Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Spakmæli dagsins

Hvers vegna að borga einhverjum

fyrir að kortleggja ættartré þitt,

Farðu bara í stjórnmál og andstæðingarnir

munu gera það fyrir þig án endurgjalds.

(ókunnur höfundur)


Kárahnjúkavirkjun

Mynd 494277 Landsvirkjun hefur óskað eftir tilboðum í frágang vinnusvæða á Fljótsdalsheiði, við Laugarfell og á Vestur-Öræfum. Um er að ræða lokafrágang vinnusvæða og sáningu og má segja að þar með ljúki öllum framkvæmdum á Kárahnjúkasvæðinu sem hófust með formlegum hætti haustið 2002.

Er virkilega enn eftir vinna við þessa virkjun, ég hélt að allt hefði verið búið í fyrra.


mbl.is Lokaspretturinn að Kárahnjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg ávöxtun

Raunávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, var neikvæð upp á 25,3% á síðasta ári, samkvæmt uppgjöri sjóðsins. Þá var raunávöxtun Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, LH, neikvæð um 26,7% á sama tímabili.

Þetta eru skelfilegar fréttir fyrir hinn venjulega launamann.  Þar sem ríkisábyrgð er á LSR þar kanski launamaður að þola skerðingu hjá eigin lífeyrissjóði og taka þátt í að greiða hallann á LSH í gegnum skattakerfið.


mbl.is Raunávöxtun LSR var neikvæð um 25,3% í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síld

Kap landar síld í Vestmannaeyjum.Það var góð stemmning á bryggjunni í Vestmannaeyjum í gær þegar Kap VE byrjaði að veiða síld í höfninni. Þetta er í annað sinn sem skipið reynir við síldina í höfninni en eftir fyrsta túrinn var veiðin stöðvuð. Hún var hins vegar leyfð að nýju á föstudaginn enda fyrirséð að talsverð mengun yrði af síldinni í sumar, ef hún yrði ekki hreinsuð upp.

Jæja, möppudýrin hjá Hafró hafa ákveðið að láta undan þrýstingi frá Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegsráðherra og Eyjamönnum, að leyfa þeim að hreinsa hjá sér höfnina, sem er full af sýktri síld.


mbl.is Veiddu 500 tonn af síld í höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útifundur

Óeirðir urðu á Austurvelli 30. mars 1949 þegar Alþingi... Útifundur verður haldinn á Austurvelli í dag klukkan 17 þar sem kröfunni um að Ísland standi utan hernaðarbandalaga verður haldið á lofti. Tilefnið er að í dag eru liðin 60 ár frá því Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í NATO.

Ég hélt nú að þessi samtök væru löngu hætt starfsemi, en þetta er eins og kolkrabbi, að ef einn armurinn er slitinn af vex nýr í staðin.  Ég býst nú ekki við miklum fjölda á Austurvöll í dag.


mbl.is Útifundur á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir

Á miðstjórnarfundi Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) 27. mars sl. var fjallað m.a. um starfsemi lífeyrissjóða. Miðstjórnarmönnum er það mikið áhyggjuefni hversu mikið umfjöllun um lífeyrissjóðakerfið og uppbyggingu þess einkennist af þekkingarleysi og alhæfingum.

Hvaða andskotans kjaftæði er þetta, má ekki fjalla um lífeyrissjóðina eins og um fjármálafyrirtæki.  Málið er einfaldlega það að stjórnarmönnum í lífeyrissjóðunum svíður þegar sagt er frá öllu bruðlinu og sukki sem er hjá þessum sjóðum.  Það þarf enga sérþekkingu á því að 20-30 milljónir í árslaun forstjóra þessara sjóða, er ekki eðlileg.  Svo kemur til viðbótar utanlandsferðir, bílar til afnota,risna, ofl.

Það er því ekkert skrýtið að þessir menn hafi áhyggjur þegar allar staðreyndir um rekstur sjóðanna eru dregnar fram í dagsljósið.


mbl.is Gagnrýna glysferðir og skrautsýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróunaraðstoð

PangasiusAfrakstur af þróunaraðstoð Norðmanna í Víetnam um langt árabil er farinn að ógna markaðsstöðu norsks sjávarútvegs í Evrópu. Á vef LÍÚ segir að Norðmenn hafi í rúma tvo áratugi veitt sem svarar hálfum öðrum milljarði íslenskra króna til þróunaraðstoðar í Víetnam. Eldi á pangasius-fiskinum hefur verið á meðal þróunarverkefna og flæðir pangasius nú yfir evrópskan markað en fiskurinn kostar aðeins um fjórðung af því sem þorskur kostar.

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti ALDREI að leyfa erlendum aðilum að skoða og kynnast íslenskri fiskvinnslu.  Í flestum iðnríkjum getur fólk ekki labbað bara inn af götunni og fengið að skoða og ljósmynda allt hátt og lágt.  Öll fyrirtæki búa yfir einhverri sérþekkingu sem ekki á að auglýsa upp fyrir hvern sem er.  Þetta framlag Noregs er svipað og við íslendingar vorum að gera í Namibíu og víðar.  Allur svona stuðningur kemur í bakið á viðkomandi aftur, eins og dæmið frá Noregi sýnir.


mbl.is Þróunaraðstoð ógnar norskum sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zetan

Mynd 494273Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður gestur þeirra Björns Vignis Sigurpálssonar og Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur í þættinum Zetunni sem verður i beinni útsendingu á mbl klukkan tólf. Hann mun þar ræða áherslumál sín og flokksins í komandi kosningum.  Guðjón Arnar Kristjánsson mæti svo klukkan tvö.

Það verður fróðlegt að sjá muninn á því hvernig þeir verða spurðir um stefnu sinna flokka.


mbl.is Bjarni Benediktsson í Zetunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn

Nú segja nýir forustumenn Sjálfstæðisflokksins að búið sé að gera upp fortíðina og framtíðin sé björt og fögur.  En hvernig gerði flokkurinn upp sína fortíð, einhverjar samþykktir voru gerðar eftir tillögum Endurreisnarnefndar flokksins.  Evrópumálin voru gerð upp þannig að flokkurinn teldi hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan ESB, en samt ætti að skoða með opnum hug hugsanlega aðild að ESB.  Hver skilur svona moðsuðu um mikilvægt málefni, það var fullyrt að af þessum landsfundi færu allir sáttir og meðvitaðir um stefnu flokksins.

En hver er stefnan ? 

Spyr sá sem ekki veit.


Keflavík

Sigrún Ásta Jónsdóttir. Sýningin „Völlurinn“ verður opnuð í Duushúsum í Reykjanesbæ í dag, en 60 ár eru liðin frá því Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið – NATO.

Auðvitað hafði það mikil áhrif í Keflavík þegar nánast heill bær reis á Miðnesheiði.  Þar var allt til alls, sem eitt bæjarfélag þarfnast.  Talsverður var auk þess þó nokkur frá Vellinum til Keflavíkur og öfugt.  Mikið var um smygl af Vellinum og vændi stundað ofl.

Þegar ég hóf nám í Samvinnuskólanum á Bifröst 1969 tók maður fljótt eftir því hvað nemendur sem komu frá Suðurnesjum voru miklu betri í ensku en við sem komum frá landsbyggðinni.  Þar hefur nálægðin við Völlinn örugglega skipt mestu máli.  Það var rekin bæði útvarps- og sjónvarpsstöð.


mbl.is Bærinn tók lit af nábýli við Völlinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband