Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Lamaður bóndi

Ástþór Skúlason. Ástþór Skúlason, lamaður bóndi á Melanesi á Rauðasandi, var sviptur sérútbúnum landbúnaðarvélum sínum vegna smávægilegra vanskila. Ástþór hafði samið um frest til að gera upp en lánardrottinn sendi menn sína til að sækja tækin áður en fresturinn rann út.

Er virkilega mannlegi þátturinn farinn úr íslensku viðskiptalífi og starfsmenn fjármálafyrirtækja aðeins vélmenni, sem eru forritaði á hverjum morgni.


mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarvesti

Kanadíska innanlandsflugfélagið Jazz hefur ákveðið að fjarlægja öll björgunarvesti úr vélum sínum til að létta þær og spara þannig eldsneyti. Í staðinn er farþegum bent á að nota sætissessur sem flotholt. Fulltrúi félagsins segir að vélar þess fljúgi ekki yfir opið haf, og því sé þetta heimilt samkvæmt reglum samgönguráðuneytisins.

Það má vel vera að þetta sé heimilt samkvæmt reglum samgönguráðuneytis í Kanada.  Þótt fullyrt sé að vélar þessa flugfélags fljúgi aldrei yfir opið haf, þá eru nú mikil vötn í Kanada og alltaf geta komið upp aðstæður að þurfi að nauðlenda flugvél og þá er besti staðurinn á opnu hafi.

Ég ætla að vona að íslensku flugfélögin fari ekki að taka þennan ósið upp.  Þótt eldsneyti sé dýrt núna þá má ekki fórna öryggi farþega til að spara eldsneyti.


mbl.is Björgunarvesti fjarlægð til að spara eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keflavík

Loftbyssa Skotið var með loftbyssu í rúðu íbúðarhúss við Faxabraut í Keflavík í nótt. Tilkynnt var um þetta til lögreglunnar á Suðurnesjum klukkan 01:47 en íbúar sáu þann sem mundaði skotvopnið og gáfu nokkuð greinargóða lýsingu á því ökutæki er hann fór í ásamt tveimur öðrum.

Sumir virðast halda að skot úr loftbyssu sé ekki hættulegt, en þegar vel er að gáð þá eru þau jafnhættuleg og skot úr öðrum byssum.


mbl.is Skotið á hús í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbrautin

Mynd 452556 Tilkynnt var um árekstur og bílveltu á Reykjanesbraut við gatnamót Grindavíkurvegar um sex leytið í morgun. Lögregla, sjúkrabifreið og tækjabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum rákust jeppabifreið og fólksbifreið sem komu úr gagnstæðum áttum á og voru ökumenn einir á ferð.

Ég var þarna á ferð um kl 22,00 í gærkvöldi og við gatnamót Grindavíkurvegar eru miklar þrengingar.  En þær eru vel merktar og auðvelt að fara þar um.  En auðvitað þarf að minnka hraðann þarna.  Ég horfði á eftir nokkrum bílum aka þara í gegn á um 100 km. hraða og þá má lítið bera útaf til að ekki verði slys.  Það er oft talað um að bíll sé í rétti ef óhapp eða banaslys verða á vegum landsins og er það alveg rétt að sumir bílar þurfa að víkja eða bíða eftir annarri umferð.  En ef banaslys verður, skipti það þá nokkru máli fyrir hinn látna hvort hann var í rétti eða ekki.


mbl.is Árekstur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IKEA

Mynd 449010Vörur Ikea hækka um 20% að jafnaði með nýjum vörulista verslunarinnar sem út kom í mánuðinum. Vörur hækka þó mjög mismikið og að sögn Þórarins H. Ævarssonar, framkvæmdastjóra Ikea, lækka sumar meðan aðrar hækka mikið og draga meðalhækkunina þannig upp.

Er þetta ekki sama fyrirtækið og sagði í vor að engar hækkanir yrðu fyrr en í ágúst og þá yrðu þær mjög litlar.  20% hækkun að meðaltali, er ekki lítil hækkun hún er stór hækkun.


mbl.is Ikea hækkar verð um fimmtung að meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N1

Mynd 471365 Um tíu starfsmönnum verslunar- og þjónustufyrirtækisins N1 var afhent uppsagnarbréf í gær. Forstjóri fyrirtækisins gat ekki gefið nákvæmar tölur í gærkvöldi, en sagði fyrirtækið vera að stilla sig af fyrir veturinn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari uppsagnir á næstunni.

Er nú N1 að komast í vandræði eins og fleiri fyrirtæki.  Nú er verið að selja Skeljung til nýrra eigenda, en bæði þessi fyrirtæki voru keypt með svokallaðri skuldsettri yfirtöku og nú er komið að því að greiða skuldirnar.  Annars verkur það furðu mína að forstjóri N1 getur ekki gefið upp hvað mörgum starfsmönnum á að segja upp.  Hann notar líka sérstak orðalag vegna uppsagnanna og segi að verið sé að hagræða fyrir veturinn.  Ég hefði haldið að forstjóri í einu fyrirtæki væri að hagræða allt árið.  Þetta eru einfaldlega uppsagnir vegna erfiðleika í rekstri.


mbl.is Uppsagnir hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankareikningur

Mynd 413960 „Ég kveið alltaf fyrir mánudeginum, þegar ég fór út að skemmta mér, að hann færi að skoða reikninginn minn. Ég var á tímabili farin að taka alltaf út úr hraðbanka,“ segir ung kona en fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir, sem vinnur sem þjónustufulltrúi í viðskiptabanka hennar, fylgist í leyfisleysi með bankareikningi hennar.

Þetta er bannað og viðkomandi banki ætti að grípa inn í strax, því hver banki ber ábyrgð á sínu starfsfólki.


mbl.is Skoðar bankareikning án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignasalar

Mynd 179800 Það sem af er þessu ári hafa 32 löggiltir fasteignasalar skilað inn leyfum sínum til sýslumannsins í Hafnarfirði, sem gefur leyfin út. Ætla mætti að helsta ástæðan sé samdráttur í fasteignasölu en svo er ekki, að sögn talsmanna Félags fasteignasala. Segja þeir aðalástæðuna þá að löggiltir fasteignasalar sjái ekki ástæðu til þess að greiða 100 þúsund krónur á ári hver í eftirlitsgjald þegar sumar fasteignasölur komist upp með að hafa aðeins einn löggiltan fasteignasala en allt að 40 ófaglærða sölufulltrúa.

Þetta er dæmigert fyrir hvað sum lög hér á landi eru vitlaus og mikið rugl.  Alþingi þarf að vanda sig betur við lagasetningar framvegis og breyta þeim lögum sem eru eintóm vitleysa.  Björgvin G. Sigurðsson, viðskiparáðherra;

Stattu þig nú drengur.


mbl.is Fasteignasalar leggja inn leyfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Íslands

Seðlabanki Íslands Eins og útlitið er nú virðist sem Seðlabanki Íslands hafi teflt fram öllum sínum trúverðugleika við að halda vöxtum nægilega háum nægilega lengi til að ná settu 2,5% verðbólgumarkmiði innan tveggja ára. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum Kaupþings þar sem peningamálastefna Seðlabankans er gagnrýnd.

Þetta er gott hjá Kaupþing, Seðlabankinn þarf aðhald eins og aðrar stofnanir ríkisins.  Það getur ekki gengið að aðalbankastjórinn Davíð Oddsson sé að stýra Seðlabankanum og vera á sama tíma á kafi í pólitík hjá Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirapróf

Í gær fór ég í fyrsta bóklega prófið í meiraprófinu.  Það var búið að vara okkur svo mikið við þessu prófi og voru allir með hnút í maganum.  Ég hef ALDREI á minni skólagöngu lesið fyrir próf.  Ég reyni að fylgjast með í kennslutímunum og glósa þá oft niður ýmis atriði og gerði eins núna og var með þeim fyrstu til að klára prófið og náði því. 

Það hjálpaði mér líka talsvert umfram aðra að ég er menntaður vélstjóri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband