Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Tap

Mynd 476895 Tap Sparisjóðsins í Keflavík nam 10,6 milljörðum króna eftir skatta á fyrri hluta ársins samanborið við 4,6 milljarða króna hagnað á sama tíma á síðasta ári. Segir sparisjóðurinn neikvæð þróun á hlutabréfamarkaði hafi haft afgerandi áhrif á niðurstöðu tímabilsins. 

Sem betur fer er þessi sjóður svo sterkur að hann þolir alveg svona áfall.


mbl.is Tapaði 10,6 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fellibylur

Bíll á kafi í aurflóði af völdum Gústavs á Haítí í dag.Fimmtíu og einn hefur látið lífið á Haítí af völdum hitabeltisstormsins Gústavs, og er þá tala látinna af völdum veðursins alls komin í 59. Það fór yfir austurhluta Jamaíka í dag og stefnir á Caymaneyjar, og nálgast vindhraðinn fellibylsstyrk.

Hver ætli sé skýringin á því að þessi fellibylur heitir Gústaf?  Er það kannski vegna þess að hann byrjaði sem stormur.  Hingað til hafa fellibyljir alltaf heitið kvennamannsnöfnum og kannski verður skipt um nafn á þessum þegar hann er orðinn að alvöru fellibyl.


mbl.is 59 látnir af völdum Gústavs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot

Ingvar Sigurðsson í Kaldaljósi.Tvö íslensk kvikmyndafyrirtæki, Kaldaljós ehf. og Ferð ehf., áður Little trip ehf., hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Kvikmyndafélagið Kaldaljós ehf.

Þetta er aðeins byrjunin á miklum gjaldþrotum sem verða í haust og næsta vetur og þá verður ekki bara kvikmyndafyrirtæki.  Við eigum eftir að sjá gjaldþrot hjá stórum fyrirtækjum, sem flestir álíta að séu sterk í dag.  Þetta verður hrun gjaldþrota með miklu atvinnuleysi.


mbl.is Kvikmyndafyrirtæki í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkuveitan

Mynd 449222„Ég get sagt það fullum fetum að það hafi tapast um tveir milljarðar króna við það að ganga ekki frá þessari sölu strax síðasta haust í stað þess að hika og bíða,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, um sölu á 14,65 prósenta hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja (HS) til Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Ætlar aldrei að verða friður um Orkuveituna, nú eru það sjálfstæðismenn sem gagnrýna.  Nú er svo komið að þetta ákveðna mál er komið til dómstóla.


mbl.is Segir tvo milljarða hafa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsuverndarstöðin ehf.

Mynd 292127„Við hörmum þessa stöðu og við munum axla fulla ábyrgð,“ segir Gestur Pétursson, stjórnarformaður Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. 24 stundir sögðu frá því í gær að fyrirtækið hefði staðið illa í skilum á lífeyrissjóðsgreiðslum, félags- gjöldum og öðrum launatengdum gjöldum sem dregin höfðu verið af launum starfsmanna þess.

Þetta er nú skilgreint í lögum sem fjárdráttur og á að ákæra menn fyrir slíkt.  Við svona brotum er bæði dæmd sekt og fangelsi. 

Er þetta sem koma skal í heilbrigðisþjónustunni, að einkavæða sem flest.  Það er auðvelt að bjóða lágt í suma þjónustu ef menn ætla ekki að greiða allan rekstrarkostnaðinn, eins og þetta dæmi sýnir.


mbl.is Standa skil á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskir sjómenn

Réttarhöld yfir 16 sænskum sjómönnum hófust í Svíþjóð á miðvikudag, en þeir eru sakaðir um ranga skráningu á afla. Lögsóknin varðar 143 landanir níu fiskiskipa árið 2005 og er mönnunum gert að sök að hafa vísvitandi skráð yfir 100 tonn þorskafla sem lýr, en það er fiskur af ufsaætt sem ekki er kvótaskyldur. Þegar aflinn var svo seldur til vinnslu var hann réttilega skráður sem þorskur.

Það er þá víðar en á Íslandi sem sjómenn neyðast til að brjóta lög við vinnu sína.


mbl.is Sænskir sjómenn ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkraliðar

Mynd 471938 „Þau vilja hafa okkur áfram í vinnu, en á okkar lágu launum,“ segir Ragnhildur Árnadóttir sjúkraliði. Hún lauk ásamt þremur samstarfskonum sínum á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sjúkraliðanámi í maí, en þær fá ekki vinnu sem sjúkraliðar. „Við vorum hvattar af okkar stjórnendum til þess að fara í námið en núna vilja þeir ekki kannast við að hafa gert það,“ segir Ragnhildur.

Ég get ómögulega skilið af hverju ekki er hægt að greiða þessu fólki mannsæmandi laun.  Það á við bæði sjúkrahúsin, leikskóla, kennara ofl.   Er hvergi hægt að spara í ríkisrekstrinum til að fá peninga til að hækka launin.  Að vísu eru leikskólar á vegum sveitarfélaganna, en það er sama.  Þessu verður að breyta sem fyrst.  Svo sjáum við í fréttum að einn ráðherra fór til Kína til að horfa á handboltaleik, sem kostaði ríkissjóð 500 þúsund og annað er eftir því.  Til að klóróna svo allt saman fá þessir sjúkraliðar ekki vinnu, vegna þess að þá hækka þeir í launum.


mbl.is Fá ekki að vinna sem sjúkraliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga

Mynd 442551 Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir verðbólgutölur dagsins áframhaldandi staðfestingu á þeirri óáran sem þjóðin sé stödd í. ASÍ kallar enn eftir samstarfi við ríkisstjórnina og gagnrýnir að opinberir aðilar skuli kynda enn undir verðbólguna með því að hækka gjaldskrár sínar.

Þetta er það sem ég er alltaf að skrifa um, þ.e. að efnahagsstjórn hér á landi er í molum og er ein rjúkandi rúst.  Enda geri ríkisstjórnin ekki eitt né neitt til að reyna að laga þetta ástand.  Það verður allt logandi í verkföllum og átökum strax eftir áramót.


mbl.is Verðbólgan skelfileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaskólinn

Verðlaunatillagan að húsi Listaháskólans. Magnús Skúlason, áheyrnarfulltrúi F-listans, lagði fram á fundi skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í dag tillögu um að ráðið samþykki að taka til alvarlegrar athugunar hvort nota megi aðrar tillögur en þá sem vann hugmyndasamkeppni um Listaháskóla til að varðveita megi götumynd Laugavegarins.

Þótt Ólafur F. Magnússon sé hættur sem borgarstjóri, þá reynir hann að nýta að'stöðu sína til hins ýtrasta.  Nú er það Magnús Skúlason fulltrúi F-lista í skipulagsráði sem er að berjast við að halda 19. aldar götumynd á Laugaveginum.  Ég er hræddur um að þessi tillaga Magnúsar verði felld.


mbl.is Lagt til að önnur tillaga verði fyrir valinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddskarð

 Oddskarðsgöng verða lokuð í kvöld milli klukkan 20:30 og 01:00 og er vegfarendum bent á veg yfir Oddskarð sem er seinfarinn malarvegur. Vegslóðinn undir Skútabjörgum utan Stapadals í Arnarfirði er nú orðinn ófær öllum bílum. Verður ekki lagaður fyrr en að vori, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ekki kemur fram í fréttinni af hverju göngin eru lokuð um Oddskarð.


mbl.is Oddskarðsgöng lokuð í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband