Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Spakmæli dagsins

Aldnar undir blæða,

augun fella tár;

mörg er heimsins mæða

og mannraunin sár.

(Gamalt viðlag)


Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla hafi lítinn tilgang þegar þjóðin veit ekki hvað í boði er með aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í stefnuræðu hennar á landsfundi.

Þetta er alveg hárrétt hjá Jóhönnu að við vitum ekki hvað er í boði hjá ESB fyrr en við förum í aðildarviðræður.  Ef þjóðin á að kjós um hvort farið verður í aðildarviðræður eða ekki, þá veit enginn hvað í boði er.  Fyrst þarf að fara í aðildarviðræður og bera þann samning undir þjóðaratkvæði.


mbl.is Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margrét Sverrisdóttir

Margrét Sverrisdóttir á landsfundi Samfylkingarinnar. Margrét Sverrisdóttir hlaut flest atkvæði í kjöri til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins. Kosið var milli 25 frambjóðenda í 6 sæti aðalfulltrúa og 6 fulltrúa til vara.

Það er alltaf að koma betur í ljós hvað það voru mikil mistök að hrekja Margréti úr Frjálslynda flokknum.  Sá sem stóð fyrir því var Jón Magnússon, sem nú er gengin í Sjálfstæðisflokkinn.  Hann fór þar í prófkjör en náði engum árangri, en þó nokkrir hafa sagt að þeir kjósi ekki Sjálfstæðisflokkinn á meðan Jón Magnússon er þar.  Hann er því að vissu leiti ábyrgur fyrir fylgishruni Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Margrét Sverrisdóttir í framkvæmdastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan

 Krónan hélt áfram að veikjast í gær eins og hún hefur gert nánast samfellt frá 12. þessa mánaðar. Gengisvísitala krónunnar hækkaði um 1,3% og veiktist krónan sem því nemur. Var gengisvísitalan við lok viðskipta í gær 209,9 stig. Í lok dags þann 11. mars síðastliðinn var vísitalan 186,5 stig. Hefur hún því hækkað um tæp 13% frá þeim tíma og krónan því veikst svo að segja sem því nemur.

Hvenær ætla stjórnvöld að viðurkenna að þetta er ónýtur gjaldmiðill.  Nú er orðin nokkuð góður bissness að kaupa evrur í Seðlabankanum fyrir 160,- krónur  og fara með erlendis og skipta þar evrum í íslenska peninga.  Því þar er gengið 1 evra= 260 krónur.  Þannig græðast 100 krónur á einni evru.  Sá sem fer með eitt þúsund evrur hagnast um 100 þúsund krónur.  Þetta leika þeir sem nú eru að flytja út fisk í stórum stíl.  Það þarf ekki einu sinni að fara erlendis því eigendur svokallaðra jöklabréfa eru tilbúnir að skipta á þessu gengi.


mbl.is Krónan heldur áfram að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur Samfylkingarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar. Afgreiðsla ályktana og kosningar til flokksstarfa á landsfundi Samfylkingarinnar hafa tafist. Þannig átti Jóhanna Sigurðardóttir, nýkjörinn formaður flokksins, að halda stefnuræðu sína nú fyrir kl.16, en bið verður á því.

Hvað tefur Jóhönnu?  Er hún enn að semja ræðuna?  Kannski hefur hún viljað bíða og sjá hver yrði niðurstaðan í formannskjöri hjá Sjálfstæðisflokknum áður en hún héldi sína lokaræðu á þessu landsþingi.


mbl.is Töf á ræðu Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvunjósnanet

Mynd 159132Kanadískir rannsóknarmenn segja, að alþjóðlegt tölvunjósnanet, sem er með miðstöð í Kína, hafi nú náð til stjórnarskrifstofa um allan heim. Segja Kanadamennirnir að njósnurunum hafi tekist að komast í 1295 tölvur í 103 löndum.

Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta frumlegt til að njósna og að hafa komist í 1295 tölvur í 103 löndum er bara alls ekki svo slæmur árangur.  Þeir eru sniðugir þarna í Kína.


mbl.is Tölvunjósnanet nær um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýliðun

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Nokkur nýliðun er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins en ný miðstjórn var kjörin á landsfundi í dag. Í nýrri miðstjórn er meðal annars Fanney Birna Jónsdóttir, 25 ára formaður Heimdallar.

Það er af hinu góða að einhver nýliðun er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.  En vantar flokkinn ekki fleiri atkvæði um fram allt.


mbl.is Nýliðun í miðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir

Hús verslunarinnar þar sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til húsa.Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að umfjöllun í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um að raunveruleg staða lífeyrissjóðanna sé mun veikari en opinberar tölur gefi til kynna, eigi ekki við um stöðu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Afskriftir hafi verið færðar með varfærnum hætti.

Það má vel vera að eignastaða þessa sjóðs sé sterk, en Morgunblaðið fjallaði um fleira en eignastöðu sjóðanna.  Það var líka fjallað um bruðl og fleira hjá stjórnendum sjóðanna.  Þorgeir Eyjólfsson er nú ekki nema með kr: 30 milljónir í árslaun og ekur um á rándýrum bíl sem sjóðurinn á og rekur.  Þeir gættu líka hófs í utanlandsferðum, fóru ekki nema 14 ferðir sem kallaðar eru vinnuferðir.  Þeir hafa kannski farið í einhverjar laxveiðiferðir og svo hafa forstjórinn og stjórnendur þegið lítilsháttar gjafir um jól og áramót frá fyrirtækjum.  Ekki finnst mér neitt skárra þótt sjóðurinn borgi fyrir utanlandsferðir, en að þiggja þær frá öðrum.  Ef aðrir greiða er ekki verið að bruðla með fé sjóðsfélaga.  Þetta er sem sagt mjög hógværir menn sem stýra Lífeyrissjóði Verslunarmanna.


mbl.is Umfjöllun á ekki við um Lífeyrissjóð verzlunarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr formaður

 Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson voru í formannskjöri. Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í dag. Bjarni fékk 990 atkvæði af 1705 greiddum atkvæðum eða 58,1%. Kristján Þór Júlíusson fékk 688 atkvæði eða 40,4%. Aðrir fengu 10 atkvæði, 5 atkvæði voru ógild og 2 auð.

Þá er það komið á hreint að Bjarni Benediktsson er orðinn formaður Sjálfstæðisflokksins.  Ekki held ég að það breyti miklu fyrir flokkinn hvað varðar fylgið.  Nú er Engeyjarættin aftur kominn til valda í flokknum.  Nú hlýtur kolkrabbinn að gleðjast.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Ég hélt að þessi fundur hefði átta að fara yfir stöðu flokksins og móta stefnu til framtíðar og niðurstaða fengist hvaða stefnu flokkurinn hefur í Evrópumálunum.  En það kemur mér þannig fyrir sjónir að stefnan sé enginn bara einhver moðsuða til að komast sem auðveldast frá þessu máli.  Flokkurinn segist vera á móti aðild að ESB en svo kemur að hann er hlynntur að kjósa um aðildarviðræður og í fram haldi af því að skoða aðildarviðræður.  Hvaða snillingi skyldi hafa tekist að setja þetta svona saman.  Ekki skil ég neitt í þessu, eða veit neitt um stefnu þessa flokks í Evrópumálunum.

Það var búinn að vera starfandi nefnd um Evrópumálin undir forustu þeirra Árna Sigfússonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar og niðurstaðan er enginn.

Einnig var starfandi svokölluðu Endurreisnarnefnd undir stjórn Vilhjálms Egilssonar og mun hún hafa skila mikilli skýrslu um starf flokksins og voru í skýrslunni álit frá fjölda manns um hvað gera mætti betur í starfi flokksins.  Ekki veit ég hvað margar af tillögum þessarar nefndar hafa verið samþykktar á landsfundinum.

Svo birtist allt í einu Davíð Oddsson, sem segist vera hættur í stjórnmálum og heldur þrumandi ræðu og segir að ekki eigi að breyta neinu hjá flokknum.  Aðild að ESB komi aldrei til greina og skýrsla Endurreisnarnefndarinnar sé  ekki pappírsins virði.  Hann sjái eftir þeim trjám sem hafa verið felld til að fá pappír í skýrsluna.  Að lokum líkti hann sínu brottrekstri úr Seðlabankanum við krossfestingu Jesús Krists, það munaði ekki um það.  Hann talaði eins og sá sem valdið hefur og niðurlægði fólk í stórum stíl.  En það furðulega skeði að þegar hann hafði ausið úr sér yfir um 2.000 fulltrúum, þá var klappað fyrir honum.

Það var ekkert á dagskrá þessa fundar að Davíð ætti að halda þar ræðu og þess vegna kom þetta eins og þruma úr heiðskýru lofti.  Svo mikil óánægja var með þessa ræðu að Geir H. Haarde, sá sig tilknúinn til að biðjast afsökunar á henni í hádeginu í dag.

Ef endurkoma Davíðs í stjórnmálin verða í þessum stíl er eins gott að leggja flokkinn niður, því kjósendur kunna ekki að meta svona vitleysinga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband