman og nú spila ég orðið alveg frítt.  En ég gerði skammarleg mistök fyrir stuttu.  Það var þannig að ég kaupi oftast miðann á netinu og ef eitthver vinningur kemur þá fæ ég tölvupóst og er látinn vita hvað ég hef unnið.  Þann 23. febrúar keypti ég miða á netinu og fékk póst um að ég hefði unnið kr: 640,- og þar sem ég var alveg blankur og vantaði tóbak, þá fór ég í sjoppuna hér í Sandgerði og ætlaði að kaupa 1 pakka, sem kostar 600,- og ætlaði að borga með vinningnum, en þá sagði stúkan sem var að afgreiða að þau mættu ekki taka við þessu, því þetta væri orðið sjálfvirkt og allir vinningar færu beint inná kortið aftur.  Ég varð að skila tóbakinu og um leið og ég kom heim hringdi ég í Íslenska getspá og spurði hvor svona vinningar færu sjálfvirkt inná kortið og ég fékk það svar að það færi um leið inná þann reikning sem greitt væri með og í mínu tilfelli færi það inná mitt debetkort.  Ég hringdi þá í MasterCard og bað um að skoða hvort færslan væri kominn en svo var ekki.  Ég hugsaði þá að best væri að láta nóttina líða og athuga aftur næsta morgun.  Þá var heldur ekki komin nein færsla og þá skrifaði ég Íslenskri getspá, eitt það ljótasta skammarbréf, sem ég hef á ævinni skrifað og benti þeim á að hér á landi væru til fyrirtæki sem hétu bankar og þeir lánuðu peninga.  En öryrkjar stunduð ekki slíka starfsemi.  Næsta dag fékk ég símtal frá fyrirtækinu og þar var mér sagt að þetta væri alveg rétt, en peningurinn færi inná spilareikninginn minn en ekki inná debetkortið og ef ég vildi ná í þessa pening væri hægt að millifæra af spilareikningnum á hvað banka sem ég vildi og leiðbeindu mér hvernig slíkt væri gert.  Þannig að þetta var allt misskilningur.  Ég hef sjaldan á ævinni skammast mín eins mikið og í þessu símtali.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ÆÆ

Hólmdís Hjartardóttir, 3.3.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jakob minn.

Við höfum um annað að hugsa núna en að vera að fara í hnút út af Lottó plottinu. Undirbúningsvinna að stofnun nýs ríkis. Láttu Ásthildi vita og alla hina Vestfirðingana sem eru hér á blogginu. 

Baráttukveður/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála Rósa

Jakob Falur Kristinsson, 3.3.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband